Morgunblaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 345. TBL. 91. ÁRG. LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Barþjónn í Suðurhöfum Bjúgnakrækir jólasveinn spurður spjörunum úr Fólk í fréttum Lesbók og Börn í dag Lesbók | Ég, Tómas Jónsson, Fjölnismenn og fleiri  Ökuferð í ljóðtímavagni Börn | Lúsíuhátíð á Íslandi  Flottar jólasveinadúkkur  Jólaskap RIO Ferdinand, leikmaður Man- chester United og enska landsliðs- ins, var í gær úrskurðaður í átta mánaða keppnisbann af enska knatt- spyrnusambandinu. Ferdinand mætti ekki í lyfjapróf 23. september. Hann getur því ekki leikið meira með Manchester United á þessu keppnistímabili og missir af því að leika með Englandi í úrslitakeppni Evrópumóts landsliða næsta sumar, nema þessum úrskurði verði hnekkt. Ferdinand var jafnframt dæmdur til að greiða 50 þúsund pund, um 6,4 milljónir króna, í sekt. Bannið tekur gildi 12. jan- úar og Ferdinand getur leikið með Manchester United til þess dags. Lögmaður hans tilkynnti í gærkvöld að úrskurðinum yrði áfrýjað en Ferdinand hefur 16 daga frest til þess. Graham Taylor, framkvæmdastjóri samtaka enskra atvinnuknattspyrnumanna, fordæmdi úrskurðinn. „Þetta er grimmur dómur,“ sagði hann. Dick Pound, formaður Alþjóðlegu lyfjanefnd- arinnar, sagði hinsvegar að Ferdinand hefði sloppið mjög vel með að fá aðeins þriðjung af mögulegu banni, sem var tvö ár. Ég veit ekki hvað það var sem fékk aganefndarmennina til að sleppa honum með svona stuttan refsitíma. Þeir hljóta að hafa fengið einhverjar upplýsingar sem leiddu til þess,“ sagði Pound./89 Rio Ferdinand í átta mánaða bann Rio Ferdinand LISTERÍUBAKTERÍA greindist í einni teg- und af reyktum silungi í könnun sem Umhverf- isstofnun og heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga gerðu í september og október á fjölda örvera í sjávar- og ferskvatnsafurðum í verslunum og mötuneytum. Matvaran var strax tekin af markaði eftir að bakterían uppgötvaðist en list- eríubaktería getur verið banvæn og er sérstak- lega hættuleg ófrískum konum og fólki sem er veikt fyrir. Elín Guðmundsdóttir, forstöðumaður mat- vælasviðs Umhverfisstofnunar, segir alvarlegt að listeríubaktería skuli greinast í matvælum, en ekki sé vitað til þess að nokkur hafi veikst. Bakterían hafi einungis fundist í þessu eina sýni. Hún segir að þessi baktería hafi áður greinst í matvælum hér á landi, en mörg ár séu síðan fólk veiktist af hennar völdum. Í þessu til- viki hafi verið brugðist mjög hratt við og varan verið tekin út af markaði og framleiðandanum gert að taka allt í gegn hjá sér. Hún sagði að honum hefði verið leyft að setja vöru á markað að nýju eftir að hann hafði sýnt fram á að fram- leiðslan stóðst heilbrigðiskröfur. Við athugun á reyktum og gröfnum laxfiski kom í ljós að þrjú sýni greindust með listeríu- bakteríu. Í tveimur tilvikum var um að ræða listeria inocua sem veldur ekki sjúkdómum í fólki en það sýni var af hunangsreyktum regn- bogasilungi og graflaxi. Eitt sýni af taðreyktum silungi mældist jákvætt fyrir listeria monocyto- genes og var umsvifalaust brugðist við því. Banvæn listeríubakt- ería greindist í silungi STJÖRNUÞOKAN Messier 81 í stjörnumerkinu Stóra-Birni eins og hún blasir við Spitzer-sjón- aukanum, sem er á braut um jörðu. Þessi nýi sjónauki banda- rísku geimrannsóknastofnunar- innar svipast um með innrauðum nemum og þykir taka Hubble- sjónaukanum