Vísir - 25.02.1981, Blaðsíða 11

Vísir - 25.02.1981, Blaðsíða 11
Mi&vikudagur 25. febrúar 1981 VÍSIR 11 „Sú nýjung sem hugsanlega á eftir aö vekja mesta athygli i sumaráætlun okkar eru ferðir til Möitu, en þangað bjó&um við nú upp á sérstaklega ódýrar hópferðir” sagöi Eysteinn Helgason forstjóri Samvinnu- feröa/Landsýn en ferðaskrif- stofan kynnti nú i vikunni sumaráætlunsina. Ferðir fyrirtækisins til Möltu eru i samvinnu við Dansk Folke Ferie, ferðaskrifstofu verka- lýðshreyfingarinnar i Dan- mörku. Ferðatilhögun er þannig að flogið er til Möltu með viðkomu i Kaupmannahöfn, gist er á Möltu i tvær vikur og siðan eina viku i Danmörku á heim- leið. Þar verður gist i hinum vinsælu sumarhúsum i Karls- lunde en þar hefur Samvinnu- ferðir/Landssýn boðið gistingu undanfarin ár fyrir viðskipta- vini sina. „Það sem vekur e.t.v. mesta athygli i sambandi við þessar ferðir er hið glæsilega verð sem við getum boðið” sagðí Ey- steinn. „Það stafar af samvinnu okkar við Dansk Folke Ferie, og ekki siður vegna þess að flogið er i leiguflugi á verði sem er mun hagstæðara en að Flug- leiðir geta boðið upp á. Það er ekki nema réttlætiskrafa að á sama tima og Dönum er boðið upp á ferðir til íslands á þessu hagstæða verði að íslendingum sé gefinn kostur á að ferðast á þessum hagstæðu fargjöldum einnig”. Aðildarafsláttur. Sem kunnugt er standa fjölmörg samtök launafólks að baki rekstri Samvinnu- ferða-Landsýnar. Má þar nefna ASl, BSRB, Stéttarsamband bænda, Landssamband islenskra samvinnustarfs- manna, Samband islenskra bankamanna o.fl. Nú i sumar verður aðildar- félögunum boðinn fullur að- ildarafsláttur i allar leiguferðir Samvinnuferða — Landsýnar i allar leiguflugsferðir ferða- skrifstofunnar til sólarstranda og Danmerkur. Aðildarafsláttur gildir fyrir félagsmenn, maka þeirra og börn, og nemur hann kr. 500 fyrir hvern fullorðinn og kr. 250 fyrir börn. Barnaaf- sláttur á ferðum til Möltuerkr. 1500 fyrir börn 2ja-12 ára en i Danmerkurferðum er hann kr. 1.250 og greiðist þá jafnframt kr. 200 fyrir börn yngri en 2ja ára. Börn eldri en 12 ára greiða fullt fargjald en hafa sama rétt á fullum aðildarafslætti og for- eldrar þeirra. Þessir afsláttar- möguleikar geta þvi verið veru- legir og geta numið allt að 4000 krónum fyrir 4ra manna fjöl- skyldu. Gunnar Steinn Pálsson frá Augiýsingaþjónustunni og Eysteinn Helga- son frá Samvinnuferðum-Landsýn skoða nýja ferðabæklinga á biaða mannafundinum. Visismynd GVA. Leiguflug i vestur. Samvinnuferðir Landsýn efn- ir nú i fyrsta skipti til reglu- bundins leiguflugs til Toronto i Kanada, á mjög hagstæðu verði eða kr. 2.950 i hópfargjaldi, en frá Toronto liggja leiðir til allra átta fyrir þá sem vilja t.d. fljúga til stórborga i Bandarikjunum. Auk þess sem hér hefur verið getið má nefna ferðir Samvinnuferða-Landsýnar til Rimini, Portoroz og leiguflug til Irlands, London, Norðurland- anna og viðar. Einnig verður flogið á Islendingaslóðir i Kan- ada og loks má nefna orlofsferð- ir aldraðra sem i vor og haust verða enn á döfinni. ,,SL-kjör”. Samvinnuferðir-Landsýn kynnir nú i fyrsta skipti hér- lendis ný greiðslukjör á sólar- landaferðum sem miða að þvi að vernda farþega gegn hvim- leiðum verðhækkunum og auð- velda um leið gerð raunhæfrar fjárhagsáætlunar. Fyrirkomulag „SL-kjaranna” er þannig að unnt er að festa verð með innborgun fyrir 1. mai. Meðþvi að greiða 1/2, 3/4 eða 1/1 hluta ferðakostnaðar er verðið fest i sama hlutfalli miðað við gengisskráningu inn- borgunardagsins. -gk- Sumaráællun Samvlnnuferða - Landsvnar AfllLDARAFSLÆTTIR FVRIR LAUNAFÖLK... .Mðltuferðir. Torontoferðír 09 margt fleira nýtt 09 athyglisvert i sumaráætlun tyrirtækíslns „Treysti tæklunum fullkomlega” segir Hjalmar Vílhjalmsson og vísar „sjónmati” fískilræðings á loðnustofninum á dug „Það er ekki rétt, enda treysti ég þeim tækjum, scm við vinn- um með, fullkomlega,” sagði Hjálmar Vilhjálmsson fiski- fræðingur þegar fréttamaður spurði hann hvort Eyjólfur Friðgeirsson fiskifræðingur fari rétt með i skýslu sinni að það sé hans „sjónmat” að loðnugang- an fyrir austan sé ekki undir 500 þúsund tonnum. „Við erum að reyna að mæla stærð stofnsins með tækjum og ef ég fer nú að byggja á „sjón- mati”, er ég að gefa til kynna að Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðingur. ég vantreysti tækjunum. Það geri ég ekki.” Eyjólfur segir i skýrslu sinni að það sé sjónmat sitt og loðnu- skipstjóranna, og sennilega Hjálmars lika, að gangan fyrir austan land sé svipuð og undan- farin ár, sennilega 5-600 þúsund tonn. Hann ber brigður á mæl- ingar Árna Friðrikssonar, vegna þess að leiðangursstjór- inn hafi verið verkfræðingur með enga reynslu af sjó- mennsku og sáralitla reynslu af fiskileit. „Ég er ósköp óánægður með svona vinnubrögð,” sagði Jón Jónsson, forstjóri Hafrann- sóknarstofnunar um málið, „og tel að þetta sé forkastanlegt að koma svona fram. Til skýringar sagði Jón að þetta álit Eyjólfs væri ekki byggt á rannsóknum, heldur minni á göngum fyrri ára og eins og hann segir sjálf- ur, sjónmati. Eyjólfur lét skýrslu sina ekki ganga til Hafrannsóknarstofn- unarinnar, heldur sendi hana beint til Kristjáns Ragnarsson- ar framkvæmdastjóra Llú „Stjórn stofnunarinnar fær ekki að vita um skýrsluna fyrr en eftir það og tók hana strax fyrir. Hún lýsti furðu sinni á þessum vinnubrögðum og styð- ur fullkomlega það álit sem kemur fram hjá Hjálmari og Páli Reynissyni,” sagði Jón Jónsson. SV Einstakt tœkifæri ÓDÝRT - ÓDÝRT - ÓDÝRT Á meðan birgðir endast seljum við þessi BORÐSTOFUHÚSGÖGN með mjög góðum greiðsluskilmálum PÓSTSENDUM UM LAND ALLT Laugavegi 166 Símar 22222 og 22229

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.