Morgunblaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 55
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2003 55 EITT það dýrmætasta sem margt fólk á eru góðar og indælar minningar frá æskudögum sínum. Góðar minningar verða til vegna góðra atburða. Nú er sá tími ársins sem öðrum fremur vekur minn- ingar þess liðna og einnig verða til minn- ingar vegna atburða sem munu gerast á komandi dögum. Jólin og undirbún- ingur þeirra eru þessi tími. Það er mjög mikilvægt að jólin verði góð svo minn- ingarnar verði góðar og geymist sem fjár- sjóður í huga og hjarta. Fullorðna fólkið ber mikla ábyrgð í þessu efni og það ræður mestu um það hvernig tímanum er varið og hvaða gildum er komið inn hjá börn- unum. Sú fjölskylda sem á margar góðar sameiginlegar stundir og gerir ýmislegt saman er að njóta lífsins á hinn allra besta hátt og hún er einnig að búa til minningar og leggja góðan grunn að góðri framtíð fyrir börn þessarar fjöl- skyldu. Það skiptir gríðarlega miklu máli fyrir einstaklingana þegar út í lífið er komið að hafa búið við það að fjölskyldan átti sameiginlegar stundir sem einkenndust af reglu- semi og festu. Já það skiptir máli að fjölskyldan komi saman um jólin og eigi þessar stundir sérstaklega á heimili sínu og einnig utan þess í heimsóknum eða í kirkjunni. Að fjölskyldan eigi sameiginlegar mál- tíðir, kaffi og heitt súkkulaði með smá- kökum má auðvitað fylgja með. Á hinum miklu og fjöl- breytilegu hraðatím- um sem við lifum er það algengt að fjöl- skyldur eigi ekki sam- eiginlegar máltíðir, nema við tækfæri eins og jól og aðra tíma þegar fólk er í fríi. Því er enn mikilvægara að hlúa að þessum mál- tíðum. Það er líka mikilvægt að foreldrar og aðrir stálpaðir í fjölskyldunni komi sér saman um það að þessar samverustundir verði án alkóhóls. Bjórsötur eða borðvínsdrykkja á sameiginlegum stundum fjölskyld- unnar er óæskilegt. Vegna þess að þá er kominn „leynigestur“ í hóp- inn, sem heitir Bakkus. Sé bjór eða vín haft með í förinni fellur skuggi vínáhrifanna á hina sameiginlegu stund og samveru, sem getur þá leyst upp í dapurleika og hörm- ungaminningu. Þetta segi ég vegna þess að vínumræðan hér á landi að undanförnu hefur hneigst í þá veru að bjórsötur og víndrykkja sé ein- hvers konar jákvæð menning, en ég er ekki búinn að átta mig enn á því að svo geti verið. Ef fólk getur ekki hugsað sér hátíðlegustu mál- tíð ársins án víns finnst mér að það ætti að spyrja sig: Hvers vegna verð ég að hafa áfenga drykki með matnum? Er það af því að það er svo menningarlegt eða af því að ég þarfnast alkóhólsins í víninu? Það er frábært þegar fjölskyldan er öll heima og getur átt sameigin- lega stund og jafnvel gert eitthvað saman eins og að horfa á góða fjöl- skyldumynd, fara í leiki eða dansa í kringum jólatréð. Eða hlustað á pabba eða mömmu lesa jólasögu og tala svo á eftir um efni hennar. Af nógu er að taka, við þurfum aðeins að gefa okkur tíma til að hugsa um þetta, finna dýptina í því og taka ákvörðun um samverustundirnar og framkvæma svo. Við skulum hlakka til jólanna og við skulum hlakka til þess að eiga góða daga í heilbrigðu lífi það sem eftir er í desember, fram að jólum, um jólin og ármót. Það mun leiða til gleði, fagurra og góðra minninga. Gleði- leg jól. Góðar minningar og samvera fjölskyldunnar Karl V. Matthíasson skrifar um jólahald ’Það er mjög mikilvægtað jólin verði góð svo minningarnar verði góð- ar og geymist sem fjár- sjóður í huga og hjarta.‘ Karl Valgarð Matthíasson Höfundur er prestur á sviði áfengis- og fíknimála.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.