Morgunblaðið - 19.12.2003, Blaðsíða 79

Morgunblaðið - 19.12.2003, Blaðsíða 79
HLJÓMSVEITIN Ríkið er til- tölulega ný af nálinni en hefur nú gefið út hljómdisk sem kallast Selj- um allt. Það er útgáfufyrirtækið Slátur sem gefur út plötuna en það eru Ingólfur „Indigo“ og Valur Gunn- arsson, söngvari Ríkisins, sem standa á bak við það. „Ríkið er bara rokksveit,“ segir Valur. „Rokkið byrjaði sem tónlist uppreisnarmanna en markaðurinn var fljótur að laga sig að þessum mönnum. Núna er rokkið orðið að þjóðernissöng fyrir alheimskapítal- ismann.“ Þegar rennt er yfir lagalista er auðsjánlegt að sterkur, pólitískur tónn er sleginn eins og kemur líka fram í þessu svari Vals. Fyrsta lag- ið heitir „Söngur unga sjálfstæð- ismannsins“ og svo eru þarna lög eins og „Sámur frændi“ og „Hver er ekki hóra í dag?“ Úr námi í rokkið Ríkið hefur verið starfandi síðan í sumar en fyrstu tónleikarnir voru á Boomkikkerbarnum í Hafn- arstræti ásamt Dys, The Mother- fucking Clash og bandarísku rokk- sveitinni ógurlegu, Total Fucking Destruction. „Ég kom úr námi í Belfast og fór þá að vinna við blaðið Grapevine,“ segir Valur. „Eftir það var farið að leggja drög að plötunni, en hún var tekin upp í Veðurstofunni.“ Valur segir að hann sé búinn að ganga með þessa plötu í maganum nokkuð lengi en áður hefur hann gefið út plötuna Reykjavík er köld sem Valur og Regnúlpurnar. Þar var vélað um lög Leonards Cohens en platan kom út fyrir réttum fjór- um árum. „Já, ég þorði ekki að stúta mínum eigin lögum þannig að ég ákvað að stúta lögum Cohens í staðinn til að læra á hljóðverið,“ segir Valur og grínir. Endalok kapítalismans Lögin hefur Valur verið að semja allt frá árinu 1995 fram á þennan dag og um textana hefur Valur þetta að segja: „Kapítalisminn hér á landi er að komast á lokastig. Endalokin hóf- ust fyrir u.þ.b. fimmtán árum með aukinni einkavæðingu. Þetta endar með því að einn maður á allt og þar með mun málfrelsið hverfa. Þannig að við erum að reyna að segja það sem við getum áður en það verður skrúfað fyrir allt. Þetta er loka- yfirlýsing áður en markaðurinn kæfir hina frjálsu einstaklinga.“ Að lokum má geta þess að skemmtilegt umslagið, sem hamrar á þessum ákveðnu skilaboðum, er hannað af Herði Kristbjörnssyni en teikningin er eftir Lúðvík Kalmar Víðisson. Ríkið selur allt! Andkapítalískt rokk Seljum allt er komin í búðir ogfæst í öllum óháðum tón- listarverslunum. arnart@mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2003 79 MAÐUR veit hreinlega ekki hvernig líta skal á Gunnar Hjálmars- son. Er hann best geymda leyndar- mál íslenska rokksins? Eða kannski mesta og sorglegasta sóunin? Hvort sem er þá er allavega alveg á tæru að hann er einhver allra besti rokklaga- smiður sem til Íslendinga getur talist. Stóri Hvellur ber nafn með rentu því platan er stór hvell- ur, algjör tívolí- bomba. Rækileg áminning um það hversu óendanlega lunkinn þessi gamli Kópavogspönkari er, og að – svona til að baða sig í klisjufeninu – hann hefur alls engu gleymt. Hér hreinlega vellur uppúr honum hvert snilldarlagið á fætur öðru, hafi maður á annað borð gaman af hressilegu gleðipönki. Ekki eins og Blink og Sum og þeirra frændur eru að böggla saman með markaðsstjór- unum sínum, heldur eins og þessi sami Gunnar var að búa til hér í denn þegar hann var sem iðnastur með S.H. Draumi, Bless, Unun eða þá í spóluútgáfunni undir listamanna- nafninu Dr. Gunni sem síðan hefur fest við hann og er nafn sveitarinnar sem hann leikur með á þessari plötu. Það má jafnvel líta á Stóra hvellinn sem blöndu af því sem Doktorinn hef- ur verið að bardúsa í gegnum tíðina. Sem er náttúrlega ekkert slor því það er varla hægt að merkja að ferill hans hafi átt sitt ris og hnignun – ólíkt flestum öðrum lífseigum tónlistar- mönnum. Nei, oftast nær hefur hann risið hátt – þegar hann á annað borð hefur haft