Morgunblaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 66
MINNINGAR 66 LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Jón Ársælssonvar fæddur í Eystri-Tungu í Vest- ur-Landeyjum 16. febrúar 1927. Hann lést á heimili sínu Bakkakoti á Rangár- völlum 14. desember síðast liðinn. For- eldrar hans voru Ár- sæll Jónsson frá Álf- hólum, f. 7.5. 1889, d. 9.3. 1964, og Ragnheiður Guðna- dóttir frá Eystri- Tungu, f. 8.12. 1893, d. 24.6. 1974. Systk- ini Jóns eru: Guðni, f. 28.6. 1920, d. 16.7. sama ár, Þórarinn, f. 28.6. 1920, d. 3.7. sama ár, Guðríður Bjarnheiður, f. 17.2. 1923, búsett á Skúmstöðum í Vestur-Landeyjum, Guðni, f. 16.11. 1924, d. 18.9. 1989, var búsettur í Reykjavík, Sigríður, f. 6.3. 1926, búsett í Reykjavík, Bjarni, f. 29.10. 1928, bóndi í Þóru Kristínu, Jón, Emil og Dag. 4) Ragnheiður, f. 20.3. 1970. Sam- býlismaður hennar er Ágúst Rún- arsson. Þau eiga þrjú börn, Hildi, Elísabetu Rún og Kolbrá Lóu. 5) Elísabet María, f. 4.4. 1975. Sam- býlismaður hennar er Lúðvík Bergmann. Þau eiga tvö börn, Ró- bert og Sögu Tíbrá. 6) Sigríður Vaka, f. 13.6. 1977. Sambýlismað- ur hennar er Guðmundur Bald- vinsson. Jón fluttist ásamt foreldrum sínum og systkinum að Bakkakoti frá Eystri-Tungu 1946 og vann þar að búi foreldra sinna. Þegar móðir hans lést 1974 tóku hann og Bjarni við búi í Bakkakoti þar sem hann bjó til dauðadags. Haustið 1962 hóf Jón ásamt Bjarna bróður sínum að keyra sláturfé fyrir Slát- urfélag Suðurlands. Gegndi hann því síðan. Árið 1955 var hann einn af stofnfélögum Vörubílstjórafé- lagsins Fylkis, sat ýmist í aðal- stjórn eða varastjórn á árum 1958–1967, og formennsku frá 1969–1985. Útför Jóns verður gerð frá Ak- ureyjarkirkju í Vestur-Landeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Bakkakoti, og Ingi Björgvin, f. 24.7. 1932, d. 2.4. 1992. Eftirlifandi eigin- kona Jóns er Þóra El- ísabet, f. 9. febrúar 1946 í Reykjavík. For- eldrar hennar voru Bernódus Benedikts- son, f. 12.4. 1909, d. 24.10. 1978, frá Bol- ungarvík, og Elísabet María Sigurbjörns- dóttir, f. 13.5. 1913, d. 24.8. 1980. Börn þeirra eru: 1) Ársæll, f. 13.10. 1963. Sam- býliskona hans er Anna Fía Finns- dóttir. Þau eiga tvö börn, Ragn- heiði Hrund og Jón Finn. 2) Þorvaldur, f. 22.4. 1965. Sambýlis- kona hans er Bára Rúnarsdóttir. Þau eiga tvö börn, Maríu Ársól og Jón Pétur. 3) Þórður, f. 25.11. 1966, kvæntur Jónínu Hildigunni Ólafsdóttur. Þau eiga fjögur börn, Fyrstu minningar mínar um hann Jón föðurbróður minn eru frá þeim árum þegar ég var oft og einatt í sveitinni hjá Ragnheiði ömmu í Bakkakoti, en amma bjó með sonum sínum, Jóni og Bjarna, eftir að Ársæll afi dó. Við frænkurnar sátum um það að sofa í ömmuholu í baðstofunni og þegar það tókst finnst mér eins og ljúft bros hafi sífellt leikið um varirn- ar, barnslegt sælubros. Suðið í miðstöðinni, slátturinn í kólfinum í stóru veggklukkunni, kalt gólfið, bunuhljóðið í næturgagninu og aftur uppí holuna hennar ömmu, lífið var ljúft. Jón í eldhúsinu að spjalla við ömmu, tók mann strax í fangið, raul- aði lagstúf og blés svo skemmtilega í hálsakot. Það var setið um að komast í þetta fang, sú sem átti helst tilkall til þess var stóra systir mín hún Rós, enda voru hún, Jón og amma óaðskilj- anlegt tríó í mörg ár. Það var erfitt að vera hálfdrætting- ur á við hana í einu og öllu í sveitinni en þannig er goggunarröðin yngri sysktkinum í óhag og í þessu tilfelli var það þó nokkuð súrt, sumsé gagn- vart ömmu og Jóni. Kannski var það einmitt ákall á at- hygli að ég gerðist snemma