Vísir - 25.02.1981, Blaðsíða 3

Vísir - 25.02.1981, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 25. febrúar 1981 3 VÍSIR Ekki ðll lekandatilfelli meðal sjómanna skráð: Lyf gegn kynslúkdomum um borD í öllum sklpum ,/Það er rétt að það eru fúkkalyf í lyfjakistum skipanna, og það kann að valda þvi að færri lek- andatilfelli eru skráð meðal sjómanna en til- efni eru til". Þetta sagði Ólafur ólafsson, landlæknir, þegar blaðamaður Vísis bar undir hann þau orð sjómanns nokkurs, að lekandi væri miklu algengari meðal sjó- manna, en skýrslur þær, sem kynntar voru i f jölmiðlum i gær, gefa til kynna, þar vakti athygli að lekandi virtist ekki vera algengari meðal sjómanna en ýmissa annarra stétta. 1 samtali við blaðamann benti þessi sjómaöur á, að i þeim til- fellum að lekandi kæmi upp meðal þeirra sem eru i sigling- um, þá væri hann meðhöndlaöur með þeim lyfjum sem fyrir hendi eru um borð i skipunum. Það væri fremur sjaldgæft að sjómenn leituðu sér lækninga i landi. ,,Ég vil þó taka skýrt fram, að við vitum ekki um tiöni lekanda meöal einstakra stétta þvi við vitum ekki hversu fjölmennar þær eru. Eitt er þó ljóst og það er að það finnst lekandi meðal allra stétta og þetta getur komið fyrir hvern sem er. Það er þó ljóst að dreifingin milli stétta hefur breyst, ef litið er á þróun siðustu 20-25 ára, og þar er um að ræöa sömu þróun og i ná- grannalöndunum. Viö skulum lika hafa hugfast i sambandi viö það sem sjómaðurinn segir, að fúkkalyf hafa verið um borð i islenskum skipum frá þvi skömmu eftir strið”, sagði Ólaf- ur Ólafsson. Áfokstjón innifaiið Samstarfsnefnd Bifreiðatrygg- ingafélaga hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu: Að gefnu tilefni vill samstarfs- nefnd bifreiðatryggingafélag- anna taka fram að á undanförn- um mánuöum hafa verið i endur- skoðun kaskótryggingaskilmálar bifreiðatryggingafélaganna. t þeirri endurskoðun hafa öll bif- reiðatryggingafélögin átt sinn fulltrúa. Vegna óveðursins 16.-17. febrú- ar s.l. hafa bifreiðatrygginga- félögin ákveðið að kaskótrygg- ingar bifreiða innifeli áfokstjón á hinni tryggðu bifreið. Eigendur kaskótryggðra öku- tækja, sem orðið hafa fyrir tjóni af þessu tagi eru beðnir að hafa samband við viðkomandi vá- tryggingafélag sem fyrst. Hvítabandið iyrir langiegusjúklinga: ðFUUUEGJAHN BnUMBMDALAUSN” Segir starfsfólk Hvítabandsins um ákvörðun Borgarstjörnar ,,Geta fulltrúar í almenningsálitið í borginni leyfist að skerða stórlega Borgarstjórn treyst því að sé með þeim hætti að þeim þjónustu við fólk með geð- ^^__——ræn vandamál? „PóstversiuN hefur aukisl glfurlega slðusiu ivð ár” - segir Krlslján Hafliðason delldarsiiórl Bögglapöstsiolunnar „Það er ekkert launungamál að póstverslun hefur aukist gifur- lega siðustu tvö ár”, sagði Kristján Hafiiðason deildarstjóri Bögglapóststofunnar. Kristján benti á að á siðustu 10 árum hefði orðið um 300% aukn- ing á bögglafjölda póststofunnar, sent úr landi og um landið. Þó er aukningin mun meiri i bögglum sendum að utan um allt land, en bögglasendingum úr landi. Að sögn Kristjáns eru fyrirtæk- in tiltölulega fá, sem senda hing- að vörur i gegnum bögglapóst- stofuna, og taldi hann að i flestum tilvikum væru hér innlendir um- boðsmenn. „Við verðum aðallega vör viö viðskipti þarsem islenskir umboðsmenn dreifa pöntunarlist- um um landið og siðan pantar fólk eftir þeim og slikt kemur þá i gegnum okkar þjónustu. Þetta hefur komið til okkar tiltölulega reglulega i stórum sendingum ör- fárra erlendra aðila”. —AS Þetta segirm.a. i fréttatilkynn- ingu sem starfsfólk á Dagdeild Hvitabandsins hefur sent frá sér, en i tilkynningunni mótmælir starfsfólkið eindregið þeirri ákvörðun borgarstjórnar að taka Hvitabandið undir langlegudeild fyrir aldraða án þess að þeirri starfssemi sem fyrir er i húsinu sé á nokkurn hátt tryggt fram- tiðarhúsnæði. „Hér er á feröinni ófullnægj- andi bráðabirgðalausn á nauð aldraðra á kostnað geðheilbrigð- isþjónustunnar. Borgarfulltrúar virðast telja það áhættulaust að sýna þvi fólki sem hér nýtur þjón- ustu tillitsleysi með óljósum áformum sinum sem hljóta að vekja ugg um framtið dagdeild- arstarfsseminnar” segir i til- kynningu starfsfólksins. gk- Hvitabandið i Reykjavik verður notaö fyrir ianglegusjúklinga i fram- tiðinni. ÁADiamn GRETTIS TAKI? F.-k)u þcr þá pinpicm þad gerir heimsmethaíinn! í Florida skín sólin meir en 300 daga á ári, þess vegna er Tropicanasafinn auðugur af C-vítamíni. Fékkst þú þér Tropicana í morgun? Tropicana sólargeislinn frá Florida

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.