fyrir því að sinna tónlist- inni, þ.e.a.s. En þar liggur einmitt meinið. Hann hefur alls ekki haldið sig nægilega vel við efnið blessaður. Allt of langt liðið frá síðustu útgáfu hans og maður lifandi hvað þessi stóri hvellur var orðinn tímabær. Það hættulega við að vera sveltur því góða er að maður fer ósjálfrátt að venjast hinu slæma og halda að það sé gott. En svo vaknar maður stundum blessunarlega af þessum vonda draumi, þegar stóri hvellurinn kemur, og fattar að fyrst hafi ekkert verið en svo allt. Þannig verður hún líka miklu meira viðeigandi en hún átti trúlega að vera þessi fyrsta sönglína plötunn- ar, fyrstu orðin í titillaginu frábæra sem gefur svo dæmalaust vel tóninn um það sem á eftir fylgir á þessari skemmtilegustu plötu ársins. Og svo koma þau koll af kolli, stutt og laggóð, hæfilega vönkuð, mátulega máttmikil og alveg ferlega skemmtileg. Alls fimmtán lög. Nær hvert eitt og ein- asta betra en allar aðrar viðlíka til- raunir sem gerðar hafa verið hér sem þar síðan Æ kom út fyrir rétt tæpum áratug. Sum lögin, eins og „Snakk fyrir pakk“, „Alltaf meir“ (sem er líka soldið B-52’s-legt eins og reyndar stuðpartílagið „Homo Sapiens“) og „Ímelda Markos“ rísa meira að segja svo hátt að ná upp í það besta sem S.H. Draumur var að gera á meist- araverkinu Goð. Þá eru „Hvalfjörður ’78“, „Stillansar“ og „Má ég vera með þér“ algjörlega að gera sömu hluti fyrir mann og bestu Bless-lögin. Og ekki má gleyma djúpu 100 ára-tvenn- unni, frábæru Weezer og Pixies-nappi sem eru svo fjári vel tek- in upp af Curver, eins og öll heila plat- an. Reyndar er allur þessi pakki bara algjörlega að gera sig og hvergi einn einasta veikan eða fölan blett að finna. Og sem oftast áður ertu textar Gunn- ars kapítuli út af fyrir sig. Engar tor- meltar og tilgerðarlegar langlokur. Ekkert „artí fartí“, heldur snaggara- legar heimsósómavísur þar sem hann býsnast – að mann grunar meira í gríni en alvöru – yfir vonleysi mann- kynsins, jafnt í fyrndinni, framtíðinni og núinu. Eina glætan er að kannski hittir maður í strætó eða á Safarí ógeðslega fallega stelpu sem maður svo á auðvitað engan séns í. Hann kann svo sem ýmislegt fyrir sér. Er sannkallaður doktor í popp- fræðunum, dómari mætur og sann- gjarn, ágætasti útvarpsmaður og fáir bloggarar hitta oftar naglann á höf- uðið. En ef þessi fjölhæfni hans þarf að hafa í för með sér að hann lætur það sem hann gerir allra best sitja á hakanum á meðan, þá er það fórn- arinnar virði. Þeir eru nefnilega til sem geta kraflað sig áfram í popp- fræðunum, einhverjir sem samið geta spurningar, einstaka slagfær út- varpsmaðurinn (þó fáir með sama broddinn) og fáeinir bloggboltar sem lesandi eru. En enginn, nákvæmlega enginn, er jafnoki Gunnars þegar kemur að því að búa til hnyttið og hrátt íslenskt rokk. Er til of mikils ætlast að biðja um meira af slíku, takk fyrir? Farðu upp á Krókháls Gunnar, af- hentu Sigurjóni uppsagnarbréfið og tilkynntu honum með höfuðið hátt að þú ætlir hér eftir að einbeita þér að tónlistinni. Við þurfum á þér að halda. Stóri hvellur er algjör draumur – og þessi draumur er í lit. Tónlist Litaður draumur Dr. Gunni Stóri hvellur Smekkleysa sf. Hljómplatan Stóri hvellur. Öll lög og textar eftir Gunnar Hjálmarsson, nema „Heimsk ást“ eftir Gunnar og Ragnheiði Eiríksdóttur. Flutt af hljómsveitinni Dr. Gunna: Gunnar Lárus Hjálmarsson söng- ur, gítar, Guðmundur Birgir Halldórsson gítar, bakrödd, Grímur Atlason bassi, bakrödd, Kristján Freyr Halldórsson trommur, slagverk og bakrödd. Einnig koma við sögu: Davíð Þór Jónsson, Ragn- heiður Eiríksdóttir, söngtríóið Skufsan (Sunna Guðmundsdóttir, Elín Smáradótt- ir og Bjarnveig Magnúsdóttir) og Steph- en Hawking. Stjórn upptöku: Curver. Upptaka fór fram í Tíma og Veðurstof- unni. Útgefandi Smekkleysa sf. Skarphéðinn Guðmundsson Við Gróttu: Gunnar Hjálmarsson