Morgunblaðið - 19.12.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 19.12.2003, Blaðsíða 48
DAGLEGT LÍF 48 FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í bókaflóðinu sem jafnan brestur á fyrir jól á Ís- landi er sú hætta ávallt fyrir hendi að merk hug- verk og frásagnir fái ekki þá athygli sem þau verðskulda. Hörmulegt væri ef þau yrðu örlög þeirrar bókar sem hér er sagt frá því sagan er í senn trúverðug lýs- ing á samtíma okkar og hispurs- laus frásögn konu sem kynnst hefur mótlæti í lífi sínu en stend- ur þó sterkari eftir. Bókin „Ég, Þrúðveig – bar- áttusaga nútímakonu“, sem Greipur Varðarson hefur skráð í samvinnu við Þrúðveigu Stígs- dóttur, sker sig um flest frá þeim „uppgjörsbókum“ sem einkenna svo mjög útgáf- una fyrir þessi jól. Hér er ekki leitast við að draga upp harmrænar myndir og Þrúðveig fellur aldrei í þá gryfju að vorkenna sjálfri sér eða kenna öðrum um stormasamt lífshlaup sitt. Stór kostur við þessa bók er sá að þau Þrúðveig og Greipur gæta hófs í frásögnum og lýsingum af reynslu og atvikum sem fyrir löngu eru orðin svo samofin sam- tíma okkar að þau eiga í raun ekkert sérstakt erindi við lesand- ann. Þetta á við um alþekkta og sammannlega reynslu nútíma- fólks á Íslandi; einelti, misnotkun, heimilisofbeldi, gjaldþrot, eitur- lyfjaneyslu, einmanaleika, græðgi, átröskun, þunglyndi, firr- ingu, áfengissýki, kynæði, spila- fíkn og klámhneigð svo fátt eitt sé nefnt. Þrúðveig Stígsdóttir fæðist inn í dæmigerða millistéttarfjöl- skyldu í Reykjavík. Faðir hennar, Stígur Ottó Steinleifsson, sem sendi frá sér ævisögu sína fyrir tveimur árum, er deildarstjóri hjá Fjárkaupum, annálaður hæfi- leikamaður en brothættur per- sónuleiki. Móðir Þrúðveigar, Grímdís Erla Djúpfjörð, sem starfar við Mikilmennadeild Þjóð- menningarhúss, er í huga dóttur sinnar eins konar platónsk frum- mynd íslensku konunnar; jarð- bundin, sterk, skilningsrík, fámál, dugleg, nægjusöm og fótköld. Á þrítugsaldri kemst Þrúðveig að því að móðir hennar á sér duldar og myrkari hliðar. Upp- gjör þeirra mæðgna er einn af há- punktum bókarinnar. Athygl- isvert er að bera þá lýsingu saman við frásögnina af hinu sama í æviminningum Grímdísar Erlu sem komu út í fyrra. Lýsingar á lífinu á Kuldameln- um þar sem fjölskyldan bjó lengstum einnkennast af hlýju og þroska konu sem fengið hefur nýja sýn til umhverfis síns í æsku. Þrátt fyrir stöðuga áfengis- og fíkniefnaneyslu birtist Stígur Ottó lesandanum sem athygl- isverður persónuleiki; þögull áhugamaður um jarðfræði, sem umhverfist í helgarvímunni, leik- ur á rafgítar af ofsa og innlifun og stingur úr vodkaflöskum á meðan hann grillar á garðpallinum, íklæddur svörtum silkijakka með nafni rokkhetjunnar Ritchie Blackmore. Grímdís Erla er öllu fjarlægari í frásögninni, hún hneigist til einveru, er hagmælt og ber í hljóði harm sinn og duld- ar hneigðir. Lýsingar Þrúðveigar á lífinu hjá afa og ömmu í sveitinni á sumrin eru nákvæmar. Snyrti- lega er vikið að kvöldinu ör- lagaríka þegar bærinn að Lambi brennur og breyskleika ömmu Þrúðveigar og nöfnu. Jafnvægi einkennir frásögn af viðvarandi deilum við sveitunga þeirra hjóna. Menntaskólaárin reynast Þrúð- veigu erfið þótt hún sé ágætur námsmaður. Hún hverfur frá námi við Háskóla Íslands og hef- ur störf við pitsugerð í menning- arhúsum á landsbyggðinni. Þar kynnist hún Aðalpétri, miklum lífskúnstner og bókmenntafræð- ingi, sem kemur úr gjörólíku um- hverfi. Þau halda til Svíþjóðar