Morgunblaðið - 19.12.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.12.2003, Blaðsíða 14
ERLENT 14 FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ „FAÐIR minn hét James Strom Thurmond,“ sagði Essie Mae Washington-Williams við upphaf fréttamannafundar sem hún hélt í Suður-Karólínu á miðvikudag. Sagðist Williams á fundinum hafa öðlast sálarró nú þegar loksins væri búið að greina frá skyldleika henn- ar og öldungadeildarþingmannsins umdeilda, sem lést fyrr á þessu ári. Þar með væri búið að svipta hulunni af áratuga gömlu leyndarmáli. Fréttin um að Strom Thurmond, sem lést 26. júní sl. 100 ára að aldri, hefði átt laundóttur með svartri konu hefur vakið mikla athygli í bandarískum stjórnmálum, enda var Thurmond lengst af sínum póli- tíska ferli mikill talsmaður kyn- þáttaaðskilnaðar í Bandaríkjunum. Á fréttamannafundinum á mið- vikudag sagði Essie Mae Wash- ington-Williams að hún hefði ekki viljað koma fram opinberlega fyrr sökum þess að hún hafi ekki viljað skaða pólitíska stöðu Thurmonds. „Það ríkti alla tíð gagnkvæm virð- ing á milli okkar,“ sagði Williams, sem er 78 ára gömul. Enginn hefur setið lengur í öld- ungadeild Bandaríkjaþings heldur en Strom Thurmond, hann var þingmaður frá 1954 og þar til í jan- úar á þessu ári. Áður var hann m.a. ríkisstjóri í Suður-Karólínu og hann bauð sig fram til forseta 1948. Viðurkenndi skyldur sínar Williams greindi fyrst frá því um síðustu helgi að hún væri laundóttir Thurmonds og Carrie Butler en Butler var þjónustustúlka á heimili Thurmond-fjölskyldunnar. Thur- mond var 22 ára gamall og Butler sextán ára þegar Williams fæddist árið 1925. Hún sagði á miðvikudag að Thurmond hefði aldrei borið á móti því, að hann væri faðir hennar og sendi hann henni peninga alla tíð. Fleiri hefðu jafnframt haft vitn- eskju um tilvist hennar. „Allir sem störfuðu fyrir hann vissu nákvæm- lega hver ég var,“ sagði hún. Thurmond var upphaflega demó- krati en bauð sig fram í forseta- kosningunum 1948 sem óháður fulltrúi Suðurríkjamanna sem ósáttir voru við frjálslyndi flokksins í málum er vörðuðu réttindabaráttu svartra. Afstaða hans í kynþátta- málum mildaðist þó með árunum. „Ég þekkti manninn á bak við hina pólitísku ímynd,“ sagði Will- iams um föður sinn, sem gekk til liðs við repúblikana árið 1964, á miðvikudag. „Ég var auðvitað aldr- ei ánægð með að hann skyldi styðja aðskilnað kynþátta en ég gat ekkert gert við því. Þetta var hans líf.“ Williams kvaðst ekki hafa vitað mikið um samskipti móður hennar og föður. Hún sagði móður sína þó hafa rætt um Thurmond sem „afar góða manneskju“. Hún man fyrst eftir því að hafa hitt hann á skrif- stofu hans þegar hún var sextán ára gömul. Vissi hún ekki þá að hann væri faðir hennar. Þegar móðir hennar kynnti hana fyrir Thur- mond áttaði hún sig hins vegar strax á því hver var þar á ferð. Eftir þetta voru þau reglulega í sambandi og Williams segist oft hafa heimsótt Thurmond á skrif- stofu hans í Washington. Vill hitta hálfsystur sína Williams býr í Los Angeles og starfaði áður sem kennari. Hún á fjögur börn, þrettán barnabörn og fjögur barnabarnabörn. Fjölskylda Thurmonds viðurkennir uppruna Williams og elsti sonur Thurmonds hefur sagt að hann vilji gjarnan hitta hálfsystur sína. Á miðvikudag sagði Williams að þegar Thurmond lést hafi hún byrj- að að hugleiða hvort hún ætti ekki að binda enda á vangaveltur um samband þeirra. „Ég er ekki bitur. Ég er ekki reið. Raunar er það þannig að yfir mig hefur komið mik- ill friður síðustu mánuðina,“ segir hún. „Mér finnst eins og þungu fargi hafi verið af mér létt. Ég heiti Essie Mae Washington-Williams og nú loksins finnst mér sem ég sé full- komlega frjáls manneskja.