Morgunblaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 43
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2003 43 FYRR á þessu ári kom út á ensku á vegum bókaforlagsins Guðrúnar bók með völdum þáttum úr Snorra- Eddu sem settir eru í samhengi við myndlistararf síðustu alda. Nú er sama verk komið út á íslensku undir merkjum bókaforlagsins Iðunnar. Bókin er í stóru broti og ríkulega myndskreytt, enda augljóslega hönnuð með það fyrir augum að geta þjónað sem vönduð „sófaborðsbók“ – eins og enskumælandi þjóðir hafa gjarnan nefnt slíkar útgáfur. Rétt eins og enska útgáfan, er sú íslenska prýðileg kynning á þeim forna arfi sem norræn bókmennta- hefð byggist á, þó vitaskuld megi gera ráð fyrir að Íslendingar þekki betur til á þessu sviði en erlendir les- endur. Þó textum sé ágætlega komið til skila, m.a. með skýringum, er megináhersla lögð á myndefnið, en í bókinni eiga fulltrúar ólíkra landa, tímaskeiða og stílbragða verk, eins og Halldór Björn Runólfsson bendir á í eftirmála sínum. Helsti kostur bókarinnar er hversu margir listamenn eiga þar verk. Af þeim sökum skilar mynd- efnið öllum þeim ólíku áhrifum og túlkunarmöguleikum sem búa í þess- um fornu textum, er greinilega höfða ekki síður til listamanna seinni tíma en fyrri alda. Með þeim hætti afhjúp- ar verkið þá þýðingu sem forn arfur norrænnar bókmenntahefðar hefur fyrir umheiminn á hverjum tíma fyr- ir sig. Eddan og umheimurinn BÆKUR Fornsögur/myndlist Iðunn, 2003, 351 bls. Snorri Sturluson Fríða Björk Ingvarsdóttir Mey yfir myrku djúpi nefnist skáldsaga eftir Mary Higgins Clark. Þýðing: Atli Magnússon. Ellie Cavanaugh var aðeins sjö ára þegar Andrea systir hennar var myrt á hryllilegan hátt. Það var Ellie sem benti á staðinn þar sem sem lík Andreu fannst og það var vitnisburður hennar sem leiddi til sakfellingar mannsins sem hún var viss um að væri morðinginn. Þegar hann er látinn laus á skilorði tuttugu árum seinna ákveður Ellie að gera að engu tilraunir hans til að hvítþvo mannorð sitt og varpa sök á aðra og sökkvir sér niður í málið með óvæntum og skelfilegum afleiðingum. Hér veitir metsöluhöfundurinn Mary Higgins Clark einstaka innsýn í sálar- djúp geðvillts afbrotamanns en lýsir einnig á meistaralegan hátt áhrifum glæps á samfélagið og þá sem standa næst sakamanninum og fórnarlambinu. Útgefandi er Skjaldborg bóka- útgáfa. Bókin er 292 bls. Verð: 3.890 kr. Skáldsaga DRAUMALANDIÐ. Draumar Íslend- inga fyrr og nú er eftir dr. Björgu Bjarnadóttur sál- fræðing. Bókin fjallar á aðgengilegan og nýstárlegan hátt um drauma Ís- lendinga fyrr og nú og er studd af dæmum um drauma frá fólki úr göml- um heimildum og eins úr nútímanum. Einnig er talað um draumaráðningar og tákn í drumum og sagt frá könnun sem Gallup gerði á draumum sl. vor meðal fólks á aldrinum 18–85 ára. Einnig er sagt frá hvernig fólk getur lært á einfaldan hátt að vinna með drauma sína, fjallað um trú á líf eftir dauðann og skyggnigáfu. Útgefandi er Draumasetrið Skuggsjá. Bókin er 220 bls. Dreifing: Dreifingamiðstöðin. Verð: 4.280 kr. Handbók Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn TVÆR nýjar bæk- ur í bókaflokknum Litlir bókaormar eru komnar út. Nýju fötin keis- arans eftir H.C. Andersen í nýrri þýðingu Þórarins Eldjárn með myndum eftir Kristínu Arngríms- dóttur og Sögu- maðurinn Naftalí og hesturinn hans eftir Nóbels- verðlaunaskáldið Isaac Bashevis Singer í þýðingu Gyrðis Elíassonar með myndum eftir Höllu Sólveigu Þorgeirsdóttur. Bækurnar eru með stóru letri, góðu línubili, vönduðum texta og spenn- andi sögum. Áður hafa komið út í þessu flokki sögurnar Risinn eigin- gjarni eftir Oscar Wilde, Umskipting- urinn eftir Selmu Lagerlöf, Vettling- arnir hans afa eftir Þorvald Þorsteins- son og Kötturinn og Kölski eftir James Joyce. Útgefandi er Bókaforlagið Bjartur. Bókin er prentuð hjá Odda hf. Verð: 1.480 kr. Börn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.