uppátekt- arsöm og var framanaf ekki talin lík- leg til þess að verða vinnusöm eða hjálpleg í sveitinni, aldeilis ekki. Prakkarinn í mér fór hamförum og eru til margar sögur af okkur Binnu frænku sem fylgdi mér í óknyttunum, þetta ljós, sem aldrei vildi komast uppá kant við nokkra lifandi veru. Man eftir því að mér tókst nokkr- um sinnum að gera afa minn alveg bálreiðan og mér leist ekki á blikuna þegar hann elti mig yfir hlaðið og vildi taka í lurginn á mér. Amma fussaði stundum og dustaði svuntuna sína, Bjarni frændi skók hnefann, Sigga frænka Jesúsaði sig margoft, en hvernig sem á því stóð þá gerði ég ekkert sem setti Jón út af laginu. Mér þótti gott að tolla á sakramentinu hjá honum. Ég leitaði einnig til hans þeg- ar mig vantaði nafn á bæinn minn í sveitaleiknum og ekki stóð á því. Hann varð allur kímileitur og sagði: Knarrarhöfn. Mér fannst það náttúr- lega hálf ótækt en lét það eiga sig, vafalaust af því hann átti hugmynd- ina. Sat margsinnis á traktor hjá hon- um á öllum árstímum, hann söng og ég tók undir, gleymi ekki hvað hann glotti skemmtilega þegar hann var að syngja fyrir mig Grýlukvæði, vissi sem var að ég var með hroll, ekki af kulda heldur vegna textans. ,,Ég þekki Grýlu því ég hef hana séð ...“ kyrjaði hann með tilþrifum og áfram hélt skelfingin. Sá skemmti sér vel. Eða gáturnar: Einn kann vel á ís- um herja, annar byrjar viku hverja, sá þriðji kann að húsum hlúa, við átt- um að vera vel upplýstar, frænkurn- ar. Hann að vekja okkur til að ná í kýrnar: ,,Imba mín og Binnsukvíga, komiði, greyin mín, og fáið ykkur e-ð í hendina.“ Eða: ,,Haldiði ekki að roll- urnar séu aftur komnar inná tún hjá honum Jobba, þið verðið að taka hest- ana og skjótast fyrir mig, elskurnar mínar ...“ Og þó að við færum í 20 ferðir að sækja andsk. skjáturnar! Við gegningar vetur og vor ,,út að húsum“ eða að fara ríðandi á mýrina, ég stökk á eftir lömbunum og hann markaði, sílt og stýft og standfjöður, ég reyndi það ekki. Í fjósinu fengum við fyrst að halda í hala og moka flórinn, varla að maður bifaði fjósaskóflunni, síðan við mjaltir, fyrst með höndunum og síðan með vélum og ekki gleyma að tutla á eftir! Allt komst þetta til skila með ljúf- mennsku. Nema þegar við Binna vor- um rétt búnar að kveikja í bæði hlöðu og fjósi vorið sem við fiktuðum við að reykja uppi á fjóslofti. Það útheimti þriðju gráðu yfirheyrslur sem seint líða úr minni. Við vorum yfirheyrðar hvor í sínu lagi og máttum ekki hitt- ast, hið sanna varð að koma í ljós. Þetta voru djöfullegir dagar. Binna bognaði fyrst og gafst upp á að halda því til streitu að við ættum gorkúlu- hreiður á fjósloftinu! Vinskapur okk- ar var í stórhættu en Jón fylgdist með úr fjarlægð og skemmti sér. Á unglingsárum okkar þá heyrðist oft þessi setning: ,, Það verður að vera gott við unglingana!“ Jú, það var Jón sem átti þetta gullkorn og meinti það. Hann kenndi mér að keyra traktor, bíl og vörubíl, það var ekki leiðinleg iðja. Mér finnst eins og það hafi verið í gær þegar við vorum að hirða hey- baggana með vörubílnum. Við færð- um vörubílinn á milli staða á túninu en síðan komu þeir bræður og óku hlöss- unum til skiptis heim að hlöðu. Dýrð- ardagar, með Þuríði og Sigurði, Dr. Hook og Lille sommerfugl, öll í sama viðtækinu, við tókum undir af hjart- ans lyst! Ég veit að Jón og Bjarni gleymdu því seint þegar hæfileiki minn til þess að slá tún með þyrlusláttuvél varð snarlega að engu. Það gekk margt til og ég verð að játa að kannski hefur kennsluaðferðunum verið eitthvað áfátt. Drifskaftið, viftureimarnar, glussinn og sjálf sláttuvélin með þess- um stórhættulegu hnífum sem mér stóð auðvitað ógn af, var alveg nægi- leg ástæða til þess að mér fataðist flugið mjög eftirminnilega. Mér tókst að slá þrjú stór tún með minni áföll- um. Bjarni: ,,Smelltist vélin frá, nú þá bakkarðu bara afturábak og hún fer aftur í sama farið.