fram í nákvæmni. Reuters Stjörnuþoka í Stóra-Birni TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, skýrði frá því seint í gærkvöldi að stjórnvöld í Líbýu hefðu viðurkennt að þau hefðu reynt að framleiða gereyðingarvopn en lýst því yfir þau hygðust hætta alger- lega við þau áform. Blair sagði í óvæntri yfirlýs- ingu í sjónvarpi að stjórn Muammars Gaddafis, leiðtoga Líbýu, hefði skýrt bresku stjórninni frá því að Líbýu- menn hefðu reynt að þróa ger- eyðingarvopn og langdrægar eldflaugar. Þetta hefði komið fram í níu mánaða leynilegum viðræðum breskra og líbýskra stjórnvalda. Blair sagði að þessi ákvörð- un væri mikið gleðiefni og sýndi að hægt væri að koma í veg fyrir útbreiðslu gereyð- ingarvopna með friðsamlegum hætti. George W. Bush Bandaríkjaforseti fagnaði tíð- indunum og sagði þau mikil- væg fyrir öryggi Bandaríkj- anna og alla heimsbyggðina. Afsala sér gereyð- ingar- vopnum London. AFP. ÍSLENZKT fyrirtæki, GPG fjárfestingar, hefur tekið yfir 40% í norska saltfiskrisanum Vanna, sem á og rekur fimm saltfiskvinnslur og eina þurrkverksmiðju í Norður-Noregi. Vanna, sem mun vera einn stærsti saltfiskframleið- andi heims, hefur átt við mikla rekstrarörðugleika að stríða undanfarin þrjú ár og var að miklu leyti komið í eigu norsks banka. Íslendingar, undir forystu Gunnlaugs Karls Hreinssonar, munu þeg- ar í stað taka yfir daglegan rekstur Vanna. Gunnlaugur Karl er annar aðaleigenda GPG fiskverkunar á Húsavík ásamt ÚA. Hann segir að nýja félagið tengist ekki ÚA, heldur sé þar um að ræða hóp fjárfesta. Rétt að vinna saman „Þetta er afskaplega ögrandi og spennandi verkefni,“ segir Gunnlaugur. „Það er mín trú að rétt sé að Norðmenn og Íslendingar vinni saman á saltfiskmörkuðunum í harðnandi samkeppni við óunninn frosinn fisk sem unn- inn er í Suður-Evrópu og Kína. Vanna býr yf- ir góðum samböndum í Norður-Noregi og þekking og sambönd okkar og þeirra ætti að geta skilað árangri. Við gerum ráð fyrir að framleiða saltfisk úr 20 til 30.000 tonnum af hráefni og vonumst til að ná góðum árangri.“ Kaupverðið er trúnaðarmál. Ögrandi verkefni GPG fjárfestingar ráða ferðinni í stærsta salt- fiskfyrirtæki heims Gunnlaugur Karl Hreinsson NIÐURSTÖÐUR rannsóknarinnar sýndu að 16% sýna stóðust ekki viðmiðunarreglur Um- hverfisstofnunar um örverur í matvælum. Í öllum tilvikum var um að ræða hráan fisk sem hafði verið meðhöndlaður á ein- hvern hátt. Allir til- búnir sjávarréttir stóðust viðmiðunarreglur. Í skýrslu Umhverfisstofnunar og heilbrigð- iseftirlits sveitarfélaga segir, að hreinlæti sé yfirleitt fullnægjandi en gæta þurfi varúðar við meðhöndlun á sjávarafurðum. 16% sýna í ólagi BANDARÍSKT herskip hefur lagt hald átvö tonn af hassi í seglskipi á Persaflóa og talið er að skýr tengsl séu á milli smyglsins og hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda, að sögn Bandaríkjahers í gær. Tólf manna áhöfn seglskipsins var hand- tekin og a.m.k. þrír skipverjanna eru taldir tengjast al-Qaeda. „Frumrannsókn leiddi í ljós skýr tengsl milli smyglsins og al-Qaeda,“ sagði í til- kynningu frá Bandaríkjaher. Tundurspillirinn Decatur stöðvaði segl- skipið nálægt Ómanssundi, milli Persaflóa og Ómansflóa, á mánudaginn var. Áætlað verðmæti hassfarmsins er allt að tíu millj- ónir dollara, 730 milljónir króna. Smyglskip talið tengjast al-Qaeda Washington. AFP, AP. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.