Morgunblaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 72
MINNINGAR 72 LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Þórður Guð-mundur Þórðar- son fæddist á Sauða- nesi á Langanesi, N.-Þingeyjarsýslu, 6. apríl 1921. Hann lést á fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 12. des. síðastliðinn. Foreldrar hans voru sr. Þórður Oddgeirs- son, prestur og pró- fastur á Sauðanesi, f. í Miklaholti, Miklaholtshreppi 1. sept. 1883, d. 3. ágúst 1966 á Þórs- höfn, og kona hans Þóra Ragn- heiður Þórðardóttir húsfreyja, f. í Reykjavík 29. jan. 1882, d. í Reykjavík 19. júní 1950. Systkini 2. nóv. 1894, d. 17. mars 1969. Þórður og Ólöf voru búsett á Þórshöfn alla sína tíð. Börn þeirra eru: 1) Úlfar, f. 30.6. 1947, kona hans Kristín Kristjánsdóttir, þau eiga þrjú börn; 2) Jóhann Ólafur, f. 18.5. 1950, kona hans Hrafnhild- ur Þórarinsdóttir, börn Jóhanns með Elfu Bryndísi Kristjánsdóttur eru þrjú og eitt barnabarn; 3) Þóra Ragnheiður, f. 26.12. 1953, maður hennar Bergur Steingríms- son, þau eiga þrjú börn og eitt barnabarn; 4) Þórður, f. 7.4. 1955, kona hans Líney Sigurðardóttir, þau eiga þrjú börn; 5) Oddgeir, f. 16.9. 1957, kona hans Sigrún Inga Sigurðardóttir, þau eiga tvö börn; og 6) Helena, f. 14.2. 1961, maður hennar Höskuldur Sveinsson, þau eiga tvö börn. Þórður ólst upp á Sauðanesi. Hann stundaði nám í Laugaskóla í S-Þingeyjarsýslu og í Menntaskól- anum á Akureyri. Þórður vann ýmis störf um ævina, en lengst af sem bifreiðastjóri á Þórshöfn. Útför Þórðar verður gerð frá Þórshafnarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Þórðar eru: Oddgeir Theodór, f. 30. nóv. 1911, d. 18. okt. 1978; Hanna Andrea, f. 24.12. 1912; Haukur, f. 4.5. 1914, d. 29.6. 1966; Anton Emil, f. 5.11. 1915, d. 16.1. 1997; Helga, f. 18.11 1917; Anna, f. 3.12. 1919, d. 23.4. 2000 og Gyða, f. 10.7. 1924. Þórður kvæntist 31. des. 1950 eftirlifandi konu sinni, Ólöfu Jó- hannsdóttur, f. í Hvammi í Þistilfirði 2. nóv. 1927. Foreldrar hennar voru: Jóhann Jónsson, bóndi í Hvammi, f. 20. júní 1888, d. 31. júlí 1962, og kona hans Kristín Sigfúsdóttir, f. Þórður tengdafaðir minn hefur nú kvatt þennan heim en minning hans lifir hjá okkur sem eftir erum; minning um hæglátan og góðan mann. Þórður var rólegur og dagfars- prúður maður en alltaf var þó stutt í glettni og kímnigáfu hjá honum. Hann ólst upp á Sauðanesi á Langanesi en faðir hans var þar prestur og síðar prófastur og ólst Þórður þar upp við góðar aðstæður á rausnarheimili. Æskuheimilið var Þórði kært, líkt og Langanesið allt. Ungur að aldri fékk hann lömunarveiki en hann bar merki hennar alla ævi án þess að hann heyrðist nokkru sinni kvarta. Ég kynntist Þórði fyrir alvöru fyrir rúmum tuttugu árum; stelpan í næsta húsi gerðist tengdadóttir hans og var ekki að leita langt yfir skammt. Upp frá því varð hann „Doddi tengdapabbi“ og tók mér rétt eins og hann hefði eignast eina dóttur í viðbót og var mér og barna- börnunum mjög góður. Þórður var kvæntur Ólöfu Jóhannsdóttur frá Hvammi í Þistilfirði og það var allt- af gott að koma heim í Sólvelli til Dodda og Lóu eins og þau voru kölluð af kunningjum sínum. Tengdafaðir minn var sjaldan að- gerðarlaus; hann vann við vörubíla- akstur