“ Strom Thurmond átti laun- dóttur með blökkukonu Thurmond, sem lést í júní, var lengi mikill talsmaður kynþátta- aðskilnaðar í Bandaríkjunum Kólumbíu í Suður-Karólínu. AFP, AP. „Ég þekkti manninn á bak við hina pólitísku ímynd,“ segir Essie Mae Washington-Williams um föður sinn, stjórnmálamanninn Strom Thurmond. Við hlið hennar er lögmaður hennar, Frank Wheaton. Reuters Strom Thurmond var 100 ára þegar hann lést 26. júní sl. ’ Ég var auðvitaðaldrei ánægð með að hann skyldi styðja aðskilnað kynþátta en ég gat ekkert gert við því. ‘ TUTTUGU og sex ára gömul kínversk yng- ismær fagnaði á dögunum sigri í keppninni Ungfrú ófríð. Stúlkan, sem ber hið ómfagra nafn Zhang Di, beið sigurorð af fimmtíu keppinautum frá gervöllu Kínaveldi, eftir að dómnefndin komst að þeirri niðurstöðu að andlit hennar væri það sem mest þyrfti á fegrunaraðgerð að halda. Zhang, sem vann 900.000 kr. virði í fegrunaraðgerðum, sagði er hún brosti í gegnum tárin: „Þessi litlu augu, flata nef og ljóta húð mín hafa verið mér mikil byrði.“ Reyna við heimsmet í bíóglápi NOKKRIR tugir bíódellumanna hafa nú safnazt saman í bíói í suður-þýzku borginni Würzburg í þeim ásetningi að setja yfir helgina nýtt heimsmet í bíóglápi. Hyggjast þeir hefja mettilraunina með því að horfa á allar Hringadróttinssögu-myndirnar, en síðan fleiri myndir koll af kolli unz glápið hefur varað í að minnsta kosti 67 tíma. Í metabók Guinness er hópur Ástrala skráð- ur með heimsmetið, 63 tíma og 27 mínútur. En talsmaður hópsins í Würzburg segir að óopinbera heimsmetið sé 66 tímar og 17 mínútur. Reglurnar leyfa þátttakendum að- eins 15 mínútna hlé á þriggja mynda fresti. Æ æ ÍBÚAR þorps í Benua-sýslu í Nígeríu þurfa nú að finna sér nýjan töfralækni. Læknirinn, Ashi Terfa, dó þegar hann man- aði viðskiptavin til að sannreyna sjálfur að töfragripur sem hann hafði útbúið handa honum og átti að bægja byssukúlum frá, virkaði. Terfa setti gripinn um háls sér, lét viðskiptavininn, Umaa Akor, skjóta á sig. „Tilraunin reyndist banvæn fyrir töfra- lækninn,“ sagði talsmaður lögreglunnar. Egypzkir reim- leikar í Björgvin SUMIR starfsmenn forngripasafnsins í Björgvin, Bergen Museum, vilja helzt ekki vera þar eftir að skyggja tekur. „Þau hafa hagað sér undarlega allt frá því við tókum þau upp úr geymslunni í kjallaranum árið 2001,“ tjáði safnvörðurinn Richars Saure Bergens Tidende. Og hann á þar ekki við starfsmennina, heldur lítil egypzk stein- líkneski, sem kölluð eru shabitar. Sam- kvæmt trú Forn-Egypta voru þetta fígúrur sem áttu að hjálpa hinum látna í ríki dauð- ans. „Þau stóðu bein og fín í kassa þegar við tókum þau upp. En þegar við komum til vinnu daginn eftir lágu þau þvers og kruss, öll nema tvö. Og það eru tvö óekta shabita- líkneski,“ segir Saure. Líða fyrir jólalögin ÞAÐ sem afgreiðslufólk í verzlunum þarf að þola í jólavertíðinni, með því að þurfa að hlusta liðlangan daginn á sömu jólalögin glymja síendurtekið í eyrum sér, er allt að því „andlegar pyntingar“. Þetta segir Gott- fried Rieser, talsmaður verkalýðsfélags verzlunarfólks í Austurríki. „Það er af- greiðslufólki mikil ánauð að þurfa að hlusta á jólalög,“ segir hann. ÞETTA GERÐIST LÍKA Ungfrú ófríð brosir í gegnum tárin Reuters Götusölumaður með jólasveinsgrímu býður jólasveinabrúður til kaups á markaði í Chandigarh á Norður-Ind- landi í gær. Þótt einungis um 3% hinna yfir 1.000 milljóna Indverja séu kristnir eru jólin þar vinsæl hátíð. Indversk jólastemmning DANSKIR þingmenn á samkundu Evrópusam- bandsins, ESB, munu í framtíðinni fá um 50% hærri laun en þeir fá nú, að sögn Jyllandspost- en. Mikill meirihluti Evrópuþingmannanna samþykkti á miðvikudag lög um að launin verði samræmd en ekki látin fylgja þingmannalaun- um á þjóðþingunum sem eru afar mismunandi. Þetta merkir að laun sumra hækka verulega, þ. á m. dönsku fulltrúanna. En jafnframt verður reynt að hreinsa til á sviði ferðapeninga. Sumir þingmenn hafa fengið sem svarar milljónum ísl. króna á ári í slíkar aukagreiðslur. Lögin fara nú til afgreiðslu á þjóðþingum að- ildarríkjanna