Morgunblaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ...núna á þremur stöðum Brettapakkar, 40% afsláttur -bretti og bindingar. Smáralind Sími 545 1550 Glæsibæ Sími 545 1500 Kringlunni Sími 575 5100 www.utilif.is jólagjöf Hugmynd að ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 2 28 82 12 /2 00 3 Barnapakki 14.990 kr. Krakkapakki 17.990 kr. Unglinga/fullorðinspakki 19.990 kr. Verð gildir til jóla. HAUSTMISSERI Menntaskólans í Reykjavík lauk með hefðbundum hætti í gær. Skólinn hefur verið settur í Dómkirkjunni á haustin í áratugi og áður en einkunnir prófa í desember hafa verið afhentar hef- ur verið sérstök athöfn í kirkjunni. Að lokinni jólahugvekjunni í gær fengu nemendur að sjá afrakstur vinnu sinnar en kennarar fengu síð- an jólakaffi á sal MR þar sem skóla- kórinn söng fyrir þá. Morgunblaðið/Árni Torfason Jólahugvekja MR í Dómkirkjunni REKSTUR nokkurra fyrirtækja sem eru í 100% eigu Orkuveitu Reykjavík- ur (OR) mun um áramót ganga inn í rekstur OR, þeirra á meðal rekstur Rafmagnslínu, sem er eitt af þremur fyrirtækjum sem urðu til úr fyrirtæk- inu Línu.neti. Rafmagnslína og Hitaveita Þor- lákshafnar munu sameinast OR, en Hitaveitu Norðdælinga og Hitaveitu Hlíðamanna slitið, en öll eru alfarið í eigu OR, segir Guðmundur Þórodds- son, forstjóri OR. „Þetta var gert til einföldunar á öllu uppgjöri,“ segir Þóroddur, og að hér sé ekki um neinar björgunarað- gerðir að ræða, heldur að þetta sé samkvæmt ábendingu endurskoð- anda. „Við klárum þetta ár sam- kvæmt gamla fyrirkomulaginu og byrjum svo nýtt ár með fyrirtækin hér inni hjá okkur.“ Alfreð Þorsteinsson, stjórnarfor- maður OR, tekur undir þessi orð Þór- odds, og segir þetta gert til að ein- falda uppgjör. „Þetta hefur enga þýðingu í sjálfu sér því fyrirtækið er áfram í eigu Orkuveitu Reykjavíkur, hér er bara verið að einfalda hlutina.“ Bjargað frá gjaldþroti Þessi aðgerð, að OR taki yfir rekst- ur Rafmagnslínu, er einfaldlega til þess að bjarga fyrirtækinu frá gjald- þroti, segir Guðlaugur Þór Þórðar- son, fulltrúi sjálfstæðismanna í stjórn OR. Hann segir ennfremur að staða Tetra Íslands, sem einnig varð til úr Línu.neti sé einnig slæm, og tíma- spursmál hvenær OR taki yfir rekst- ur Tetra. Við afgreiðslu fjárhagsáætl- unar Reykjavíkurborgar aðfaranótt föstudags sagði Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, Sjálfstæðisflokki, að Tetra Ísland „riðaði á barmi gjaldþrots“. Sjálfstæðismenn í stjórn OR bók- uðu við þessa sameiningu að þessi að- gerð væri „staðfesting á skipbroti“, og að Lína.net hefði kostað eigendur OR milljarða króna. Í bókun þeirra er upp talið að rekstrartekjur Raf- magnslínu fyrir árið 2002 hafi verið 13 milljónir króna en rekstrargjöld án fjármagnsgjalda 29 milljónir. Skuldir hafi verið yfir 180 milljónir króna. Í bókuninni segir: „Þar með er enn einum sorgarkaflanum lokið í sögu þessara ævintýrafjárfestinga og enn er Orkuveitan látin bera kostnaðinn. Fulltrúar sjálfstæðismanna telja það ekki hlutverk Orkuveitunnar að standa í slíkum rekstri.“ Alfreð Þorsteinsson, stjórnarfor- maður OR, bókaði á móti, og sagði sjálfstæðismenn haldna þráhyggju varðandi OR, og þeir virtust ekki átta sig á þeim sóknarmöguleikum sem fælust í slíku tækifæri. Í bókun stjórnarformannsins segir einnig: „Orkuveitur um allan heim hafa haslað sér völl á sviði gagnaflutn- inga, eins og fram kom á nýlegri ráð- stefnu Digital Reykjavík nýverið. Það væri sérkennilegt ef OR nýtti ekki þá möguleika sem í því felast líkt og veit- ur gera í öðrum löndum.“ Rekstur Rafmagnslínu gengur inn í rekstur OR Gert til einföld- unar á uppgjöri Staðfesting á skipbroti að mati sjálfstæðismanna R-LISTINN ákvað að kaupa Stjörnu- bíósreitinn svonefnda á Laugavegi af Jóni Ólafssyni til að losa Jón við þessa eign sína, sagði Björn Bjarnason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og dómsmálaráðherra, við síðari umræður um fjárhagsáætl- un Reykjavíkurborgar. Björn sagði ennfremur að Jón Ólafsson hafi nú selt allar eigur sínar á Íslandi „í skjóli nætur“, eins og frægt sé orðið. Björn gagnrýndi harð- lega byggingu bílastæðakjallara á Stjörnubíósreitnum, en í fjárhags- áætlun Bílastæðasjóðs kemur fram að áætlað er að verja 740 milljónum króna til að gera bílastæðakjallara, og að framkvæmdir hefjist á fyrsta fjórðungi næsta árs. Full þörf á húsinu Björn gagnrýndi að hætt hafi verið við bílastæðakjallara undir Tjörninni, og sagði mun meiri þörf fyrir bíla- stæði á því svæði heldur en ofarlega á Laugaveginum. Hann benti á að nýt- ingin á bílastæðakjöllurum á þessu svæði sé frá 70 til 102%, á meðan nýt- ingin á bílastæðahúsi við Vitatorg sé aðeins á bilinu 35 til 42%, en Vitatorg er í um 300 metra fjarlægð frá Stjörnubíósreitnum. Árni Þór Sigurðsson, formaður samgöngunefndar, svaraði því til að ekki hafi verið um það að ræða að borgin hafi keypt reitinn til þess að bjarga einum né neinum, heldur væri full þörf á bílastæðahúsi á þessu svæði. Hann vísaði því algerlega á bug að tilgangurinn á bak við kaupin væri nokkur annar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borg- arfulltrúi meirihlutans, sagði það rétt hjá Birni að nýtingin á Vitatorgi væri slæm, en sagði það ekki segja til um hvernig nýtingin á bílastæðum á Stjörnubíósreitnum komi til með að verða. Hún sagði að bílastæðahúsið á Vitatorgi hafi verið röng fjárfesting, og ástæður fyrir slæmri nýtingu séu m.a. þær að húsið liggi ekki vel við umferð, og það nýtist þeim ekki sem versli á Laugaveginum. Til stendur að byggja þrjú bíla- stæðahús í miðbæ Reykjavíkur, að sögn Ingibjargar. Eitt á Stjörnubíós- reitnum, eitt undir Tjörninni og eitt við fyrirhugað tónlistarhús. Umræður um bílastæðahús á Stjörnubíósreit í borgarstjórn Eigur seldar í skjóli nætur Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.