Vísir - 25.02.1981, Blaðsíða 10

Vísir - 25.02.1981, Blaðsíða 10
10 Hriiturinn 21. mars—20. april Þú átt eitthvaö eftir ógert slöan í gær, og til þess að þér miöi meö þaö, sem gera þarf I dag, þarftuað ljúka þvf. Þú þarft aö leggja aukna áherslu aö halda tímaáætl- un, svo aö allt veröi ekki á elleftu stundu. Nautiö 21. april-21. mai Hinn sérstæöi smekkur þinn og hugsunar- háttur er ekki alveg I takt viö umhverfiö. Þaö skaltu samt láta þér I léttu rúmi liggja, þvi aö þar i liggur einmitt sérstaöa þín. Kvöldiö veröur rólegt. Tviburarnir 22. mai—21. iúni Þii hugsar um of margt i einu, þannig aö erfiðlega gengur aö ljúka viö verkefnin. Takt u heldur eitt i einu og hagaöu störfum þfnum skipulega. Þú ættir aö leggja meiri rækt viö gamla vini og þá ættingja sem þér hefur láöst aö sinna undanfarið. Krabbinn 21. júni—23. júli Þú ættir aö reyna aö einbeita þér aö þvi sem þú ert aö gera hverju sinni. Gættu þess aö eyða ekki meiru en þú aflar. Þú getur átt von á þvi að einhver óvænt óþægindi steöji aö þér siöari hluta dags, liklega eru þau fjárhagslegs eölis. Ljóniö 24. júli—23. ágúst Nauösynlegt er, aö þú getir haft góöa samvinnu viö ættingja þina f dag. Stolt þitt hefur verið þér til trafala aö undan- förnu, en stundum er nauðsynlegt að brjóta odd af oflæti sinu. Þú ættir ekki aö skipta þér um of af einkamálum annarra. Meyjan 24. ágúst—23. sept. Það kemur sér vel fyrir þig aö vita, hvaö þú vilt, og kemur þaö glöggt I ljós nú. Þú ert bara ekki nógu ákvcöin(n) í aö fylgja málunum eftir. Til þess, aö aðrir taki verulega mark á þér, þarftu aö finna leiö- ir til aö vinna trúnaö þeirra. Vogin 24. sept —23. okt. An þess aö þú þurfir aö hafa verulega fyr- ir þvi leysast ýmis vandamál í dag. Þú skalt varast aö gangast upp viö oröagjálf- ur, og umfram allt skaltu taka ummælum roskinnar konu meö varúö. Faröu varlega i umferöinni og snemma aö sofa. Drekinn 24. okt.—22. nóv. Haltu rósemi þinni og gættu þess aö láta óviðkomandi fólk ekki koma þér úr jafn- vægi. Láttu gagnrýni eins og vind um eyru þjóta, nema hún komi frá vinnuveit- anda þínum. Þú átt von á góöum fréttum úr þeirri átt, sem þú áttir sist von á. Bogmaöurinn 23. nóv.—21. des. Enda þótt þú viröist eiga talsveröum vin- sældum aö fagna, er of snemmt aö hrósa sigri. Einhver, sem þú hefur ekki grunað um græsku, leggur stein I götu þína. Mál, sem hafa vafist fyrir þér lengi, fara nú senn aö skýrast. Steingeitin 22. des.—20. jan. Þú ættir aö taka til athugunar aöstööu þá, sem þú hefur til aö sinna tómstunda- gamni. Þú ættir aö leggja drög aö þvf aö bætahana, og væri vel þess viröi aö lcggja út I talsveröar fjárfestingar í þessu efni. Vatnsberinn 21.-19. febr Þú ert nú á góöri leiö meö aö losa þig und- ^an álagi og streitu, en þarft aö gæta þess vel að lenda ekki jafnharöan I svipaöri að-, stööu. Fiskarnir 20. febr.—20. mars Geföu þér tima til aö hvflast vel, — einnig hefðir þú gott af einhverri tilbreytingu. Geröu ekki ráö fyrir aöstoö annarra I dag. Veriö getur, aö þú standir andspænis þvf aö þurfa aö taka skyndilega ákvöröun án þess aö geta haft samráö viö aðra. VÍSIR Miövikudagur 25. febrúar 1981

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.