Morgunblaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Jólamarkaður á Lækjartorgi Fjölbreyttur varningur til sölu í litlu tréhúsunum á torginu Kl. 13:00 Lækjartorg - Álafosskórinn syngur jólalög Kl. 13:30 Kammerkór Mosfellsbæjar syngur jólalög Kl. 14:00 Hornaflokkur leikur jólalög Kl. 14:30 Harmonikkuleikur Kl. 15:00 Jólasveinar koma í heimsókn og líta á varninginn og skemmta börnunum Kl. 15:30 Laugavegsbrassbandið leikur jólalög Kl. 16:00 Hinn eini og sanni Steindór Andersen flytur jólarímur Kl. 16:30 Eldgleypar blása eldi Kl. 15:00 Trússhestalest (Jólahestalestin) verður við Lækjartorg ca kl. 15 Jólamarkaðurinn á Lækjartorgi Líf og fjör á torginu Miðborgin laugardaginn 20. des. kl. 13:00- 22:00 ( Opið í dag laugardag frá kl. 13-22 JÓLABALL var haldið í Ingunn- arskóla í Grafarholti en þar sem skólinn er enn í byggingu og ekki pláss fyrir jólatré í bráðabirgða- húsnæðinu klæddu nemendur, og starfsfólk skólans sig í útigallana og dönsuðu í snjókomunni. Skyr- gámur og Ketkrókur mættu á svæðið og sungu með kennurum sínum auk þess sem skólastjórinn fékk að bragða á skyri úr fötunni hjá Skyrgámi. Á myndinni er El- ínrós Birta að spjalla við Ketkrók. Jólaball í Ingunnar- skóla MARKTÆK fækkun hefur ekki orð- ið á fjölda félagsmanna Sjálfstæðis- flokksins á undanförnum dögum eða vikum, að sögn Hönnu Birnu Krist- jánsdóttur aðstoðarframkvæmda- stjóra er hún var spurð hvort breyt- ing hefði orðið á fjölda flokksmanna eftir að eftirlaunafrumvarpið var lagt fram á Alþingi en í Morgun- blaðinu í gær kom fram að tugir manna hafa sagt sig úr Samfylking- unni vegna óánægju með að fulltrúar flokksins skyldu taka þátt í að leggja frumvarpið fram. Hanna Birna segir að hins vegar hafi um 1.200 ungir sjálfstæðismenn verið skráðir í flokkinn á undanförn- um vikum, auk þess sem nánast dag- lega bætist nýir félagsmenn við þá rúmlega 30.000 sem þegar séu skráðir í Sjálfstæðisflokkinn. Þrír fóru frá VG og Frjálslyndum Fjórtán hafa sagt sig úr Fram- sóknarflokknum í desember að sögn Sigurðar Eyþórssonar, fram- kvæmdastjóra flokksins. Hann segir að 2–3 þeirra hafi lýst yfir óánægju með eftirlaunafrumvarpið en annars segir hann ekki spurt um ástæðu úr- sagnar þegar fólk segi sig úr flokkn- um. Á sama tíma hafa 27 sótt um að ganga í flokkinn og segir Sigurður það ívið fleiri umsóknir en í desem- bermánuði undanfarin ár. Þrír sögðu sig úr Vinstrihreyfing- unni – grænu framboði daginn sem sagt var frá eftirlaunafrumvarpinu og gáfu það upp sem ástæðu úrsagn- arinnar, að sögn Kristínar Halldórs- dóttur, framkvæmdastjóra flokks- ins. Hún segir þó fleiri hafa gengið í flokkinn á sama tíma en að ekki sé hægt að staðfesta að það tengist frumvarpinu. Kristín telur að 6–7 einstaklingar hafi skráð sig í flokk- inn eftir að frumvarpið kom fram. Margrét Sverrisdóttir, fram- kvæmdastjóri Frjálslynda flokksins, segir þrjá hafa sagt sig úr flokknum í tengslum við eftirlaunafrumvarpið. Hún segir þó fleiri hafa gengið í flokkinn á sama tíma og telur hugs- anlegt að það tengist afstöðu flokks- ins til frumvarpsins. Hún segist hafa átt von á því að fleiri myndu segja sig úr flokknum þar sem hvatning hafi komið til fólks um að segja sig úr flokkum. Hún segir minni og yngri flokka viðkvæmari fyrir áskorun af því tagi. Hún segir marga hafa haft samband við skrifstofu flokksins, ýmist til að lýsa yfir óánægju með frumvarpið eða til að lýsa yfir ánægju með afstöðu flokksins í mál- inu, en allur þingflokkurinn greiddi atkvæði á móti frumvarpinu. Áhrif eftirlaunafrumvarpsins á úrsagnir úr