Morgunblaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 30
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 30 LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ RAUÐARÁRSTÍG 14-16, SÍMI 551 0400 • KRINGLUNNI, SÍMI 568 0400 • www.myndlist.isTryggvi Ólafsson ALLS STAÐAR! Þessi nýstárlega og aðgengilega bók um drauma Íslendinga fyrr og nú fæst í öllum bókabúðum, svo og í stórmörkuðum Hagkaupa, Bónus og Nettó með góðum jólaafslætti. Bókin er uppfull af dæmum um drauma, sem gott er að máta við sína eigin drauma, en vel yfir 70% þjóðarinnar líta svo á að draumar hafi merkingu í daglegu lífi. Dreymi ykkur vel um jólin og fyrir nýju ári. Grafarvogur | Skoðanir virðast enn mjög skiptar um ágæti listaverksins „Klettur“, sem staðsett er við göngustíg í Staðahverfi. Ný könnun, sem unnin var af Greiningarhúsinu og PSN samskiptum fyrir Miðgarð, fjölskylduþjónustuna í Grafarvogi, leiddi í ljós að næstum nákvæmlega jafnmörgum finnst listaverkið fal- legt og ljótt. Þó er sú staðreynd enn merkilegri að meirihluti svarenda vildi ekki svara spurningunni eða taka afstöðu til staðsetningar lista- verksins. Könnunin fór þannig fram að hringt var í 200 íbúa í Grafarvogi, 18 ára og eldri. Svarhlutfall var 68,5%, eða 137 íbúar sem svöruðu. Spurt var „Ertu ánægð(ur) eða óánægð (ur) með staðsetningu listaverksins „Klettur?““ Meirihluti svarenda, eða 71,5%, svaraði ekki spurningunni eða tók ekki afstöðu til staðsetning- arinnar. Af þeim sem tóku afstöðu var hlutfall ánægðra og óánægðra svarenda nær jafnt, um 31% svar- enda var ánægt með staðsetninguna en um 32% voru óánægð með hana. Þeir sem tóku afstöðu til staðsetn- ingarinnar voru einungis þeir sem höfðu séð listaverkið. 55,5% sögðust ekki hafa séð það. Að sögn Stefáns Jóns Hafstein, formanns hverfisráðs Grafarvogs, næst engin niðurstaða í málinu þar sem alltof fáir hafa kynnt sér það. „Við getum ekki brugðist við áskor- unum um að fjarlægja listaverk sem mjög fáir hafa myndað sér skoðun á. Og það sem meira er, þeir sem þó hafa gert það skiptast hárjafnt milli þess að vera með og á móti. Við ætl- um að leyfa listaverkinu að vera í bili og gefa fólki tækifæri til að skoða það, njóta þess og mynda sér skoðun á því. Annað er ekki hægt í stöð- unni.“ Skoðanir skiptar um útilistaverkið „Klett“ í Staðahverfi Skoðanakönnun sýnir nær hnífjafna skiptingu í áliti Morgunblaðið/Árni Sæberg Kletturinn enn umdeildur: Jafn margir eru með og á móti. Reykjavík | Leikskólar Reykjavíkur afhentu á dögunum Rauða krossi Íslands 250.000 króna framlag til fatlaðra barna í Afganistan, en það er sú fjárhæð sem áður var varið til þess að senda hefðbundin jólakort til starfsmanna og samstarfsaðila Leikskóla Reykjavíkur. Rennur féð nú óskipt til hjálpar bágstöddum börnum. Þess í stað verða sendar jólakveðjur í tölvupósti. Þetta er í þriðja sinn sem Leikskólar Reykja- víkur verja jólakortafé til verkefna til hjálpar börnum sem búa við bág kjör. Bergur Felixson, framkvæmda- stjóri Leikskóla Reykjavíkur, segist telja þessu fé vel varið. „Og það er gaman að bæta á þennan hátt við það sem tombólukrakkar leggja fram af góðum hug,“ segir Bergur. Tombólukrakkar