Morgunblaðið - 19.12.2003, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 19.12.2003, Blaðsíða 55
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2003 55 ✝ Ásgeir PállÁgústsson fædd- ist í Stykkishólmi 2. janúar 1921. Hann lést á líknardeild Landakots fimmtu- daginn 11. desem- ber síðastliðinn. Ás- geir var sonur hjónanna Magða- lenu Pálsdóttur, f. 16.6. 1897, d. 21.5. 1975 og Hannesar Ágústar Pálssonar skipstjóra, f. 26.8. 1896, d. 14.7. 1959. Systkini Ásgeirs: Guðmundur Kristján, f. 4.12. 1918, d. 3.12. 1978, Jón Dalbú, f. 16.9. 1922, d.7.2. 2002, Sigurður, f. 23.9. 1925, Dagbjört Elsa, f. 27.8. 1926, Þórólfur, f. 25.4. 1928, Þóra, f. 30.4. 1935, d.17.8. 1996, og Hrafnhildur, f.18.9. 1938. Ásgeir kvæntist 9.3. 1946 Guð- rúnu Lilju Kristmannsdóttur, f.15.6. 1916, d. 24.4. 1988. Guð- rún var dóttir hjónanna Maríu Ólafsdóttur, f. 19.3. 1892, d. 4.8. 1955, og Kristmanns Jóhannsson- ar framkvæmdastjóra f. 22.2. 1890, d. 8.4. 1973. Dætur Guð- rúnar og Ásgeirs eru: 1) María, f. 29.10. 1946, gift Ágústi Breið- fjörð, f. 6.12. 1945. Börn þeirra sonar í Stykkishólmi en prófi í þeirri iðngrein lauk hann frá Iðn- skólanum í Reykjavík árið 1945. Hann starfaði við vélsmíðar hjá Vélsmiðju Kristjáns allt til ársins 1962, en þá skipti hann um starfsvettvang. Ásgeir og Guðrún starfræktu frá árinu 1962 bók- haldsþjónustu í Stykkishólmi og þjónuðu hinum ýmsu fyrirtækj- um á staðnum eða þar til þau fluttust til Reykjavíkur 1972. Þá hóf hann störf hjá Brunabóta- félagi Íslands og vann þar til árs- ins 1988 er Brunabótafélagið sameinaðist Samvinnutrygging- um og VÍS var stofnað. Síðustu starfsár sín starfaði Ásgeir hjá Ríkisskattstjóra. Ásgeir gegndi ýmsum trúnað- arstörfum fyrir byggðarlag sitt. Var m.a. oddviti Stykkishólms- hrepps, í hreppsnefnd, skóla- nefnd, formaður Iðnanaðar- mannafélags Stykkishólms, formaður Atvinnumálanefndar Vesturlands, í stjórn og fram- kvæmdastjóri Flóabátsins Bald- urs. Ásgeir var alla tíð mikill jafn- aðarmaður og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Alþýðu- flokkinn, síðar Samfylkinguna- ,bæði í Stykkishólmi og Reykja- vík. Ásgeir var virkur þátttakandi í Rotaryhreyfingunni og í Frímúrarareglunni og til- heyrði þar stúkunni Eddu. Útför Ásgeirs fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. eru a) Ásgeir Páll, f. 26.9. 1971, kvæntur Kristjönu Thoraren- sen, b) Kristmann Jó- hann f. 12.07 1975, kvæntur Ragnheiði Hafstein, og c) Hrefna Kristín f. 7.2. 1985. 2) Guðbjörg El- ín, f. 11.10. 1952, gift Davíð Þjóðleifssyni, f. 21.3. 1942. Börn þeirra eru Anna Sól- veig f. 20.1 1986 og Jón Davíð, f. 10.1. 1988. Seinni kona Ás- geirs er Erla Jónsdóttir, f. 1.4. 1927. Foreldrar Erlu eru: Sig- urbjörg Lúðvíksdóttir, f. 30.5. 1904, nú búsett á Elliheimilinu á Grund og Jón Sigurðsson, f. 4.10. 1894, d. 6.3. 