Morgunblaðið - 19.12.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.12.2003, Blaðsíða 24
Framkvæmdir við Víðistaða- skóla fyrir um 460 milljónir um meinta galla í fjárhagsáætlun- inni. Í fyrsta lagi gagnrýndu Sjálf- stæðismenn stefnumótunarvinnu á öllum sviðum án samræmingar og sögðu það dæmi um ómarkvissa stjórnsýslu og ofvöxt. Í öðru lagi bentu þeir á að holræsagjald og sorphirðugjald hækki þvert á yf- irlýsingar fulltrúa Samfylkingar- innar um lækkun fasteignaskatta árið 2002. Einnig var bent á miklar lántök- ur, en um 795 milljónir króna verða teknar að láni á árinu 2004. Hækkanir leikskólagjalda og gjalda Tónlistarskóla Hafnarfjarð- ar voru einnig gagnrýndar auk þess sem bent var á að ekki væri gert ráð fyrir uppbyggingu íþróttasalar og kennslusundlaugar við nýjan Lækjarskóla þótt þörfin fyrir slíka aðstöðu sé mikil. Hafnarfjörður | Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar var sam- þykkt í seinni umræðu á fundi bæj- arstjórnar Hafnarfjarðar síðasta þriðjudag. Í fjárhagsáætluninni er gert ráð fyrir að rekstrarafkoma fyrir fjármagnsliði verði jákvæð upp á tæpa 301 milljón. Stærsta einstaka fjárfestingin verður í byggingu Víðistaðaskóla, en um 460 milljónir króna eru áætlaðar í hann á næsta ári í byggingu og stofnbúnað. Um 208 milljónum króna verður einnig varið til bygg- ingar átta deilda leikskóla við Ás- braut. Auk þess má telja fram um 30 milljóna fjárveitingu til undir- búnings og hönnunar vegna stækk- unar Hvaleyrarskóla á árinu auk um 50 milljóna vegna undirbún- ingsvinnu og hönnunar vegna stækkunar Flensborgarskóla. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks bók- uðu ýmsar athugasemdir við fjár- hagsáætlunina og töldu meðal ann- ars að í umræðu um fjárhagsáætlun og fjárhagsáætl- anagerð væri um afar villandi framsetningu að ræða. Sögðu þeir rekstrarafkomu milli ára hafa versnað um 246 milljónir króna miðað við fjárhagsáætlun fyrir árið 2003. Þá gagnrýndu sjálfstæðis- menn harðlega vinnubrögð við áætlunargerðina. Í bókuninni segir m.a. „Á engan hátt geta það talist eðlileg vinnubrögð að fagleg og málefnaleg umræða um fjárhags- áætlunina hafi vart verið til um- ræðu og umfjöllunar á fundum ráða og nefnda. Slík vinnubrögð eru ekki til þess fallin að efla og styrkja fjárhagsáætlanagerð í rekstri sveitarfélagsins. Slík vinnubrögð eru ekki líkleg til að laða fram frumkvæði og örva starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar til sjálfstæðra, agaðra vinnubragða þar sem starfsgleði og góður ár- angur eru uppskera góðrar vinnu.“ Ennfremur bentu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks á nokkur dæmi Stórframkvæmdir í fráveitumálum Í bókun Lúðvíks Geirssonar bæjarstjóra kom fram að heildar- tekjur sveitarfélagsins aukist um- fram rekstrarútgjöld og reiknað sé með að rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði batni um 156 millj- ónir króna. Ennfremur var bent á að eignir samstæðunnar aukist um leið og langtímaskuldir lækki. Nettó fjárfestingar á næsta ári verða um 776 milljónir samanborið við 968 milljónir í ár. Stærstur hluti þess fjár sem varið er til ný- framkvæmda fer í nýbyggingu Víð- istaðaskóla og nýjan átta deilda leikskóla í Áslandi. Í bókun meirihlutans kom enn- fremur fram að á næsta ári verði hafist handa við stórframkvæmdir í fráveitumálum, en ekkert hafi verið tekið á þeim málum frá því dælustöðin við Óseyrarbraut var tekin í notkun vorið 1998. Að lok- um sagði í bókun meirihlutans: „Þrátt fyrir þrönga fjárhagsstöðu eru þess sýnileg merki að fjár- hagur sveitarfélagsins er að styrkjast. Íbúafjölgun er óvíða meiri um þessar mundir en í Hafn- arfirði og eftirspurn og úthlutun á lóðum undir atvinnustarfsemi er meiri en verið hefur um langt ára- bil. Þetta eru jákvæð tíðindi og vís- bending um bjarta framtíð Hafn- arfjarðarbæjar.