Morgunblaðið - 19.12.2003, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 19.12.2003, Blaðsíða 64
64 FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ hefðu slíka yfirburði í lofti og í véla- hernaði að það skapaði verulega hættu. Sovétmenn óskuðu eftir að Bretar og Bandaríkjamenn settu það mikið lið á land í Vestur-Evrópu að nægði til að draga 40 þýsk herfylki frá sovésku vígstöðvunum.“ Og for- setinn hélt áfram: „Við gerum okkur auðvitað ljóst, hve ástandið er alvar- legt, og við teljum það skyldu okkar að aðstoða Sovétmenn eftir bestu getu …“ Einna erfiðast væri að halda uppi flutningum á sjó, og í því sambandi mætti nefna að það væri meiri háttar flotaaðgerð að koma einni skipalest til Murmansk. For- setinn lagði til að Molotov tæki málið til meðferðar eins og honum hentaði best. Í svari Molotovs kom m.a. fram að hann teldi reginmun á ástandinu nú og því sem verða kynni á árinu 1943. Staða Hitlers á meginlandi Evrópu væri svo sterk, og hann gæti aukið það mikið herstyrk sinn, bæði að mannafla og vopnum, að Rauði her- inn stæðist hugsanlega ekki sóknar- þungann … Forsetinn benti á að nú fylgdi því margföld hætta að senda hverja skipalest til Murmansk. Ekki þyrfti aðeins að sjá um að verja hana fyrir stóru þýsku orrustuskipunum Von Tirpitz, Scharnhorst, Gneisenau og Prinz Eugen, heldur einnig gegn kafbátum og flugvélum. King flotaforingi tók undir þetta. É g sakna þess í skrifum Þórs Whiteheads sagnfræðings, Vals Ingimundarsonar og annarra þeirra, er fjallað hafa um Thor Thors sendi- herra og störf hans á alþjóðavett- vangi, að enginn þeirra minnist á ræðu þá, er Thor flutti á allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna þegar Ís- landi var veitt innganga í þau sam- tök. Ég þykist þó skilja að það sé þáttur í þeirri áætlun sagnfræðinga að dylja sannleikann um nána sam- vinnu Bandaríkjanna, Bretlands og Sovétríkjanna í seinni heimsstyrjöld- inni. Í ræðu sinni um inngöngu Ís- lands í Sameinuðu þjóðirnar rekur Thor Thors atburði þá sem veitt hafa Íslendingum rétt til þátttöku í sam- tökunum. Hann segir, skv. fréttum sem birtar eru í blaði Vestur-Íslend- inga, Lögbergi, er það greinir frá ræðu Thors Thors hinn 19. nóvember 1946. Í ræðu sendiherrans leggur hann áherslu á þessi atriði: „... Í allri síðustu styrjöld var Ísland sam- kvæmt frjálsum og vingjarnlegum samningi milli ríkisstjórnar Banda- ríkjanna og Íslands, notað sem her- bækistöð í þágu Bandamanna. Land okkar var mjög þýðingarmikil bæki- stöð í stríðinu um yfirráðin yfir Atl- antshafinu. Það var ómissandi til varnar Ameríku og til þess að vernda siglingaleiðirnar til Bretlands og Rússlands. Við erum stoltir af því að hafa unnið okkar hlutverk. Það hefir kostað miklar fórnir, því að fyrir árásir óvinanna voru 2 af hverju þús- undi þjóðarinnar drepnir og 20 pró- sent af fiskiskipum okkar var stökkt.“ Rétt þykir, sannleikans vegna, að geta þess að skjöl, sem varðveitt eru í söfnum sýna án vafa að „hervernd“ Bandaríkjamanna var löngu ákveðin með samningum Churchills og Roosevelts áður en Alþingi sam- þykkti tilgreindan samning, sem Thor Thors vitnar til. Bandarísk her- skip voru þegar lögð af stað á leið hingað til lands áður en herverndar- samningurinn var samþykktur. Sagnfræðingar hafa verið furðu hljóðir um baktjaldamakk íslenskra stjórnvalda og erlendra stjórnvalda. Íslenskir alþingismenn, ráðherrar og embættismenn, sem hefðu átt að gæta íslenskra hagsmuna hafa skip- að sér í sveit erlendra hervelda og samið hlutdræga bæklinga um „her- varnir“ og styrjaldarhættu. Í fram- haldi af þessum orðum þykir við hæfi að birta kafla úr minnisblöðum bandarískra stjórnvalda, forseta, herforingja og sovéskra sendimanna og fulltrúa, er áttu í samningum við bandarísk og bresk stjórnvöld. Um leið og vakin er athygli á þögn stjórnvalda, sagnfræðinga og fjöl- miðla um gang mála ber að þakka drengskap og fyrirgreiðslu sem greinarhöfundur hefir notið og ómet- anlega hjálpsemi Willard Fiske- stofnunarinnar, sem starfar á vegum bandaríska sendiráðsins á