Morgunblaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 85

Morgunblaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 85
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2003 85 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake BOGMAÐUR Afmælisbörn dagsins: Þú ert heimspekileg/ur í hugsun og heillast af óvenju- legum hlutum. Á sama tíma ertu hvatvís og tilfinn- ingarík/ur. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú nýtur óvenjumikillar at- hygli. Þú hrífur fólk með þér án þess að hafa nokkuð fyrir því. Naut (20. apríl - 20. maí)  Aristóteles sagði að við værum það sem við vendum okkur á. Það er því mikilvægt að láta af slæmum ávönum og temja sér betri siði. Þú getur ekki tapað á því. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú þarft á tilbreytingu að halda. Leggðu drög að ferða- lagi eða skráðu þig á námskeið. Þú munt hafa ánægju af því að læra eitthvað nýtt. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Næsta mánuðinn þarftu að vera í nánari samvinnu við aðra en þú átt að venjast. Þetta er einnig góður tími til að leita ráða hjá sérfræðingi í þínu fagi. Þú munt hafa gagn af því að ræða hlutina við aðra. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þér þarft að huga að heilsunni og hreinlæti á næstu vikum. Reyndu að borða minna af skyndifæði og meira af ávöxt- um og grænmeti. Mundu að við erum það sem við borðum. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú ert farin/n að sjá sambönd þín í jákvæðara ljósi. Leitaðu uppi skemmtilegt fólk. Þú þarft að setja þínar eigin langanir í forgang á þessum tíma í lífi þínu. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Einbeittu þér að fjölskyldunni og heimilinu næstu fjórar vik- urnar. Þú gætir þurft að leggja þig fram um að standa undir væntingum foreldra þinna. Þú ættir einnig að ganga frá laus- um endum varðandi fasteigna- viðskipti. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú munt fá góð tækifæri í við- skiptum og samninga- viðræðum á næstu viku. Það mun einnig færast meiri hraði í líf þitt. Þetta er ekki rétti tím- inn til að sitja heima. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú hefur þörf fyrir að ræða það sem skiptir þig máli í lífinu. Þú ert að endurskoða lífsviðhorf þín og þarft einhvern til að spegla þig í. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Sólin er að fara inn í merkið þitt. Þetta þýðir það að næstu fjórar vikurnar muntu end- urhlaða batteríin fyrir næsta ár. Þú verður því að setja sjálfa/n þig í forgang. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það hefur verið mikið að gerast í félagslífinu og það hefur tekið sinn toll. Þú þarft á hvíld og einveru að halda. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Njóttu samvista við vini þína. Þú munt hafa gagn af því að ræða framtíðaráform þín við aðra. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. EITT HJARTA ÉG ÞEKKI Eitt hjarta ég þekki, eitt hjarta, sem hamingjuna fann. Og skógurinn angaði allan daginn og elfan söng og rann. Sumir leita þess alla ævi, sem aðra bindur í hlekki. Á harmanna náðir þau hjörtu flýja, sem hamingjan nægir ekki. Eitt hjarta ég þekki. Því er svo þögult allt í kringum mig. Steym, eflur, hægt í hafið. Lát húmið, skógur, byrgja þig. Tómas Guðmundsson. LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 90 ÁRA í afmæli. Í dag,laugardaginn 20. desember, er níræð Sig- þrúður Guðbjartsdóttir, Sóltúni 2, Reykjavík, áður til heimilis í Stigahlíð 34, Reykjavík. Hún býður ætt- ingjum og vinum að þiggja kaffiveitingar í Sóltúni 2 á afmælisdaginn kl. 15–18. ÞAÐ er mismunandi hvern- ig bestu spilarar heims nálgast spilið. Zia gengur til leiks eins og listamaður, rekinn áfram af þörf til að skapa eitthvað nýtt og frum- legt. Hamman skoðar spilin eins og náttúrufræðingur rannsakar pöddur – af til- finningalausri nákvæmni vísindamannsins. Meckstr- oth er mun hversdagslegri í sinni nálgun. Hann spilar eins og hann sé að vaska upp. Nánast umhugs- unarlaust setur hann boll- ana hér, diskana þar, hnífa- pörin í skúffuna, og fyrr en varir er allt orðið gljáandi fínt. En út af fyrir sig ekk- ert merkilegt. Austur gefur; AV á hættu. Norður ♠ Á1098 ♥ K102 ♦ ÁK86 ♣42 Vestur Austur ♠ D743 ♠ G65 ♥ D ♥ ÁG964 ♦ G943 ♦ D105 ♣953 ♣ÁK Suður ♠ K2 ♥ 8753 ♦ 7 ♣DG10876 Vestur Norður Austur Suður Perron Rodwell Chemla Meckstr. -- -- 1 hjarta Pass 1 spaði 1 grand Pass 3 lauf Pass Pass Pass Þetta er alla vega sú til- finning sem maður fær við lestur bókarinnar „Win the Bermuda Bowl With Me“, þar sem Marc Smith hefur tekið saman spil með Meckstroth og þeir skýra í sameiningu. Spilið að ofan er ágætt dæmi um hin hús- móðurlegu vinnubrögð meistarans. Frakkarnir Chemla og Perron voru í vörninni og Perron kom auðvitað út með hjartadrottningu. Meck- stroth tekur nú við: „Þetta spil leit út fyrir að fara nið- ur, en þó var von ef Perron fengi að halda fyrsta slag- inum og skipti yfir í spaða. Ég lét lítið úr borði, Chemla kom með sexuna og ég fylgdi með sjöunni. Ég vildi fela lágu spilin svo að Per- ron væri líklegri til að túlka hjartasexu Chemla sem spaðakall. Hann hugsaði sig lengi um, en skipti svo yfir í smáan spaða. Chemla geymdi gosann (sem skipti engu máli) og ég átti slaginn ódýrt á tíuna. Ég tók næst á spaðakóng, en henti svo tveimur hjörtum niður í hátígul og spaðaás. Spilaði svo trompi. Chemla stakk upp ás og spilaði hjarta. Nú þurfti ég að lesa trompstöðuna. Ég vissi að austur átti þrjá spaða og fimm hjörtu. Ef hann átti fjóra tígla og þá laufásinn blankan, var eng- inn vinningur til. Tígullinn var líklegri til að vera 5-3 en 6-2, svo ég sló því föstu að austur ætti 3-5-3-2. En var tvíspilið í laufi ÁK eða Á9? Hann hefði kannski dúkkað með Á9, svo ég ákvað að spila hann upp á ÁK og sendi lítið lauf í bláinn. Framhaldið var svo handa- vinna.“ Svona á að vaska upp! BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 g6 2. d4 Bg7 3. Rc3 c6 4. Rf3 d6 5. a4 Rd7 6. Bc4 d5 7. exd5 Rb6 8. De2 cxd5 9. Bb5+ Bd7 10. a5 Rc4 11. Bxd7+ Dxd7 12. b3 Rd6 13. Rxd5 Rf5 14. c4 Rxd4 15. Rxd4 Bxd4 16. Bb2 Bxb2 17. Dxb2 f6 18. 0-0 Kf7 19. Had1 Dc6 20. Dd4 Rh6 Staðan kom upp í opnu alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Dóm- íníska lýðveldinu. Pólski stórmeist- arinn Bartosz Socko (2.551) hafði hvítt gegn enska al- þjóðlega meist- aranum Michael Hennigan (2.434). 21. Rxe7! Kxe7 22. De3+ Kf7 23. Dxh6 hvítur er nú sælu peði yfir og var honum ekki skotaskuld úr því að nýta sér það til vinn- ings. 23. ...Hae8 24. Hfe1 Hxe1+ 25. Hxe1 Dc5 26. Dd2 He8 27. Dd7+ He7 28. Hxe7+ Dxe7 29. Dxe7+ Kxe7 30. f4 g5 31. g3 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Ljósmynd: Birgir Freyr Birgisson BRÚÐKAUP. Hinn 27. september sl. voru gefin saman í hjónaband í Selfosskirkju af sr. Gunnari Björnssyni þau Hulda Ósk Gunnarsdóttir og Friðrik Thomas Whalen. Heimili þeirra er á Stokkseyri. Jólastemmning í miðborginni Opið til kl. 22 í kvöld Hraunbæ 119, sími 567 7776 Í NÝJUM VERSLUNARKJARNA Í ÁRBÆ Ertu að leita að góðri jólagjöf? Eigum mikið úrval af frábærum ull/silki- og ull/bómullar-bolum, með og án blúndu. Opið alla daga fram að jólum. Snilldarbók um manninn Grím Thomsen sem einn Íslendinga hefur fengið umboð til stjórnarmyndunar í Danmörku. Ástir hans og barneignir. Vináttu við konunga. Lífssorg óhemjunnar frá Fredericia. Loksins er þjóðsagan um hinn grálynda Grím kveðin í kútinn. Lífsþorsti og leyndar ástir er átakasaga um manninn sem hefur fengið kaldar kveðjur eftirtímans. „FRÓÐLEG LESNING OG SKEMMTILEG“ ... “ BÓKAÚTGÁFAN HÓLAR Lára Magnúsardóttir • Morgunblaðinu 18. nóv. 2003 Meistaraverk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.