Morgunblaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 40
LISTIR 40 LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Allt frá fyrsta vetri sínumhefur KammersveitReykjavíkur haldið jóla-tónleika í desem- bermánuði þar sem leikin er tónlist frá barokktímanum. Tónleikar Kammersveitarinnar í Áskirkju á morgun kl. 17 verða að þessu sinni helgaðir J.S. Bach, því Rut Ingólfs- dóttir, sem frá upphafi hefur verið í forsvari bæði sem fiðluleikari og sem formaður Kammersveitarinnar, ætlar að leika uppáhaldskonsertana sína, sem eru fjórir fiðlukonsertar eftir Bach. Með henni leika einleik þau Daði Kolbeinsson óbóleikari og Unnur María Ingólfsdóttir fiðluleik- ari. „Þetta eru þrítugustu jóla- tónleikar Kammersveitarinnar á jafnmörgum árum, en þeim var strax mjög vel tekið enda finnst fólki gott að geta komið og hlustað á svona yndislega tónlist í jólaönn- unum. Þegar við fórum af stað með tónleikana á sínum tíma var mjög lítið um tónleika í desember, en það hefur vissulega breyst. Með árunum hefur tónleikahaldið í desember aukist svo mikið að það kemst eng- inn lengur yfir að sækja þá alla. Áherslan er þó enn að mestu á söng- og kórtónlist og í raun fáir tónleikar með hljóðfæratónlist,“ segir Rut Ingólfsdóttir. Að sögn Rutar hefur fjölda tón- listarmanna gefist tækifæri til að spila einleik með lítilli hljómsveit á jólatónleikum Kammersveitarinnar í gegnum tíðina. „Jólatónleikarnir, sem og aðrir tónleikar okkar, hafa verið góður vettvangur fyrir fólk til að koma fram sem einleikarar. Á síðustu árum höfum við oft boðið ungu fólki, sem t.d. er nýkomið heim úr námi, að leika einleik á jólatónleikum okkar. Í ár langaði mig hins vegar til að leika þessa uppáhaldskonserta mína.“ Aðspurð hvers vegna barokk- tónlist hafi orðið fyrir valinu sem viðfangsefni jólatónleika Kamm- ersveitarinnar svarar Rut því til að tónlistin hafi strax hitt í mark hjá áheyrendum. „Enda líður fólki svo vel af að hlusta á barokktónlist, ekki aðeins á sál heldur einnig lík- ama. Þannig hefur verið sannað vís- indalega að fólki líður vel af því að hlusta á þessa tegund tónlistar, m.a. sökum þess hve jafn rytminn er í verkunum, sérstaklega í hægu köfl- unum sem eru í hjartsláttarhraða. Í áranna rás höfum við leikið verk eftir ýmis tónskáld barokktímans, en ástæða þess að við leikum verk eftir Bach að þessu sinni er að hann er mestur allra meistara og þegar maður ætlar virkilega að hafa mikið við þá liggur beint við að spila verk eftir hann.“ Tónleikarnir orðnir hluti af jólaundirbúningnum En meðlimir Kammersveit- arinnar hafa ekki aðeins verið að æfa fyrir tónleika morgundagsins því á síðustu dögum hafa farið fram upptökur í Áskirkju á efnisskrá tón- leikanna. Að sögn Rutar hafa jóla- tónleikar Kammersveitarinnar nokkrum sinnum verið teknir upp. „Fyrir tíu árum, í tilefni af tuttugu ára afmæli Kammersveitarinnar, gáfum við út diskinn Jólatónleikar Kammersveitarinnar. Brand- enborgarkonsertarnir, sem við fengum frábæra dóma fyrir í Bret- landi nú í haust og nýverið voru til- nefndir til Íslensku tónlistarverð- launanna, voru þannig teknir upp og fluttir á jólatónleikum okkar fyr- ir nokkrum árum. Fyrir þremur ár- um fluttum við allar hljómsveit- arsvítur Bachs á jólatónleikum og tókum í framhaldinu upp og von- andi koma þær út á næsta ári. Þannig má segja að við séum með nokkurs konar útgáfuröð tileinkaða Bach.“ Spurð hvort jólatónleikarnir séu ekki nánast orðnir hluti af jólaund- irbúningnum hjá henni svarar Rut því játandi. „Það fer ekki á milli mála að í þrjátíu ár hefur desem- bermánuður verið markaður hjá mér af jólatónleikum Kammersveit- arinnar. En þetta er einstaklega gefandi starf, enda mjög góður og samstilltur hópur sem starfar með Kammersveitinni. Þetta er ynd- islegt fólk sem vill virkilega leggja sitt af mörkum til þess uppbygging- arstarfs sem Kammersveitin hefur unnið og tekur þátt í þessu af glöðu geði þannig að það er alltaf líka mjög gaman hjá okkur.“ Rut Ingólfsdóttir leikur uppáhaldsfiðlukonserta sína í Áskirkju Bach mestur allra meistara Kammersveit Reykjavíkur leikur í Áskirkju á morgun, sunnudag, kl. 17. Einleikar tónleikanna eru Unnur María Ingólfsdóttir, Rut Ingólfsdóttir, sem verið hefur formaður sveitarinnar frá upphafi, og Daði Kolbeinsson. silja@mbl.is Morgunblaðið/Jim Smart HÖFUNDUR Íslands eftir Hallgrím Helgason hefur hlotið góðar viðtökur hjá ítölskum gagnrýnendum. Gagnrýnandi Il Manifesto segir að Hallgrím- ur hafi ekki aðeins skrifað „lærða, djúpa og skemmtilega skáldsögu“ heldur ekki síður nýtt sér skyndilega frægð til að senda frá sér bók sem annars hefði ekki komið út vegna lögmála markaðarins – „bók sem get- ur vakið for- vitni á óhefð- bundinni sýn á landinu og lítt þekktum rit- höfundi.“ Í dagblaðinu La Gazzetta di Parma sagði að Höfundur Ís- lands væri „tímalaus skáld- saga, sem segir frá því hlut- skipti og þeirri bölvun að vera rithöfundur“. Gagnrýnandi Avanti! della domenica skrifar að Höfundur Íslands sé „óvænt og velkomin bók, sjaldgæf, óborganleg, prýðileg og forvitnileg skáld- saga.“ Óskammfeilinn stíll Il Segnalibro birti dóm um bókina þar sem sagði að bókin væri heildstætt verk sem um- lykti allan hinn íslenska veru- leika „með vísun til fornra sagna og hefða, og beygði hann undir óskammfeilinn stíl sem fer út á ystu nöf. Og frásagn- armáti sögunnar túlkar lita- dýrð, hrynjandi og andrúmsloft landsins.“ Netmiðillinn stradanove.net birti líka umsögn um Höfund Íslands sem sagði að þetta væri „óhefðbundin skáldsaga, frá- bær bók til að uppgötva land og höfund.“ „Óvænt og velkomin bók“ Hallgrímur Helgason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.