Morgunblaðið - 19.12.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.12.2003, Blaðsíða 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2003 13                   ! "#$  % & '(  )))                  ! !  "    #  $   %  &   #      &'   '  '  (     )&'   % #    *    %        '   !   "  +' '   *  ' # ,-! '  #   &  ./   "  + ' '  '   ''  #*   *  '  &  &"    '- 01 2&   '   - +   3 - 3 4(&#* 5 '  '  ' '     *  01 2&   '   666  HELGI Laxdal, formaður Vél- stjórafélags Íslands, segir að verði sjómannaafsláttur afnuminn muni sjómenn sigla skipum sínum til hafnar og binda þau, jafnvel í trássi við lög. Á heimasíðu VFSÍ segist Helgi hafa á fundi sínum með fjármálaráð- herra fyrr í vikunni, þar sem rætt var um afnám sjómannaafsláttarins, gert ráðherranum grein fyrir því að sjómannaafslátturinn væri hluti af kjörum sjómanna og ef ætti að af- nema hann, yrði að bæta tekjutapið upp með öðrum hætti. „... og eitt væri alveg víst að sjómenn væru til- búnir að sigla skipunum til hafnar og binda þau í trássi við lög ef stjórnvöld dirfðust að snerta sjó- mannaafsláttinn,“ segir Helgi á heimasíðunni. Auðlindagjald verði gefið eftir Helgi segist í samtali við Morg- unblaðið fullviss um að þetta sé sjónarmið allra sjómannasamtak- anna og sjómannaafslátturinn sé reyndar eitt af því fáa sem alger samstaða ríki um meðal sjómanna, enda varði hann alla sjómenn. Sjó- menn muni því ekki láta hann af hendi bótalaust. Helgi segist hafa bent fjármála- ráðherra á að auðlindagjaldið sem koma á til framkvæmda í ár væri skattur á útgerðina uppá um 2 millj- arða. „Ef sjómannaafslátturinn verður aflagður þurfa tekjur sjó- manna að aukast um 1,7 milljarða en af honum fengi ríkissjóður í formi skatta um 0,7 milljarða. Mín skoðun er sú að útgerðin eigi að taka það á sig sem sjómenn tapa ef sjómanna- afslátturinn verður afnuminn. Á móti á ríkið að gefa eftir hvað varðar auðlindaskattinn þannig að útgerðin og sjómenn séu á sama stað fyrir og eftir þessa formbreytingu. Hvað varðar farmennina þá verðum við, ef við ætlum ekki að tapa öllum störf- um farmanna úr landi, að greiða laun farmanna niður með líkum hætti og gerist hér í okkar næsta nágrenni þ.e. taka upp nettólauna- kerfi. Við þá kerfisbreytingu þarf að taka fullt tillit til sjómannaafslátt- arins,“ segir Helgi Laxdal á heima- síðunni. Sjómenn munu binda skip sín Formaður VSFÍ segir sjómenn munu verja sjómannaafsláttinn SKOSKIR Grænfriðungar hvetja nú félaga í samtökunum til að láta fé af hendi rakna til herferðar gegn hrefnuveiðum, að því er kemur fram á fréttavef skoska blaðsins Glasgow Daily Record. Þar segir að umhverf- isverndarsamtökin þurfi á fé að halda til að kaupa nýjan útbúnað, svo hægt verði að grípa til aðgerða gegn veiðum á hrefnu í Atlantshafi. Blaðið segir, að Íslendingar hafi reitt umhverfisverndarsinna til reiði með því að veiða 36 hrefnur í vís- indaskyni í haust og áformi að veiða 250 til viðbótar á næsta ári. Fram hefur komið hjá íslenskum stjórnvöldum að engin ákvörðun hafi verið tekin um hvort frekari hrefnu- veiðar verði á næsta ári. Safna fé til aðgerða gegn hrefnuveiðum Morgunblaðið/Jenný Jensdóttir ÚR VERINU EIGNIR fasteignafélagsins Kletta, sem er í eigu fjárfestingarfélagsins Kaldbaks, eru að renna inn í Fast- eignafélagið Stoðir. Baugur á 49,6% í Stoðum, Kaupþing Búnaðarbanki á 20,4% og Ingibjörg