Morgunblaðið - 19.12.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.12.2003, Blaðsíða 30
AUSTURLAND 30 FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Klapparstíg 44, sími 562 3614Mortél kr. 1.995 Grillpanna kr. 2.300 Kokkabókastatív kr. 3.995 Eldhúsrúllustatív kr. 2.900 Jólagjafir í Pipar og salt frá VICTOR-CASTWARE Vigt kr. 4.500 Þessar vörur eru fáanlegar í svörtu, grænu, bláu, hvítu og gráu. *** Svört Nýbyggingar | Plastiðjan Ylur hyggst reisa tæp- lega 1.100 fm verslunar- og skrifstofuhúsnæði við Fagradalsbraut á Egilsstöðum næsta sumar. Á byggingin að standa fyrir ofan lóð Skeljungs og vera á þremur hæðum.    Egilsstaðir | Sérkennileg þoka sveipaðist um Lagarfljót fyrir skemmstu og þótti mörgum furðu sæta. Um hitafræðilegt fyrirbrigði er að ræða, þar sem yfirborð Fljóts- ins er nú um 0 gráðu heitt og að mestu íslaust, en hitastigið við það rokkaði þennan tiltekna dag frá 6 til 10 gráðum í mínus. Helgi Hallgímsson, náttúrufræð- ingur á Egilsstöðum, segir þetta ekki óalgenga sjón fyrrihluta vetr- ar. „Það er svo hlýtt í Fljótinu mið- að við loftið þegar svona frost er. Ef það er suðvestan andvari eins og þarna var, þá kemur þessi þoka, ekki síst við Egilsstaði. Rakinn í loftinu þéttist því hitamismunurinn er það mikill.“ Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Gufu- bólstrar á Lagar- fljóti Kárahnjúkavirkjun | Yfirmenn Ol- íufélagsins Esso voru á ferð í Kára- hnjúkavirkjun á dögunum til að treysta samskipti sín við verktaka á svæðinu. Olíufélagið gerði stóran samning við Impregilo S.p.A. um heildarviðskipti með eldsneyti og smurolíur og nær samningurinn yf- ir framkvæmdatíma Kárahnjúka- virkjunar. Samningurinn er einn sá stærsti sem Olíufélagið hefur gert við ein- stakan viðskiptavin varðandi elds- neyti og smurolíur. Samkvæmt upplýsingum Olíufélagsins er gert ráð fyrir að Impregilo noti á milli 25 og 30 milljónir lítra af gasolíu á virkjanasvæðinu yfir verktímabilið og yfir eina milljón lítra af smur- olíu. Fjárfest á virkjunarsvæðinu Fjárfestingar félagsins við Kára- hnjúka hafa verið umtalsverðar. M.a. hafa verið settir upp olíutan- kar, komið upp fjórum bensín- stöðvum ásamt lageraðstöðu undir smurolíu og rekstrarvörur, auk þess sem opnuð var stórnotenda- verslun undir heitinu Esso aðföng. Félagið veitir og sérhæfða smur- olíuráðgjöf þar sem sérfræðingar félagsins sinna eftirliti og þjón- ustu. Boðið er upp á gerð smur- og viðhaldskorta fyrir vinnuvélar og tæki og verða nú flest þau efni sem á smurkortunum eru tilgreind við höndina á vinnusvæðinu. Olíufélagið er einnig í samstarfi við Íslenska aðalverktaka, Arnar- fell og Héraðsverk í Kárahnjúka- virkjun. Olíufélagið hefur rekið Esso að- föng og bensínstöð uppi við Kára- hnjúka frá því í lok september á þessu ári. Ströngum umhverfis- kröfum var fylgt við hönnun stöðv- arinnar og við val á tækjabúnaði. Verslunin, sem er rúmir 40 fer- metrar að stærð, stendur inni á vinnusvæðinu og er þar boðið upp á smurolíur, rekstrarvörur, verk- færi, hlífðarfatnað, ásamt þæg- indavöru eins og gosi og ýmsum neysluvörum. Hún er opin hluta úr degi enn sem komið er en stefnt er að lengri afgreiðslutíma á næstu vikum. Bensín- og gasolíusjálfsal- inn er opinn allan sólarhringinn. Olíufélagið Esso treystir samskiptin Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Forsvarsmenn Esso á ferð í Kára- hnjúkum: F.v. Hjörleifur Jakobsson forstjóri, Guðjón Auðunsson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækjasviðs, Auð- ur Björk Guðmundsdóttir kynning- arstjóri og Árni Stefánsson, markaðsstjóri