Morgunblaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 71
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2003 71 ✝ Ari Hálfdanarsonfæddist á Bakka á Mýrum 30. maí 1922. Hann andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans 14. desember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Guðný Einarsdóttir frá Brunnhól, f. 21. ágúst 1892, d. 24. mars 1990, og Hálfdan Arason frá Fagur- hólsmýri, f. 16. mars 1893. d. 30. ágúst 1981. Börn þeirra eru: Einar, f. 4. júní 1920, Inga, f. 20. maí 1924, d. 23. maí 1998, Guð- rún og Helgi, f. 30. jan. 1928. Eftirlifandi sambýliskona Ara er Anna Jóhannsdóttir frá Vopna- firði. Ari fór 16 ára að aldri til Hafn- arfjarðar og vann eitt ár á smíða- verkstæði Jóhannes- ar Reykdal. Eftir það fór hann til Vest- mannaeyja og vann nokkur ár í vél- smiðju Þorsteins Steinssonar og lauk jafnframt iðnnámi í vélvirkjun. Eftir það fór hann í vélstjóra- skólann og lauk þar vélstjóranámi og er í framhaldi af því vél- stjóri á togaranum Kaldbak frá Akur- eyri. Þá vann hann nokkur ár í vélsmiðj- unni Héðni við rennismíði og fleira. Á Ingólfsfirði var hann verksmiðjustjóri síðasta sumarið sem síldarverksmiðjan var starf- rækt. Útför Ara fer fram frá Hafnar- fjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Nú langar mig að rifja upp eitt og annað um frænda minn, jafn- aldra og fermingarbróður Ara Hálfdánarson, sem lést á Landspít- alanum þann 14. desember eftir langa og erfiða sjúkdómslegu. Við vorum systkinasynir, hann sonur Guðnýjar en ég sonur Sigurjóns en þau voru börn Ingunnar og Einars. Ari fæddist á Bakka 30. maí 1922, þá voru foreldrar hans Guðný og Hálfdán nýlega flutt frá Fagurhóls- mýri að Bakka. Hann var fremur óvær sem barn og því þurfti mamma hans oft að ganga með hann í fanginu til að róa hann. Eng- inn vissi þá hvað var að. 68 árum seinna kom í ljós að hann hafði fæð- ingargalla í hjarta. Þetta háði hon- um öll þessi ár uns úr var bætt í London. Hann bar þetta mein sitt undra vel með sjálfsaga og skikk- anlegu líferni. Við höfum átt ým- islegt saman að sælda um dagana og vil ég nú geta þess helsta. Við vorum að nokkru leyti saman í barnaskóla, gengum saman til prestsins vegna fermingarundir- búnings, og vorum þar af leiðandi fermingabræður, það var á hvíta- sunnu 1936 í Brunnhólskirkju, at- höfn þá framkvæmdi séra Jón Pét- ursson á Kálfafellsstað. Lítið man ég eftir fermingardeginum en árið 2002 fór ég austur á Hornafjörð að hausti til og þá hittumst við ferm- ingarsystkinin, sem vorum fjögur og öll orðin áttræð en nokkuð hress. Þá létum við taka mynd af okkur saman. Þetta kölluðum við fermingamynd. Að því loknu bauð Ari okkur til kaffidrykkju heima hjá sér og Önnu konu sinni. Þar átt- um við ánægjulega stund við góðar veitingar og spjall um fyrri daga. Við lærðum báðir vélvirkjun í Vél- smiðju Þorsteins Steinssonar í Vestmannaeyjum og gengum þar af leiðandi í Kvöldskóla iðnaðar- manna. Meðan á náminu stóð var haldið Mótornámskeið í Eyjum á vegum Fiskifélagsins, við Ari feng- um að taka próf við það og gekk ljómandi vel. Meðan við