þar sem Þrúðveig hefur nám í kynja- fræði en Aðalpétur MBA-nám á sviði mannauðsstjórnunar í leik- húsi. Svíþjóðardvölin reynist báð- um erfið, Aðalpétur er skap- ofsamaður með lágt sjálfsmat og skaddaða sjálfsmynd í eilífri and- stöðu við umhverfi sitt. Þau lenda í neyslu. Hún lendir í framhjá- haldi. Hann lendir í fangelsi. Loks lenda þau í skilnaði. Heim komin gerist Þrúðveig kennari og þar kynnist hún fjölda karlmanna sem setja mark sitt á líf hennar næstu árin. Hún hefur sambúð með tveimur þeirra og eignast tvö börn, Blíðdísi Báru og Kára. En óyndi virðist jafnan sækja á þegar regla færist yfir líf hennar og hún slítur þessum sam- böndum báðum. Einstaklega nærgætin og falleg er lýsing Þrúðveigar á nánu sambandi hennar og samstarfskonu, sem er skólaliði af erlendu bergi brotin. Börn Þrúðveigar reynast bæði prýðilega heppnuð. Með mikilli vinnu og mannviti því sem þrosk- inn getur einn fært tryggir hún þeim þann stöðugleika sem er ungmennum svo nauðsynlegur. Æska og unglingsár þeirra reyn- ast um flest hefðbundin, þau lenda í neyslu og innbrotum en ná áttum. Þrúðveig hefur rekstur ýmissa fyrirtækja. Gjaldþrotið tekur á en hún hefur öðlast þá yfirvegun sem samtíminn á Íslandi krefst af þeim er hér búa og kemst yfir mótlætið með hugviti og dugnaði. Sá kafli sem fjallar um kennitölu- söfnun Þrúðveigar mun reynast mörgum í sömu stöðu og hún hollt vegarnesti. „Ég Þrúðveig – baráttusaga nútímakonu“ er einstök bók eftir sérstaka konu, hispurslaus en í senn yfirveguð, áleitin en þó ekki ruddafengin, afhjúpandi og nær- göngul en aldrei yfirþyrmandi. Ekki kemur á óvart að frásögn Þrúðveigar Stígsdóttur hafi nú þegar vakið athygli erlendis. Ákveðið hefur verið að hún verði gefin út í þýsku ritröðinni Wahre Erzählungen von der Sagainsel auk þess sem Tontería, eitt stærsta bókaforlag Spánar, hefur sýnt henni áhuga. „Ég, Þrúðveig“ „Ég, Þrúðveig – baráttusaga nútíma- konu“ er einstök bók eftir sérstaka konu, hispurslaus en í senn yfirveguð, áleitin en þó ekki ruddafengin, afhjúpandi og nærgöngul en aldrei yfirþyrmandi. VIÐHORF Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is Þrátt fyrir að veitingastaðinn Ánæstu grösum við Laugavegsæki einkum þeir, sem ginn- keyptir eru fyrir grænmeti, kunna matreiðslumeistararnir þar á bæ, þau Sæmundur Kristjánsson og Dóra Svavarsdóttir, vel að útbúa jólakonfekt. Jólanammið þeirra hef- ur þó á sér talsvert annan blæ en gengur og gerist í súkkulaðiköss- unum því uppistaðan eru hnetur, döðlur, síróp og ávextir. Þó upp- skriftirnar séu af hollu konfekti, er hér ekki um neitt megrunarfæði að ræða þar sem hnetur innihalda mik- ið af ómettaðri fitu, en mjög mik- ilvægt er að rista þær létt í ofni áður en þær eru notaðar til að ná fram góða bragðinu. Þurrkaðir ávextir eru hins vegar trefjaríkir, en trefjar vill oft vanta í jólamatinn hjá fólki. „Hingað kemur ákveðinn kjarni viðskiptavina reglulega sem orðinn er mjög kunnuglegur, en svo bætast alltaf nýir í hópinn sem þýðir að við- skiptamannahópurinn fer stækk- andi,“ segir Dóra, en opnað er klukkan hálftólf á degi hverjum og boðið upp á bæði hádegis- og kvöld- mat. „Svo er alltaf eitthvert rennerí þess á milli.“ Uppistaða matseðilsins saman- stendur af grænmetisréttum, sem eru tilbúnir þegar kúnninn mætir á staðinn sem þýðir að ekki þarf að bíða eftir matnum. Þegar Dóra er spurð hvað kitli helst bragðlauka grænmetisætunnar á hátíðum, svar- ar hún því til að grænmetisætur sæki mjög mikið í hnetur á jólum. „Hnetusteikin vinsæla er okkar til- brigði við jólin og svo erum við auð- vitað alls órög við að nota öll þessi krydd, sem fólk tengir jólunum, í réttina okkar svo sem negul, engifer og kanil.