Pálmadóttir og félag hennar eiga 18,4%. Skarphéðinn Berg Steinarsson, yfirmaður innlendra fjárfestinga hjá Baugi og stjórnarmaður í Stoð- um, segir að ástæður þess að Stoðir höfðu áhuga á að bæta eignum Kletta við eignasafn sitt sé að Klett- ar eigi margar ágætis eignir og að með þessu náist betri landfræðileg dreifing í eignasafnið. Skarphéðinn segir að boðað verði til hluthafa- fundar í Stoðum milli jóla og nýárs þar sem lögð verði fram tillaga um aukningu hlutafjár sem nota eigi til að greiða Kaldbaki fyrir eignirnar. Fyrirhuguð aukning hlutafjár er um 3%–4%. Eiríkur S. Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Kaldbaks, segir að Kaldbakur hafi lengi haft þá stefnu að vera ekki sjálfur í beinum fast- eignarekstri. Kaldbakur hafi áður átt í viðræðum við Landsafl og fleiri aðila í þeim tilgangi að koma fast- eignum Kletta inn í stærra félag, en það hafi ekki orðið að veruleika fyrr en nú. Eiríkur segir að þetta hafi verið gert vegna þess að til þess að fasteignafélög séu arðsamur og góður kostur þurfi þau að vera stór, en Klettar sé mjög lítið félag. Eignir Stoða námu um mitt ár rúmum 25 milljörðum króna og að sögn Jónasar Þorvaldssonar, fram- kvæmdastjóra Stoða, stefnir í að þær verði um 30 milljarðar króna um áramót. Frá miðju ári hafa bæst við eignasafn Stoða væntanlegar höfuðstöðvar Kaupþings Búnaðar- banka við Borgartún, húsnæði Skíf- unnar, hlutabréf í Högum og Súð- arvogur 2E og 2F, en að sögn framkvæmdastjóra Stoða var það húsnæði áður í eigu félaga á vegum Pálma Haraldssonar, aðaleiganda Fengs. Baugur stofnaði Fasteignafélagið Stoðir árið 1999 til að annast rekst- ur fasteigna sinna. Fasteignir Kaupþings og Sparisjóðs Reykja- víkur og nágrennis bættust síðar við og bæði fyrirtækin urðu hlut- hafar í Stoðum. Í september í fyrra sameinaðist fasteignafélagið Þyrp- ing Fasteignafélaginu Stoðum og við það stækkuðu Stoðir umtals- vert. Meðal helstu eigna Stoða eru verslunarmiðstöðin Kringlan, hús- næði verslana Haga, svo sem Hag- kaupa, 10-11 og Bónuss, og Holta- garðar. Fasteignafélagið Klettar var stofnað í ársbyrjun 2000 um fast- eignir Kaupfélags Eyfirðinga. Flestar eigna þess eru á Akureyri, þar með talið er hús KEA við Hafn- arstræti. Morgunblaðið/Kristján Hús KEA við Hafnarstræti á Akureyri hefur bæst í eignasafn Stoða. Stoðir eignast fast- eignir Kaldbaks Hlutafé aukið um 3%–4% NÝ stjórn fjárfestingarfélagsins Straums var kjörin á hluthafafundi í félaginu í gær og tóku þrír nýir stjórnarmenn sæti. Þá var sam- þykkt að breyta nafni félagsins í Straumur Fjárfestingarbanki, enda hefur félagið sótt um starfsleyfi sem slíkur. Sjálfkjörið var í stjórn félagsins en samþykkt var að fjölga stjórn- armönnum úr fjórum í fimm. Þrír menn koma nýir inn í stjórn. Helgi Magnússon, framkvæmdastjóri Hörpu Sjafnar og bankaráðsmaður í Íslandsbanka, Orri Hauksson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Símans og stjórnarmaður í Brú fjárfestingum, og Magnús Kristins- son, útgerðarmaður í Vestmanna- eyjum. Ólafur B. Thors, stjórnarfor- maður Straums, og Kristinn Björnsson fyrrverandi forstjóri Skeljungs, sitja áfram í stjórninni en Andri Sveinsson og Kristín Guð- mundsdóttir hverfa úr stjórn Straums. Í máli Ólafs B. Thors á fundinum kom fram að breyting á eðli starf- semi Straums sé „raunhæf afleiðing af breyttu lagaumhverfi“. Hann sagði breytinguna