vorum í Eyjum bjuggum alltaf í Görðum eða réttara á Vestmannabraut 32, fyrst saman í herbergi en seinna sinn í hvoru enda vorum við þá bún- ir að smíða okkur húsgögn svo ekki veitti af plássinu. Við komum okkur upp þvottaborði og fengum pláss fyrir það í kompu uppi á loftinu þar sem herbergin voru en það voru súðarherbergi. Ennfremur borðuð- um við öll árin hjá Kristbjörgu í Skálanesi, nema það sjaldan, sem hún tók sér sumarfrí þá fórum við annað. Okkur líkaði vel í Eyjum enda gerðum við eitt og annað okk- ur til skemmtunar, t.d. gengum við á öll fjöll á Heimaey. Við höfðum eignast tjald, svefnpoka og ferða- prímus, fórum því oft í útilegur þegar gott var veður um helgar. Ari var frábærilega góður smiður og sérlega vandvirkur, hann var enn- fremur mjög góður teiknari. Pabbi hans átti Lommebok for mekanik- kera eftir Per Lobben. Mig grunar að hann haft oft flett henni og fest í minni eitt og annað, sem þar stóð en hann var allgóður námsmaður. Jæja, að loknu smiðjunámi ákváðum við að fara í Vélskólann og hófum þar nám haustið 1947, við fengum herbergi í Sjómannaskól- anum ásamt Helga Þorkelssyni og við aftur orðnir herbergisfélagar enda kom okkur alltaf ljómandi vel saman. Eitt sumar milli bekkja var hann í síldarverksmiðjunni á Ing- ólfsfirði og líkaði það vel. Voríð 1950 lukum við prófi úr rafmagns- deild Vélskólans. Þá fer Ari vél- stjóri á einn Akureyrartogarann og er þar í eitt eða tvö ár, þá snýr hann ferð sinni til Hornafjarðar og setur á stofn vélsmiðju á Höfn ásamt föður sínum og bræðrum. Hann hefur eflaust hugsað sem svo að réttast væri að láta heimahér- aðið njóta kraftanna, því bæði þurftu bátarnir betri aðstoð en var fyrir hendi og svo var landbúnaðar- tækjunum alltaf að fjölga. Það kom líka í ljós að margir þurftu á hjálp að halda. Ég ætla nú að nefna eitt skemmtilegt atvik, sem henti fyrir 10 árum þá er hann að fara á Hum- arhátíð, rekst einhversstaðar á Önnu, þau taka tal saman og verða ásátt um að verða samferða á hátíð- ina, nú síðan hafa þau búið saman í 10 góð ár. Þau hafa tekið mikinn þátt í starfsemi eldri borgara, m.a. sungið í kór, tekið þátt í gönguferð- um, farið tvö saman í skemmtiferð- ir o.fl. o.fl. Ekki má gleyma því að núna á seinni árum fór Ari að gera við saumavélar og tókst það ljóm- andi vel svo sem hans var von og vísa. Mun hann hafa fengið margt þakklætisorðið fyrir það. Að lokum víl ég svo óska honum góðrar ferð- ar yfir móðuna miklu. Við sendum svo Önnu, systkinum hans og öðr- um aðstandendum innilegar sam- úðarkveðjur. Sigríður og Benedikt. ARI HÁLFDANARSON MINNINGARGREINUM í Morgunblaðinu hefur fjölgað verulega á undanförnum árum. Til að öllu efni Morgunblaðsins verði haganlega fyrir komið reynist nauðsynlegt að setja minningargreinum, sem og öðru efni, ákveðin lengdarmörk. Því hefur verið ákveðið að fyrir utan aðalgrein verði aðrar greinar 1.500 slög (með bilum), sem eru um 50 línur í blaðinu (17 dálks- entimetrar) og í kringum 300 orð. Hinsta kveðja – nýtt form Jafnhliða þessu verður tekin upp nýjung sem kölluð er HINSTA KVEÐJA þar sem hægt verður að senda