Morgunblaðið - 19.12.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.12.2003, Blaðsíða 34
LISTIR 34 FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Á HVORUM tveggju tónleikum þeim sem undiritaður vitjaði síðustu helgi var blessuð aðventan enn sem fyrr í forgrunni, og því ekki laust við að færi að sljákka í manni löngunin eftir fleiri jólalögum í bili. Annað gilti þó væntanlega um áheyrendur, er fylltu Skál- holtskirkju út úr dyrum á fyrri tónleikum af tvennum sl. laugardag, enda eflaust fáir sem sækja þessa árvissu tónleikagrein í sambæri- legum mæli. Annars var að því leyti óvenjulegt við tónleika Skálholtskórsins og Barna- og kammerkórs Biskups- tungna, miðað við flesta aðventu- tónleika, hvað hljómsveitin var stór, eða heilla tíu manna. En þó að sá til- kostnaður – að ógleymdum tveim einsöngvurum úr þekktara kanti – kunni að hafa borið vott um meiri metnað en gengur og gerist á téðum vettvangi, vó straumlínupoppuð ásýnd mikils hluta lagavalsins óhjá- kvæmilega á móti, enda umdeilan- legt hvort væri með öllu við hæfi staðar og stundar. A.m.k. virtist hún koma áheyrendum í opna skjöldu sem sótt hafa klassíska Sumartónleika staðarins og virtust í fyrstu hamdir af klappbanni því er þar ríkir, eða þar til vesturheimsk lúxushótelstemmningin yfir útsetn- ingum Þóris Baldurssonar á amer- ískum jólalögum eins og Hvít jól (White Christmas) eftir Berlin og Þorláksmessu (The Christmas Song) e. Torme-Wells, með hljóð- nemaeinsöng, trommusetti og til- heyrandi, gerði slíka andakt bros- lega. Nú kann að þykja úrelt og sýnd- armennska á okkar markaðshyggju- tímum að hnjóta um veraldleg am- erísk jólalög sem þegar hafa vaðið verzlunarhúsum margar undanfarn- ar vikur, þótt flutt séu á aðventu- tónleikum á fornum höfuðkirkju- stað. Engu að síður stakk þetta mann svolítið. Kannski ekki sízt vegna útfærslunnar, er minnti mann mest á bandarískt neyzlujólaandr- úmsloft frá Times Square, Holly- wood eða Las Vegas á 7.–8. áratug nýliðinnar aldar. Bætti reyndar sízt úr skák hvað útsetningarnar voru fagmannlega unnar og í alla staði innan fyrrnefnds stílramma, þar sem örlítið uppbrotskrydd í anda þjóðlaga, heimstónlistar, klassíkur og jafnvel fornkirkjutónlistar hefði á hinn bóginn getað ljáð heildar- svipnum aukinn ferskleika á kostn- að hins stundum sligandi „kommer- síala“ bandaríska yfirbragðs. En hvað sem því líður er hér vitanlega ekki verið að fást um kunnáttu, heldur fyrst og fremst smekk, sem eins og kunnugt er mun jafnmargur og mennirnir. Enda var öllu dável tekið. Skálholtskórinn virtist í fínu formi. Af kórlögunum úr 20 laga dagskránni stóðu upp úr Fögur er foldin, hinn fjallferski franski jóla- söngur Hann er fæddur, frelsarinn og Ding, dong! (öll útsett af A. Öhrwall). Fyrirbæn, „Jólalag Skál- holts 2003“ eftir Ragnar Kristin í útsetningu Þóris, kom einnig nokk- uð tært út; fallegt lag með smákeim af Greensleeves og millispilum Bergmálsaríu Bachs (Flößt, mein Heiland) úr Jólaóratoríunni. Barna- kórinn var mun skemur á veg kom- inn, en náði þó að syngja sig nokkuð upp í seinni lögum. Hin geysifjöl- hæfa Sigrún Hjálmtýsdóttir söng að vanda sín sólóhlutverk sem næst óaðfinnanlega, hvort heldur á óp- eruhöfuðtónum eða með aðstoð hljóðnema. Björgvin Halldórsson, er hélt sig alfarið við síðari aðferð- ina, heyrðist hins vegar stundum ekki nógu vel á neðra sviði, enda trúlega óvanari mikilli kirkjuheyrð. Hljómsveitin lék yfirleitt vel og samtaka, og óvenjulitskrúðug hljómborðadeildin – harpa, píanó og orgel – setti skemmtilegan svip á margar útsetningar Þóris. Síungur söngvasveigur Þrátt fyrir hefðbundnara snið voru aðventusöngvar Graduale Nobili stúlknakórsins á sunnudags- kvöld