en þau taka ekki gildi fyrr en kos- ið hefur verið nýtt Evrópuþing næsta sumar. Danskir þingmenn fá nú 41.996 d. kr. á mánuði, um 500 þúsund ísl kr. en þýskir þingmenn helm- ingi hærra. Næsta sumar hækka Evrópuþing- mannslaunin í 63.800 krónur á mánuði, rúmlega 760 þúsund ísl. kr. „Ég get ekki séð nokkra ástæðu til þess að danskir fulltrúar á Evrópuþinginu fái 50% hærri laun en fulltrúar á þjóðþinginu. Þetta er alls ekki meira slítandi vinna,“ sagði þingmaður jafnaðarmanna, Torben Lund, en hann var einn af allmörgum Evrópufulltrúum sem sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Lund er einnig ósáttur við að Evrópuþingið skyldi ekki taka af skarið í sambandi við ferðapeningana og láta menn ein- faldlega fá endurgreiddan útlagðan kostnað. Ákveðið var að framvegis gæti hvert aðild- arríki ákveðið hvort laun Evrópufulltrúanna yrðu skattlögð af ESB eða í heimalandinu. Talið var mikilvægt að samræma kaupið vegna þess að á næsta ári ganga 10 ný ríki í sambandið og þar eru þingmannslaun víða mun lægri en tíðk- ast í ESB. „Ungverjarnir hefðu verið með um tí- unda hlutann af því sem þýskir þingmenn fá,“ sagði jafnaðarmaðurinn Ulla Thorning- Schmidt. Hún studdi tillöguna á þeirri forsendu að betra væri að fá lög en engin lög. Einnig seg- ir hún að samkvæmt nýjum strangari reglum um ferðapeninga verði stórlega dregið úr mögu- leikanum á því að þingmenn geti grætt fé á því að vera á stöðugum þeytingi til og frá Brussel. En Jens-Peter Bonde, sem er fulltrúi Júní- hreyfingarinnar, fólks sem er andvígt ESB, segir algerlega út í hött að þingmenn frá svo ólíkum löndum fái sömu laun. Hann bendir á að tékkneskir þingmenn muni fá um 20 sinnum hærri laun en fulltrúar á þinginu í Prag eru nú með. Evrópufulltrúar Venstre, flokks Mogens Fogh Rasmussen forsætisráðherra, studdu allir tillöguna. „Ég geri mér vel grein fyrir því að við sem stjórnmálamenn myndum aldrei geta sigr- að í umræðum um það hvort við ættum að hækka okkar eigin laun en þetta var nauðsyn- legt til þess að málamiðlun næðist,“ segir þing- maðurinn Karin Riis-Jørgensen. Málamiðlun um launahækkun full- trúa á ESB-þingi Þingmannslaun verða samræmd milli aðild- arríkjanna og danskir fulltrúar munu fá 50% hærri laun en kollegarnir í Kaupmannahöfn VLADÍMÍR Pútín Rússlandsforseti staðfesti í gær að hann hygðist leita eftir endurkjöri í mars á næsta ári. Pútín var yfirvegaður og fullur sjálfstrausts er hann skýrði frá þessu í út- varps- og sjónvarpsþætti þar sem hann svaraði spurning- um almennings. „Já, ég býð mig fram og mun skýra form- lega frá þeirri ákvörðun minni á næstu dögum,“ sagði forsetinn. Í þættinum ítrekaði Pútín m.a. að innrásin í Írak í vor hefði ekki verið réttlætanleg vegna þess að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefði ekki samþykkt hern- aðaraðgerðir gegn Írökum. „Það er því aðeins hægt að beita hervaldi gegn öðrum ríkjum, í sam- ræmi við alþjóðalög, að öryggisráð SÞ samþykki það. Ógerlegt er að viðurkenna aðgerðir sem ákveðnar eru án samþykkis öryggisráðsins,“ sagði Pútín. „Ég stilli orðum mínum mjög í hóf þegar ég segi þetta,“ bætti hann við. Fullvíst er talið að Pútín vinni án minnstu vandkvæða. Í könnunum sem gerðar hafa verið að undanförnu í Rússlandi hafa næstum 80% þátttakenda lýst yfir ánægju með störf Pútíns. Flokkar honum hliðhollir fóru með sigur af hólmi í þingkosningunum í Rússlandi fyrr í mánuðin- um. Líklegur mótframbjóðandi Pútíns, kommún- istinn Gennadíj Tsjúganov, mælist með um 5% fylgi. Pútín endurtók fyrri yfirlýsingar um að ekki kæmi til greina að hans mati að breyta stjórn- arskránni. Getum hefur verið leitt að því að for- setinn hyggist gera einmitt það til að tryggja sér rétt til að bjóða sig fram þriðja sinni árið 2008. Pútín stað- festir fram- boð sitt Moskvu. AFP. Vladímír Pútín
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.