Morgunblaðið - 19.12.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.12.2003, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19|12|2003 | FÓLKÐ | 13  Í Nonnabúð eru ekki bara til sölu föt frá Jóni Sæ- mundi og Dead heldur er heill veggur undirlagður hönnun frá Aftur, sem er hugarfóstur systranna Hrafnhildar og Báru Hólmgeirsdætra. Eitt af því nýj- asta hjá þeim úr línunni Wishful Thinking eru síðar hettupeysur. Peysurnar eru úr endurnýttu efni eins og annað sem þær gera. Síðar hettupeysur eins og þessar eru mjög töff og passa vel við þröngar galla- buxur eins og eru í tísku núna. Aftur varð til árið 2000 og er hægt að kaupa fötin frá systrunum víða um heim, til dæmis í París, Lond- on, Tókýó og Hong Kong. www.aftur.com S Í Ð A R h e t t u p e y s u r Morgunblaðið/Jim Smart Aftur Hauskúpubolir, -peysur og -húfur, frá Dead sem hafa fengist í Nonnabúð á Laugavegi hafa notið mikilla vinsælda. Nýjar gerðir af bolum eru nú komnar í búðina, eins og bolir með mynd af sviðakjamma og líka jólabolur Dead, sem sýnir dæmigerðan banda- rískan jólasvein, sem búið er að krossfesta. Jakkar með skemmtilegu prenti á bakinu eru líka til sölu. Bæði er hægt að fá mismunandi gerðir af leðurjökkum með myndum af til dæmis úlfi eða prentuðum texta úr Opinberunarbókinni eða jakka- fatajakka með svipuðum myndum. www.dead.is Ú L F U R á L E Ð U R J A K K A Þetta er hæverskur ungur maður í flíspeysu sem stendur frammi fyrir blaðamanni með bók undir hendinni. Hefur óvenju gaman af lífinu. Það bara hlýtur að vera. Bókin nefnist nefni- lega Bjórkollur og er með ýmsum hugmyndum að því hvernig samkvæmi eigi að vera. Geturðu lýst bókinni í fáum orðum? „Þessi bók er í raun skyldueign allra sem halda eða sækja partí og veislur og er í raun eina íslenska partíhandbókin á markaðnum. Bókin hefur að geyma stórt safn drykkjuleikja og samkvæmisleikja, einnig er að finna mikinn fjölda af skotum, hanastélum og bollum, hvernig drykkirnir eru blandaðir, hvað hinn fullkomni bar hefur að geyma og hvernig á að at- hafna sig á barnum. Þá eru í bókinni ýmsar misnauðsynlegar upplýsingar um áfengi. Er þetta afrakstur þrotlausra rannsókna? „Já, það má eiginlega segja það. Stærsti hluti bókarinnar er samansafn upplýsinga sem maður hefur kynnst í partíum eða á öðrum samkomum. Oft hefur maður lagt mikið á sig til að kynnast ýmsum hlutum sem fjallað er um í bókinni.“ Ef þú værir að fara að halda partí fyrir nánasta vinahópinn í kvöld, hvað myndirðu nota úr bókinni? „Ég mundi útbúa Jelloskot handa mannskapnum auk þess að bjóða upp á einhverja ljúffenga bollu, t.d. Bjórkollsbolluna. Einnig myndi ég tilkynna hópnum að leikurinn „Buffaló“ væri í gangi allt kvöldið en sá leikur gengur út á að allir drekki með vinstri hendi og verða þeir að klára úr glasinu í einum teyg verði þeir uppvísir að öðru. Svo sér maður bara til hvernig kvöldið fer, hvort maður komi með einhverja fleiri leiki eða hvað.“ Hvað veldur því að þú gefur út þessa bók; finnst þér partímenningu Íslendinga ábótavant? „Já, að mörgu leyti má segja að partímenning okkar sé svo- lítið frumstæð, við eigum mörg hver erfitt með að spjalla við fólkið í kringum okkur svona í byrjun samkvæmis, já eða þegar fólk er enn á fyrsta bjór. Mín reynsla er sú að með hjálp leikja á borð við þá sem er að finna í bókinni megi hrista hópinn sam- an fyrr og með betri árangri. Í bókinni er að finna samkvæm- isleiki þar sem áfengi er ekki haft um hönd svo þetta snýst ekki bara um sukk og svínarí heldur fyrst og fremst um góða skemmtun.“ Er þetta fyrsta skrefið inn á rithöfundamarkaðinn? Já, það má segja það en ég setti þó saman lítið rit fyrir tveimur árum nátengt þessari bók en það notaði ég sem nokk- urs konar síu á hvað fengi að fljóta með í þessari bók og hvað fór aftur ofan í skúffu.“ Þrotlausar rannsóknir Morgunblaðið/Árni Torfason ÞORGEIR MEÐ BÓK SÍNA, BJÓRKOLLUR. Dead

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.