í Hjallakirkju ferskleikinn uppmálaður. Fyrst lék Jón Ólafur Sigurðsson staðarorganisti íhugulan orgelforleik um In dulci jubilo (Sjá, himins opnast hlið) BWV 751, sem nú þykir vafasamt að sé eftir J.S. Bach, við bráðfallega registrun er sýndi hið litla en hljómfagra orgel Björgvins Tómassonar í bezta ljósi. Séra Sigfús Kristjánsson flutti þá stutt ávarp, og síðar þrjá stutta ritningarlestra á milli tónlistarat- riða. Graduale Nobili söng Maríuljóð Hildigunnar Rúnarsdóttur og Ég vil lofa eina þá eftir Báru Grímsdóttur af engu minni glæsibrag en fyrir tæpum þrem vikum í Norræna hús- inu, auk þess sem hér naut mun gjöfulli hljómburðar er lyfti íðiltær- um stúlknaröddunum í viðeigandi hæðir. Eftir ritningarlestur nr. 2. söng kórinn tvö önnur a cappella verk, bæði eftir Javier Busto og bæði um Maríu mey, þ.e. Salve Reg- ina (einnig á dagskrá í Norræna húsinu) og Magnificat, sem var nokkru viðameira enda textinn lengri. Voru þessi innblásnu nútíma- verk túlkuð af áreynslulausum sveigjanleika, og var gaman að heyra hvað enn má finna nýja tón- fleti á margsettum forntexta eins og lofsöng Maríu. Textann úr þriðja ritningarlestri sr. Sigfúsar könnuðust margir tón- listarunnendur við úr Messíasi Jen- nens og Händels, nefnilega við sópr- anflúraríuna frægu „Rejoice greatly, o daughter of Zion“. Leiddi hann eðlilega að síðasta og stærsta atriði kvöldsins, hinu hátt í hálftíma langa verki Benjamins Brittens fyr- ir drengjakór og hörpu við ensk miðaldakvæði, er hann hóf að semja á skipsfjöl áleiðis til Bandaríkjanna 1942. Verkið heyrði undirr. síðast af söngpalli í prýðilegum meðförum Kvennakórs Reykjavíkur og Mon- iku Abendroth fyrir tveim árum, og er óhætt að segja að hrifmáttur þess hafi hvergi dofnað við ítrekun. Að þessu sinni var söngvasveigur- inn sunginn á ensku, enda þótt ís- lenzkun Heimis Pálssonar fylgdi með í tónleikaskrá. Í stuttu máli sagt fannst varla snöggur blettur á framúrskarandi flutningi GN og Elísabetar Waage á þessu hrífandi og tímalausa verki Brittens. Þótt hugsað sé fyrir drengjakór, varð stúlkunum ekki skotaskuld úr að hvessa róminn við hæfi þar sem við átti, t.d. í hinu æs- andi This little Babe (6.), þrátt fyrir undangengna angurblíða andstæðu í There is no Rose (3.) sem ekki er auðséð að m.a.s. Westminster-strák- arnir gætu leikið þeim eftir. Hinn bundni Adam fékk kersknislega á baukinn í sprækum meðförum stúlknanna á Deo Gracias (10.) og rismikið hörpumillispil Elísabetar glitraði ísdaggardropum fíngerðra flaututóna í byrjun og niðurlagi 7. þáttar. Einsöngvarar úr röðum kórsins voru Þórunn Vala Valdimarsdóttir er söng That yongë child (4a.) af flosmjúkri mildi, og Lára Bryndís Eggertsdóttir er flutti inngang að Balulalow (4b.) með silfruðum há- sópran sínum svo minnti helzt á spænska trompetregístur Hall- grímsorgels. Saman sungu þær Spring Carol (9.) með seiðandi vor- fagnaðargáska í afburðavel sam- stilltum tvísöng, einum af hápunkt- um þessa eftirminnilega kórkvölds undir hvetjandi stjórn Jóns Stefáns- sonar. Ríkarður Ö. Pálsson Amerísk jól í Skálholti Morgunblaðið/Sverrir „Eftirminnilegt kórkvöld undir hvetjandi stjórn Jóns Stefánssonar,“ segir meðal annars í umsögninni. Graduale Nobili með Elísabetu Waage hörpu- leikara í forgrunni. TÓNLIST Skálholtskirkja KÓRTÓNLEIKAR 20 jólalög, þar af 11 í úts. Þóris Bald- urssonar. Skálholtskórinn og Barna- og kammerkór Biskupstungna. Einsöngv- arar: Sigrún Hjálmtýsdóttir og Björgvin Halldórsson. Kári Þormar orgel, Sophie Schonjans harpa, Peter Tompkins óbó, Þórir Baldursson píanó, Pétur Grétarsson slagverk, Hjörleifur Valsson, Hlín Erlends- dóttir fiðlur, Laufey Pétursdóttir víóla, Nicole Vala Cariglia