á eigin vörubíl lengst af og vörubíllinn hans Dodda var órjúf- anlegur hluti af götumyndinni. Þau hjónin voru góðir grannar og notalegt nágrannasamband milli þeirra og foreldra minna í næsta húsi. Þegar Þórðar er minnst koma hestar ósjaldan við sögu en hann var mikill hestamaður og annaðist hestana sína rétt eins og börnin sín. Það var gaman að koma með börnin í hesthúsið hans við Hafnarlækinn og „hjálpa til við hirðinguna“ en það þýddi að við þvældumst fyrir honum og gerðum hestana óþæga með brauðgjöfum en alltaf vorum við jafn velkomin. „Sæl vertu, tengdadóttir mín, og gerðu svo vel,“ sagði hann oft og bauð okkur inn í ríki sitt þar sem vel hirtir hestar hans stóðu í hlýju rökkrinu og ráku mjúka flipana í okkur svo við gætum haldið áfram að spilla þeim með endalausum brauðgjöf- um. Þórður hafði gaman af lestri góðra bóka og ljóð Davíðs Stefáns- sonar voru honum kær og í þau vitnaði hann oft. Hann fór oft með ljóð og lausavísur fyrir mig og spurði svo glettinn hvort ég vissi hver hefði ort þetta. Oftar en ekki tókst honum að máta mig í þeim spurningaleik. Tengdapabbi var landsbyggðar- maður fram í fingurgóma og unni heimabyggð sinni, hann sagði oft bæði í gamni og alvöru að hann skildi ekki í þessari ásókn fólks til útlanda, með Langanesið og alla þessa náttúrufegurð hér heima á hlaði. Síðari ár þegar heilsa hans var farin að bila fórum við stundum í bíltúr út á Langanes og hann sagði mér ýmislegt frá gamla tímanum. Heilsu hans hrakaði hratt síðustu mánuði sem hann átti eftir ólifaða og þá heimsótti ég tengdaforeldr- ana oft og við Lóa tengdamamma fórum saman að versla. Honum fannst við þá oft slóra og kannski vera óþarflega lengi að kaupa mjólk og brauð meðan hann var einn heima. Dag einn þegar við komum úr einni slíkri verslunarferð sem hafði jú tekið eitthvað lengri tíma en bráðnauðsynlegt var þá kom hann hlaupandi út að bílnum til mín. Ég sá að honum lá eitthvað mikið á hjarta og hugsaði með mér að nú hefðum við tengdamamma rétt eina ferðina slórað í búðunum en þarna misreiknaði ég tengdaföð- ur minn. „Þakka þér fyrir, elskan, hvað þú ert alltaf góð við okkur,“ sagði gamli maðurinn þar sem hann stóð á inniskónum í snjónum upp við bílgluggann hjá mér og þetta er ein síðasta minning mín um hann. Ég og barnabörnin hans kveðjum góðan tengdaföður og afa. Hvíli hann í friði. Líney Sigurðardóttir. Hvernig eignast maður vin? Ég hef oft spurt mig að því. Ef til vill er það vegna þess, að það er eitt af því besta sem maður á, góður vinur. Hvað þarf til? Sennilega þarf tvo til. Flóknara en svo er það ekki. Þegar ég „festi ráð mitt“ og eign- aðist þar með tengdaforeldra, eign- aðist ég ekki bara tengdaforeldra, afa og ömmu barna minna, heldur líka tvo af bestu vinum mínum um ævina. Hvernig má það vera? Því oftar en ekki myndast einhverskon- ar togstreita eða öfund milli slíkra einstaklinga, sem ég hef verið svo lánsamur að skilja ekki. Einhver hefur tekið eitthvað frá hinum og öfugt. Á góðum degi, þegar vel liggur á mér, segi ég stundum að ég hafi verið heppnari með tengdaforeldra en eiginkonu. Þótt auðvitað sé ég þar að bera saman appelsínur og epli, finnst mér stundum að það lýsi vel hug mínum til tengdaforeldra