örstutta kveðju (5–15 línur), þegar það á við. Þetta form á við þegar votta á virðingu án þess þó að það sé gert með langri grein (sjá sýn- ishorn). Lengd minningargreina Hæfileg lengd. Til þess að sjá lengd minningargreinar í t.d. Word-ritvinnslu, þá er valið Tools-valblaðið og síðan Word Count. Þá opnast þessi upplýs- ingagluggi og sýnir orðafjöld- ann (Words); slagafjölda án orðabila (Characters (no spa- ces)); slagafjölda með orðabilum (Characters (with spaces)): 1.500. g fa g n ar n k, a ð- m g m n- r r ð r- i. m r- n- í ar l- u í ð ð- gg g Sú hugsun að svo kynni að fara var manni þó oftast fjarri, svo mikill var lífsþróttur hennar, hugurinn vökull og atorkan óbilandi. Ækjlskdfj aæsldkjf æa lskdfj aæ ldskf jalæskdjf alsækdlaskdj. lkasdjf laksjf laks jdf. Laksdjælaskdjfæalskjfaæls kdjfaæl sk djfalæs kd. Jón Jónsson og Jónína Jónsdóttir Ækjlskdfj aæsldkjf æa lskdfj aæ ldskf jalæskdjf alsækdlaskdj lkasdjf laksjf laks jdf laksdjælask- djfæalskjfaæls kdjfaæl sk djfalæs kd fdh fg df df df n dfhndfghdfh dfgh dfgh dfh fdgh. Ækjlskdfj aæsldkjf æa lskdfj aæ ldskf jalæskdjf alsækdlaskdj lkasdjf laksjf laks jdf laksdjælask- djfæalskjfaæls kdjfaæl sk. Ækjlskdfj aæsldkjf æa lskdfj aæ ldskf jalæskdjf alsækdlaskdj lkasdjf laksjf laks jdf laksdjælask- HINSTA KVEÐJA ✝ Unnur Sigur-laug Gísladóttir fæddist á Skárastöð- um í Miðfirði í Vest- ur-Húnavatnssýslu 23. mars 1911. Hún lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ísa- firði að kvöldi 10. desember. Foreldr- ar hennar voru Gísli Guðmundsson og Halldóra Steinunn Pétursdóttir. Systk- ini Unnar eru: 1) Jó- hannes Ingimar, f. 8. sept. 1902, d. 20. nóv. 1982. 2) Elísabet Ágústa, f. 26. sept. 1904, d. 1. jan. 1989. 3) Guðmundur, f. 25. mars 1907, búsettur á Hvammstanga. 4) Pétur, f. 3. mars. 1910, d. 11. ágúst 1985. 5) Kristín, f. 19. feb. 1916, d. 22. feb. 2002. 6) Hall- dór, f. 25. sept. 1919, d. 20. ágúst 1986. Unnur missti móður sína níu ára gömul og var þá send í fóst- ur til móðurbróður síns Ingvars Péturssonar fiskverkanda og út- gerðarmanns á Ísafirði og konu hans Sigurlaugar Árnadóttur. Unnur giftist Sverri Sigurði Guðmundssyni bankafulltrúa á Ísafirði, f. 23. des. 1909, d. 26. nóv. 1968. Börn þeirra eru: 1) Sigríður, f. 7. feb. 1940, maki Halldór Guðbrandsson, f. 30. nóv. 1937, þau skildu. Synir þeirra eru a) Sverrir, f. 1958, maki Björk Birkis- dóttir, börn þeirra Helga og Birkir Halldór, b) Unn- steinn, f. 1960 maki Guðrún Jónsdóttir, barn þeira Unndís Ýr, og c) Kristinn, f. 1961, maki Svein- björg Sveinsdóttir, börn þeirra Aníta og óskírt sveinbarn. Fyrir átti Kristinn soninn Andra. 2) Hallsteinn, f. 7. des. 1941, prentari í Reykjavík. Maki I: Hjördís Þorsteinsdóttir, f. 14. des. 1945, d. 14. júli 2002, þau skildu. Börn þeirra eru a) Óttar, f. 1963, maki Helga Guðmunds- dóttir, synir þeirra eru: Andri, Hlynur og Aron. b) Elín, f. 1967, maki Sigurður Rúnarsson, barn þeirra Viktor. Fyrri maður El- ínar var Hergeir Elíasson, barn þeirra er Helen. Maki II: Anna Eygló Antonsdóttir, f. 13. jan. 1947. Dóttir þeirra er c) Unnur Elfa, f. 1988. Unnur