Morgunblaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2003 11 HÆSTIRÉTTUR hefur hafnað kröfum starfsmanns Skipulags- stofnunar sem fór fram á að áminn- ing yfirmanns hans frá í fyrrasumar yrði dæmd ógild. Maðurinn neitaði ítrekað að hlýða löglegum fyrirskipunum yfirmanns, en ágreiningurinn átti rætur að rekja til samnings Skipulagsstofn- unar við annan mann um vinnu- framlag í þágu stofnunarinnar sam- hliða doktorsnámi erlendis. Í febrúar 2002 gaf skipulagsstjóri fyrirmæli um greiðslu yfirvinnu til doktorsnemans vegna desem- bermánaðar 2001. Starfsmaðurinn neitaði á þeirri forsendu að viðkom- andi hefði ekki skilað fullri dag- vinnu fyrir mánuðinn í samræmi við fyrrnefndan samning. Ítrekaði yfirmaðurinn fyrirmæli sín með þeirri skýringu að yfirvinn- an væri til komin vegna ákveðins verkefnis utan samningsins sem hann hefði tekið að sér. Í kjölfar endurtekinna neitana var starfs- manninum veitt áminningin sem deilt var um. Fór ekki út fyrir valdheimildir sínar Hæstiréttur segir að samningur Skipulagsstofnunar við doktorsnem- ann hafi verið óvenjulegur að efni og til verulegra hagsbóta fyrir hann. Þrátt fyrir það hafi ekki kom- ið fram í málinu að yfirmaðurinn hjá stofnuninni hafi farið út fyrir valdheimilidir sínar við gerð samn- ingsins. Starfsmanninum hafi ekki verið rétt að fenginni fyrrgreindri skýringu að bera brigður á heim- ildir yfirmanns síns til að ákveða doktorsnemanum yfirvinnu- greiðslur. Þegar hann hafi neitað ítrekað að hlýða fyrirmælum um greiðslurnar hafi hann brotið gegn starfsskyldum sínum og áminningin því verið réttmæt. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Guðrún Erlendsdóttir, Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen, Markús Sigurbjörnsson og Pétur Kr. Hafstein. Jón Steinar Gunn- laugsson hrl. flutti málið fyrir starfsmanninn og Óskar Thoraren- sen fyrir ríkið. Kröfum um ógildingu áminningar hafnað RÍKISSKATTSTJÓRI, Indriði H. Þorláksson, segist ekki þekkja til máls þeirra Björgólfs Guðmundssonar og Magnúsar Þorsteinssonar, eigenda í eignarhaldsfélaginu Samson sem kærðu álagningu skattstjóra til hækkunar á fjármagnstekjuskatti. Frá þessu var greint í blaðinu á miðviku- dag. „Almennt séð er litið svo á að ef framteljandi hefur ekki staðið skil á þeim upplýsingum sem honum ber og hafa áhrif á álagningu hans sé heimilt að beita slíku álagi. Ef mistök skatt- stjóra hafa valdið því að álagning er of lág að fengnum réttum upplýsingum er það annað mál. Ég þekki ekki dæmi til þess en ítreka að ég þekki ekki mál Björgólfs og Magnúsar.“ Indriði segist efa að skattstjóri myndi beita álagi í slíkum tilvikum, þ.e. ef öll innsend gögn hafi verið rétt og borist á réttum tíma. Efast um að skattstjóri beiti álagi Álag þegar kært er til hækkunar skattgreiðslna í Kringlunni Söluvagn á neðri hæð við stigann Hagkaupsmegin Einnig í Jólaþorpinu, Hafnarfirði www.nici.is S M Á R A L I N D Sími: 517 7007 Undirföt Toppar Náttföt Sloppar Heimafatnaður Munið Gjafakortin! Teinótt jakkaföt kr. 22.500 Ullarfrakkar kr. 10.900 Leðurhanskar kr. 2.900 Treflar kr. 1.100 Laugavegi 34, sími 551 4301. VersluninKaffiboð Barónsstíg 29, símar 562 1029 - 899 3034 Fjölbreytt úrval húsgagna, kaffibollar, ítalskt gæðakaffi, glös o.fl. Verð frá 22.900 kr. Cappuccinovélar og kvarnir af öllum stærðumog gerðum Viskí vínsmökkunarsett frá Vandaðar heimilis- og gjafavörur Kringlan 8-12, sími 533 1322 Augustsilk Augustsilk Opið í dag frá kl. 12-17 í Síðumúla 35 – 3. hæð  Silkipeysur - heildsöluverð Peysusett, rúllukraga- og stuttermapeysur, v-hálsmálspeysur. Pashminur og organzadúkar. Nýtt! 100% handofið Dupion silki. Þrír litir. Kr. 2400 pr. m. Náttúrukremin frá Natures Gate. Engin kort www.laxmann.com Erum að taka inn vörur Náttföt - undirföt frá hinu heimsþekkta vörumerki Hamraborg 7, sími 544 4088 Gott verð Stórar stærðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.