Morgunblaðið - 19.12.2003, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 19.12.2003, Blaðsíða 54
MINNINGAR 54 FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Lilja Sigurjóns-dóttir fæddist á Krókvöllum í Garði 31. júlí 1926. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 10. desem- ber síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Sigurjón Jónsson sjó- maður, f. 1.6. 1894 í Skógarkoti í Þing- vallasveit, d. 29.9. 1982, og Guðríður Stefánsdóttir, f. 20.4. 1898 á Krókvöllum í Garði, d. 18.9. 1986. Systkini hennar: Guðmundur sem er látinn, Þuríður og Sigurður sem er látinn. Lilja giftist 10.11. 1945 Jóni Magnúsi Sigurðssyni, fyrrver- andi kaupfélagsstjóra Kaupfélags Kjalarnesþings, f. 2. september 1922, d. 21. febrúar 1999. Foreldr- ar hans voru Sigurður E. Ingi- mundarson sjómaður, f. 21.8. 1895, d. 12.4. 1979 og kona hans Lovísa Árnadóttir, f. 21.12. 1897, d. 2.3. 1973. Börn þeirra eru: 1) Guðríður matráðskona, f. 24.7. 1943 í Reykjavík. Synir hennar eru Jón 24.4. 1957 í Mosfellssveit, maki Auður Eygló Kjartansdóttir, f. 7.1. 1956. Börn þeirra eru Unnar Örn, f. 1974, Heiða, f. 1978 og Atli Már, f. 1986. 7) Snorri viðskiptafræðing- ur, f. 15.12. 1959 í Mosfellssveit, maki Prachim Phakamart, f. 6.1. 1972. 8) Reynir viðskiptafræðing- ur, f. 30.6. 1963 í Mosfellssveit, sambýliskona Ásta Dís Óladóttir. Börn þeirra eru Víðir Orri, f. 1989, Halldóra Eik, f. 1992 og Jóhanna Helga, f. 1996. Lilja ólst upp í Garði til tveggja ára aldurs en fluttist þá til Reykja- víkur ásamt foreldrum sínum og systkinum. Þegar Lilja var 6 ára skildu foreldrar hennar en hún bjó ávallt hjá móður sinni, sem giftist aftur þegar Lilja var 12 ára. Lilja bjó í Reykjavík og lauk þar barna- skólaprófi. Eftir það fór hún að vinna, meðal annars í Hampiðjunni þar sem hún kynntist eiginmanni sínum. Árið 1956 fluttist hún í Mos- fellssveit ásamt eiginmanni sínum og fimm börnum þeirra. Þar bætt- ust þrjú í hópinn. Lilja var heima- vinnandi til 1969 er hún hóf störf í kaupfélaginu við hlið eiginmanns síns og starfaði þar til ársins 1986 er þau létu bæði af störfum. Eftir það starfaði Lilja um nokkurra ára skeið við ýmis störf í Reykjavík. Útför Lilju fer fram frá Lang- holtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þór, f. 1962 og Daníel, f. 1964. 2) Lovísa hár- greiðslumeistari, f. 4.4. 1946 í Reykjavík, maki Baldur Birgis- son. Sonur Lovísu og fóstursonur Baldurs er Gylfi, f. 1977. 3) Jón Sævar verkfræðingur, f. 30.7. 1947 í Reykja- vík, maki Kolbrún Guðjónsdóttir. Dætur þeirra eru Lovísa, f. 1975, Katrín, f. 1980, Ásdís, f. 1983 og Val- gerður Lilja, f. 1988. 4) Ásthildur spari- sjóðsstarfsmaður, f. 12. 11. 1949 í Reykjavík, maki Þorsteinn Ragn- arsson, f. 1.5. 1939, d. 25.10. 1998. Börn þeirra eru Lilja, f. 1969, Ragnar, f. 1972, og Karen Ósk, f. 1988. Sambýlismaður Smári Sig- urðsson. 5) Stefán Ómar viðskipta- lögfræðingur, f. 4. 3. 1955 í Reykjavík, maki Ásta Sverrisdótt- ir, f. 7.3. 1953 d. 23.4. 1996. Börn þeirra eru Ásthildur, f. 1976, Óm- ar, f. 1980 og Arndís, f. 1983. Sam- býliskona er Brynja Guðmunds- dóttir. 