Vísir - 25.02.1981, Blaðsíða 27

Vísir - 25.02.1981, Blaðsíða 27
27 Miövikudagur 25. febrúar 1981 VtSlR Listamönnunum þakkaö i lok hijómleikanna „Landslag ef dað héti Óperan Fidelio eftir Ludwig van Beethoven Flutt á tónleikum Sinfóniu- hljómsveitar tslands i Háskóla- biói 12. og 14. febrúar 1981. Flytjendur: Einsöngvararnir Astrid Schirmer, Ludovico Spiess, Bent Norup, Manfred Schenk, Elin Sigurvinsdóttir, Sigurður Björnsson, Kristinn Hallsson o.fl. Söngsveitin FIl- harmonia, kórstjóri Debra Gold Karlakór Reykjavikur, kór- stjóri Páll P. Pálsson. Sinfóníu- hljómsveit islands. Stjórnandi Jean-Pierre Jacquillat. Það var vonum siöar að Sin- fóniuhljómsveitin tók aftur upp þráöinn, sem var látinn niður arnir og hljómsveitin stóðu einnig vel fyrir sinu. Um flutn- inginn i heild, svo sem hraðaval stjórnanda i sumum þáttum verksins, má vera að ýmislegt orki tvimælis, en hér er sýnilega um skilning stjórnandans að ræða. Undirrituðum þótti heldur léttilega tekið á ýmsum atriðum og þannig dregið meira en rétt er úr þeim djúpa alvörublæ, sem hvilir yfir verkinu mest- öilu. Þrátt fyrir sjálfstætt gildi tón- listarinnar i Fidelio, sem áður var að vikið, má þó ekki gleyma þvi, að hér er um óperu að ræða, ogóperur hafa söguþráö, sem á- heyrandinn vill og þarf að fylgj- ast með. Engin tilraun var gerð til þess i efnisskrá þessara tón- leika að létta mönnum þetta, og hefði þó veriö mjög auðvelt, þar sem óperan skiptist niður i mjög greinilega afmörkuð atriöi, sem auðvelt hefði verið að gera grein fyrir efnislega i réttri röð. Þetta kom ekki að sök fyrir þá, sem fyrirfram eru kunnugir verk- inu, en hve margir voru það af hartnær tvö þúsund áheyrend- um á tvennum tónleikum i Há- skólabiói? Fyrir aðra má hugsa sér að þessi reynsla hafi verið lik þvi að ferðast án landabréfs og leiðsögumanns um land- svæði, þar sem fullt væri af náttúruundrum og merkilegum mannvirkjum, en allt nafnlaust og án tengsla við mannlif og sögu. En það er alkunna, að „landslag væri litils virði, ef þaö héti ekki neitt”. Jón Þórarinsson. falla fyrir um það bil tveimur áratugum, að flytja áheyrend- um sinum heilar óperur á tón- leikum. SUkur flutningur kemur að visu ekki i stað flutnings I rettu umhverfi, þ.e. á leiksviði, en þar sem sviðsuppfærslur eru svo sjaldgæfar sem raun ber vitni, er hér um nokkra uppbót að ræða, sem hefur verið þegin með þökkum af almenningi. Enda á slikur flutningur fullan rétt á sér, ekki sist þegar um er að ræða óperur, þar sem tónlist- in hefur svo ótvirætt sjálfstætt gildi sem raun er á um óperuna Fidelio. Það var lika myndar- lega að þessum flutningi staðið að flestu leyti. Fjórir erlendir söngvarar, allir sýnilega þraut- reyndir i þessum erfiðu hlut- Jón Þórarins- son skrifar verkum, báru hita og þunga dagsins, og er sérstök ástæða til að nefna þar Manfred Schenk, sem er frábær bassasöngvari. Islensku einsöngvararnir létu heldur ekki sitt eftir liggja, og veröur naumast sagt að það kæmi á óvart hvað þá Sigurð og Kristin varðar en sérstaklega ánægjulegt var hve vel Elin hélt hlut sinum á móti hinum erlendu stórsöngvurum. Hún er mjög vaxandi söngvari. Kór- væri lítils virði ekki neitt M svomœlii Svarthöföi LYÐRÆÐIÐ OG BYSSUHLAUPH) Senor Molino lammar sig inn í þinghúsið í Madrid, beinir byss- um að þingmönnum um það bii sem það ætlar að fara að kjósa einhvern ihaldsmann fyrir for- sætisráðherra, og lætur þing- heim leggjast I gólfið. Sóiar- hring síðar er þessi sami maður farinn að biðja um að mega