Morgunblaðið - 19.12.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.12.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2003 11 INDRIÐI H. Þorláksson ríkisskatt- stjóri segir að í kjölfar aukins frelsis í fjármagnsflutningum milli landa hafi skattasniðgöngumálum fjölgað og í mörgum tilfellum sé verið að reyna að nýta mismunandi skatta- reglur á milli landa og ákvæði tví- sköttunarsamninga, sem séu ætluð til þess að aflétta tvísköttun. Þar sem löggjöf landanna sé mismunandi geti myndast holur. „Það breytir því ekki að ef slíkar ráðstafanir eru gerðar í þeim tilgangi einum að kom- ast undan skattlagningu líta skatta- yfirvöld svo á að þeim megi víkja til hliðar og skattleggja viðkomandi að- ila eins og þær hefðu aldrei verið gerðar,“ segir Indriði. Hann sagði að sér kæmi ekki á óvart að talsmenn viðskipta-, fjár- mála- og ráðgjafafyrirtækja á þessu sviði gagnrýndu sjónarmið hans í leiðara Tíundar og létu í sér heyra vegna hans og kannski kæmi honum enn minna á óvart hvað þeir segðu. Hins vegar fyndist honum athyglis- vert að þeir skyldu reyna að beina umræðunni frá kjarna málsins, þ.e. því sem hann hefði raunverulega fjallað um í leiðara sínum sem væri fjölgun skattasniðgöngumála, yfir í það að hneykslast á því að menn skuli leyfa sér að ræða þessi mál. „Það kemur nokkuð á óvart að þeir láti svo sem þeim sé ókunnugt um starfsemi af þessum toga, eink- um með tilliti til þess að einn þeirra, þ.e. framkvæmdastjóri Sambands viðskiptabanka og fjármálafyrir- tækja, skrifaði fyrir nokkrum árum grein ásamt þekktum dönskum sér- fræðingi í skattasniðgöngumálum, þar sem beinlínis eru gefnar leið- beiningar og lagt á ráðin hvernig megi færa fé skattfrjálst úr landi. Það má kannski bæta við að það fór nú kannski ekki svo vel fyrir þessum danska ráðgjafa eða ráðgjafafyrir- æki því það lenti í hremmingum vegna starfsemi sinnar í Dan- mörku,“ sagði Indriði ennfremur. Aðspurður hvort þarna væri um ólögmæta starfsemi að ræða, sagði Indriði að starfsemin sem slík væri ekki ólögmæt í þeim skilningi að ein- stakar athafnir brytu lög, „en það er okkar mat og flestra sem að þessu koma að þær standist ekki gagnvart skattalögum, þ.e. að þær leiði ekki til þeirrar niðurstöðu í skattalegum skilningi sem menn ætla,“ sagði Indriði. Hann sagði að skattayfirvöld bæði hér og erlendis vikju slíkum gjörn- ingum til hliðar í skattalegu tilliti án þess að dómur væri lagður á hvort um væri að ræða lögbrot í sjálfu sér. Ástæðan fyrir því að hann hefði gert þetta að umtalsefni í leiðara Tí- undar, tímarits Ríkisskattstjóra- embættisins, nú væri fjölgun þess- ara mála. „Ég held að það sé enginn vafi að það tengist því að breytt viðskipta- umhverfi hefur gert þetta mögulegt, en þó að þessum málum hafi fjölgað er auðvitað allur obbinn af skatt- borgurum og fyrirtækjum sem hag- ar sínum málum með réttum og eðli- legum hætti. Síðan bitnar svona starfsemi á öllum í reynd þegar upp er staðið,“ sagði Indriði ennfremur. Borguðu himinháa vexti Hann vísaði til nýlegs úrskurðar yfirskattanefndar í svona máli sem væri dæmigerður fyrir skattasnið- göngumál af þessu tagi. Í því tilviki hefði fyrirtæki hér á landi stofnað fyrirtæki erlendis og lagt í það pen- inga. Þessa sömu peninga hefði er- lenda fyrirtækið, sem væri í eigu ná- kvæmlega sömu aðila og innlenda fyrirækið, lánað innlenda fyrirtæk- inu aftur og borgað himinháa vexti af láninu. Vextirnir væru frádráttar- bærir hér á landi sem rekstrarkostn- aður. Þannig væru slegnar tvær flugur í einu höggi. Rekstrarkostn- aðurinn hækkaður hér á landi og um leið peningar færðir skattfrjálst úr landi í formi himinhárra vaxta eða gríðarlegra affalla af skuldabréfun- um sem gefin hefðu verið út vegna þessara viðskipta. Reyna að nýta sér ákvæði tvískött- unarsamninga Ríkisskattstjóri um fjölgun skattasniðgöngumála ÚTSALA - ÚTSALA Dæmi um verð: Áður: Nú: Peysa m/gatamynstri 5.900 2.900 Bómullarpeysa 5.800 2.900 Jakkapeysa 5.900 2.900 Vatteraður jakki 5.900 1.900 Dömubolur 3.400 1.200 Krumpuskyrta 3.900 1.900 Samkvæmiskjóll 7.800 2.900 Mokkajakki 7.900 3.900 Satínpils 4.800 1.900 Rúskinns-stígvél 6.800 1.900 ...og margt margt fleira 40—70% afsláttur Meiri verðlækkkun Síðumúla 13, sími 568 2870, 108 Reykjavík. Opið frá kl.10.00-18.00 Stærðir 34-52 Ótrúlega lágt verð Fiskbúðin Vör Höfðabakka 1 • sími 587 5070f í i Fiskikóngurinn er í jólaskapi Risahörpuskel...................2.690 áður 3.990 Túnfisksteikur............................990 áður 1.500 Stórar rækjur.............................990 áður 1.490 Laxaflök.....................................990 áður 1.290 Humar súpertilboð 1.290 Bæjarlind 12, Kópavogi, sími 544 2222 Opið: mán.-fös. frá kl. 11-18.00 lau. frá kl. 10-18.00 - sun. frá kl. 12-18.00 MUNIÐ GJAFAKORTIN Jóla- og samkvæmis- fatnaður í miklu úrvali Str. 36-60 FLENSAN sem gengið hefur í Bandaríkjunum hefur reynst börn- um þar mjög skæð og óttast læknar vestra að töluvert fleiri börn muni deyja af völdum flensunnar en venjulegt er þótt engar tölur liggi enn fyrir, að því er segir í frétt AP. Haraldur Briem sóttvarnalæknir segir að þegar flensan hafi skollið á hér á landi hafi það fyrst og fremst verið ungt fólk og börn sem hafi veikst en þó væntanlega ekki alvar- legar en menn eiga að venjast. „Kannski var meira um það að börn væru að veikjast hér í haust en við vorum með þeim fyrstu sem lentum í flensunni. En þá tóku landsmenn heldur betur við sér og allt bóluefni, sem átti að duga út ár- ið, kláraðist á fáum vikum. Síðan hefur inflúensan einfaldlega hjaðn- að niður. En ég tek fram að maður getur ekki spáð um framtíðina í þessum efnum.“ Flensan hjöðnuð hérlendis Fleiri börn deyja vegna flensu vestan hafs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.