6) Steinar aðalbókari, f. Við systkinin átta kveðjum í dag móður okkar Lilju Sigurjónsdóttur. Við kveðjum hana hvert og eitt með djúpri virðingu og þakklæti fyrir samfylgdina allt til hennar hinsta dags. Þegar við lítum til baka þá lifir í minningunni húsmóðirin, sem ávallt var til staðar til þess að styðja okkur, styrkja og leiðbeina. Ráðgjöf hennar og umhyggja fyrir okkur systkinun- um var ekki alltaf hól og hæ, heldur lét hún ekki hjá líða að segja okkur hreint út ef henni fannst við vera að gera eitthvað það sem miður var að hennar mati. En hún var líka til staðar á gleði- stundum okkar og þegar okkur vegnaði vel í lífinu, samfagnaði þá með okkur og hvatti til frekari dáða. Hún var í senn móðir okkar, ráðgjafi og vinur og það sama má segja um afstöðu hennar til tengdabarnanna sinna. Allt það sama má einnig segja um afstöðu hennar til ömmu- og lang- ömmubarnanna sinna, hún var þeim góð amma, hvatti þau og studdi til góðra verka, en lét þau líka heyra á sinn hreinskilna máta ef henni mis- líkaði eitthvað. Ekki fórum við systkinin, tengda- börnin, ömmubörnin og langömmu- börnin varhluta af föndurhæfileikum hennar. Annáluð föndurkona var hún og liggja eftir hana ótal falleg verk, hvort heldur eru postulínsverk, jóla- munir ýmiss konar eða önnur þau viðfangsefni á föndursviðinu sem hún tók sér fyrir hendur. Henni fannst ekkert skemmti- legra en að fá okkur í heimsókn á fal- legt heimili sitt, þar sem nostrað var við hvern hlut, og hafa okkur öll í kringum sig og lék hún þá á als oddi, enda félagslynd og hressileg kona í hvívetna. Fallegu munirnir, sem hún var svo óþreytandi við að búa til og gefa okk- ur, ylja okkur um hjartaræturnar í hvert sinn er við lítum þá augum og minna okkur um leið á þá einstöku smekkvísi og hæfileika sem mamma og amma hafði á þessu sviði. Við systkinin átta lítum í dag yfir farinn veg, veg góðra minninga um móður okkar Lilju Sigurjónsdóttur. Við minnumst hennar fyrrir allt það sem hún var okkur. Elsku mamma, þakklæti og virð- ing fyrir þér og öllu því er þú stóðst fyrir í uppeldi okkar og lífi er það sem er efst í huga okkar. Við trúum því að þú farir núna til fundar við pabba, sem bíður þín hin- um megin, og sameinuð munið þið njóta þeirra strauma þakklætis og virðingar sem við systkinin og ölll ykkar stórfjölskylda munum senda ykkur frá okkar dýpstu hjartarótum. Elsku mamma, minningin um þig og pabba lifir í hjarta okkar allra. Börnin ykkar átta. Elsku mamma mín. Þegar við Halldóra Eik vorum á leið heim eftir kistulagninguna þína þá sagði hún með tárin í augunum og kökkinn í hálsinum: „Pabbi. Nú fæ ég aldrei að sjá hana ömmu meir, aldrei heyra í henni, aldrei heim- sækja hana aftur. „Ég er nú ekki svo viss um það,“ svaraði ég. „Hvað meinarðu?“ spurði hún. „Hvaða mynd kemur upp í huga þér þegar þú hugsar um hana ömmu þína?“ spurði ég. Hún svaraði: „Ég sé hana opna vaskhúsdyrnar og segja: „Nei, komiði sæl og blessuð, gaman að sjá ykkur elskurnar“.“ „Þarna sérðu,“ sagði ég, „þú bæði sérð hana og heyrir, með því einu að hugsa til hennar.“ „Já, ég skil,“ sagði hún. „Nú lifir hún inni í mér,“ sagði hún. „Alveg rétt,“ sagði ég. „Þannig er hún amma þín alls ekki horfin þér að fullu og öllu og þú getur heimsótt hana með því einu að hugsa til henn- ar.