Morgunblaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 22
ERLENT 22 LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Jólaskeið Ernu kr. 6.500 Alltaf til Gull- og Silfursmiðjan Erna Skipholti 3 • sími 552 0775 • www.erna.is Fallega íslenska silfrið Landsins mesta úrval Síðan 1924 FRELSISTURNINN sem rísa á þar sem World Trade Center stóð áður á Manhattan-eyju í New York verð- ur hæsta bygging veraldar, alls 541 metri á hæð, en áætlanir vegna byggingarinnar voru kynntar í gær. Um er að ræða málamiðlun sem náðist milli þeirra Daniels Libeskind og Daniel Childs en báð- ir höfðu þeir áður sett fram hug- myndir að byggingu, sem risið gæti á þeim stað þar sem tvíbura- turnarnir stóðu áður. Á myndinni sést hvernig Frelsisturnarnir munu líta út þegar horft er úr suðri. „Um er að ræða samstarf tveggja frábærra arkitekta sem skilja að hér er ekki aðeins um að ræða byggingu heldur tákn fyrir New York og tákn fyrir Bandarík- in,“ sagði George Pataki, ríkis- stjóri í New York, þegar teikning- arnar voru kynntar í gær. Skrifstofurými verður á sjötíu hæðum í byggingunni og síðan mun spíra teygja sig síðustu metr- ana upp í skýin. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum við Frelsisturn- inn verði lokið á árinu 2008 eða 2009. Reuters Frelsisturn mun rísa í New York ANNELI Jäätteenmäki, fyrrverandi forsætisráðherra Finnlands, var ákærð í gær fyrir sinn hlut í svoköll- uðu „Írakshneyksli“ en það kostaði hana embættið í júní síðastliðnum. Jäätteenmäki er sökuð um að hafa „aðstoðað við eða hvatt til, að ríkis- leyndarmálum væri lekið“ en fyrir kosningar í mars sl. fékk hún Martti Manninen, fyrrverandi ráðgjafa Finnlandsforseta, til afhenda sér gögn um afstöðu þáverandi forsætis- ráðherra, Pavos Lipponens, til Íraks- stríðsins. Finnskur almenningur var mjög andvígur Íraksstríðinu og talið er, að Jäätteenmäki hafi sigrað í kosningunum vegna þess, að hún gaf í skyn, að Lipponen hefði heitið George W. Bush Bandaríkjaforseta stuðningi á laun. Manninen er einnig ákærður og eiga þau yfir höfði sér fésektir og allt að tveggja ára fangelsi. Jäätteen- mäki ákærð Helsinki. AFP. DONALD Rumsfeld, núverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, fór til Bagdad í Írak í mars 1984 til að koma á framfæri ákveðnum skila- boðum varðandi gereyðingarvopn. Þau voru þessi: Gagnrýni Banda- ríkjastjórnar á Íraksstjórn (stjórn Saddams Husseins) ætti ekki að verða til að spilla fyrir tilraunum til að bæta samskipti landanna. Kemur þetta fram í skjölum, sem birt hafa verið vestra. Rumsfeld tvísaga Rumsfeld, sem þá var sérlegur sendimaður Ronalds Reagans forseta í Mið-Austurlöndum, hafði fyrirmæli um að segja Tariq Aziz, utanríkisráð- herra Íraks, að yfirlýsing Bandaríkja- stjórnar um efnavopnin „stafaði ein- göngu af andstöðu hennar við notkun slíkra vopna“. Kemur þetta fram í skeyti, sem Rumsfeld fékk frá George Shultz, þáverandi utanríkisráðherra. Í því sagði einnig, að yfirlýsingin táknaði ekki, að nokkur breyting hefði orðið á þeirri stefnu Bandaríkja- stjórnar „að bæta samskiptin við Írak“. „Á þetta skaltu leggja áherslu í við- ræðunum,“ sagði í skeytinu frá Shultz. Þessi skjöl, sem gerð hafa verið op- inber með tilvísan til bandarískra upplýsingalaga, sýna, að á sama tíma og Írakar beittu efnavopnum gegn Írönum, vildi Bandaríkjastjórn bæta samskiptin við þá. Almennt er talið, að í fyrri ferð sinni til Bagdad, í desember 1983, hafi Rumsfeld tekist að telja Saddam á að bæta samskiptin við Bandaríkin. Síð- ari ferðin, í mars 1984, var hins vegar farin sérstaklega til að draga úr spennu vegna yfirlýsinga Bandaríkja- stjórnar um efnavopnin. Ekki kemur fram í skjölunum hvað Rumsfeld sagði á fundum sínum með Aziz, aðeins hvaða fyrirmæli hann hafði. Það væri hins vegar mjög óvanalegt ef hann sem sendimaður Bandaríkjaforseta hefði ekki farið eftir þeim. Þegar upplýsingar um desem- berferð Rumsfelds fóru að berast út á síðasta ári, sagði hann í viðtali við CNN, að hann hefði „varað“ Saddam við að beita efnavopnum en það stangast hins