söfnuðu á árinu um 400.000 krónum sem verða not- aðar til að styðja börn með heila- lömun (cerebral palsy) í Afganist- an. Við þá upphæð bætast 250.000 krónur frá Leikskólunum. Íslenskur sjúkraþjálfi, Steina Ólafsdóttir, vinnur við aðstoð barna með heilalömun í Kabúl. Annar sendifulltrúi Rauða kross Íslands í Afganistan, Pálína Ásgeirsdóttir, stjórnar fjórum sjúkrahúsum á veg- um Alþjóða Rauða krossins í Kabúl. Leikskólar Reykja- víkur styðja börn í Afganistan Miðbær | Varla hefur farið framhjá borgarbúum að lítið jólaþorp hefur risið á aðventunni á Lækjartorgi. Þar hefur ellefu hlýlegum smáhýs- um verið komið fyrir og eru þau fag- urlega skreytt og upplýst að sönnum jólasið. Í húsum þessum er hægt að kaupa margskonar jólavarning, mest er um handverk, bæði innflutt og heimagert, en einnig eru þarna seld íslensk jólatré og greinar og tónlist á geisladiskum að ógleymd- um veitingum. Þróunarfélag miðborgarinnar stendur fyrir þorpi þessu og að sögn Einars Arnar Stefánssonar fram- kvæmdastjóra tókst svo vel til í fyrra með jólamarkað í stóru tjaldi á Lækjartorgi að ákveðið var að gera enn betur í ár. „Við leigðum þessi hús sem eru frönsk og draumurinn er auðvitað að jólamarkaðshefðin festi sig í sessi og verði árlegur við- burður á aðventunni. Við þekkjum svona jólamarkaði á torgum víða er- lendis og þetta skapar mjög skemmtilega stemmningu í mið- bænum um jólin. Svo er líka hægt að setjast á bekki við húsin og njóta veitinga og Hressingarskálinn hefur boðið upp á ylvolgt Glühwein sem er jólaglögg að þýskum sið. Og til að gera þetta enn líflegra höfum við líka verið með skemmtiatriði í þorp- inu, kórar syngja, brassbönd láta í sér heyra, jólasveinar fara á stjá og Steindór Andersen kveður rímur, svo eitthvað sé nefnt,“ segir Einar Örn að lokum. Opið verður í jólaþorpinu alla daga fram að jólum og opnunartím- inn sá sami og verslana. Þýskt Glühwein 1 lítri rauðvín 300 ml trönuberjasafi 300 ml eplasafi 10 negulnaglar 2 kanilstangir rúsínur möndlur sykur (en ekki ef rauðvínið er sætt) Hitið, en sjóðið ekki, berið fram ylvolgt og setjið appelsínusneiðar út í eða aðrar ávaxtasneiðar. Jólaþorp í borg Morgunblaðið/Jim Smart Spennandi úrval jólagjafa: Það má finna ótrúlega margar spennandi jólagjafir í jólakofunum á Lækjartorgi. Seltjarnarnes | Á nýja bókasafninu á Seltjarnarnesi er mjög góð að- staða fyrir hvers kyns barnastarf en slík starfsemi hefur verið vel sótt í gegnum tíðina. Á mið- vikudögum er fjölbreytt dagskrá þar sem eru lesnar sögur, föndrað, litað, horft á myndbönd og skoðaðir þroskandi tölvuleikir svo eitthvað sé nefnt. Lögð er áhersla á að börn- in upplifi notalega, fróðlega og um- fram allt skemmtilega sögustund á bókasafninu. Bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi, Jónmundur Guðmarsson, brá sér á dögunum í slíka sögustund í bóka- safninu. Þar las hann fyrir unga og áhugasama Seltirninga nokkur vel valin og falleg ævintýri, sjálfum sér og áheyrendunum ungu til óbland- innar ánægju. Bæjarstjóri í sögustund Lesið fyrir börnin: Jónmundur Guðmarsson les ævintýri í bókasafninu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.