Morgunblaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 92

Morgunblaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 92
FÓLK Í FRÉTTUM 92 LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Styrkjum Jónu Júlíu! Hvetjum landsmenn til að leggja Jónu Júlíu Jónsdóttur og fjölskyldu lið með því að taka þátt í söfnun þeim til styrktar. Jóna Júlía er einstæð 3ja barna móðir sem missti allt sitt í eldsvoða fyrir skemmstu. Söfnunarreikningur hefur verið stofnaður í SPRON í Smáranum og er reikningsnúmerið: 1152-05-407000. Kennitalan er 140674-5169. Félag einstæðra foreldra. Fyrir rokkara White Stripes – Elephant Merkilegt hvað þeim Jack og Meg White tekst að rokka á tvö hljóðfæri, trommur og raf- gítar. Á fyrstu plötu sinni fyrir stórfyrirtæki eru þau jafnhrá og ákveðin og í árdaga þó að meiri peningur þýði að þau geta vandað sig meira. The Strokes – Room on Fire Ekki hefur verið látið eins mikið með nokkra hljómsveit á síð- ustu árum og Strokes, en skemmst frá því að segja að hljómsveitin stendur fyllilega undir því. Room on Fire er ekki síðri en fyrri skífan, betri ef eitthvað er. Fyrir poppara Pink – Try This Pink sannaði það eftirminnilega með fyrstu breið- skífu sinni að hún var ekki bara sæt stelpa sem var til í að sýna á sér kroppinn til að slá í gegn; hún var tónlistarmaður sem mark er á tak- andi. Á Try This gengur hún enn lengra í þá átt, plata sem getur reyndar höfðað til mun fleiri en bara poppara, poppplata ársins. Britney Spears – In the Zone Stóra spurningin er; kemst Britney yfir það að hafa verið barna- stjarna og nær að hasla sér völl sem fullorðin söng- kona. Á In the Zone er öllu til tjald- að, Max Martin hent til hliðar í hans stað komnir harðari lagasmiðir og Moby og Madonna. Michael Jackson – Number Ones Michael Jacskon er mönnum of- arlega í huga fyr- ir flest annað en tónlist en fáir hafa þó samið annað eins af grípandi lögum. Þessi safnplata hans er kjörin fyrir poppara sem eiga ekki HIStory-safnið. Fyrir danstónlistarvini Underworld – Anthology 1992 – 2002 Á blómaskeiði danstónlistarinn- ar í upphafi tíunda áratug- arins komust fáir það sem Under- world hafði hæl- ana. Ólíkt flestum danssveitum náði Underworld að höfða til rokkáhuga- manna ekki síður en danstónlist- arvina. Basement Jaxx – Kish Kash Það er leitun að annarri eins gleðisveit og Basement Jaxx sem leikur sér með hugmyndir, stefnur og strauma á nýrri plötu sinni. Að jafnaði eru fleiri hug- myndir á ferð í einu Basement Jaxx lagi en margir hyggja á heilar breið- skífur. Fyrir hiphopara Outkast – Speakerboxxx/ The Love Below Um tíma virtist sem togstreitan á milli þeirra Dre og Big Boi mydni gera út af við Outkast en svo duttu þeir niður á það snjallræði að gera tvöfalda plötu þar sem hvor fengi eina skífu til að láta ljós sitt skína. Fyrir vikið er nýja Outkast-skífan ein plata af bráðskemmtilegu R’n’B og Soul og ein af fyrirtaks hiphopi. 50 Cent – Get Rich Or Die Tryin 50 Cent rúllaði upp samkeppn- inni á árinu, seldi fleiri plötur hrað- ar en dæmi eru um. Hann er líka hörkurappari og tónlistin grípandi og mátulega hörð. Ekki skemmir svo að hann á sér æv- intýr – og átakanlega sögu. Fyrir gamla settið Bítlarnir – Let It Be … Naked Það er ekki á hverjum degi sem út kemur ný Bítlaplata, en svo er Let It Be … Naked frá- brugðin eldri gerð plötunnar að mönnum finnst þeir vera að heyra plötuna upp á nýtt. Loksins er næstum hægt að heyra hvað