stjórnmálaflokkum Fleiri hafa gengið í flokk- ana en úr þeim „UMMÆLI ríkisskattstjóra um mig persónulega eru alls kostar fráleit og vart svara verð,“ sagði Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrir- tækja, vegna ummæla í viðtali við Indriða H. Þorláksson ríkisskatt- stjóra um fjölgun skattasniðgöngu- mála sem birtist í Morgunblaðinu í gær. Í viðtalinu vísaði Indriði til um- ræðu um skrif hans í tímarit emb- ættisins og sagði að það kæmi sér á óvart að menn létu svo sem þeim væri ókunnugt um skattasniðgöngu, einkum með tilliti til þess að einn þeirra sem hefðu tjáð sig um málið hefði skrifað grein ásamt þekktum dönskum sérfræðingi í skattasnið- göngumálum þar sem beinlínis væru gefnar leiðbeiningar og lagt á ráðin um hvernig færa megi fé skatt- frjálst úr landi. Guðjón Rúnarsson sagði að rík- isskattstjóri virtist vera að vísa til þess að í upphafi árs 2000, þegar Guðjón starfaði hjá Verslunarráði, hafði hann haft frumkvæði að því í samvinnu við hérlendan háskóla að fá til Íslands virtan skattalögfræð- ing frá Danmörku til að halda nám- skeið um skattalega meðferð al- þjóðaviðskipta, með sérstaka áherslu á tvísköttunarsamninga. Fundinn hafi setið, auk fulltrúa fyr- irtækja, fulltrúar frá skattstjóran- um í Reykjavík, ríkisskattstjóra og yfirskattanefnd. Í tengslum við komu Danans og nýsetta löggjöf um alþjóðleg viðskiptafélög hafi þeir birt saman faglega grein þar sem fjallað var um þessi mál og þá sér- staklega alþjóðleg viðskiptafélög og dönsk eignarhaldsfélög. Hlutverk ríkisskattstjóra að hafa eftirlit „Það er mjög alvarlegt að emb- ættismaðurinn sé að reyna að gera þetta tortryggilegt með þessum hætti. Miklu frekar hefði ég haldið að jafnt skattyfirvöld sem rekstr- araðilar fögnuðu aukinni umræðu um alþjóðaskattamál sem var mjög takmörkuð fram til allra síðustu ára,“ sagði Guðjón. Hann bætti því við að mestu máli skipti að ríkisskattstjóri gæti ekki leyft sér úr sínum embættisstóli að gefa í skyn að hópur fyrirtækja eða heilu atvinnugreinarnar ástunduðu ólögmætt atferli. „Telji hann ein- hvers staðar pott brotinn er í verka- hring hans að bregðast við með þeim hætti sem starfsskyldur hans segja til um. Hlutverk ríkisskatt- stjóra er að hafa eftirlit með skatt- framkvæmd í landinu á grundvelli þeirra laga sem hér gilda, en ekki að grafa undan trúverðugleika starf- andi fyrirtækja á markaði og þeirra einstaklinga sem fyrir þau starfa. Í þeim efnum gengur engan veginn að taka einstök mál sem úrskurðað hef- ur verið um af yfirskattanefnd og al- hæfa út frá þeim,“ sagði Guðjón. Framkvæmdastjóri Samtaka banka gagnrýnir ummæli ríkisskattstjóra Nær að fagna umræðunni SIV Friðleifsdóttir umhverfisráðherra hefur ráðið Unu Maríu Óskarsdóttur í stöðu aðstoðarmanns ráð- herra. Una María Ósk- arsdóttir er 41 árs, með BA-próf í uppeld- is- og menntunarfræði frá Háskóla Íslands. Hún er formaður Landssambands fram- sóknarkvenna, vara- bæjarfulltrúi í Kópa- vogi og formaður Íþrótta- og tómstunda- ráðs Kópavogs. Á ár- unum 1998–2003 gegndi hún starfi framkvæmdastjóra op- inberrar nefndar um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum. Una María Óskars- dóttir er gift Helga Birgissyni hæstarétt- arlögmanni og eiga þau þrjú börn. Einar Sveinbjörns- son, sem verið hefur aðstoðarmaður um- hverfisráðherra frá miðju ári 1999, fer um áramótin til starfa á Veðurstofu Íslands. Una María mun hefja störf í umhverfisráðu- neytinu 1. janúar nk. Nýr aðstoðarmaður umhverfisráðherra Una María Óskarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.