Morgunblaðið - 19.12.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.12.2003, Blaðsíða 12
12 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 19|12|2003 MORGUNBLAÐIÐ Þrír nemar í fatahönnun við Listaháskóla Íslands halda sína fyrstu samsýningu á eig- in vegum í Hinu húsinu í kvöld klukkan 20.30. Sigrún Baldursdóttir, Ylfa Jónsdóttir og Iðunn Andersen eru allar á öðru ári í náminu. „Við tókum þátt í nemendasýningu í fyrra á vegum skólans en við erum að gera þetta sjálfar,“ segja þær. „Annað árið er að safna fyrir nemendaferð sem verður farin í febrúar og við ætl- uðum fyrst að sauma eitthvað fyrir jólin og selja í Jólabúðinni,“ segir Iðunn en hug- myndin vatt upp á sig og þær enduðu á því að halda sýningu. JÓLABÚÐ LISTAHÁSKÓLANEMA Jólabúðin sem hún minnist á er búð á vegum annars árs nema í LHÍ, sem verið var að opna á Laugaveginum, þar sem Noa Noa var áður til húsa. „Það verður opið þar alla daga til jóla frá 12 til 22,“ segir Sigrún. „Allir af öðru ári koma með það sem þeir vilja selja til að safna fyrir utanlandsferðinni, sem verður til New York,“ segir Ylfa um búðina. Flest fötin, sem sýnd verða í kvöld verða til sölu í búðinni og er einnig hægt að hafa samband við stelpurnar um að búa til fötin í öðrum stærðum. „Það er líka bara svo gaman að vera með sýningu og rosalega góð æfing fyrir okkur að vera að sauma og sníða,“ segir Sigrún en und- irbúningurinn er heilmikill. Þær þurftu sjálfar að finna fyrirsætur, húsnæði, og plötu- snúð fyrir kvöldið en DJ KGB verður að spila, svo ekki sé minnst á að hanna og sauma öll fötin. „Þetta er rosa vinna, bara allur sólarhringurinn,“ segja þær. „Við erum búnar að vera í allan vetur að búa til snið,“ segja þær en vinnan við þau hófst þegar gestakennari frá Martine Sitbon heimsótti skólann í haust. Þær eru ánægðar með námið, sem er þrjú ár og lýkur með BA-gráðu. Hvað framtíðina varðar hafa þær hug á að fara út að náminu hér loknu og fá reynslu í tískuheiminum og fara svo í framhaldsnám. Kostnaðinn við sýninguna bera þær sjálfar en alls verða um 24 innkomur á tískusýn- ingunni, um átta alklæðnaðir á mann. Þær hafa allar ákveðnar hugmyndir um hönnun sína. „Ég vinn voða mikið með sveigð form, frekar en beinar línur. Það er allt svolítið rúnað hjá mér, ég er að leika mér með það. Ég vinn með ákveðna liti líka. Sýningin þarf að vera heilsteypt þannig að þetta sé ekki allt sitt úr hverri áttinni. Ég nota mest rauðan, grænan og svartan,“ segir Sigrún. „Ég er að vinna með spíss, oddhvasst form. Svo þarf maður að velja ákveðna liti og ég er búin að því,“ segir Ylfa. „Ég var að vinna út frá „skate“-fötum, ég var að gera fínni þannig föt,“ segir Iðunn. „Þetta er allt rosalega töff,“ segja þær og hvetja fólk til að mæta í kvöld. |ingarun@mbl.is Rosalega TÖFF IÐUNN ANDERSEN LEGGUR LOKAHÖND Á FÖTIN FYRIR FYRIRSÆTUNA. Morgunblaðið/ÞÖK SIGRÚN BALDURSDÓTTIR, IÐUNN ANDERSEN OG YLFA JÓNSDÓTTIR STANDA FYRIR TÍSKUSÝNINGUNNI Í HINU HÚSINU Í KVÖLD. SVEIGÐ FORM ERU Í FYRIRRÚMI HJÁ SIGRÚNU BALDURSDÓTTUR.FYRIRSÆTA Í FÖTUM FRÁ YLFU JÓNSDÓTTUR.HÖNNUN FRÁ IÐUNNI ANDERSEN. 19. desember Tískusýning í Hinu húsinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.