Morgunblaðið - 19.12.2003, Blaðsíða 88

Morgunblaðið - 19.12.2003, Blaðsíða 88
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. ÞRÍR framkvæmdastjórar í undirbúnings- nefnd Vetrarólympíuleikanna í Tórínó 2006 koma til landsins í febrúar til að skoða færni íslenska hestsins í snjó og ís. Haldin verður sérstök vetrartölt- og kappreiðasýning með það fyrir augum að heilla framkvæmda- stjórana svo íslenski hesturinn fái sérstakt hlutverk á Vetrarólympíuleikunum sem kynningar- eða skemmtiatriði með það í huga að síðar gæti keppni á íslenska hest- inum orðið ólympíuíþrótt á vetrarleikunum. Að sögn Björns Ólafssonar, sem unnið hefur að málinu, tók talsverðan tíma að vekja áhuga þar ytra. „Ég held að boltinn sé nú hjá okkur með því að okkur takist að heilla þá með sýningum hérlendis,“ segir Björn. Stefnt er að því að halda reiðsýn- inguna 27. til 29. febrúar, í Skautahöllinni í Laugardal og þar sem best viðrar til reið- mennsku á ís undir beru lofti. Björn segir öruggt að bestu hestar og knapar landsins verði kallaðir til þegar þar að kemur. Morgunblaðið/Eggert Íslenski hesturinn á ÓL 2006? „Í ÞAU fáu skipti sem ég hef lent í einhverju hefur góð þjálfun nýst mér og ég hef getað leyst verk- efnin á þann hátt sem mér var kennt að gera,“ segir Bjarki Þór Iversen, 24 ára gamall Íslend- ingur sem er hermaður í Írak. Þar er hann liðsmaður í danska hernum. Bjarki Þór átti sér lengi þann draum að gerast hermaður. Eftir að hann lauk stúdentsprófi fór hann í háskólann en það dugði ekki til að hann gleymdi her- mennskudraumnum þannig að hann sótti um inngöngu í danska herinn og komst að. Bjarki Þór er fæddur í Árósum í Danmörku en ólst upp í Grafarvogi í Reykja- vík þar sem foreldrar hans búa. Ástæðan fyrir því að hann sótti um að komast í danska herinn er að faðir hans er danskur. Eftir tíu mánaða herskyldu- nám og nokkurra mánaða þjálfun var hann orðinn fullgildur her- maður. Á síðasta ári var hann sendur með herdeild sinni til Kosovo þar sem hún var hluti af herafla NATO. Þar var Bjarki Þór við störf í hálft ár og svo var herdeildin send til Íraks nú í byrjun október. Bjarki Þór er í stuttu fríi hér heima um jólin en heldur síðan aftur til skyldu- starfa í Írak enda stendur til að herdeildin verði þar í fimm mán- uði. Herdeildin er í Al-Qurna, 70 kílómetrum fyrir norðan Basra sem er stærsta borgin í suður- hluta Íraks. Bjarki er ökumaður í léttri könnunarsveit. Eins og nafnið bendir til fer sveitin hratt yfir og aflar upplýsinga. Er hún á ferðinni jafnt að degi sem nóttu. Bjarki segist ekki hafa lent í neinum skærum. Það alvarleg- asta sem hann hefur komist í tæri við eru skotbardagar milli ætt- flokka, þá hefur sveit hans verið send á vettvang til að fylgjast með, raunar úr hæfilegri fjar- lægð. Þá er þarna töluvert um ræningjaflokka sem stöðva öku- tæki á þjóðvegunum og ræna bíl- um og öðrum verðmætum og stundum verða vegfarendur fyrir slysum og jafnvel láta lífið. Sveit- in sem Bjarki Þór tilheyrir hefur einmitt það hlutverk að reyna að hafa uppi á þjóðvegaræningjum og handtaka þá. Erfiðar aðstæður geta komið upp í þessum könnunarferðum, meðal annars þegar hermenn- irnir eru að stöðva fólk á þjóð- vegunum í myrkri og leita í bíl- unum. „Ég hef stundum orðið órólegur en aldrei hræddur,“ segir Bjarki Þór og bætir við að góð hermennskuþjálfun hafi gert honum kleift að leysa þau mál sem upp hafi komið á vettvangi. Hitinn í eyðimörkinni er þægi- legur um þessar mundir enda vetur á þessum slóðum. Þó gat Bjarki verið í sólbaði daginn áður en hann fór í fríið. Herbúðirnar eru nefndar eftir Eden enda hef- ur þeirri kenningu verið haldið á lofti að þar hafi aldingarðurinn verið. Hið eina sem minnir á hann nú er raunar hrísla, eins og Bjarki Þór nefnir skilningstréð fræga. Ég hef stundum orðið órólegur en aldrei hræddur Hermaður að störfum: Bjarki Þór Iversen í könnunarleiðangri í Írak. Hann ekur léttbrynvörðum jeppa á ferð- um sínum. Alls staðar þar sem hermennirnir stöðva bíla sína þyrpast heimamenn að, sérstaklega börnin. Íslenskur her- maður við störf í suðurhluta Íraks ÓLAFUR Kvaran, forstöðu- maður Listasafns Íslands, seg- ir að það sé orðið mjög alvar- legt mál að yfirlit íslenskr- ar listasögu sé ekki aðgengi- legt í heild sinni. „Það er mjög eðlilegt að sjá fyrir sér rými þar sem við gætum sýnt svona 350 til 400 verk, sem fjölluðu um íslenska listasögu á 20. öld. Það væri eðlilegur þáttur af starfi okkar og verkin væru á öllum tímum aðgengileg almenningi. Svo væru aðrir sýningarsalir fyrir sérsýningar.