selló og Birgir Braga- son kontrabassi. Stjórnandi: Hilmar Örn Agnarsson. Laugardaginn 13. desember kl. 14. Hjallakirkja KÓRTÓNLEIKAR Ýmis aðventu- og jólalög, m.a. A Ceremony of Carols eftir Benjamin Britten. Jón Ólafur Sigurðsson orgel, El- isabet Waage harpa. Graduale Nobili u. stj. Jóns Stefánssonar. Sunnudaginn 14. desember kl. 20. Sigrún Hjálmtýsdóttir SAGA þessi lýsir einsemdinni og þeim skuggalega húmor sem hún getur af sér, oft og tíðum. Jens Blórdal heitir einbúinn. Heimili hans stendur við Bergþórugötu. Íbúð hans er á mörkum þess að geta heitið mannabústaður. Slíkar eru oft nefndar rottuholur. En rottan er í senn táknmynd van- máttugs mannlífs og óhugnaðar. Í þessu dæminu rennir þó fleira stoðum undir nafngiftina því rotta gerir sig heimakomna í geymslu einbúans. Jens Blórdal tekur henni fagnandi og elur hana sem gælu- dýr því »það vill enginn annar búa með mér.« Góðkunningja á hann að vísu einn. Sveinn Jónsson heitir sá, venjulegur maður. Þar af leiðandi mun honum valið þetta venjulega nafn, að ætla má. Að öðru leyti lok- ar einbúinn sig frá samfélaginu, forðast það og óttast. Við upphaf sögunnar er hann eins konar vél- gæslumaður í stórverksmiðju þar sem hann kemur sér fyrir bak við lás og slá í einhvers konar mæla- kompu, óséður og þar með óhultur. Þar til kviknar í verksmiðjunni og slökkviliðið brýst inn til hans til að bjarga honum. Þar með heldur hann lífinu en missir vinnuna. Hag hans er þó vel borgið því skömmu síðar erfir hann ríkan frænda. Áfengis neytir hann ekki en reykir þeim mun meira. Og friðar sam- viskuna með því að styrkja krabba- meinsfélagið! Rottuholan er ekkert raunsæis- verk. Þvert á móti gefur sagan mjög svo afstæða mynd af ein- staklingi og samfélagi; afskræmda mundi einhver segja. Einbúinn Jens er ekkert venjulegt eintak af manni. Vafalaust kunna að fyrir- finnast einstaklingar sem honum líkjast. Nauðugir viljugir koma þeir sér fyrir utangarðs við sam- félagið, vilja helst ekkert með það hafa og eru þá ekki heldur eft- irsóttir í venjulegra manna hópi. Þeir eru öðruvísi. Og það er aldrei vel séð. Þar af leiðandi verða þeir oftar en ekki kjörefni rithöfunda og annarra listamanna sem líta svo til að þar sé mannlífið lifandi kom- ið, ófegrað og umbúðalaust. Í róm- antískum skáldsögum á 19. öld og fyrri hluta hinnar 20. var umrenn- ingurinn jafnan boðberi lífsspeki og sannleika eins og Gestur ein- eygði í Borgarættinni. Jean-Paul Sartre dró upp afar skýra mynd af hinum franska clochard, en svo nefndu Frakkar umrenninga sína vegna þess að þeir leituðu athvarfs í klukkuturnum. Jens Blórdal get- ur þó varla talist til slíkra þar sem hann á sér heimili sem er jafn- framt hans fasti samastaður, á þar að auki nóga peninga. Til utan- garðsmanna getur hann eigi að síð- ur talist í þeim skilningi að hann á ekki samleið með fjöldanum. Sögur eins og Rottuholan fela gjarnan í sér einhvers konar þjóð- félagsádeilu. Hvort eitthvað slíkt vakir fyrir höfundi sögu þessarar? Það skal ósagt látið. Nema hvað ádeilan er þá kirfilega dulin; falin undir hálfkæringi og grátbroslegum afkára- skap. Ætli megi ekki fremur giska á hitt að þetta sé hugsað sem nokkurs konar mann- lífsstúdía. Þó að ein- trjáningsháttur og mannfælni söguhetj- unnar teljist til fá- dæma verður ekki hið sama sagt um tilfinn- ingalíf hans. Haft er fyrir satt að í mann- mergð stórborganna geti einmanaleikinn orðið hvað til- finnanlegastur. Allt eins þar getur einstaklingurinn slitnað úr tengslum við mannlegt samfélag og þar með glatað þeirri sjálfsmynd sem hver og einn kemur sér upp með samskiptum við aðra og í við- urvist annarra. Þar með er hann orðinn stefnulaus rekadrumbur í mannhafinu. Jens