minna, þeirra afa Dodda og ömmu Lóu á Þórshöfn. Þegar ég kom inn í þessa fjöl- skyldu í kringum 1979, var Þórður tengdafaðir minn orðinn meir en fulltíða maður, eða tæplega sextug- ur. Ég man vel þegar við Þórður hittumst fyrst. Það var milli jóla og nýárs árið 1980. Ég hafði komist til Þórshafn- ar við illan leik með flugvél um morguninn, búinn að vera veður- tepptur á Akureyri í sólarhring og sat í hlýju eldhúsinu hjá Lóu á Sól- völlum. Sennilega með kaffi og kleinur við höndina eins og ég átti síðar eftir að sitja oft og títt um mörg ókomin ár. Þarna gekk hann inn um hliðið úr norðanhríð og frosti. Lítið eitt boginn í baki og hnjám, ef til vill til þess að halda betur jafnvægi í vindinum. Fór úr skónum inni í forstofu, gekk í heimaprjónuðum lopaleistum inn í eldhús og heilsaði mér með ákveðnu, en hlýju handabandi „Þórður, heiti ég – velkominn,“ sagði hann. Hönd hans bar þess greinileg merki að ekki hafði hún legið lengi í vasa pressaðra klæða um ævina. Hér var á ferð verðugur fulltrúi hinna vinnandi og skapandi handa þessa samfélags. Þórður, tengdafaðir minn, fædd- ist árið 1921 og ólst upp að Sauða- nesi á Langanesi. Þar hefur hann sennilega búið við aðstæður ís- lenskrar yfirstéttar á einu besta brauði landsins. Faðir hans var prestur og prófastur, og allur að- búnaður á prestssetrinu var eins og best gerðist í þá daga. Held ég að Þórður hafi alla ævi sína búið að því við hve góð skilyrði hann ólst upp í æsku. Þar var nóg af öllu, bæði and- legum og veraldlegum verðmætum. Ekki gat þó höfðinglegur umbún- aður prestssetursins að Sauðanesi veitti því fólki, sem þar bjó, algjöra vernd gegn vágestum þessa heims og ekki fór Þórður varhluta af því. Sem ungt barn fékk hann lömunar- veikina í tvígang. Í fyrra skiptið fór þessi sjúkdóm- ur varlega með þennan þá litla snáða, en í seinna skiptið veitti hinn miskunnarlausi vágestur Þórði þann kinnhest, sem hann bar merki af fyrir lífstíð. Þórður var frá fimm ára aldri lamaður að hluta í andliti og bar hann þann kross alla sína löngu ævi. Ekki kemst maður hjá því að trúa og treysta þeim manni, sem slíkt gerir með fullkomnu æðruleysi eins og Þórður. Oft hefur mig langað til að lesa hug hans um þetta, en varla man ég eftir því að við tengdafeðgar höfum rætt það á vitrænum grunni þrátt fyrir marg- ar og langar samverustundir. Ef til vill stuttlega, en í raun skipti það okkur engu. Við vorum ekki vinir af því að spegillinn hafði sagt okkur það. Heldur „af því bara“. Hvernig var hann? Þórður var einhver mesti séntilmaður sem ég hef nokkurn tíma kynnst. Fágaður drengur, alinn upp í íslenskri yf- irstétt en með fullkomlega tilgerð- arlausan alþýðleika. Hann var nokkuð seintekinn og fór ekki hátt með tilfinningar sínar. Við Þórður vorum ólíkir. Hann var verðugur fulltrúi landsbyggðar ættaður úr Reykjavík, en ég hið dæmigerða borgarbarn ættað úr sveit. Jarð- vegur fyrir vináttu okkar var mag- ur, en ætli við höfum báðir ekki ver- ið staðráðnir í að rækta sérhvert lífskröftugt fræ sem í þann svörð féll og ekki verður annað séð, en að tekist hafi vel til af beggja hálfu. Á næstu árum átti ég eftir að eyða stórum hluta af frístundum mínum á Þórshöfn eða á ferð um Ísland á leið