“ Listasafnið verður 120 ára á næsta ári og Ólafur segir að kannski sé orðið tímabært að huga að nýjum úrlausnum í húsnæðismálum þess, með það í huga að gera listasöguna að- gengilega. Listasagan ekki nægi- lega að- gengileg  Einhver mesti/38 Ólafur Kvaran SETT eru hert ákvæði um ör- yggis- og verndarbúnað barna í bifreiðum í frumvarpi til breyt- inga á umferð- arlögum, sem dómsmálaráð- herra hefur lagt fram á Al- þingi. Í frum- varpinu er m.a. mælt fyrir um að börn sem eru lægri en 150 sentimetr- ar megi ekki sitja í framsæti bifreiða og sama hæðarviðmið er sett varðandi notkun öryggis- og verndarbún- aðar s.s. barnabílstóla. Ekki hefur áður verið ákveðið í lögum hér á landi við hvaða hæð barna skuli miðað í þessu sam- bandi en Umferðarstofa hefur alltaf miðað við 140 sm, skv. upp- lýsingum Sigurðar Helgasonar hjá Umferðarstofu. ákvæði um öryggisbúnað muni ná til mun eldri hópa barna en miðað hefur verið við hér á landi til þessa, þar sem hæðarviðmið hækkar um 10 sentimetra. Er t.d. tiltölulega algengt að börn hafi ekki náð 150 sm hæð við fermingaraldur. Skv. nokkurra ára gamalli rannsókn á Norður- löndunum á meðalhæð barna ná lágvaxin börn að jafnaði ekki 150 sm hæð fyrr en við 15 ára aldur. Sigurður Helgason segir að með þessum ákvæðum sé verið að skerpa á og styrkja orðalag laga um notkun öryggisbúnaðar. Í skýringum frumvarpsins seg- ir að með þessum breytingum á 71. grein umferðarlaga sé gert ráð fyrir að skyldan nái ekki ein- göngu til notkunar öryggisbelta, heldur einnig til að nota annan viðurkenndan öryggisbúnað, s.s. öryggisbelti, barnabílstól eða annan sérstakan búnað sem sér- staklega sé ætlaður börnum. Í frumvarpinu segir m.a. að ökumaður skuli sjá um að í stað öryggisbeltis eða ásamt örygg- isbelti noti barn viðurkenndan barnabílstól, beltispúða eða ann- an sérstakan öryggis- og vernd- arbúnað ætlaðan börnum sem eru lægri en 150 sm á hæð. „Ef slíkur búnaður er ekki í bifreið skal nota öryggisbelti fyrir barn- ið. Barn sem er lægra en 150 sm á hæð má ekki vera farþegi í fram- sæti bifreiðar sem búin er upp- blásanlegum loftpúða fyrir fram- an sætið,“ segir í frumvapinu. Verið að innleiða tilskipun Evrópusambandsins Með þessum breytingum er verið að innleiða tilskipun Evr- ópusambandsins 2003/20 er skal hafa tekið gildi fyrir 9. maí árið 2006 á öllu Evrópska efnahags- svæðinu. Talið er ljóst að umrædd Hertar kröfur um öryggisbúnað barna í bifreiðum Börn lægri en 150 sm sitji ekki í framsæti Sigurður Helgason TUGIR manna hafa sagt sig úr Samfylking- unni síðustu vikuna vegna óánægju með að fulltrúar Samfylkingar- innar skyldu taka þátt í því að leggja fram á Al- þingi frumvarp um eftir- laun æðstu embættis- manna. Þetta staðfestir Karl Th. Birgisson, framkvæmdastjóri flokksins, í samtali við Morgunblaðið. Hann segist þó ekki hafa ná- kvæmari tölu yfir það hve margir hafi sagt sig úr flokknum vegna málsins. Umrætt frumvarp var lagt fram á Alþingi hinn 10. desember sl. Flutningsmenn voru þingmenn úr öllum flokkum, þar á meðal Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Guðmundur var eini þingmaður flokksins sem studdi frumvarpið í lokaafgreiðslu þess á þingi. Aðrir þing- menn flokksins sátu ýmist hjá eða greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Lúðvík Berg- vinsson og Össur Skarphéðinsson, formaður flokksins, voru hins vegar fjarstaddir at- kvæðagreiðsluna. Einnig gengið í flokkinn Karl bendir á að menn hafi þó einnig gengið í Samfylkinguna síðustu dagana vegna frumvarpsins. Þeir séu samt ekki eins margir og þeir sem hafi gengið úr flokknum. Hann segir að þeir sem hafi gengið í flokkinn komi aðallega úr Framsóknarflokknum; ástæðan sé óánægja með að Framsóknar- flokkurinn skyldi styðja umrætt frumvarp. Tugir segja sig úr Sam- fylkingunni Karl Th. Birgisson ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.