“ ,,Þú verður að fara hraðar, þetta er engin mynd hjá þér annars.“ Áfram hentist ég um túnið en fipaðist á ný. Til þess að gera langa og átakan- lega sögu stutta þá lauk ferli mínum sem sláttukonu snarlega þegar viftu- reimarnar sviðnuðu og lágu í valnum þar sem ég stöðvaði þetta voðatæki og komu í ljós, hræðilegar og upp- krullaðar, þegar þungbúinn Jón ók vélinni heim. Símtalið þegar Jón hringdi á verk- stæðið og pantaði átta nýjar viftu- reimar var mér ógleymanlegt og mik- il raun að hlusta á, en það var ekki minnst á þetta meir. Ekki var hann heldur hrifinn þegar ég fór að slá mér upp með strák sem honum leist hreint ekkert á, en sagði fátt. Það var síðan eldsnemma þegar mér var ekið heim á hlað og jeppinn negldi niður þar sem Jón stóð við hús- hornið að ég stökk út, hálf skömm- ustuleg og fannst endilega að ég þyrfti að gefa út tilkynningu og sagði við frænda: ,,Þá held ég að þetta sé nú búið.“ „Það var einmitt þetta; jæja, vina mín, það var nú gott, sem átti svo vel við þarna í morgunsárið.“ Ég gæti talið upp svo ótal mörg eft- irminnileg samskipti í gegnum árin, hvað mér var alltaf tekið jafn vel af þeim Jóni og Þóru og krökkunum þeirra sex sem mér finnst ég alltaf eiga svolítið í. Það var ekki hægt ann- að en að líta inn hjá þeim hvort sem ég var að koma með vinkonur eða sam- býlismenn í heimsókn og síðar meir með börnin mín eitt af öðru. Ég var ekki búin að vera lengi á landinu vorið sem ég fluttist heim þegar ég skellti mér í sauðburð með Jóni og hans fólki, það var sama gamla góða tilfinn- ingin sem gagntók mig og ég reyndi að framlengja með því að kynna/út- skýra þessar upplifanir fyrir börnun- um mínum. Anna Birta og Sindri fengu að handsama lömbin, ég á myndir af þeim og Jóni í fjárhúsinu. Katerína mín fékk einnig að fara oft á hestbak hjá frænda sl. sumur sem yljaði held- ur betur og Nína Dagrún fékk að taka kettlinginn Gullbrand með sér vestur. Það var síðast núna í sumar sem sem leið sem við áttum góðar stundir heima í Bakkakoti og Jón, Þóra og Þorvaldur ákváðu að skella sér í heimsókn til mömmu á Djúpavog. Það var ógleymanlegt. Þá fékk ég að raka þig með þessari gömlu góðu raf- magnsvél og klippa þig og gera þig fínan áður en þú lagðir í hann uppá Hérað. Það var ljúft að vera með ykk- ur hjónunum þessar stundir, við mamma varðveitum þær. Samskiptin við strákana, Ársæl, Þorvald og Þórð, og stelpurnar, Ragnheiði, Maríu og Sigríði Vöku, hafa alltaf verið ljúf og gefandi og mér finnst alltaf að þau séu meira en frændsystkin mín. Þannig verður það áfram, mér og mínum til gleði um ókomna tíð. Það er með söknuði og trega að ég kveð þennan öðling. Hafðu þökk, kæri frændi. Ingibjörg Ingadóttir. Hleypir skeiði hörðu, halur yfir ísa, glymja járn við jörðu, jakar í spori rísa... Elsku afi minn. Mér datt þetta ljóð strax í hug, þú fórst svo oft með það. Þú hafðir líka svo mikið dálæti á hest- um. Mér finnst svo gott að hafa getað tamið fyrir þig þessa tvo hesta, ég gerði þó eitthvað fyrir þig. Það var líka svo gaman þegar ég var eina helgi um daginn hjá þér og Siggu Vöku. Já, afi, ég sakna þín svo mikið en ég veit að þér líður vel. Þín Hildur. Elsku afi, ég vona að þér líði sem best uppi hjá