Morgunblaðið - 19.12.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.12.2003, Blaðsíða 2
2 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 19|12|2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ er athyglisvert að fylgjast með því hvernig raunveru- leikaþættir hrannast upp á sjónvarpsstöðvunum. Fyrir- myndin er vitaskuld erlend. Minnir að æðið hafi byrjað með Big Brother. Fylgdist með því þegar ég bjó í Berlín á alda- mótaárinu. Þá bjó ungt fólk aðþrengt í hálfgerðum gámi, – auðvitað myndað í bak og fyrir. En að- stæðurnar hafa aldeilis breyst!… Para- dise Hotel: Nýstárlegt hótel verður að segjast. Myndavél í hverjum kima og til- hugalíf stöðugt í gangi; skiptir ekki höf- uðmáli með hverjum deilt er herbergi, bara ef gistingin er framlengd. Einn rek- inn heim í hverri viku. Allir fúsir að svíkja hver annan. Enda lúxushótel. Líf alls- nægtanna. Hver fórnar ekki ærunni fyrir vikudvöl á Hótel Örk? Síðast var Dave kynntur til sögunnar. Eignaðist einn vin. Sem sveik hann. Eitthvað dásamlega rómverskt við þetta… Survivor: Fylgst með fólki horast niður í fallegu um- hverfi. Það nærist bara á svikum í stað- inn… Stjörnuleit: Auðvitað er þessi keppni ekkert annað en raunveruleika- sjónvarp. Að taka venjulegt fólk og fylgj- ast með því verða „stjörnur“. Allt um- stangið í kringum keppnina. Keppendur reknir ef þeir brjóta gegn reglunum. Það hvernig þau faðmast í lok þáttanna eins og þau séu að kveðja aldagamlan vin. Samt dauðfegin undir niðri, því þau komust áfram… Popptíví: Næsta skref fyrir „stjörnurnar“. Vona samt að þau verði ekki eins og Clay Aiken. Ömurlega væminn. Vona að hann verði „Invisible“ í alvörunni. Annars eru tónlistarmyndbönd sannarlega ekkert raunveru- leikasjónvarp. Þó að sumir óttist að ungt fólk rugli þeim saman við veruleikann. Að það sé eðlilegt að konur séu í bikiníi á bifvélaverkstæði og dilli rassinum eins og í myndbandi Out- kast. Ég held að það séu óþarfa áhyggjur. Enda flóran fjölbreytt. Skýr afstaða gegn sjálfsvígum í myndbandi Good Charlotte við lagið Hold On. Jafnvel hneykslunarhellan Christina Aguilera beitti sér gegn stöðluðum fegurðarímyndum í myndbandi við lagið You Are Beautiful. Veröldin snýst. Tímanum fleygir áfram. Unglingastjörnurnar fullorðnast. Fara að hafa ákveðnar skoðanir á því hvers konar fyrirmyndir þær vilja vera. Og vald til að fylgja því eftir. Madonna skrifar barnabækur; kynslóðin sem hún hvatti til uppreisnar gegn foreldrum sínum les þær fyrir börnin sín…Hvíldardagar: Æ, svo getur líka verið gott að slökkva á sjónvarpinu. Án þess að standa upp úr sófanum. Er eitthvað svo notalegt í skammdeginu. Vaknar forvitni, – ætli mynd- in sé til sem Bragi Ólafsson lýsir í Hvíldardögum á þennan veg: „ … er af tveim- ur froskum á bakka einkasundlaugar sem greinilega hefur ekki verið notuð lengi. Í bakgrunni sitja miðaldra hjón við borð hlaðið veitingum.“ Mála mynd í huganum á mér. Yfir skilin milli raunveruleikans og hins óraunverulega. |pebl@mbl.is Í alvörunni? FRÁ FYRSTU HENDI FÓLKIÐ Umsjón Pétur Blöndal pebl@mbl.is| Blaðamenn Ívar Páll Jónsson ivarpall@mbl.is| Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is | Bryndís Sveinsdóttir bryndis@mbl.is | Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@mbl.is | Árni Matthíasson arnim@mbl.is Árni Torfason tók myndina á forsíð- unni en hana prýðir Brynja Björns- dóttir, starfsmaður á leikskólanum Jörfa, að þessu sinni. Látið mynd- ina ekki blekkja ykkur; Brynja er mikill morgunhani og finnst ekkert erfiðara að fara á fætur í skamm- deginu heldur en á sumrin. Dimmu dagarnir fyrir