bjó á Ísafirði og stund- aði þar ýmis störf, m.a. á skatt- stofu Vestfjarða. Hún var heiðursfélagi í kven- félaginu Hlíf og einnig var hún heiðursfélagi Sambands vest- firskra kvenna. Útför Unnar fer fram frá Ísa- fjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. Hjartkæra amma,far í friði, föðurlandið himneskt á, Þúsund faldar þakkir hljóttu þínum litlu vinum frá. Vertu sæl um allar aldir, alvaldshendi falin ver, inn í landið unaðsbjarta, englar Drottins fylgi þér. (Höf. ók.) Okkur langar að minnast lang- ömmu okkar Unnar sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði að kvöldi 10. desember sl. Það var alltaf gaman að koma til ömmu. Hún var fróð um allt milli himins og jarðar, hvernig lífið var þegar hún var ung og hlutirnir öðru- vísi en í dag Þegar Birkir Halldór bróðir minn fæddist var ég að verða þriggja ára. Ekki hafði ég verið vön að vera í pössun en mamma var á sjúkrahús- inu og pabbi í vinnunni svo amma tók að sér að passa mig, henni fannst það ekkert mál þótt komin væri á átt- ræðisaldur. Ég man allar okkar ferðir niður í fjöru að kasta steinum í sjóinn og gönguferðirnar niður að nýja sjúkra- húsinu. Þá var talað um álfana í steinunum. Sem barni fannst mér þetta heimur út af fyrir sig. Fyrir nokkrum árum spurði ég ömmu hvort hún hefði einhvern tímann séð álfa í þessum steinum. Hún svaraði því engu, fór að tala um aðra hluti. Sumt var bara ekki til umræðu. Það var fátt sem ekki var hægt að tala um við ömmu. Hún hafði sterkar skoðanir á öllu og lét þær alveg í ljós. Oft var gaman hjá okkur Birki Hall- dóri þegar við vorum henni ekki sammála og hlutirnir voru rökrædd- ir. Hún sagði að fólk sem gæti rök- rætt hlutina hefði skoðun á hlutun- um . Ekki er hægt að minnast ömmu án enska boltans. Það var heilög stund, ekki þýddi að koma eða hringja, hún var upptekin. Hún og Birkir Halldór. Í vetur hafði samverustundum okkar fækkað því við Birkir vorum bæði í burtu í skóla en þú fékkst alltaf frétt- ir og kveðjur frá okkur og gladdist yfir því. Alltaf kom kveðja til baka og von um að allt gengi vel. Guð blessi minningu þína, elsku amma. Þín Helga og Birkir Halldór Sverrisbörn. UNNUR SIGURLAUG GÍSLADÓTTIR Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Hugheilar þakkir til ykkar allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför KRISTÍNAR SIGRÍÐAR KRISTJÁNSDÓTTUR, hjúkrunarheimilinu Eir, áður til heimilis í Stórholti 20, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunar- heimilinu Eir og í þjónustuíbúðum aldraðra við Dalbraut. Guðrún Þóra Hafliðadóttir, Rúnar Guðbjartsson, Gísli Sævar Hafliðason, Anna M. Jónsdóttir og aðrir aðstandendur. Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför BALDVINS GRANA BALDURSSONAR, Rangá. Sérstakar þakkir til starfsfólks öldrunardeildar og heimahjúkrunar Heilbrigðisstofnunar Þing- eyinga fyrir ómetanlegan styrk og hlýju. Guð blessi ykkur öll. Jón Aðalsteinn Baldvinsson, Baldur Baldvinsson, Baldvin Kristinn Baldvinsson, Hildur Baldvinsdóttir, Friðrika Baldvinsdóttir og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.