Morgunblaðið - 19.12.2003, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 19.12.2003, Blaðsíða 65
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2003 65 Garðastræti 2 Reykjavík Sími 552-9750 Vorum að fá drengjaskó í stærðum 22-39 Opið til 22.00 alla daga til jóla Haft var á orði að Helgi Seljan hefði kvennafylgi á Austurlandi og væri kvennakær einnig. Um þetta orti hann: Þær Rúnu og Svönu og Svölu og Svövu og Gunnu og Huld, ég elska þær allar með tölu - sem atkvæði vitaskuld. Hákon Aðalsteinsson varð fyrir því fyrr á árinu að gleyma afmælisdegi konunnar. Hún brást illa við því og hann orti til hennar vísu: Þú ert ung og yndisfríð, augun ljóma. Þú ert mild og munablíð, mér til sóma. Konan blíðkaðist lítt við þetta og sagði að það þýddi lítið að ætla að klóra sig út úr vandamálinu með svona vísu; hann meinti hvort eð er ekkert með þessu. Þá ákvað Hákon að söðla um og spurði hvort hún vildi heldur hafa það svona: Konan mín er ekki léttfætt lengur lífsklukkan gengur. Með árunum byrjar húðin að herpast, hrukkurnar skerpast. Enginn fær flúið frá örlagaveginum, afmælisdeginum. Veröldin hleður árunum á´ana; það eru ósköp að sjá´ana. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherramætti dómkirkjuprestinumágöngu í Vonarstræti með hempuna á handleggnum og prestakragann í hendinni. Þá varð þetta til. Ég gekk fram á hann í grenndinni, með geislabauginn í hendinni, í ágætu stuði sem var ættað frá guði og hempuna hangandi á lendinni. Á Hagyrðingamóti orti Friðrik Steingrímsson svo til Hrannar Jónsdóttur á Djúpavogi: Glaður við þig sættir sem, senn er best ég þagni. Vona að þetta viakrem verði þér að gagni. Hrönn beindi svarinu út í salinn og skýrði afstöðu sína þannig: Fljótlega í heimsókn til Friðriks ég kem, um fundinn þann læt ég mig dreyma. Ég vona að ég eigi í krukkunni krem og konan hans verði ekki heima. Pétur Björgvin Jónsson var skósmiður á Eskifirði. Einhverju sinni urðu nágrannar hans ósáttir út af hænsnum og kom til átaka eins og fram kemur í vísu Péturs: Helgi í bræði hanann drap og hent'onum út úr bænum. Af því hann reið í asnaskap annarra manna hænum. BÓKAÚTGÁFAN HÓLAR – bækur fyrir alla Austfirsk skemmtiljóð Út er komin kvæðabók sem ber heitið Austfirsk skemmtiljóð og er hún í samantekt Ragnars Inga Aðalsteinssonar. Þar er að finna samsafn af alls konar kveðskap af léttara taginu sem austfirskir hagyrðingar hafa sett saman sjálfum sér og öðrum til skemmtunar. Hér eru örfá sýnishorn úr bókinni: RAÐAUGLÝSINGAR FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Aðalfundur Sjómannfélags Reykjavíkur verður haldinn í Skipholti 50D þriðjudaginn 30. desember kl. 17.30. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál. Stjórn- og trúnaðarmannaráð Sjómannfélags Reykjavíkur. TILKYNNINGAR Hjallaskóli — breytt deiliskipulag Tillaga að breyttu deiliskipulagi lóðar Hjalla- skóla, Álfhólsvegi 120, auglýsist hér með í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingar- laga nr. 73/1997. Í tillögunni felst að heimilt verður að byggja tveggja hæða byggingu á norðaustur hluta lóðarinnar, um 1000 m² að samanlögðum gólffleti. Tillagan verður til sýnis á Bæjarskipulagi Kópa- vogs, Fannborg 6, 2. hæð, frá kl. 8:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og á föstudögum frá 8:00 til 14:00 frá 19. desember 2003 til 23. janúar 2004. Athugasemdir eða ábendingar skulu hafa borist skriflega Bæjarskipulagi eigi síðar en kl. 15:00 mánudaginn 2. febrúar 2004. Þeir, sem ekki gera athugasemdir innan tilskil- ins frests, teljast samþykkir tillögunni. Skipulagsstjóri Kópavogs. FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 1  18412198  Jv. DELTA hefur veitt Íþrótta- sambandi fatlaðra fjárstyrk að upp- hæð 250 þúsund krónur í stað þess að senda viðskiptavinum fyrirtæk- isins jólakort þetta árið. Með þessu framlagi vill Delta leggja sitt af mörkum til að styrkja starf sem fram fer innan Íþróttasambands fatlaðra. Á myndinni er Harpa Leifsdóttir, sviðsstjóri markaðssviðs Delta, að afhenda formanni Íþróttasambands fatlaðra, Sveini Áka Lúðvíkssyni, styrkinn fyrir hönd Delta. Delta styrkir Íþróttasam- band fatlaðra FYRIRTÆKIÐ Fjarkennsla ehf. hef- ur