hljómsveitin ætlaði í raun að gera þegar haldið var í hljóðverið fyrir rúmum 34 árum. Richard Thompson – Old Kit Bag Í Bretlandi hafa menn gjarnan nefnt Richard Thompson kon- ung gítarleik- aranna, enda er hann með af- brigðum fingrafimur og hugmynda- ríkur. Á plötunni Mock Tudor sem kom út fyrir fjórum árum, fór hann á kostum í fjölbreyttu efnisvali og er ekki síður í fínu formi á Old Kit Bag Fyrir pælara Radiohead – Hail To the Thief Aðdáendur Rad- iohead tóku gleði sína á árinu þeg- ar sveitin sendi loks frá sér breið- skífu sem stenst samjöfnuð við OK Computer. Að þessu sinni fá flestir eitthvað fyrir sinn snúð, sveitin leyf- ir sér að kafa í tilraunir og ævintýra- mennsku en þeir sem vilja fara hæg- ar yfir fá líka sitt. Cody ChesnuTT – The Headphone Masterpiece. Fyrir nokkrum árum lokaði bandaríski tón- listarmaðurinn Cody ChesnuTT sig inni í svefn- herbergi, lang- þreyttur á útgáfubransanum, og tók upp plötu fyrir sjálfan sig. Platan varð reyndar svo löng að tvo diska þurfti til; safn laga sem spanna allt frá tilraunamennsku í nútímalegt soul með viðkomu í poppi, rokki, fönki og svo framvegis. Fyrir innhverfa Damien Rice – O O er fínpússað meistaraverk fyr- ir þá sem hafa gaman af að sökkva sér niður í værðarlega íhygli, skoða lífið úr ólíkum áttum. Rice er meistari þess sem ekki er sagt og útsetur lög sín af fágætri smekkvísi. Cat Power – You Are Free Söngkonan Chan Marshall, sem kallar sig Cat Power, bindur bagga sína ekki sömu hnútum og samferðamenn- irnir, fer ævinlega kelduna frekar en krókinn. Fimm ár eru liðin frá síð- ustu hljóðversskífu, en hún er enn við sama heygarðshornið í inn- hverfri rómantík. Fyrir kántrívini Gillian Welch – Soul Journey Þegar bluegrass- æðið hófst í kjöl- far kvikmyndar- innar góðu O Brother … komst nafn Gilli- an Welch á allra varir og plata hennar Time (The Revelator) var víða ofarlega á árs- listum. Soul Journey er allt annars eðlis, þar sem Welch situr úti á ver- önd með vinum og rennir í gegnum gömul lög og ný. Lucinda Williams – World Without Tears Lucinda Willams er meðal annars fræg fyrir frekju, enda veit hún hvað hún vill og sættir sig ekki við að einhver segi henni fyrir verkum. Líkt og aðrar plötur hennar sýnir World Without Tears að víst veit Lucinda Williams hvað hún syngur; frábær plata með sterkum og oft átakanlegum textum. Með rauðvíninu Césaria Évora – Voz d’Amor Allar plötur Cés- aria Évora eru þrungnar söknuði og löngun, en líka hylling til lífsins og gleðinnar. Á undanförnum plötum hefur Césaria spreytt sig á tónlist úr ýmsum áttum en á Voz d’Amor snýr hún sé aftur að morna- söngvum þeim sem hún ólst upp við og hefur alltaf farið best að syngja. Gestir eru óvenju fáir á plötunni að þessu sinni en þó tónlistarmenn frá Brasilíu og Madagaskar svo dæmi séu tekin. Van Morrison – What’s Wrong With This Picture? Gamli refurinn Van Morrison byrjaði sinn söngvaraferil sem djasssöngvari í sveifluhljómsveit. Hann gerði út- gáfusamning við Blue Note djass- útgáfuna á árinu og sendi frá sér þessa líka fínu, mjúku og aðgengi- legu djassskífu þar sem hann syngur eins og hann eigi lífið að leysa. Eyrnakonfekt fyrir jólin Það getur verið erfitt að fóta sig í plötuflóði ársins, ekki síst ef velja á plötur fyrir aðra. Árni Matthíasson tínir til nokkrar plötur ólíkrar gerðar sem komu út á árinu, rokk, popp, danstónlist, hiphop og kántrí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.