Íslandi. Íslensk söfn og fræðastofnanir gætu lært margt og mikilsvert í þágu sagnaritunar og hverskyns fræða um skjót viðbrögð og afgreiðslu tilmæla, án vífilengja eða gestaþrauta og embættishroka. Ég nefni sem dæmi beiðni mína um útvegun ljósmynda til birtingar með þessari grein. Ég fór þess á leit að fá léða ljós- mynd af fundi þeirra Franklins D. Roosevelts Bandaríkjaforseta og V. Molotovs, utanríkisráðherra Sovét- ríkjanna, er fór fram í lok maí og hinn 1. júní 1942 í Hvíta húsinu í Washington, en Molotov var gestur forsetans í heimsókn sinni meðan þeir ræddu hernaðarmál og sam- skipti ríkjanna, skipalestir sem fluttu hergögn, matvæli og hverskyns hjálpargögn til norðlægra hafna Sov- étríkjanna. Skipalestirnar sem færðu sendingar samkvæmt láns- og leigulögum, sem báðar þingdeildir Bandaríkjaþings höfðu samþykkt söfnuðust saman í Hvalfirði og biðu þar herskipaverndar. Herskip Þjóð- verja leituðu hafnar í Noregi og biðu þar, í Narvik, Hammerfest og fleiri norðlægum hafnarbæjum, auk þess sem þýskir kafbátar voru tilkvaddir að sökkva skipum sem færðu her- gögn og varning til sovéskra hafna. Skjöl þau sem hér birtast eru sótt í skýrslur bandarískra stjórnvalda, bréfasafn forseta og hernaðaryfir- valda. Það þykir við hæfi, nú, þegar bandarískir gestir koma hingað til lands, að ræða samskipti ríkjanna, að kynna viðhorf þau sem ríktu á dögum hernáms Breta og „herverndar“ Bandaríkjanna. Vitnum þá í viðræð- ur á fundi þeim er Vyacheslav Molo- tov sat í boði Roosevelts Bandaríkja- forseta. Úr minnisblöðum frá ráðstefnu í Hvíta húsinu 30. maí 1942. Viðstadd- ir voru Bandaríkjaforseti, Molotov, King flotaforingi, Marshall herhöfð- ingi, Hopkins og túlkarnir Pavlov og Cross. Forsetinn kvað Molotov nýkominn frá London þar sem hann hefði rætt aðrar vígstöðvar í Vestur-Evrópu við bresk stjórnvöld. „Honum var kurt- eislega tekið,“ bætti forsetinn við, „en Bretar gáfu engin ákveðin loforð. Enginn vafi léki á að Þjóðverjar Mjög erfitt væri að koma skipum til Murmansk og Arkhangelsk vegna mikils liðsafla Þjóðverja í Narvik og Þrándheimi og flugstöðva þeirra í Norður-Noregi. Þýskar könnunar- vélar fylgdust með skipalestum frá Íslandi til Murmansk, og skipin yrðu bæði fyrir árásum kafbáta og her- skipa. Af þessum sökum væri líka nauðsynlegt að binda mikinn hluta breska heimaflotans á hafi úti til að verja skipalestirnar árásum stórra þýskra herskipa sem héldu sig í ná- munda við þær. Einnig hefði Banda- ríkjafloti þurft að styrkja flota Breta með öflugum skipum, svo hægt væri að halda uppi nægu eftirliti. Nú færu tvær skipalestir samtímis í gagn- stæðar áttir, þannig að önnur færi frá Murmansk um leið og hin legði upp frá Íslandi til að hægt væri að vernda þær báðar. King flotaforingi bætti því við að mikil hjálp væri í að sovéski flugher- inn reyndi að verja skipalestirnar betur, einkum með loftrárásum á flug- og kafbátastöðvar Þjóðverja í Narvik og Kirkenes … Úr minnisgrein frá Roosevelt for- seta, dags. 23. júlí 1942: „Ég sagði Bradley hershöfðingja1 kvöldið fyrir brottför hans að mestu skipti að fullvissa Rússa um raunsæ viðhorf okkar til birgðasendinga … Aðalatriðið er, hvernig hægt er að koma hergögnum til Rússlands. Við verðum að nota allar þær leiðir sem færar eru til flutninga. Gerum Rússum ljóst að við getum útvegað þeim næstum hvað sem þeir þarfnast, en þeir verða að útbúa for- gangslista, svo við getum afgreitt sendingarnar í þeirri röð sem þeir kjósa …“ Úr skeyti frá Winant sendiherra í Bretlandi til bandaríska utanríkis- ráðherrans, 29. júlí 1942: „Vegna þeirrar ákvörðunar að fresta um sinn að senda skipalestir til Norður-Rússlands, gerði ég eftirfar- andi tillögur …“ Meðal þessara til- lagna var sú að birgðasendingar frá Bretlandi skyldu framvegis hafa for- gang þegar skipalestir fara til Norð- ur-Rússlands. Síðan segir: „Að beiðni minni var samþykkt að gera áætlun um fjölda þeirra bandarísku skipa sem hugs- anlega yrðu send til Norður-Rúss- lands, svo Bandaríkjamenn geti skipulagt framleiðslu þess herbúnað- ar sem Rússar eiga að fá.