“ Ég útskýrði líka fyrir henni að það væri aðeins áfangi í lífi þínu að kveðja þennan heim og þeim áfanga bæri okkur ekki að syrgja, heldur samfagna. Því þrátt fyrir að jarð- neskri vist þinni sé lokið, lifir andi þinn og sál með okkur öllum og það sé okkar hlutverk að opna hug okk- ar og hjörtu fyrir því og sameina sál okkar þinni. Okkur ber einnig að samgleðjast því nú hefur þú líka náð endurfundum við pabba og alla aðra sem kvatt hafa þessa jarðvist og þér þótt vænt um. Jæja, mamma mín, við Ásta Dís ætlum að hafa fjölskylduboð á laug- ardaginn – „lambalærið hennar mömmu“. Þér og pabba er boðið. Elskum þig ofurheitt og hlökkum til að sjá ykkur. Reynir, Ásta, Víðir Orri, Hall- dóra Eik og Jóhanna Helga. Í dag kveð ég elskulega ömmu mína í hinsta sinn og minnist um leið margra skemmtilegra stunda sem ég hef átt með bæði ömmu minni og afa í Bjargartanganum. Amma var einstaklega glæsileg kona og lífs- glöð, ég man varla eftir að hafa hitt ömmu án þess að heyra hláturinn hennar. Það er ósjaldan sem ég hef heyrt henni lýst með einmitt þess- um orðum, glæsileg og hress. Ég man eftir mörgum stundum þar sem við Ásthildur frænka lékum okkur við að punta okkur með öllum skart- gripunum hennar og prófa smá af ilmvötnunum hennar, okkur fannst við náttúruleg ekki síður glæsilegar komnar með allt puntið á okkur. Dyrnar á Bjargartanganum stóðu alltaf opnar og maður var velkominn hvenær sem er, alltaf var amma tilbúin að setjast niður og spjalla. Þær eru ófáar stundirnar sem mað- ur hefur setið við eldhúsborðið hjá ömmu og þó að ég hafi ekki getað komið jafnt oft á undanförnum árum á ég svo sannarlega eftir að sakna þessara stunda. Heyra hláturinn hennar, spjalla og skoða hjá henni föndrið. Amma var einstaklega handlagin og gerði marga fallega hluti sem allir afkomendur hafa notið góðs af. Það má líka sjá heima hjá ömmu að þarna bjó kona sem hafði gaman af að punta í kringum sig. Fyrir okkur barnabörnin var þetta sérstaklega skemmtilegt á jólunum því þegar jólaskrautið var komið upp var nóg að skoða, sérstaklega er mér minnisstæð ljósaserían á jólatrénu með vatninu inni í, sú sería átti alltaf að vera á trénu ef hún fengi nokkru ráðið sagði amma við mig einu sinni. Það eru svo ótal minningar sem ég á um hana ömmu mína sem ég mun alltaf geyma með mér og muna. Ég bið algóðan Guð að geyma minningu Lilju ömmu minnar. Lovísa Jónsdóttir yngri. Elsku amma, ég er ákaflega stolt- ur og þakklátur fyrir að hafa notið þess heiðurs og þeirrar ánægju að hafa átt þig að. Þú varst alltaf svo já- kvæð, skemmtileg og aldrei nein lognmolla í kringum þig. Ég sakna þín og elska þig af öllu hjarta en það er mikil huggun að vita að þú sért komin til Jóns afa og þið getið héðan í frá verið saman um ókomna tíð. Hvíl í friði, þinn Gylfi. Eitt sinn verða allir menn að deyja, eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja, að sumarið það líður alltof fljótt. (Vilhjálmur Vilhjálmsson.) Stundin er komin. Stundin, sem ég, í barnslegri einlægni minni, hélt eða vonaði að kæmi aldrei. Því sumt finnst manni að eigi að vera eilíft. Þar með talin eru ömmur manns og afar. En staðreyndir lífs- ins geta hæglega brotið á bak aftur barnatrú, von og einlægni manns með hiklausri framgöngu sinni. Og það hafa þær gert í þetta sinn, því hún amma Lilja er dáin. Ferðalagi hennar í þessum heimi er lokið og nýtt tekið við. Einhvers staðar stendur skrifað að margs sé að minnast og margs að