“ Hnetufingur 100 g valhnetur 50 g döðlur 50 g þurrkuð epli ¼ tsk kanill ½ cm engifer, saxaður 2 msk vatn 8–10 blöð filodeig 1 msk hunang 1 tsk heitt vatn Ristið valhneturnar við 170°C í 5–7 mín., saxið þær síðan fínt. Saxið döðlurnar, eplin og engiferið. Setjið í pott ásamt kanil, engifer, vatni og ¾ af hnetunum. Hitið við miðlungs hita þar til orðið að þykku mauki og takið af hita. Skerið filodeigið niður í búta, u.þ.b. 10x6 cm. Setjið tsk af mauk- inu á hvern bút, penslið kantana með pínu vatni. Vefjið þessu upp í einskonar vindil með lokaðar hliðar. Setjið á bökunarplötu með smjör- pappír. Hrærið saman hunanginu og heita vatninu og penslið hvern fingur og stráið restinni af hnetunum yf- ir. Bakið við 200°C í um 12–15 mín. eða þar til gullið. Látið kólna. Geymt í loftþéttu íláti. Þetta má líka frysta. Sælubitar 1 dl haframjöl 1 dl kókosmjöl 1 dl möndluflögur 1 dl spelthveiti 3 msk hlynsíróp 2 msk olía salt á hnífsoddi ½ dl vatn ½ dl hindberjasulta, sykurlaus Blandið öllu saman nema sult- unni. Formið í litla toppa með gíg í miðjunni og setjið á bökunarplötu með smjörpappír. Sprautið sultunni í gíginn. Bakið við 125°C í 45–55 mín. Geymið í loftþéttu íláti. Pekanbitar Botn: 3 eggjahvítur 60 g döðlumauk 60 g döðlur, skornar 50 g möndlukurl Ofanálegg: 30 stk pekanhnetur, fallegar 40 g púðursykur 1 msk vatn 30 ml rjómi Eggjahvíturnar eru stífþeyttar. ¼ af eggjahvítunum er blandað var- lega saman við maukið, döðlurnar og möndlurnar með sleikju. Þegar það er vel blandað má blanda því saman við restina af eggjahvítunum. Sett í smurt form, gjarnan fernings- lagað, og bakað við 150°C í 18–20 mín. Kælt lítillega og skorið í litla tígla. Púðursykurinn og vatnið er brún- að í potti þar til það fer að bullsjóða, þá er rjóminn setur út í. Hrært í og soðið þar til að karamellan verður glansandi og passlega þykk. Hneturnar eru ristaðar í ofni við 150°C í um 4–6 mín. Karamellunni er smurt á tíglana. Hnetunum raðað síðan ofan á og þær skreyttar með karamellunni í lokin. Þetta er geymt í loftþéttu íláti og einnig má frysta bitana. Döðlumauk gerir maður sjálfur með því að mauka döðlur og sjóð- andi vatn. Hnetudraumur 100 g valhnetur 100 g cashew-hnetur 1 dl hlynsíróp ½ plata carobsúkkulaði, ef vill, sem er súkkulaði fyrir sykursjúka Hneturnar eru ristaðar í ofni við 170°C í um 5–7 mín. Saxaðar gróft. Settar á pönnu ásamt hlynsírópinu og hitað yfir miðlungshita þar til þetta verður samlímt og seigt. Tekið af hitanum. Sett á smurðan smjör- pappír með teskeið í litlum doppum og látið harðna. Það þurfa að vera snör handtök svo karamellan annað hvort storkni ekki eða haldi áfram að brenna. Ef vill má bræða carob- súkkulaðið yfir vatnsbaði og dýfa botninum á toppunum í. Það verður að taka carobið af hitanum um leið og það er bráðið, því það er mjög viðkvæmt fyrir hita. Sælubitar: Sultugígurinn gefur sætt bragð. Pekanbitar: Döðlur eru hér í lykilhlutverki. Hnetudraumur: Sýróp og hnetur eiga vel saman. Dóra Svavarsdóttir: Hnetur og þurrkaðir ávext- ir áberandi við sætindagerðina. Morgunblaðið/ÞÖK Hnetur kitla bragðlaukana Hnetufingur: Bakað konfekt í filodegi.  HÁTÍÐARSÆLGÆTI | Handgert og heimalagað Engin jól án konfekts
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.