“ Um þær mundir sem samvinna Bandaríkjanna og Sovétríkjanna var hvað nánust hafði herstjórn Banda- ríkjamanna uppi áform um að setja herlög á Íslandi. Það gæti hugsan- lega orðið. Í skeyti frá MacVeagh sendiherra á Íslandi til utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, dags. 21. apríl 1942, segir m.a.: „Bonesteel hershöfðingi hefur beðið mig að upplýsa ríkisstjórn Ís- lands leynilega um það að verði gerð árás á eyjuna, nægilega öflug til að réttlæta hörðustu neyðarráðstafanir, muni hann þegar í stað koma á fót stjórn hersins yfir landinu. Það verði gert án nokkurs samráðs við borg- araleg yfirvöld. Í þessu skyni og rík- isstjórninni til frekari glöggvunar hefur hann látið mér í té afrit af áformaðri yfirlýsingu sinni, ásamt löngum lista yfir hegningarlög og refsingar sem tekinn er upp úr reglu- gerð um ráðstafanir á stríðstímum. Hershöfðinginn segir að yfirlýs- ingin hafi verið lögð fyrir hermála- ráðuneytið sem hafi veitt honum fulla heimild. Hann heldur því fram að sér hafi beinlínis verið falið að koma á herstjórn, en ekki aðeins her- lögum eins og Bretar settu. Vegna þess hve tillögurnar eru stórtækar og í gildi er ákveðið loforð af okkar hálfu um að blanda okkur ekki í mál stjórnvalda á Íslandi meðan her okk- ar er þar, tel ég ekki rétt að verða við beiðni hershöfðingjans án frekari fyrirmæla. Æskilegt er þó að þessu máli sé hraðað. Hershöfðinginn hef- ur tjáð mér að afrit af yfirlýsingu hans sé í hermálaráðuneytinu og ég geti sent símleiðis afrit af skjali Breta, sem er styttra, ef þess verði óskað. Ég komst að því í samtali við forsætisráðherrann í dag að hann sér ekkert því til fyrirstöðu að við veljum mann úr okkar röðum í hans stað, enda þótt það veiti herliði okkar stjórn á svo að segja öllu í landinu. En ég held að tillaga frá herstjórn okkar um að taka sér heiti íslenskrar ríkisstjórnar, án þess farið sé fram á slíkt, geti aðeins leitt til óvildar og andstöðu.“ Frá utanríkisráðherra Bandaríkj- anna til MacVeagh sendiherra, 7. maí 1942: Bréf yðar frá 21. apríl hefur verið lagt efnislega fyrir forsetann, ásamt því áliti ráðuneytisins að stofnun bandarískrar herstjórnar – jafnvel þó um árás Þjóðverja sé að ræða – sé gagnstæð því loforði sem forsetinn gaf um að skipta sér ekki af stjórn Ís- lands. Ennfremur að slík aðgerð mundi leiða til óvildar íslensku þjóð- arinnar og færa Þjóðverjum ágætt áróðursefni upp í hendurnar, ekki síst á Norðurlöndum; allt þetta yrði síst léttara á metunum en hugsanleg- ur hernaðarávinningur. Síðan segir: „Ríkisstjóri Íslands eða annar fullgildur aðili í hans stað skal gefa út yfirlýsingu, hvenær sem stjórnandi bandaríska hersins fer fram á það, þar sem ríkisstjórn Ís- lands setur herlög og felur banda- rískum hernaðaryfirvöldum að fram- fylgja þeim … Einnig má gefa út einfaldari til- kynningu um herlög, svipaða þeirri sem Bretar eru með í huga og sem forsætisráðherrann2 hefur þegar lýst sig samþykkan, eins og nefnt er í skeyti yðar.“ Ísland í valdatafli stórveldanna Roosevelt og Churchill um borð í bandaríska beitiskipinu „Augusta“ á hinum sögulega fundi úti fyrir Nýfundna- landi 9.–14. ágúst 1941. Að baki þeim lengst til hægri hershöfðingi Bandaríkjanna, Marshall, við hlið flotaforingja Bandaríkjanna, Kings. Í seinni heimsstyrjöldinni gerðu ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Íslands samning um að Ísland yrði notað sem herbækistöð. Í frásögn Péturs Péturssonar er fjallað um það að í skjölum kemur fram að leiðtogar Bandaríkj- anna og Bretlands, Roosevelt og Churchill, höfðu ákveðið hervernd löngu áður en þingið samþykkti samninginn. Höfundur er þulur. 1 Follett Bradley undirhershöfðingi var for- maður sendinefndar sem flaug til Sovétríkj- anna. Hann hafði sendiherratign og kom til Moskvu 4. ágúst 1942. 2 Hermann Jónasson. Ljósmynd/George Skadding Franklin D. Roosevelt og Vyacheslav Molotov ræddu hernaðarmál og sam- skipti Bandaríkjamanna og Sovétmanna í Hvíta húsinu í lok maí árið 1942.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.