sýnist einmitt vera dæmigerður fyrir þess konar rekald. Rottuholan skiptist í marga stutta kafla. Þar að auki er all- mörgum ljóðum skotið inn á milli kaflanna. Ef rétt er skilið mun þeim ætlað auðvelda lesandanum að kafa ofan í ruglingslega und- irvitund einbúans; lýsa þrá hans og draumum, einkum er varðar veik- ara kynið; auk þess að tjá ótta hans og vonbrigði vegna móður- missis og misheppnaðs lífs. Allt er það gefið til kynna nógu ljóslega til að skiljist, oft með sláandi líkinga- máli. Í lokin segir svo frá ferð einbúans á vit móður sinnar sem liggur sjúk, örvasa og vitfirrt á hæli vestur í Bandaríkjunum. Þau sögulok kunna að virðast rökrétt en orka þó tvímælis. Eru reyndar óþörf. Því þar með er höf- undurinn farinn að útskýra söguefni sitt, fletta ofan af því sem áður var hæfilega dulið en nægilega gefið í skyn. Sú við- bótin er sem sé meira en óþörf. Hún beinlínis dregur hún úr áhrifamætti sög- unnar. Sama máli gegnir um stílinn sem er víða kryddaður með frumlegum líkingum, fellur vel að efni, víðast hvar, og vitnar um lýsandi og leiftrandi hugkvæmni þegar best lætur. En það er eins og dragi úr honum máttinn undir lokin. Orsök- in hlýtur að vera sú að höfund- urinn hafi fundið sig kominn út fyrir þau mörk sem hann hafði áð- ur dregið um söguhetju sína. Aum- ingja Jens er þar með búið nýtt og allsendis óvænt hlutverk. Yfir þessa mjög svo dulu mannpersónu hellist tilfinningasemi svo lesand- inn veit varla hvaðan á sig stendur veðrið. Það eykur á vandræða- ganginn að persónurnar eru allt í einu farnar að tala ensku. Íslenska og enska eru tvö gagnólík tungu- mál sem erfitt er að blanda saman í samfelldum texta. Þrátt fyrir þennan skipulags- galla er Rottuholan bók sem verð- skuldar athygli. Ef aðeins er tekið mið af því sem best tekst en horft framhjá hinu á hún skilið góða fyrstu einkunn. Einbúinn BÆKUR Skáldsaga eftir Björn Þorláksson. 151 bls. Bókaút- gáfan Tindur. 2003. ROTTUHOLAN Erlendur Jónsson Björn Þorláksson Konan sem fór ekki á fætur nefnist nýúkomin bók eftir Önnu Dóru Antonsdótt- ur. Í fréttatilkynn- ingu frá útgef- anda segir m.a. „Flestar sögurnar fjalla um líf mannsins í nútímanum. Marg- víslegar myndir lífsins þar sem allt getur gerst. Sumir treysta sér ekki á fætur: „Hvað varðar hana um fréttir utan úr heimi eða frásganir af fólki sem hélt að það væri frægt? Hún leit varla lengur út um glugga, fór ekkert út úr herberginu nema á klósettið. Heyrði að vísu ef rigning braut á glugga en lét sig veðrið ekki að öðru leyti varða.“ Aðrir eru undir pressu, bekkpressu ef ekki vill betur. Og vita ekki alltaf hvernig á að bregðast við. Útgefandi er PublishIslandica. Hægt er að panta þessa bók á slóðinni: www.publishamerica.com/ books/3176. Verð: 1.700 kr. Smásögur Úrvalssögur eftir Ólaf Jóhann Sig- urðsson eru komnar út í kilju. Ólafur Jóhann Ólafsson, sonur skáldsins, hefur valið bestu smá- sögur hans í eitt safn og fylgir þeim úr hlaði með formála. Guð- mundur Andri Thorsson rithöfundur skrifar eftirmála um höfundinn og smásögur hans. Ólafur Jóhann Sig- urðsson var eitt helsta skáld þjóð- arinnar á 20. öld. Hann skrifaði margar stórar raunsæisskáldsögur, m.a. sagnabálkinn um Pál Jónsson blaðamann, og fyrir ljóð sín hlaut hann Bókmenntaverðlaun Norð- urlandaráðs árið 1976. „Það voru þó ekki síst smásögur Ólafs Jóhanns sem skópu orðstír hans sem rithöfundar og hann er ótvírætt meðal bestu smásagnahöf- unda íslenskra bókmennta,“ segir í kynningu. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 208 síður og prentuð í Dan- mörku. Málverk á kápu er eftir Jó- hönnu Þórðardóttur. Verð: 1.599 kr. Smásögur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.