þangað eða frá. Við Þórður vor- um saman öllum stundum, fór ég með honum í vörubílnum hans um sveitir með varning og oft sat ég í bílnum lengi dags við vegagerð. Við fórum með vatn upp á Gunnólfsvík- urfjall og að ná í mjólk til bænda í nærsveitir Þórshafnar, en á tíma vann Þórður það rómantíska starf að vera mjólkurbílstjóri. Við vorum saman í frítímanum og ófáar eigum við stundirnar saman í bílum okkar beggja akandi um Þórshöfn og ná- grenni. Við höfum gengið um tún og engjar, skoðað fuglalífið, sauðfé og hesta. Bara setið saman í grasinu og horft á tilveruna án þess að segja nokkuð orð. Þannig er það með góða vini, að þögnin er oft hið gyllta band sem tengir þá saman. Nokkur voru þau skipti að við Þórður fengum okkur í glas saman. Þá urðu umræður oft fjörugar og við tengdafeðgar ekki alltaf sam- mála. Ekki var það beinlínis þannig að við værum í raun ósammála heldur, oftar en ekki, vildi hinn að- ilinn vekja máls á einhverjum öðr- um fleti á umræðuefninu. Af göml- um íslenskum jólasið fengum við okkur einu sinni í glas á Þorláks- messu. Fljótlega eftir að við höfðum haf- ið drykkju og nýbyrjaðir að ræða landsins gagn og nauðsynjar kom tengdamóðir mín, amma Lóa, til okkar með jólarjúpurnar sem gleymst hafði að verka. Nú voru engin betri ráð til fyrir okkur tengdafeðga en að setjast út í skúr með um 20 rjúpur í kassa á milli okkar og hefjast handa við að reyta. Sjálfur hafði ég aldrei gert slíkt áð- ur á ævi minni, enda vanur að kaupa allan minn mat í vel snyrtum og pökkuðum umbúðum í stór- mörkuðum höfuðborgarinnar. Þórður kenndi mér handtökin og við byrjuðum að reyta. Hægt gekk það í fyrstu. Meir að segja löngu eftir það. Við tengdafeðgar höfðum verið svo forsjálir að hafa flöskuna með okkur út í skúr og þeim mun meir sem lækkaði í flöskunni, þeim mun betur gekk að reita fiðrið af rjúp- unum. Stóðst það nokkurn veginn á enda að við lukum við hvoru tveggja í senn, flösku og framlag okkar til jólahaldsins á Sólvöllum þetta árið. Mér var sagt það síðar, að sjaldan eða aldrei hafi jafnilla út leiknar rjúpur verið á borðum tengdamóður minnar og þessi jól. Ekki nóg með að þær höfðu verið skotnar af grimmum veiðimönnum heldur hafði einhver ráðist á þær dauðar og limlest. Þetta sama Þor- láksmessukvöld brugðum við tengdafeðgar út af vana okkar og „fórum í hús“, sem var nokkuð sem við helst aldrei gerðum, raunar forðuðumst sem heitan eldinn. „Ég er ekkert fyrir það að skoða gard- ínur og hæla brauði,“ var Þórður vanur að segja. Við heimsóttum Gamsa, sem bjó rétt við Sólvelli. Gamsi tók vel á móti okkur. Mér er það eitt minnisstætt úr þessari heimsókn okkar, að þar sá ég tvö falleg stúlkubörn, sem mér fannst af Guði gerðar svo fallegar voru þær. Þær voru víst barnabörn „Gamsa heitins“, eins og Þórður átti síðar ætíð eftir að kalla hann. Eftir stutta, en ágæta dvöl, hjá Gamsa gengum við tengdafeðgar úti í kalda vetrarnóttina. Síðla dags á aðfangadegi jóla þetta árið vökn- uðu tvö jólabörn til lífsins á Sól- völlum, höfðu frekar hljótt um sig og nutu kyrrðar og helgi jólanna. Sögðum ekki mikið, en ég man þó að Þórður sagði við mig rétt áður en hátíð gekk í garð, „Við vorum víst fullir í gær…“ Þrátt fyrir áföll