vegar á við skjöl utan- ríkisráðuneytisins, sem hafa verið birt, um fundinn í Bagdad en í þeim kemur ekkert fram um það. Seinna sagði talsmaður varnarmálaráðu- neytisins, að Rumsfeld hefði komið viðvöruninni á framfæri við Aziz, ekki Saddam. George W. Bush Bandaríkjaforseti og stjórn hans nefndu það sem meg- inástæðu fyrir innrásinni í Írak, að hætta væri á, að Írakar myndu beita efna-, lífefna- og kjarnorkuvopnum en allan níunda áratuginn, þegar Írakar áttu í stríði við Írani, leit Bandaríkjastjórn á Saddam sem mik- ilvægan bandamann, sem staðið gæti í vegi fyrir klerkastjórninni og öfga- mönnunum í Íran. Hafði hún áhyggjur af, að trúarof- stæki þeirra gæti grafið undan stjórn- völdum hliðhollum Bandaríkjunum í Kúveit, Sádi Arabíu og Jórdaníu. Írakar alveg gáttaðir Í skeytinu eða fyrirmælum sínum til Rumsfelds segir Shultz, að Írakar botni hvorki upp né niður í ólíkum skilaboðum frá Bandaríkjunum. „Íraskir embættismenn segjast ekki skilja aðgerðir okkar annars veg- ar og yfirlýsingar okkar hins vegar. Til dæmis hvað varðar efnavopnin, þá hallast þeir helst að því að reyna ekki að botna í okkur og taka aftur upp þá stefnu, að Bandaríkin séu í grundvall- aratriðum andvíg aröbum og í gísl- ingu Ísraela,“ sagði Shultz. Skjöl um fundi Donalds Rumsfelds með Íraksstjórn á níunda áratugnum birt Vildi bæta samskiptin þrátt fyrir efnavopnin Washington. Los Angeles Times. Hávær gagnrýni á eiturvopnahernað Íraka átti ekki að standa í veginum Donald Rumsfeld heilsar Saddam Hussein á fundi þeirra í desember 1983. JAPANSKA ríkisstjórnin skýrði frá því í gær að ákveðið hefði verið að koma upp varnarkerfi gegn lang- drægum eldflaugum. Bandarísk tækni verður nýtt í þessu skyni. Í yfirlýsingu talsmanns stjórnar- innar sagði að ákvörðun þessi hefði verið tekin til að efla varnir Japana gagnvart þeirri ógn sem stafaði af gjöreyðingarvopnum, hryðjuverka- mönnum og eldflaugum Norður- Kóreu. „Kerfið verður eingöngu í varnarskyni og felur því ekki í sér ógnanir gagnvart nágrannaríkjum. Við munum gera hvað við getum til að vernda þjóð vora og koma í veg fyrir útbreiðslu gereyðingarvopna,“ sagði í yfirlýsingunni. Eldflaugatilraunir Norður-Kóreu- manna hafa skotið Japönum skelk í bringu en þeir fyrrnefndu hafa ítrek- að skotið á loft eldflaugum í tilrauna- skyni. Nokkrar þeirra hafa hafnað í Japanshafi en árið 1998 skutu Norð- ur-Kóreumenn eldflaug yfir Japan og hún lenti í Kyrrahafinu. Byggt á bandarískri tækni Varnarkerfið byggist á banda- rískri tækni. Komið verður upp bandarískum varnarflaugum sem ætlað verður að granda þeim eld- flaugum sem óvinveitt ríki eða hryðjuverkamenn kunna að skjóta á loft í þeim tilgangi að hæfa Japan. Stuðst verður við Aegis-ratsjárkerfi um borð í tundurspillum og Patriot- gagneldflaugakerfi á landi. Gert er ráð fyrir að kerfið verði byggt upp á fimm árum. Það mun kosta meira en 400 milljarða ísl. kr. Hafist verður handa við að koma kerfinu upp 2007. Japanir efla varnir gegn eldflaugum Tókýó. AFP. FORSETI Túrkmenistans, Sap- armurat Niyazov, hefur látið reka ríkissaksóknara sinn og fangelsa hann fyrir meinta aðild að fíkni- efnasmygli. Að sögn ónafngreinds embættismanns voru nokkrir lög- reglumenn handteknir ásamt rík- issaksóknaranum vegna gruns um aðild að fíkniefnamálinu. Ríkissaksóknarinn fyrrverandi, Kurbanbibi Atajanova, hefur lengi verið í hópi dyggustu fylg- ismanna Niyazovs. Hún hefur verið uppnefnd járnfrúin og stýrði m.a. aðgerðum gegn andstæðing- um Niyazovs eftir að honum virt- ist hafa verið sýnt banatilræði í nóvember á síðasta ári. Andstæðingar Niyazovs full- yrða reyndar að hann hafi sviðsett banatilræðið til að fá tækifæri til að handtaka og ákæra embættis- menn sem hann vildi losna við. Niyazov hefur stýrt Túrkmen- istan, sem er olíuauðugt, fyrrver- andi Sovétlýðveldi, frá árinu 1985. Eftir að þjóðin fékk sjálfstæði árið 1991 hefur hann byggt upp ein- ræði þar sem mjög er ýtt undir stalíníska persónudýrkun. Niyazov rekur ríkissaksóknara Tashkent. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.