úr fjárfestingar- félagi í fjárfestingarbanka koma til með að rýmka heimildir félagsins til starfa og auka sóknarfæri. Þá sagði hann breytinguna gera Straumi kleift að sækja hagkvæmari fjár- mögnun. Starfsemi Straums Fjárfestingar- banka verður skipt í þrjú svið; verð- bréfasvið, fyrirtækjasvið og sér- stakt svið sem sér um fjárfestingar í óskráðum bréfum. Að auki heldur rekstrarsvið utan um daglegan rekstur félagsins. Fundurinn veitti stjórn heimild til að auka hlutafé í Straumi um allt að 1.500 milljónir króna en hlutafé fé- lagsins er nú 4.149 milljónir króna. Ný stjórn í Straumi Félaginu breytt í Straum fjárfest- ingarbanka Á HLUTHAFAFUNDI Guðmundar Runólfssonar hf. 15. desember sl. var kosin ný stjórn. Í stjórn fyrirtækisins eru nú Runólfur Guðmundsson (for- maður), Kristján Guðmundsson, Páll G. Guðmundsson, Runólfur Viðar Guðmundsson og Lilja Mósesdóttir. Fyrirtækið Guðmundur Runólfsson hf. er með útgerð, landvinnslu, neta- verkstæði og þorskeldi í Grundarfirði en um 100 manns starfa að jafnaði hjá fyrirtækinu. Kosning dr. Lilju Mós- esdóttur, prófessors við Viðskiptahá- skólann á Bifröst, markar tímamót í tæplega 30 ára sögu fyrirtækisins, þar sem kona hefur ekki áður setið í stjórn þess. Kona í stjórn Guðmundur Runólfsson hf. Í KJÖLFAR breytinga á stjórn Straums sem samþykktar voru á hluthafafundi í gær fækkar um eina konu í stjórnum Úrvalsvísitölufyrir- tækja. Hlutfall kvenna í stjórnum fimmtán fyrirtækja sem mynda Úr- valsvísitöluna er fjórar konur á móti 96 körlum, í stað fimm kvenna á móti 95 körlum fyrir breytingu í Straumi. Hlutur kvenna í stjórnum lækkar þannig úr 5,3% í 4,2%. Hlutur kvenna kominn niður í 4,2% SAMSKIP hafa ákveðið að bæta við nýrri áætlunar- leið milli Íslands og Evrópu frá og með áramótum. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að tæplega fimm þúsund tonna gámaskip hafi ver- ið tekið á leigu til að sinna þessu verkefni, en það verði fjórtánda skipið í reglu- bundnum siglingum hjá Samskip- um. Þar að auki sé félagið með all- mörg skip í ýmsum sérverkefnum. Hið nýja skip Samskipa fær nafn- ið M/s Skaftafell og verður það þriðja skip Samskipa í föstum áætl- unarsiglingum milli Íslands og Evr- ópu. Siglt verður frá Reykjavík á 14 daga fresti og bætast Grundartangi, Reyðarfjörður og Þórshöfn í Fær- eyjum við sem nýir áfangastaðir Samskipa en aðrir viðkomustaðir Skaftafells verða Immingham á Bretlandseyjum og Rotterdam í Hollandi. Bætt þjónusta við Austurland Knútur G. Hauksson, forstjóri Samskipa, segir í tilkynningunni að félagið hafi verið með fjölmörg leiguskip í óreglulegum siglingum milli Íslands og meginlandsins vegna stóraukinna flutninga á þessu ári. „Teljum við tímabært að stíga skrefið til fulls og bæta við skipi í fastar áætlunarferðir á þessari mik- ilvægu flutningaleið,“ segir Knútur. „Um leið er þjónusta Samskipa við Austurland bætt, jafnframt því sem ýmsir möguleikar skapast til að koma vörum á markaði í Evrópu. Það er því von okkar að viðskipta- vinir taki þessari viðbót vel.“ Samskip eru fyrir með tvö skip í föstum áætlunarsiglingum milli Ís- lands og meginlands Evrópu, Bret- landseyja og Skandinavíu, M/s Arn- arfell og M/s Helgafell. Engar breytingar verða á siglingum þeirra. Samskip auka flutninga milli Íslands og Evrópu          !        ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.