Vísir - 25.02.1981, Blaðsíða 1

Vísir - 25.02.1981, Blaðsíða 1
»■ „Ég tel fullvist aö þetta efni sé komið á markaðinn hér á iandi og hafi verið á ferðinni i nokkurn tima” sagði Guðmund- ur Gígja hjá fíkniefnalögregl- unni, þegar blaðamaður Visis bar undir hann fréttir þess efnis, að svokailað „englaryk” væri komið á markað hérlendis. „1 máli sem kom upp nú fyrir áramót fundum viö dálitið af þvi sem við teljum vera „engla- ryk”, en magnið var ekki nægi- lega mikið til þess að hægt væri að sanna þaö endanlega. Hér er um að ræða tiltölulega ódýran vimugjafa, sem seldur hefur veriö á svipuðu verði og hass- ið”, sagði Guðmundur. Að sögn Ólafs Ólafssonar, landlæknis, er „englarykið” talið vera það fikniefni sem hefur i för með sér hvað mesta hættu á geðtruflunum, sem geta verið varanlegar sé það notað i langan tima. Efninu er oft blandað saman við hass, en það er til I öllum formum, — sem vökvi, duft eða töflur. „Þetta var notað sem svæf- ingarlyf fyrir um tuttugu árum, en var tekið úr umferð vegna slæmra aukaverkana, — sér- staklega á taugakerfið. Eftir- verkanir eftir svæfingar komu einnig fram i árásarhneigð sjúklinganna”, sagöi Ólafur. Hann sagði einnig að þetta efni ylli skynvillu og sjálfs- morö væru mjög tið i sambandi viö neyslu þess, — fólk kastaði sér út um glugga á háhýsum og fleira i þeim dúr. „Englarykið” er orðiö mjög útbreitt i Bandarikjunum, og aö sögn Guömundar Gigju hefur neysla þess i Danmörku og Sviþjóð færst mjög i vöxt á undanförnum árum. Sja bls. 4 veiðimenn á árshátíö Sjá bls. 18-19 Jón Þórarinsson skrifar um flutning á Fidelíó Sjá bls. 27 Væntanleg eiginkona Karls Bretaprins SEGIR VIGDÍS FINNBOGADÚTTIR, FORSETIÍSLANDS. UNI BESSASTAÐI í OPNUVIDTALI VIÐ VÍSI „Þetta hús er I einu orði sagt yndislegt, og það er gott að vera hérna”, sagöi Vigdis Finnboga- dóttir, forseti tslands, i viötaii við Visismenn, sem heimsóttu hanjt að Bessastöðum. 1 viðtalinu er rætt við Vigdisi um reynslu hennar af forseta- embættinu, sem hún hefur nú gegnt i rúmlega hálft ár, um forsetasetrið, umfjöllun fjöl- miðla um forsetakjörið og Island erlendis, opinberu heim- sóknina til Danmerkur, en hún hófst i morgun og margt fleira. Vigdis lýsir i viðtalinu hrifn- ingu sinni á Bessastöðum: „Um þann hluta hússins, sem tilheyrir gamla timanum, má segja að það sé saga i hverju herbergi. Veggirnir hérna beinlinis anda sagnfræði. Ég gleymi ekki fortiðinni á þessum stað, og einmitt það að lifa með fortiðinni finnst mér býsna gott”. Jafnframt leggur Vigdis áherslu á nauðsyn bjartsýni i daglegu lifi okkar: „Ef við litum ekki fram á við með baráttu fyrir batnandi heimi í huga, þá tel ég það vera uppgjöf i sjálfu sér. Og ér er þannig gerð aö ég neita að gef- ast upp”, segir Vigdis Finn- bogadóttir. Viötalið birtist i opnu Visis i dag. — ESJ. Vigdis Finnbogadóttir, forseti islands, var að semja ræöu, sem hún flytur i kvöld i veislu hjá Margréti Danadrottningu i Kristjánsborgar- höll, þegar Vísismenn heimsóttu hana. Hér sést hún vinna við ræöuna á skrifstofu sinni á efri hæöinni að Bessastöðum. Við hliö sér á borðinu hefur hún ávallt mynd af Jóni Sigurössyni, forseta. — Vísismynd: GVA. „ÞETTA NUS ER IEINU OHBI SAGT YNDISLEGT"

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.