sakna. Það eru svo sannarlega orð að sönnu því minningar sem koma fram í hugann á stundu sem þessari eru ótal margar og hver annarri hlýrri og fegurri. Allir jóladagarnir í Bjarg- artanganum í gegnum árin, leika þar stórt hlutverk. Stærsta veisla ársins og nóg af öllu. Þvílík kona sem hún amma var. Hún háði hetjulega baráttu við illkynja sjúkdóm, sem þó að lokum hafði sigur. En reisn sinni hélt amma til lokastundarinnar, því það vildi hún umfram allt annað. En mikið er samt sárt að horfa á ástvin sinn kveðja þetta líf. Allt verður svo endanlegt og þau orð sem sögð hafa verið, standa, en önnur verða ósögð um aldur og ævi. Síðasta kossinum smellt á kinn, síðasta faðmlagið yfirstaðið. Ég er ein- hvern veginn þannig af guði gerður að mér falla ekki kveðjustundir í geð. Og að vita að maður er að kveðja ástvin í hinsta sinn, nístir hjartað. Á þeirri stundu var ég glaður að hafa alla tíð átt yndisleg samskipti við ömmu. Hún var mikill félagi og unaðslegt að vera í návígi hennar. Hafði alltaf frá einhverju skemmtilegu að segja og alltaf hafði hún eitthvert nýtt föndur til að sýna manni. Amma var miðdepill fjölskyldunnar. Ef maður kíkti við hjá henni var nánast öruggt að maður hitti einhvern annan úr fjöl- skyldunni. Og ef fjölskyldan kom saman, var amma þar, hrókur alls fagnaðar. Það verður tómlegt án hennar. En mestu máli skiptir að þjáning- um hennar er lokið og að hún er komin á betri og bjartari stað í faðm þeirra sem farnir voru á undan. Þar fær hún hlýjar móttökur. Elsku amma, ég þakka þér sam- fylgdina í þessu lífi og fyrir allar ljúfu stundirnar okkar saman og fal- legu orðin þín til mín. Þau geymi ég hjá mér alla tíð og ylja mér við þau um ókomin ár. Takk fyrir allt og allt elsku amma mín. Tilveran verður ekki söm án þín. Þinn elskandi dóttursonur, Ragnar. LILJA SIGURJÓNSDÓTTIR ✝ Óskar ÁstvaldurGarðarsson fæddist á Siglufirði 27. ágúst 1924. Hann lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar mið- vikudaginn 10. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Garðar Jónas- son, f. á Akurbakka við Grenivík 9. októ- ber 1898, d. 9. janúar 1981, og Guðrún Ást- valdsdóttir, f. á Á í Unadal, Skagafirði, hinn 25. desember 1892, d. 23. janúar 1966. Alsystk- ini Óskars voru Jónína Garðars- dóttir, f. 11. desember 1926, og Jónas Garðarsson, stýrimaður, f. 29. júlí 1931, d. 3. maí 2001. Hálf- systir Óskars var Svava Jóhannsdótt- ir, f. 6. desember 1915, d. 18. janúar 1990. Óskar bjó á Siglu- firði alla sína ævi. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum sem bjuggu á Hóli í Siglufirði og síðar í Leyningi, en 1926 fluttu þau í kaup- staðinn og bjuggu þar til æviloka. Ósk- ar vann við trésmíð- ar lengst af á vegum Síldarverksmiðja ríkisins. Óskar var ókvæntur og barnlaus. Útför Óskars verður gerð frá Siglufjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku Óskar frændi. Nú ertu far- inn, og fórst svo snöggt að ég fékk ekki ráðrúm til þess að kveðja þig. Það verður tómlegt að koma á Sigló og fara ekki í heimsókn til þín og fara með þig í bíltúr sem þú hafðir svo gaman af. Alveg síðan að ég var lítil stelpa hefur þú verið partur af jólunum mínum, þú komst alltaf og hjálpaðir okkur mömmu að koma jólatrénu á sinn stað, sjóða fótinn og saga hann til. Síðustu