guði. Þú varst alltaf til staðar, elsku afi. Þú varst líka enginn venjulegur mað- ur, þú varst svo rosalega góður afi. En hver á núna að segja „farið í skápana og fáið ykkur eitthvað“ eins og þú sagðir alltaf? Ég gleymi þér aldrei, elsku besti afi. Þú verður alltaf í hjarta mínu. Blessuð sólin elskar allt, allt með kossi vekur, haginn grænn og hjarnið kalt hennar ástum tekur. (Hannes Hafstein) Þín Elísabet Rún. Elsku afi, okkur langar að kveðja þig með nokkrum orðum. Þú varst alltaf svo góður við alla og tókst alltaf á móti okkur opnum örmum. Þú pass- aðir okkur svo oft þegar mamma var í fjósinu, sagðir okkur þá sögur og vís- ur eða söngst. Elsku afi, allt er svo breytt þegar þú ert ekki lengur hjá okkur en við vitum að þú ert engill hjá Guði og fylgist með okkur. Róbert og Saga Tíbrá. Elskulegur föðurbróðir minn, Jón Ársælsson, er horfinn af sjónarsvið- inu. Jón var einstakt ljúfmenni, dag- farsprúður, glaðlyndur þótt ekki væri hann skaplaus. Hann var alveg ein- staklega barngóður og sóttust börn sérstaklega eftir að vera í hlýjunni ná- lægt honum. Ég fór að fara í sveit til afa og ömmu, Ársæls Jónssonar og Ragn- heiðar Guðnadóttur, þegar ég var tveggja ára gömul. Þau bjuggu í Bakkakoti á Rangárvöllum ásamt tveimur sonum sínum, þeim Jóni og Bjarna. Vart var hægt að hugsa sér betri stað til að vera á. Mér þótti óskaplega vænt um Jón frænda minn þegar ég var lítil og alla tíð og vildi allt fyrir hann gera. Hann kallaði mig Bísu, Bísildu eða Bísu skvísu. Að föður mínum látnum kom eng- inn annar en Jón frændi til greina til þess að leiða mig upp að altarinu þeg- ar við Kjartan giftum okkur. Fáa skó hefur mér þótt vænna um en gúmmískóna sem hann keypti handa mér eitt vorið þegar mínir gömlu rifnuðu á járni á heyvagninum. Mér fannst alveg ómögulegt að hanga í bænum og í skólanum allan maímánuð þegar ég var stelpa og fékk oftast að taka vorprófin á skrif- stofunni hjá skólastjóranum í byrjun maí. Svo dreif ég mig austur í sveit með fyrstu ferð. Oft fékk ég far með Jóni eða Bjarna. Þeir voru þá að kaupa áburð eða fóðurbæti í bænum og alltaf var ég jafnhissa á því hvernig þeir rötuðu þessa löngu leið. Í maímánuði var ég ein í sveitinni með ömmu, afa, Jóni og Bjarna. Þetta voru miklir dýrðardagar. Fullorðna fólkinu féll sjaldan verk úr hendi og mér fannst ég mjög mik- ilvæg að hjálpa til. Ýmist var ég inni í bæ hjá ömmu „að láta bæinn glansa“ eða með Jóni að stinga út úr fjárhús- unum „úti á húsum“ og svo auðvitað mjólkuðum við. Skemmtilegast var að fara með Jóni frænda á mýrina. Þá fórum við ríðandi að gá að skepnum út að Tungu sem var föðurarfleifð ömmu. Jón var oftast syngjandi á þessum ferðum okkar og yfirleitt við sína vinnu og alltaf var stutt í brosið og hláturinn. Jón var alveg ótrúlega fjárglöggur maður, þekkti allar sínar skepnur og þar að auki hafði hann afburða góða sjón. Þegar við vorum á mýrinni sá ég kannski rétt grilla í einhver hross langt í fjarska, þá sagði Jón frændi: „Þarna er hún Toppa gamla með stóð- ið sitt.