virðist í hollum og góðum félagsskap. Morgunblaðið/Eggert UNGLINGSSTÚLKAN Halley Martin er hreint ekki nógu sátt við lífið. Sérstaklega er hún tortryggin út í ástina, ekki síst eftir að hafa horft upp á foreldra sína skilja, og það eftir að pabbinn hljópst á brott með ungri ljósku. Þessi tortryggni Halley skapar reyndar grundvöllinn fyrir söguþráð myndarinnar, því hún neitar að horfast í augu við þá stað- reynd að hinn fullkomni drauma- prins, með falleg augu og sposkt bros, bíður hinum megin við horn- ið. En á þeim tíma sem líður þang- að til að draumaprinsamálið leys- ist, drífur ýmislegt á daga Halley, og er þar dregin upp nokkuð marg- hliða mynd af lífinu eins og það gerist hvað flóknast, ekki aðeins fyrir unglingana heldur fyrir full- orðna líka. Mamma Halley þarf t.d. sitt rými til að takast á við eftirköst skilnaðarins, og finnst eiginlega best að láta reiðina bitna á hús- gögnum og búsáhöldum. Svo er það eldri systirin sem lánið virðist leika við þangað til að fyrirbrúð- kaupsspennan verður yfirþyrm- andi fyrir hana og tilvonandi eig- inmanninn. Pabbinn reynist Halley tæp fyrirmynd þar sem hann er nokkurs konar eilífðarunglingur, en þó besta skinn og góður pabbi þegar öllu er á botninn hvolft. Svo má ekki gleyma ömmunni sem laum- ast til að reykja jónur inni á baði þegar lítið ber á. Vinkonan Scarlett virðist eiginlega þroskaðasti aðilinn á svæðinu enda stendur hún frammi fyrir ákvörðunum og raunum sem ekki er á allra færi að höndla. Kostir þessarar líflegu myndar eru húmorinn og hispursleysið sem hún býr yfir, ekki síst þar sem vikið er að öllu frá kynlífi unglinga til vímuefnavanda gamalmenna. Mynd- in er reyndar byggð á vinsælum unglingabókum eftir Söruh Dressen og þangað sækir hún hinar breiðu og litríku persónur sínar og víðfemt viðfangsefnið. Það skýrir líka hinn stikkorðakennda frásagnarstíl myndarinnar, þar sem reynt er að koma fullmiklu efni fyrir í einni kvikmynd. En að öðru leyti er þetta ósköp fersk unglingamynd, sem meira er í spunnið en almennt geng- ur og gerist í þessum geira. Syk- urhúðin sem liggur á yfirborðinu, kemur nefnilega ekki í veg fyrir að hægt sé að kafa aðeins dýpra og bregða upp lifandi mynd af tilvist- arbaráttunni á unglingsárunum. Ungstirnið Mandy Moore leikur Halley með miklum sjarma og nýtur þess að hafa sterka leikara í kring- um sig, s.s. Allison Janney í hlut- verki móðurinnar og Peter Gallag- her, sem þrautþjálfaður er í að leika veiklynd og slepjuleg kvennagull (erkitýpa þess var eiginmaðurinn í Sex, Lies, and Videotape), en hann leikur skemmtilegt tilbrigði af þeirri persónugerð í hlutverki pabba Halley. Eilífðarunglingar og aðrir unglingar Heiða Jóhannsdóttir KVIKMYNDIR Smárabíó Leikstjórn: Clare Kilner. Handrit: Neena Beber. Aðalhlutverk: Mandy Moore, Allison Janney, Alexandra Holden, Peter Gallagher o.fl. Lengd: 101 mín. Bandarík- in. New Line Cinema, 2003. HOW TO DEAL / AÐ HÖNDLA HLUTINA  Eyjólfur Kristjánsson & ÍSLANDS EINA VON leikur á dúndurdansleik í kvöld Leikhúsgestir 15% afsláttur, munið spennandi matseðil Hvað ertu að hlusta á um þessar mundir? Chicago- söngleikinn. Er kominn á fullt við tónlistar- stjórn þar – frumsýning í janúar. Uppáhaldsplata allra tíma? Götuskór – Spilverk þjóðanna. Frábær plata – einskonar Revol- ver Spilverksins – Bjólan him- nesk. Hvaða plötu setur þú á á laug- ardagskvöldi? Stevie Wonder – Songs In The Key Of Life. Kemur mér ávallt í góðan gír. Hvaða plötu setur þú á á sunnudagsmorgni? Geri ekki svoleiðis – vil hafa ró- legt á þessum tíma vikunnar. Hver er fyrsta platan sem þú keyptir þér? Goodbye Yellow Brick Road að mig minnir (Elton John). Það gæti líka verið smáskífan „Pop- corn“ eða jafnvel Horft í roðann með Jakobi Frímanni – man ekki nógu vel. Þetta vil ég heyra Jón Ólafsson tónlistarmaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.