gefið Sjálfsbjargarfélögum tölvu- kennsluefni á margmiðlunarformi. Um er að ræða geisladiska með kennsluefni fyrir Windows 98 / 2000 stýrikerfið, Word, Excel, Outlook, Internetið, PowerPoint, Frontpage og Photoshop. Fyrirtækið hefur ný- lega gefið út nýtt kennsluefni og all- ar eldri gerðir af diskum voru því innkallaðar úr verslunum í skiptum fyrir nýja efnið og ákveðið að láta Sjálfsbjargarfélaga njóta góðs af. Áhugasamir geta hringt á skrif- stofu Sjálfsbjargar þar sem tekið verður á móti beiðnum á meðan birgðir endast, segir í tilkynningu. Gaf Sjálfs- bjargarfélög- um tölvu- kennsluefni Ólafur Kristjánsson, framkvæmda- stjóri Fjarkennslu, og Björg Árna- dóttir frá Sjálfsbjörgu, lands- sambandi fatlaðra. Jólamarkaður Sirkus við Laugaveg og Klapparstíg verður opnaður í dag, föstudaginn 19. desember og verður opinn alla daga til 23. desember kl. 15–22. Á boðstólum er allskonar kompudót, plötur, myndlist o.fl. Í DAG Fjölskyldu-jólahátíð á Broadway Skákfélagið Hrókurinn efnir til jólahátíðar á Broadway sunnudag- inn 21. desember kl. 12–17. Þar fer fram skákmót fyrir börn í 1.–6. bekk. Dansað verður í kringum jóla- tréð og jólasveinninn kíkir í heim- sókn og færir öllum þátttakendum góðgæti. Tónlistarmennirnir KK og Jakob Frímann skemmta og Sveppi úr Sjötíu mínútum les úr Þjóðsögum Jóns Árnasonar. Allir sem taka þátt fá viðurkenningjarskjal fyrir þátt- tökuna. Einnig eru verðlaun fyrir þá sem lenda í 1.–3. sæti og sigurvegari í hverjum flokki hlýtur bikar. Í happdrættinu verða dregnar út hundrað vinningar. Þátttaka í mót- inu er ókeypis en fullorðnir greiða 500 kr. í aðgangseyri. Hægt er að skrá sig með því að fara inn á heima- síðu mótsins www.hrok- urinn.is/jol2003 eða senda póst á skakskoli@hotmail.com. Einnig er hægt að taka við skráningu í síma. Á NÆSTUNNI HJARTAVERND tók á dögunum á móti sínum tvö þúsundasta þátttak- anda í öldrunarrannsókn Hjarta- verndar. Öldrunarrannsókn Hjarta- verndar er áfangi Hóprannsóknar Hjartaverndar. Hóprannsókn Hjartaverndar er umfangsmesta faraldsfræðilega hóp- rannsókn sem framkvæmd hefur ver- ið á Íslandi og hófst hún árið 1967. Öldrunarrannsókn Hjartaverndar er samstarfsverkefni Hjartaverndar og Öldrunarstofnunar bandaríska heil- brigðisráðuneytisins og nýtur einnig stuðnings íslenskra heilbrigðisyfir- valda. Í rannsókninni eru öll helstu líf- færakerfi skoðuð. Heilbrigði öldrunar er skoðað sérstaklega og reynt að fá svar við þeirri spurningu: Hvað stuðl- ar að heilbrigði á efri árum? Þessi rannsókn er sú stærsta sinnar teg- undar sem hefur verið framkvæmd í heiminum. Framkvæmd hennar hófst fyrir rúmi ári. Gert er ráð fyrir að framkvæmdin taki 4–5 ár og að heild- arfjöldi þátttakenda verði á bilinu 8– 10 þúsund. Hjartavernd vill koma á framfæri þakklæti til þeirra sem hafa komið og tekið þátt í rannsókninni og þar með gert kleift að framkvæma þessa rannsókn. Nánari upplýsingar um rannsóknina er á hjarta.is. Öldrunar- rannsókn Hjarta- verndar UNDIRRITAÐUR hefur verið í Dublin samningur milli Íslands og Írlands til að komast hjá tvískött- un og koma í veg fyrir undanskot frá skattlagningu á tekjur og eign- ir. Af hálfu Írlands undirritaði samninginn Tom Parlon, varafjár- málaráðherra Írlands, en af hálfu Íslands Sverrir Haukur Gunn- laugsson, sendiherra á Írlandi með aðsetur í London. Gerð samningsins var í höndum fulltrúa fjármálaráðuneyta, ríkisskatt- stjóra og utanríkisráðuneyta landanna. Tvísköttunarsamningur gerður við Írland FULLTRÚAR frá VGÍ, Valdimar Gíslasyni – Íspakk, færðu Mæðra- styrksnefnd Reykjavíkur nýlega hangikjöt og hamborgarhryggi. Stjórnendur VGÍ ákváðu að þeim fjármunum, sem hingað til hafa farið í jólagjafir og jólakort til viðskiptavina, verði hér eftir var- ið til góðgerðarmála og njóta skjólstæðingar Mæðrastyrks- nefndar Reykjavíkur þess í ár. Á myndinni eru frá vinstri, Halldóra Sigurbjörnsdóttir, Stein- unn V. Jónsdóttir og Amalía Jóna Jónsdóttir frá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Einar Þór Þórhalls- son, framkvæmdastjóri VGÍ og Hildur G. Eyþórsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavík- ur. VGÍ styrkir Mæðrastyrksnefnd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.