1945. Ásgeir ólst upp í Stykkishólmi, Sellátri og Akureyjum á Breiða- firði þar til fjölskyldan fluttist í Vík við Stykkishólm vorið 1926. Í Stykkishólmi bjó Ásgeir síðan allt þar til fjölskylda hans flutti til Reykjavíkur árið 1972, en þar bjó hann til dauðadags. Heimili hans og Erlu var nú síðast að Aflagranda 40. Ásgeir lærði vélvirkjun hjá Vélsmiðju Kristjáns Rögnvalds- Móðurbróðir minn Ásgeir Páll, aldrei kallaður annað en Geiri frændi af okkur frændsystkinunum, hefur nú kvatt okkur. Hávaxinn, grannur og myndarlegur. Þannig birtist manni ljóslifandi minningin um Geira frænda. Alla tíð var gott á milli okkar og nálægð við hann virkaði róandi. Hægt var að spjalla um allt og ekki neitt. Alltaf gaf Geiri sér tíma til að ræða málin. Þá voru ófáar ferðirnar, sem maður þurfti að fara niður í Brunabót og leita ráða, þegar við hjónin vorum að hefja okkar búskap og þurftum á tryggingafræðilegum ráðleggingum að halda. Samt má segja að eiginlegur vinskapur okkar á milli hafi byrjað fyrir réttum tutt- ugu árum, þegar Geiri þurfti að færa mér þungbærar fréttir. Það var hon- um örugglega erfitt, en hann gerði það að slíkri yfirvegun og vandvirkni, að ég var honum ætíð þakklátur. Upp frá því myndaðist strengur okkar á milli sem aldrei slitnaði. Látleysi og glæsileiki einkenndu þennan hávaxna og granna mann. Sumum kann að þykja slík lýsing þversögn, en það rólega yfirbragð sem einkenndi hann alla tíð virkaði þannig að manni leið vel í návist hans. Það var mér því mikilvægt hve dug- legur hann var að koma í heimsókn síðustu árin. Þá gáfum við okkur góð- an tíma til að spjalla um menn og málefni. Alltaf fór maður ríkari frá slíku spjalli. Hann spurði mikils og fylgdist af áhuga með því sem maður var að gera. Alltaf hafði hann eitt- hvað til málanna að leggja. Í heimsóknum hans síðastliðna mánuði var honum ljóst hvert stefndi og var hann farinn að undirbúa sig fyrir að kveðja. Það lýsir best hve skipulagður hann var. Allt gert í tíma. Nú er heimsóknunum lokið í bili. Hafðu þökk fyrir samfylgdina, Geiri frændi. Ágúst Jóhannesson. Stjórnmálaflokkar byggjast upp á mönnum sem hafa heitar hugsjónir og bregðast þeim ekki. Mönnum, sem standa traustir með sínum flokkum hvað sem á dynur. Slíkur maður var Ásgeir P. Ágústsson. Hægur en óbif- anlegur. Ómetanlegur í liði. Hann var lykilmaður í kosningum um skeið, fyrst á Vesturlandi þar sem hann var einn fremsti foringinn í liði Benedikts Gröndal og síðar hér í Reykjavík. Ás- geir sagði mér stundum kíminn að hann hlyti að hafa drukkið jafnaðar- stefnuna í sig með móðurmjólkinni á Snæfellsnesinu. Hann myndi nefni- lega ekki eftir sér öðru vísi en sem hörðum jafnaðarmanni. Heimabær Ásgeirs var Stykkis- hólmur þar sem hann fæddist í árs- byrjun 1921. Hann hafði því næstum þrjá um áttrætt þegar kallið kom. Hann skildi það frá fyrstu tíð að und- irstaða öflugs mannlífs var sterkt at- vinnulíf. Einsog svo margir jafnað- armenn af hans kynslóð lagði hann því fyrir sig iðnnám, og varð vélvirki. Því starfi sinnti hann þangað til hann fór að vinna fyrir Brunabót, sem hann vann líka hjá eftir að hann fluttist suður kringum fimmtugt. Hugsjónirnar, sem strákurinn í