lömunarveikinn- ar í æsku var Þórður hraustur mað- ur mestan hluta ævi sinnar. Í æsku var hann talinn góður glímumaður, sterkur mjög og sundmaður með afbrigðum. Það var ekki fyrr en um sjötugt sem einhver krankleiki fór að hrjá hann. Langtímum saman var hann við mjög góða heilsu, en svo komu tímabil sem heilsuleysi gerði vart við sig. Undir lokin var það fremur hugur hans en líkami sem gaf eftir. Þá sátum við tengda- feðgar bara saman í bíl eða í stof- unni heima hjá mér og hlustuðum á góða tónlist. Oft var ekki mikið tal- að saman hér áður fyrr, en það var enn minna nú. Enda til hvers? Við fórum í bíltúr, en það virtist sama hvert ekið var allt var það eins í augum Þórðar. Enda hafði hann séð allt, orðinn 82 ára. Ein af síðustu góðu samveru- stundum okkar tengdafeðga var á þá leið, að við höfðum verið ásamt fjölskyldunni í skírnarveislu í Garðabæ. Fljótlega eftir að komið var til veislu tók Þórður að óróast nokkuð og vildi „fara heim“. Byrjaði verulega að kveða að því strax að lokinni skírnarathöfn, en þegar honum var sagt að þá yrði máltíð borinn á borð gaf hann eftir og beið rólegur smástund. Strax að lokinni máltíð, sem hann gleypti í sig, byrjaði hann aftur að minna á það og nú fastar en fyrr, að nú væri kominn tími til að „fara heim“. „Nei, nei, nú þarf að fá sér kaffi og köku, við skulum halda ró okkar,“ sagði ég „og svo skulum við sjá til hvernig þetta fer.“ Gekk þetta svona milli okkar nokkra stund og eftir að hafa ráðfært mig við tengdamóður og eiginkonu varð ekki komist hjá því að „fara heim“. Ég tók að mér að aka Þórði heim. Við tengdafeðgar kvöddum veisl- una, þökkuðum fyrir okkur og gengum út í suðaustan slagviðrið, eins og það gerist hvað verst á þessu horni landsins. Settumst upp í bíl og ókum burt. Þegar upp í bílinn kom róaðist Þórður verulega, sagði ekki auka- tekið orð alla leið heldur horfði út í myrkrið, fylgdist með vinnukonum við störf sín á bílrúðunni. Slagviðrið barði bílinn og vindurinn hristi hann til. Sem við vorum nær komn- ir heim og biðum „á rauðu“ við tif- andi stefnuljós á Bústaðaveginum varð mér litið til Þórðar. Hann sat við hlið mér í rökkrinu með lokuð augun. Hafði hann sofn- að? Var honum rótt? Umferðarnið- ur Kringlumýrarinnar hafði unnið bug á hug hans, eins og á barni í langferð með foreldrum sínum. Var ég með barn eða gamlan mann við hlið mér? Tvisvar verður gamall maður barn. Og mín bíður nú ekk- ert annað en að bjóða þessum gamla manni, tengdaföður mínum og trygga vin, góða nótt. Höskuldur Sveinsson. Nú er hann afi minn fallinn frá eftir snörp veikindi. Það var líka gott að hans lokaveikindi urðu ekki lengri. Ég hefði aldrei getað horft upp á hann afa veslast upp með tím- anum. Það hefði ekki verið í sam- ræmi við það hversu hraustur hann var. Ég man að vísu eftir honum með magn pillna og taflna sem hann tók inn á degi hverjum við astma og öðru en fannst það alltaf skrýtið því að mér fannst ekkert aftra honum í því að taka á því í heyskap og öðru þegar á þurfti. Afi var af þeirri kynslóð Íslend- inga sem þurftu að hafa fyrir hlut- unum. Það endurspeglaðist vel í persónuleika hans. Hann var afar ÞÓRÐUR GUÐMUNDUR ÞÓRÐARSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.