jólin eru notalegir og skemmtilegir að mati Brynju. Hún hefur verið á fullu að föndra með krökkunum í vinnunni síðustu daga og er komin í mikið jólaskap. Ekki eru allir jafnheppnir og Brynja. Margir eiga erfitt með að þrauka skammdegið, geta ómögulega haft sig á fætur og þunglyndi gerir ósjaldan vart við sig. Á síðu sex má sjá hvernig flugeldar og súkkulaði gera þennan tíma bærilegri en ella, en þar skoðum við björtu hliðarnar á skammdeginu. Forsíða Við vissum ekki fyrir viku… ... að jólasveinar kynnu að synda. Hér gefur jólasveinn skjaldböku að borða í sæ- dýrasafni í Peking. Jólin njóta æ meiri vinsælda í Kína, enda Kínverjar stöð- ugt að tileinka sér fleiri siði Vesturlandabúa. ... í hvernig klæðnaði ástr- alska leikkonan Nicole Kid- man myndi mæta á frum- sýningu myndar sinnar Cold Mountain í Lundúnum. Þar hafið þið það! ... að hægt væri að gefa Karli Bretaprins eitthvað sem hann ætti ekki fyrir. Sú virt- ist raunin þegar hann opn- aði pakka frá sjö ára pjakki, Jack Holt, í móttöku fyrir krakka í Clarence House, London. Karl fékk m.a. syk- urstráða ávaxtaböku og súkkulaðismákökur. ... að Brent Moffatt frá Winni- peg, Kanada, myndi setja heimsmet í flestum líkams- stungum, en hann stakk 900 nálum í fæturna og sló þannig fyrra met sitt, sem voru „aðeins“ 702 nálar. ... að gínurnar í búðarglugg- unum væru lifandi. Þannig er það að minnsta kosti í miðborg Berlínar, þar sem karlfyrirsætur sýndu vöðva í nærbuxum. Það virtist líka koma þessari stúlku ánægjulega á óvart. ... að efnt yrði til Stjörnuleitar á heimsvísu. Á meðal kepp- enda verða Guy Sebastian (Ástralíu) og Kelly Clarkson (Bandaríkjunum). Sigurveg- arar Stjörnuleitar í ellefu löndum munu etja kappi saman. KEÐJ USAG AN Fyrsti hluti | eftir Einar Kárason Flugleiðavélin frá Bandaríkjunum er nýlent og farþegarnir rölta inn eft- ir ganginum. Sumir eru svefndrukknir í andliti, aðrir örlítið rykaðir eftir næturflug – það er mánudagsmorgunn. Röðin við vegabréfsskoðunina gengur sæmilega greitt, verðirnir skoða skilríkin með nývaknaðan svip og það er ekkert óvenjulegt, mest eru þetta Íslendingar að snúa heim. Aftarlega í röðinni er maður á sjötugsaldri og það er eitthvað kunnuglegt við andlitið sem speglar daufa lífsþreytu – tveir af sam- farþegunum gefa honum auga eins og þeir séu að reyna að koma hon- um fyrir sig. En það er ekki fyrr en hann dregur upp vegabréfið sem menn verða verulega undrandi: eitt af þessum stóru bláu sem fyrir löngu er hætt að nota. Vörðurinn opnar það og horfir höggdofa á passamyndina sem fyllti öll blöð fyrir þrjátíu árum þegar maðurinn hvarf með svo mystískum hætti að enn eru að spinnast þjóðsögur um það mál. „Ert þetta þú?“ sagði vörðurinn. „Já, síðast þegar ég vissi,“ sagði maðurinn. „Þú ert ekki ...“ Vörðurinn var hálfringlaður, enda var mað- urinn látinn fyrir löngu, hafði horfið sporlaust. Af og til gáfu sig þó fram menn sem þóttust hafa séð hann. Hann hafði verið sundlaugavörður í Miami, kranabílstjóri í Chicago og trúboði í Miðvesturríkjunum. En einnig slíkar sagnir urðu að þjóðsögum, enda höfðu þeir sem taldir voru valdir að brotthvarfi mannsins þegar setið af sér dóminn. Hann var kveðinn upp af æðsta dómstól ríkisins og gat því ekki verið rangur. Verðirnir horfðu hver á annan einsog þeir væru viðstaddir eigin jarð- arför, kinkuðu svo dauflega kolli. Skömmu síðar gekk maðurinn, sem var í svörtum ullarfrakka með eina lúna tösku, út úr flugstöðinni. Hann fann svalt loftið leika um sig og skimaði í kringum sig. Annar hluti | eftir Einar Má Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.