Stykkishólmi þróaði með sér strax í kjölfar kreppunnar miklu kringum 1930 biluðu aldrei. Baráttan fyrir bættum kjörum sveitunga sinna og landsmanna lá að hans dómi í gegn- um aukin áhrif jafnaðarstefnunnar. Í því efni dró Ásgeir ekki af sér. Ungum voru honum falin trúnaðar- störf á vegum Alþýðuflokksins. Hann varð forystumaður jafnaðar- manna í heimabæ sínum, Stykkis- hólmi, þar sem hann sat lengi í hreppsnefnd og naut slíks trúnaðar sveitunga og flokksmanna að honum var falið að gegna starfi oddvita. Ásgeir var einn af þeim mönnum í pólitík sem minntu á klett. Hann haggaðist aldrei og veðraðist vel. Hann var glæsimenni, hávaxinn og beinn í baki, opinn og kíminn, og átti ákaflega auðvelt með að ná sambandi við fólk. Í ofanálag var hann sívinn- andi, og var ákaflega sannfærandi í spjalli. Slíkir menn eru hvalreki öll- um stjórnmálaflokkum og þyngdar sinnar virði í gulli þegar kemur að kosningum. Þegar Benedikt Gröndal síðar ráðherra og formaður Alþýðu- flokksins lagðist í víking á Vestur- landi var nánast sjálfgefið að hann fengi Ásgeir með sér í slaginn. Hann varð helsti stuðningsmaður Bene- dikts á Vesturlandi, skipulagði fyrir hann fundi og kosningabaráttur, sat með honum á listum og átti ekki minnstan þátt í að Benedikt varð far- sæll þingmaður, sem leiddi hann um síðir til formennsku Alþýðuflokksins og ráðherradóms. Ég minnist ævinlega með hlýju óvæntra funda þeirra tveggja á kosn- ingaskrifstofu í Alþýðuhúsinu sem ég stýrði. Benedikt hafði þá dregið sig í hlé og átti í annars konar og miklu erfiðari baráttu en þeirri sem við heyjum í stjórnmálum. Hann leit inn eitt síðdegi til að láta menn vita að hann væri svo sannarlega með okkur í andanum þó að þrekið væri minna en áður. Það urðu miklir fagnaðar- fundir þegar þeir Ásgeir hittust. Benedikt sat lengi dags, lék á als oddi, hló og sagði sögur af þeim fé- lögum. Ásgeir sagði lítið, reri fram í gráðið, en brosti einsog barn allan tímann. Þeim þótti augljóslega vænt hvorum um annan. Þegar Benedikt fór sagðist hann ekki þurfa að hafa áhyggjur af mér í pólitík fyrst Ásgeir væri búinn að taka mig upp á sína arma. Eftir að Ásgeir fluttist suður lét hann strax til sín taka í flokksstarfi Alþýðuflokksins í Reykjavík. Hann var í flokkskjarnanum sem mætti á alla fundi, og var árum saman kosinn í flokksstjórn Alþýðuflokksins. Oft var til hans leitað með erfið verk. Framboðsmál voru stundum erfið, þegar ólmir gæðingar frýsuðu á stalli og vildu allir fara fyrir liðinu. Við slík- ar aðstæður var Ásgeir sjálfkjörinn í uppstillingarnefndir, og gat þá með næsta auðveldum hætti leyst hnúta sem aðrir treystu sér ekki til. Við þær aðstæður var hæglátri kímni hans viðbrugðið. Græskulaus húmor er nefnilega besta meðalið til að losa um spennu við slíkar aðstæður. Ásgeir átti nóg af honum. Ásgeir P. Ágústsson var einn af þeim harða kjarna sem tók mér opn- um örmum þegar ég gekk í Alþýðu- flokkinn á sínum tíma og sleppti aldr- ei af mér hendinni síðan. Hann studdi okkur dyggilega þegar