“ Ein tillaga sjálfstæðismanna var samþykkt samhljóða á fundi bæj- arstjórnar, en í henni var mælst til þess að Hafnarfjarðarbær hvetti til vegtengingar milli Hafnarfjarð- ar og Suðurstrandarvegs. Sjálfstæðismenn bóka harða gagnrýni við fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar Morgunblaðið/Ómar Ungir ærslabelgir: Þótt þessir ungu og sundfimu Hafnfirðingar hugsi vonandi lítið um bæjarstjórnarmálin fjallar stór hluti hins nýja fjárlagafrumvarps einmitt um þeirra framtíð sem og annarra ungra Hafnfirðinga. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 24 FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ALLS STAÐAR! Þessi nýstárlega og aðgengilega bók um drauma Íslendinga fyrr og nú fæst í öllum bókabúðum, svo og í stórmörkuðum Hagkaupa, Bónus og Nettó með góðum jólaafslætti. Bókin er uppfull af dæmum um drauma, sem gott er að máta við sína eigin drauma, en vel yfir 70% þjóðarinnar líta svo á að draumar hafi merkingu í daglegu lífi. Dreymi ykkur vel um jólin og fyrir nýju ári. Klapparstíg 44, sími 562 3614 Jólagjafir í Pipar og salt frá Ostahnífur kr. 395 skeið gaffall hnífur kr. 395 stk. Jarðarber/ skeiðasett kr. 595 Pipar & salt parið kr. 895 Garðabær | Bæjarráð Garðabæjar samþykkti nýlega verulega hækkun á framlagi sveitarfélagsins til einka- skóla vegna þeirra grunnskólanem- enda úr Garðabæ sem kjósa að stunda þar nám. Skólagjöld nemenda í einkaskólum munu lækka umtals- vert eða jafnvel falla niður í sumum tilfellum. Í fréttatilkynningu frá Garðabæ er skýrt frá því að ákvörðun bæjarráðs sé liður í þeirri stefnu bæjarins að auka raunverulegt val nemenda og foreldra um hvar börnin sækja skóla. Hækkunin tekur gildi frá 1. janúar næstkomandi en framlag Garða- bæjar með hverjum nemanda sem sækir einkaskóla nemur sömu upp- hæð og nám hvers nemanda í grunn- skólum Garðabæjar kostar á ári hverju, án húsnæðiskostnaðar. Með hverjum nemanda í fyrsta til sjötta bekk er framlagið 366.210 kr. og með nemendum í sjöunda til tíunda bekk er framlagið 332.810 kr. Ef einkaskóli getur sýnt fram á útgjöld vegna hús- næðiskostnaðar getur komið til við- bótarframlag frá Garðabæ að há- marki 50 þúsund krónur á hvern nemanda á ársgrundvelli. Ákvörðun bæjarráðs er tekin í framhaldi af stefnumótandi ákvörðun bæjarstjórnar sem tekin var þegar Barnaskóli Hjallastefnunnar tók til starfa í Garðabæ. Þá var ákveðið að greiða með hverju barni úr Garðabæ, sem stundar nám í Barnaskólanum, sömu upphæð og nám þess kostar í grunnskólum Garðabæjar. Með því var tryggt að börn úr Garðabæ þurfa ekki að greiða skólagjöld í Barnaskól- ann og börn og foreldrar hafa þannig raunverulegt val um hvort barnið sækir nám sitt þangað eða í skóla Garðabæjar. Með ákvörðun bæj- arráðs í morgun er ætlunin að út- víkka hugmyndina og auka valfrelsi nemenda og foreldra enn frekar. Gert er ráð fyrir að greiðslurnar til einka- skólanna verði skilyrtar þannig að hærra framlag bæjarins komi til lækkunar á skólagjöldum nemenda. Skólaárið 2003–2004 stunda 25 grunnskólanemendur úr Garðabæ nám í almennum skólum utan Garða- bæjar og í einkaskólum. Gera má ráð fyrir að kostnaður bæjarins á árs- grundvelli hækki um um það bil eina milljón króna vegna breyttra reglna. Hækkun á framlagi til einkaskóla Breiðholt | Nemendur 3. bekkjar OJ í Seljaskóla fóru á dögunum ásamt umsjón- arkennara sínum Olgu Jón- asdóttur og nokkrum for- eldrum í bekknum í jólapakkaferð í Kringluna. Hvert og eitt barn tók með sér innpakkaða jólagjöf og þegar í Kringluna var komið lögðu nemendurnir gjafir sínar undir stóra jólatréð, en gjafirnar undir trénu eru handa börnum á Íslandi sem eiga um sárt að binda vegna veikinda eða lítilla efna. Börnin voru afar ánægð að geta glatt önnur börn sem ekki hafa það eins gott og þau yfir jólin. Kennararnir voru sérstaklega ánægðir með hversu samtaka börnin voru um að gera þetta góð- verk og það voru glöð börn sem héldu aftur upp í Selja- skóla eftir ferðina. Morgunblaðið/Árni Sæberg Einlæg gjöf: Börnin í Seljaskóla gáfu jólagjafir til þeirra sem minna mega sín. Bekkur í Seljaskóla gefur gjafir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.