Morgunblaðið - 19.12.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.12.2003, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19|12|2003 | FÓLKÐ | 11 Bubbi Bubbi á Þor- láks- messu- tónleikum á NASA. Búðaráp Búðirnar opnar til kl. 23 á Þor- láksmessu og ým- is skemmtiatriði fyrir verslana- glaða Íslendinga. fo lk id @ m bl .is Mánudagur og þriðjudagurSunnudagur ogi r, r. Grand- rokk Slow-Beatles, Maus, Lokbrá, Dáðadrengir og Noise kl. 22 á Þorláks- messu á Grand- rokk. Bítill Paul McCartney fylgt eftir á sjö vikna ferðalagi um Bandaríkin, þar sem hann hélt 27 tónleika í 19 borgum. Sjónvarpið kl. 00.05 á Þorláksmessu. Jólapakka- skákmót Árlegt Jólapakka- skákmót Taflfélags- ins Hellis í Borgar- leikhúsinu kl. 11.Opið börnum og unglingum. Verð- laun og happ- drættisvinningar. Hressó Jólastemmning á Hressó. HOD með jóla- djammsession og jólasveinar í heimsókn. Meistarar í heimsókn Tottenham fær Manchester United í heimsókn í beinni á Sýn kl. 15.50. a Heilagt stríð Heimildarmyndin Heil- agt stríð í Norður- höfum um Tyrkjaránið sýnd í Sjónvarpinu kl. 20. Myndin er tekin á söguslóðum á Íslandi og í tíu öðrum lönd- um. Ójóla- leikrit Sýningar á Ójóla- leikriti kl. 14, 16 og 18 á Þorláks- messu í Húsi Silla og Valda. Jólakveðjur Ómissandi í jólaundirbún- ingnum að hlusta á lestur jólakveðja á Rás 1 á Þorláks- messu. Inn á milli eru leikin jólalög. Hefst lesturinn kl. 13 og stendur til miðnættis. Skata Boðið upp á kæsta skötu á flestum veit- ingastöðum á Þorláks- messu. Mmmmm.... Maka- lausir menn Makalaus sambúð (The Odd Couple) með spaugfuglunum Jack Lemmon og Walter Matthau sýnd í Sjónvarpinu kl. 22.20 þriðjudaginn 23. desember. Árni Torfason fann upp kókbolta, ásamt Hirti Hjartarsyni. Af hverju sömduð þið þennan leik? „Af hverju sömdum við þennan leik? Ætli það hafi ekki verið bara í nettum svefngalsa, til að stytta okkur stundir á síðnótt- um.“ Er þetta vinsæll leikur? „Nei.“ Hversu margir Þjóðverjar hafa spilað kókbolta? „Enginn.“ Er einhver sérstök ástæða fyrir því? „Þeir eiga erfitt með fínhreyfingar.“ Er mikið um meiðsli í kókbolta? „Til þess að byrja með, þegar maður er að læra íþróttina, á maður til að fá skó í augað, brjóta gervinögl eða fá bolta í bumbu. Vanir leikmenn kunna að koma í veg fyrir svoleiðis óhöpp, jafnvel með tilheyrandi útbúnaði.“ Getur hver sem er spilað kókbolta? „Allir nema Þjóðverjar, af þeim ástæðum sem ég nefndi hér að framan.“ |ivarpall@mbl.is Morgunblaðið/Árni Torfason „Til að byrja með setjum við völlinn upp. Það er gert með því að rífa niður bréfbúta, helst hvítt blað. Komið er fyrir stöðv- unum fjórum í tígul. Einnig þarf að setja tvær millistöðvar sem kastarinn notar þegar hann ætlar að taka sveiflarann úr umferð. Þá hefst leikurinn. Kastarinn kemur sér fyrir beint á móti sveiflaranum. Hann kostar boltanum í átt að sveiflaranum sem er staðsettur í fyrstu höfn. Hann má ekki standa fyrir gatinu á sjálfsalanum. Kastarinn á að reyna að hitta inn í gat- ið á sjálfsalanum en athuga skal að boltinn verður að snerta jörðina einu sinni áður en hann kemur að sveiflaranum. Sveiflarinn á að reyna að hitta boltann en athuga skal að skjóta ekki of fast því líklegt er að brothættir hlutir séu á staðnum. Ef sveiflarinn hittir boltann skal hann hlaupa yfir allar hafnirnar og loks í mark. Ef honum tekst það hefur hann fengið 1 stig. Á meðan sveiflarinn hleypur hringinn skal kastarinn reyna að hitta í gatið á sjálfsalanum en verður að standa í þriðju höfn (sem gefur 3 stig), aukahöfn 2 (sem gefur 2 stig), eða auka- höfn 1 sem gefur 1 stig. Ef honum tekst að hitta áður en sveiflarinn kemur aftur í fyrstu höfn hefur kastarinn fengið stig og tekur stöðu sveiflarans. Hitti sveiflarinn ekki boltann fær hann á sig eina sveiflu. Ef sveiflarinn fær á sig 3 sveiflur er hann úr leik og tekur stöðu kastara. Ef sveiflarinn hittir boltann en boltinn fer aftur fyrir sveiflarann er það feill. Hitti kastarinn ekki í sjálfsalann, þannig að enginn möguleiki er fyrir sveiflarann að hitta, er það bolti. Fái kastarinn á sig 4 bolta fær sveiflarinn 1 stig. Leiknum er lokið þegar annar keppandi hefur náð 30 stigum. Góða skemmtun.“ Ávöxtur netts svefngalsa REGLUR Í KÓKBOLTA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.