fyrirtækjasviðs. Egilsstaðir | Brýnni viðbyggingu við Menntaskólann á Egilsstöðum hefur verið frestað ótímabundið. Þetta var ákveðið á miðvikudag, eftir að menntamálaráðuneytið gaf afsvar um aukna þátttöku í kostn- aði við bygginguna. Forsaga málsins er sú að Aust- ur-Hérað og Fellahreppur skrifuðu í vor undir samning við mennta- málaráðuneyti vegna viðbygging- arinnar. Átti ríkið að greiða 60% kostnaðar, en sveitarfélögin 40% og var hann uppreiknaður hjá rík- inu sem um129 milljónir króna skv. reglum um kostnaðarviðmið, sem grundvallast á framreiknuðum byggingarkostnaði frá áttunda áratugnum. Kostnaðaráætlun bygginganefndar skólans nemur hins vegar um 200 milljónum króna og eru í henni teknir inn lið- ir eins og hönnunarkostnaður og ófyrirséðir liðir, en utan hennar er kostnaður við frágang lóðar, hús- gögn og tækjabúnað. Munar því 69 milljónum króna á kostnaðarviðmiðum ríkisins og áætlun bygginganefndarinnar og eru ákvæði í samningi sveitarfélag- anna tveggja og ríkisins um að sá kostnaður, sem út af stendur, verði greiddur af sveitarfélögunum. Lægsta tilboð sem barst í fram- kvæmdina var 170 milljónir króna, en það innifól t.d. ekki í sér hönn- unarkostnað. Ríkið skorast undan ábyrgð Sveitarfélögin tvö treysta sér ekki til 69 milljóna króna viðbót- arskuldsetningar og hafa frestað byggingaframkvæmdum við menntaskólann um ófyrirséðan tíma. „Sveitarfélögunum barst af- svar frá menntamálaráðuneytinu um meira fjármagn,“ segir Ágústa Björnsdóttir, formaður byggingar- nefndar. Nefndin hafði tekið um það klára afstöðu að bærist afsvar, myndi öllum tilboðum í bygg- inguna verða hafnað og málið sett í biðstöðu uns leiðrétting fengist „Við munum sækja eftir þeirri leiðréttingu, ella verður ekki af byggingunni eins og mál standa í dag. Þetta er það mikið sem ber í milli. Það steytir á því að ráðu- neytið er með svokallaða normtölu, eða viðmið í útreikningum og þeir útreikningar gefa niðurstöður sem eru lægri en raunbyggingarkostn- aður er í dag. Þetta þýðir að það eru fleiri sveitarfélög en við í þess- um sporum.“ Ráðuneytið hafði boðið 5% hækkun á sínum hlut, en það dugir engan veginn, að sögn Ágústu. „Ég er ósátt við að ríkið skuli skorast undan því að axla sína kostnaðarhlutdeild samkvæmt rekstrarskiptingu ríkis og sveitar- félaga. Við erum að reyna að byggja hér upp búsetuvænt sam- félag og mér þykir það heldur ótaktískt hjá ríkinu að skorast undan þegar mestu framkvæmdir Íslandssögunnar standa hér yfir og bjóða þarf fólki góðan aðbúnað og þjónustu. Það er til dæmis al- veg ljóst að við munum þurfa að vísa nemendum frá næsta haust vegna skorts á kennslurými og að- stöðu í menntaskólanum.“ Viðbyggingu Menntaskólans á Egilsstöðum hefur verið frestað ótímabundið Ríkið styðst við úreltar við- miðunarreglur um kostnað Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Ekki verður af viðbyggingu austan við kennsluálmu Menntaskólans vegna deilna um kostnaðarskiptingu. Vopnafjörður | Kiwanisklúbburinn Askja gaf á dögunum sófasett að verðmæti 200 þúsunda króna til barnastarfs Hvítasunnukirkjunnar á Vopnafirði. Gísli Sigmarsson, forstöðumaður kirkjunnar, tók á móti gjöfinni og sagði hana koma sér einkar vel þar sem gömlu stólarnir hefðu verið orðnir lélegir. Börnin voru afar kát yfir nýju sófunum og sögðu þá mun mýkri en þá gömlu. Sófar undir börnin Frá afhendingu gjafar Kiwanismanna: Börnin í hvítasunnukirkjunni á Vopnafirði ásamt f.h. Ingólfi Sveinssyni, Hreini Björgvinssyni, Hjálmari Björgólfssyni og Gísla Sigmarssyni. Morgunblaðið/Jón Sigurðarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.