semja frið i vinnuherbergi Franco i útjaðri höfuðborgar- innar. Sagt er að þessi óróleiki senor Molino stafi af tiðum drápum á löggæslumönnum. Má lionum vera vorkunn i þvi efni, en að ætla að taka heilt þjöðþing í gislingu er kannski einum of mikið. Á kreppu- og sandfoksárunum miklu f Bandarikjunum er sagt að fleiri en einn bóndi hafi tekið sér byssu I hönd með það fyrir augum að skjóta bankann. Gjaldþrota bændur misstu sem sagt eignir sinar til banka, og hann hlaut þvi.að vera eitthvert óargadýr, sem hægt var að skjóta. Þettagekk nú ekki eftir, enda aldrei heyrst að hægt væri að stunda vel heppnaðar banka- veiðar. Eins er þetta með hinn spænska senor Molino. Hann ætlaði að skjóta þingið, þegar honum féll ekki að láta skæruTiða margvislega fella lögreglumenn. Jafnframt virð- ist honum hafa orðið hugsað til Franco. Þeir eru auðvitað margir, sem væru til með aö skjóta banka, þing eða lýðræöið sjálft gætu þeir fest það i miði. Lýð- ræði er fremur ung stofnun í heiminum, og það kemur og fer eftir því hvað mannfólkinu mið- ar ýmist fram á veg eða aftur á bak. 1 dag er lýðræðið enn f miklum minnihluta, þótt við sé- um að státa okkur af stórum framfaratimum. A hitter aö lita að lýðræði verður ekki metið f atómsprengjum eða geimferð- um eða læknavisindum, vegna þess að þetta þrennt heldur á- fram að þróast nema til komi einhverjar helvitiskenningar á borð við þær, sem bönnuðu vis- indamönnum sins tima að lesa gang himintungla. Milijóna- hundruðir manna búa ekki við lýðræði i dag. Svo er um lönd allt frá Vestur-Þýskalandi aust- ur til Kyrrahafs, svo er um Suð- ur-Ameriku og svo er um stærstan hluta Afriku. Þetta eru uggvænlega stórsvæöi, og samt er talið fullum fetum að heimur- inn sé i framför á pólitiska svið- inu. Það getur svo verið huggun harmi gegn, að fólk sem hefur lært að lesa, m.a. til að það gæti veriö móttækilegt fyrir áróður þeirra andlýðræðisafla, sem ýmist kenna sig viö fasisma eða kommúnisma, hefur tilhneig- ingu til að varpa af sér hvers konar fjötrum og það er i þeirri tilhneigingu sem vonin um lýð- ræöið liggur. Þess vegna hefur ekkert alræði staðið lengi, heldur hefur það sveigst undan vilja fólksins til frjálsræöishátt- ar. Við sjáum þessi dæmi viða, nd síðast i Póllandi. Þess vegna skyldu hvorki fasistar eöa kommúnistar halda að þeir erfi jörðina. Hún er ætluð öörum. Frumhlaup senor Molino hef- ur orðið til þess að leiða hugann aö því tæpa valdi sem lýðræðið býr yíir. Það hefur ekki byssu- hlaup til varnar sér, heldur viröingu manna fyrir náungan- um. Samt er allt súrrað niöur í hernaðarbandalög, m.a. vegna þess að menn freistast til að verja garðinn sinn i þessu lifi, en óhugsandi er aö lýöræöis- þjóðir noti slik bandalög til árása á aðra, nema þau frávik gerist að senor Molino komist inn iþingið undir öðru yfirskyni en veifa skammbyssu. Víst er rétt að hryöjuverk hafa færst mjög I vöxt. Viröu- legur stjórnmálamaöur á Vest- urlöndum telur aö þau séu mestanpart kostuð og skipulögö af kommdnistum. Hvaö snertir Baska, þá er þar um aö ræða þjóðfrelsisbaráttu sem er i engu ómerkilegri en barátta Kúrda. Baráttuaðferðir hinna reiðu mótast nokkuö af hegöan and- stæöinga. Lýöræðið laðast ekki að þjóðum, sem þannig stendur á fyrir. Þess vegna má vera, aö senor Molino hafi veriö réttur maður á réttum staö með rétt tæki í hendi, fyrst Baskar virð- ast ekki geta fengið það frelsi — eða heimastjórn — sem þeir þrá svo mjög. Svarthöfði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.