Samfylkingin var stofnuð, og var óspar á bæði hrós og uppörvun þegar stundum blés á móti. Við hittumst síðast á sólfögru sumarkveldi í júní í mannfagnaði og náðum aðeins að spjalla saman. Ás- geir var glaður og sagði að nú þyrfti hann ekki að hafa nokkrar áhyggjur af Samfylkingunni. Í dag er þessi fórnfúsi og góði félagi kært kvaddur. Svo sannarlega munaði um hann. Hans er sárt saknað af gömlum og nýjum baráttufélögum úr hópi jafn- aðarmanna. Ég færi honum mínar bestu þakkir fyrir framlag hans í bar- áttunni fyrir bættu og réttlátara samfélagi. Guð blessi vini hans og fjölskyldu. Össur Skarphéðinsson, for- maður Samfylkingarinnar. ÁSGEIR P. ÁGÚSTSSON Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minning- argreina Elskulegur eignmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRÐUR GUÐMUNDUR ÞÓRÐARSON, Pálmholti 12, Þórshöfn, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri föstu- daginn 12. desember. Útförin fer fram frá Þórshafnarkirkju laugar- daginn 20. desember kl. 14.00. Ólöf Jóhannsdóttir, Úlfar Þórðarson, Kristín Kristjánsdóttir, Jóhann Þórðarson, Hrafnhildur I. Þórarinsdóttir, Þóra Ragnheiður Þórðardóttir, Bergur Steingrímsson, Þórður Þórðarson, Líney Sigurðardóttir, Oddgeir Þórðarson, Sigrún Inga Sigurðardóttir, Helena Þórðardóttir, Höskuldur Sveinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÁSGEIR P. ÁGÚSTSSON frá Stykkishólmi, Aflagranda 40, sem lést fimmtudaginn 11. desember, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, föstudaginn 19. desember, kl. 10.30. Erla Jónsdóttir, María Ásgeirsdóttir, Ágúst Breiðfjörð, Guðbjörg Elín Ásgeirsdóttir, Davíð Þjóðleifsson, Ásgeir Páll Ágústsson, Kristmann Jóhann Ágústsson, Hrefna Kristín Ágústsdóttir, Anna Sólveig Davíðsdóttir, Jón Davíð Davíðsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÞÓRODDS I. SÆMUNDSSONAR, Lerkilundi 30, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks á B-gangi dvalar- heimilisins Hlíðar fyrir frábæra umönnun. Birna S. Guðjónsdóttir, Katrín Þóroddsdóttir, Sæmundur Þóroddsson, Baldvin Þóroddsson, Petra Verschüer, Snjólaug Þóroddsdóttir, Þorsteinn Þorsteinsson, Kristín S. Þóroddsdóttir, Guðjón S. Þóroddsson, Kristín Magnadóttir, barnabörn og langafabörn. Innilegar þakkir til allra, nær og fjær, fyrir samúð og hlýhug vegna andláts ástkærs eigin- manns, föður okkar, tengdaföður og afa, SIGURJÓNS SVEINBJÖRNSSONAR, Bolungarvík. Guð blessi ykkur öll. Kristín Magnúsdóttir, synir, tengdadætur og barnabörn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför GEIRRÚNAR ÞORSTEINSDÓTTUR, áður til heimilis á Öldugötu 12. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Seyðisfjarðar. Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól. Magnús Magnússon, Helga Guðmundsdóttir, Soffía María Magnúsdóttir, Þorleifur Dagbjartsson, Anna Sigríður Magnúsdóttir, Stefán Óskarsson, Ásbjörn Magnússon, Hansína Halldórsdóttir, Bryndís Magnúsdóttir, Hallgrímur Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.