“ Hestarnir sem Jón átti og tamdi báru honum fagurt vitni. Hjá þeim hestum var ekki til taugaveiklun, hrekkir eða hvumpni, enda fór hann vel að öllum, bæði mönnum og skepn- um. Best man ég eftir Nökkva og Stjarna sem voru hans aðalhestar þegar ég var barn og unglingur. Nökkvi var jarpur, ættaður frá Álf- hólum, frábær gæðingur, mjög vilj- ugur og ekki var öruggt að börn réðu við hann. Stjarni var dásamlegur al- hliða gæðingur, eins og hugur manns. Mikill töltari, vel viljugur og rauður að lit. Hann tók þátt í gæðingakeppni að Skógarhólum á Þingvöllum. Mig minnir að hann hafi orðið 28 vetra. Það var mikið upplifelsi að fá að fara með Jóni frænda í lambaflutn- ingaferðir á haustin. Það var eins og ferð til útlanda að fara austur undir Eyjafjöll að sækja lömb. Jón var bíl- stjóri meðfram bústörfum og átti nær alla sína tíð Bens-vörubíla, utan nokk- ur ár sem hann ók á Scania Vabis. Hann þótti mjög góður bílstjóri, traustur og öruggur. Hann var mjög eftirsóttur í lambaflutninga því hann var svo nærgætinn og ók varlega með lömbin og tróð ekki of mörgum á bíl- inn þannig að þau krömdust ekki. Jón átti miklu barnaláni að fagna. Þegar hann var 35 ára gamall kynnt- ist hann ungri stúlku, Þóru Bernód- usdóttur, sem varð lífsförunautur hans. Þau eignuðust sex börn. Jón var yndislegur faðir, hélt vel utan um börnin sín og var mikill vinur þeirra. Börn þeirra Jóns og Þóru eru með þeim albestu og skemmtilegustu manneskjum sem ég þekki. Megi góður Guð styrkja Þóru, börnin og barnabörnin. Þau hafa öll misst svo mikið. Ég kveð frænda minn með söknuð í hjarta og þakklæti fyrir allar góðu minningarnar sem ég á um hann. Guð blessi minningu Jóns Ársælssonar. Rós Ingadóttir. „Góður maður ber gott fram úr góðum sjóði hjarta síns.“ Þessi orð helgrar bókar koma í hug mér þegar ég sest niður og skrifa þessar línur til minningar um móðurbróður minn Jón Ársælsson. Jón var einn af þeim mönnum sem alltaf miðlaði góðu, bar gott fram úr góðum sjóði hjarta síns. Fátt er okkur dýrmætara en að kynn- ast sem börn og ungmenni góðu fólki, ljúflingi eins og Jóni, læra af honum og skynja þá góðu nærveru og um- hyggju sem einkenndi hann svo mjög. Hann var trygglyndur, hógvær, úr- ræðagóður og lét alltaf gott af sér leiða en var þó fastur fyrir ef á þurfti að halda. Jón var hörkuduglegur, ósérhlífinn og laginn til verka. Trúlega lærði ég af honum og pabba að geyma ekki hlutina til næsta dags sem maður getur gert í dag. Jón og Bjarni bróðir hans bjuggu ásamt foreldrum sínum í Bakkakoti á Rangárvöllum þar sem ég dvaldi öll sumur sem barn. Mér er sérstaklega minnisstætt þegar Jón kynntist konu sinni, líf pip- arsveinsins breyttist í einu vetfangi. Þá kom blik í augu hans og bros á vör, hamingjan hafði knúið dyra hjá hon- um. Í Bakkakot flutti ung glæsileg stúlka, Þóra Bernótusdóttir. Hlutirn- ir gerðust hratt og í minningunni er Jón með þrjá drengi í fanginu. Síðar komu þrjár stúlkur. Jón var mjög barngóður. Hann var einstakur faðir barna sinna sem nú hafa misst mikið. Sendi ég þeim, Þóru og allri fjölskyldunni mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Minningarbrot: Fimm frænkur í reiðtúr í góðum hnökkum en Jón ríð- ur berbakt á Nökkva, en Nökkvi var sá hestur á heimilinu sem allir treystu. Þar fóru tveir traustir sam- an. Árið 1994 fór fjölskylda mín til Flórída í tilefni áttræðisafmælis föður míns, Marteins Davíðssonar. Jón og Þóra slógust í för. Í ferðinni kom vel fram sú umhyggja sem þau báru til barnabarnanna sem biðu spennt eftir að afi og amma kæmu heim með eitt- hvað fallegt, og sú von brást ekki. Einstakt samband var alla tíð milli þeirra systkina, móður minnar Sig- ríðar og Jóns enda aðeins ellefu mán- uðir á milli þeirra. Föður mínum og Jóni var vel til vina og veit ég að pabbi mun fagna honum við endurfundina. Ég bið Jón að færa kærar kveðjur. Blessuð veri minning Jóns Ársæls- sonar og annarra ástvina sem á burt eru gengnir. Annað úr hinni helgu bók: „Yfir litlu varstu trúr, JÓN ÁRSÆLSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.