árin hefurðu verið með okkur á aðfangadagskvöld og það verður ekki eins án þín. Þær eru margar minningar um þig, elsku Óskar, þú varst alltaf svo góður við afa Jónas. Ég vaknaði ósjaldan við það að þú varst að moka tröppurnar á Hverfisgötunni, því þú vissir að afi gat það ekki sjálfur. Ég var svo oft með þér og afa Jónasi að brasa eithvað. Þú sagðir mér oft söguna af því þegar ég elti þig heim og þú vissir ekkert af mér. Ég kom bara upp í eldhús til þín á eftir þér og sagði að ég hefði komið göngin, en þá meinti ég að ég hefði komið upp þrönga stigann þinn. Ég var ekki gömul þegar ég var svo stolt af því að rata alveg sjálf yfir til þín, þótt þú hafir nú búið mjög nálægt okkur. Þá fór ég marg- ar ferðir yfir til þín, því ég vissi að ég fengi alltaf súkkulaði hjá þér. Takk fyrir að vera alltaf svona góður við mig. Elsku Óskar, ég kveð þig með þessari bæn: Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pét.) Þín Jóna Hrefna. Óskar frændi minn var sonur Garðars afabróður míns og Guð- rúnar eiginkonu hans. Ég minnist þessa frændfólks míns sem bjó í litlu timburhúsi á Hverfisgötunni eða öllu heldur suður og uppi í Skriðum eins og það var kallað. Ekki var mikill samgangur á milli heimilanna, en það breyttist þegar foreldrar mínir fluttu á Hverfisgöt- una árið 1966 og bjuggu aðeins þremur húsum norðar en fjölskylda Óskars. Voru þeir eftir það miklir mátar frændurnir, Garðar, faðir Óskars og Jónas faðir minn. Segja má að faðir minn hafi tekið þennan aldna heiðursmann og frænda sinn Gæja upp á sína arma og hafði mik- ið og oft ofan af fyrir honum upp frá því. En það var ekki bara á annan veginn, því að ég minnist þess þeg- ar snjóaði, en í þá daga snjóaði oftar og meira en nú, þá var Gæi mættur fyrir allar aldir og búinn að moka frá þegar aðrir fóru á fætur. Kynslóðir koma og kynslóðir fara. Eftir fráfall Gæja snerust hlutirnir við og það var Óskar sem kom í stað pabba síns og var alla tíð síðan mikil hjálparhella og heim- ilisvinur hjá foreldrum mínum eftir það. Síðustu árin hefur það verið Guðrún systir mín sem hefur hugs- að um Óskar eftir að hann varð eldri, þar sem aðrir ættingjar hans hafa, eins og margir aðrir, flutt frá Siglufirði. Óskar vann alla almenna vinnu og var á yngri árum m.a. til sjós. Hann vann í u.þ.b. tólf ár hjá trésmíðaverkstæði SR við uppbygg- ingu verksmiðja á þeirra vegum víðs vegar um land. Frá árinu 1970 og fram til starfsloka árið 1994 starfaði hann hjá Siglufjarðarkaup- stað við viðhald og viðgerðir á eign- um bæjarins. Óskar lifði rólegu og fastmótuðu lífi og blandaði ekki geði við marga að fyrra bragði. Hann var vinur vina sinna og úrræðagóður og fróð- ur um menn og málefni. Hann hafði skoðanir á málunum eins og hann átti ættir til. Óskar dvaldi fjögur síðustu ár ævinnar á ellideild Sjúkrahúss Siglufjarðar og naut þar góðrar ummönnunar og þjónustu. Á þriðjudaginn 9. desember fann hann til nokkurra óþæginda og var flutt- ur á sjúkrahúsið um kvöldið. Hann lést síðan að morgni hins 10. desem- ber. Andlát hans var hægt og hljótt, rétt eins og öll ferð hans gegnum lífið. Við fjölskylda Jónasar Björns- sonar, vinar og frænda Óskars, þökkum honum samfylgdina. Björn Jónasson. ÓSKAR ÁSTVALDUR GARÐARSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.