Morgunblaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 95

Morgunblaðið - 20.12.2003, Blaðsíða 95
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2003 95 Bjúgnakrækir kom til byggða ímorgun og hefur væntan-lega gefið mörgum krökkum gott í skóinn. Morgunblaðið spjallaði við þann gamla og fékk að vita hvað hann er að hugsa þessa dagana. Hvernig hefurðu það? Mjög gott þakka þér fyrir, mér finnst aðventan skemmtilegasti tími árs- ins. Hvað ertu með í vösunum? Baggaband, gsm-síma með stað- setningartæki og myndavél, vasa- hníf, iPod og kartöflu. Uppvaskið eða skræla kartöflur? Ég slepp við þetta bæði og er meira í matargerðinni. Þvörusleikir sér um uppvaskið, honum finnst svo gam- an að sulla, og Pottaskefill um að skræla, því hann er óður í alla af- ganga og þar með talið kartöfluhýði. Hefurðu tárast í bíói? Já, oft og mörgum sinnum. Grenjaði úr hlátri á Álfi (Elf) með Will Ferrell og svo er ég frekar rómantískur í mér og átti erfitt með að halda aftur af tárun- um á Einskonar ást (Love Actually). Ég er mjög hrifinn af Hugh Grant. Ég reyni að fylgjast með því nýjasta sem er í bíó og jóla- myndir verða oftar en ekki fyrir valinu. Bæði er ég meira á ferðinni á þessum tíma árs og vek þá líka minni athygli því fólk er ekki hissa á að sjá mann í rauðum alklæðnaði með húfu í stíl í desember. Hverjir voru fyrstu tónleikarnir sem þú fórst á? Það voru held ég einhverjir jólakór- tónleikar sem mamma dró mig á, hún er ekkert eins vond og fólk held- ur. Ef þú værir ekki jólasveinn hvað vildirðu þá vera? Kannski barþjónn á suðrænni eyju, ég fæ stundum leiða á snjónum og kuldanum. Hvaða leikari fer mest í taugarnar á þér? Keanu Reeves. Hver er þinn helsti veikleiki? Það vill svo til að við bræðurnir er- um allir með nöfn sem lýsa veikleikum okkar á einhvern hátt. Já, ég er sem sagt veikur fyrir bjúgum. Finndu fimm orð sem lýsa persónu- leika þínum vel. Ég er hress, góður við börn, jákvæður, hef góða matar- lyst og er duglegur. Bítlarnir eða Stones? Hljómarnir eru nú í uppá- haldi hjá mér frá þessum bítlatíma. Ég lærði ensku svo seint og fannst auðveld- ara að syngja með Hljóma- lögunum heldur en hinum. Humar eða hamborgari? Ég verð að segja bjúgu. Hver var síðasta bók sem þú last? Annað bindi ævisögunnar um Jón Sigurðsson. Hann var reglulega góð- ur drengur og fékk alltaf gott í skó- inn. Svo les ég Hálendið í náttúru Ís- lands reglulega. Hvaða lag spilarðu áður en þú ferð út á laugardagskvöldi? Ef það er rómantískt kvöld framund- an þá hlusta ég á „Ég sá mömmu kyssa jólasvein“. Annars bara eitt- hvað með Guns N’Roses. Hvaða plötu keyptirðu síðast? Ég kaupi ekki mikið af plötum þar sem ég nota iPodinn minn mikið og hlusta frekar á einstök lög. En síð- asta plata sem ég eignaðist var Dú- ett með Björgvini Halldórssyni en ég fékk hana í skóinn frá Stúfi bróður. Hann vildi gera vel við mig þessi jól því ég hef alltaf reynt að passa upp á hann en Stúfur hefur oft orðið fyrir aðkasti vegna stærðar sinnar, eða réttara sagt smæðar. Hver er unaðslegasti ilmur sem þú hefur fundið? Af hrossabjúgunum sem hún mamma gerir. Hvert er þitt mesta prakkarastrik? Ég hugsa að það sé þegar ég setti bjúgu ofan í skyrið hjá Skyrjarmi. Hver er furðulegasti matur sem þú hefur borðað? Ég verð að segja krabbabjúgu, sem ég smakkaði á ferðalagi um Aust- urlönd fjær. Trúirðu á líf eftir dauðann? Ég trúi á eilíft líf, að minnsta kosti hafa ég og bræður mínir verið við góða heilsu síðustu aldir. Fæ stundum leiða á snjónum SOS SPURT & SVARAÐ Bjúgnakrækir BÍÓHÖLLIN, Akranesi Tónleikar með Óskari Péturssyni. GRANDROKK Útgáfutónleikar Dr. Gunna. Hljómsveitin Dr. Gunni sem leidd er af Gunnari Hjálmarssyni var að gefa út Stóra Hvellinn og fagnar útgáfunni með því að leika vel valin lög af plötunni. NASA Quarashi. Tvennir tónleikar; kl. 19. er ekkert aldurstakmark, kl. 24 er aldurstakmarkið 20 ár. Miða- sala á NASA. LEIKHÚSKJALLARINN Páll Rós- inkranz í jólastuði. SJALLINN Sálin hans Jóns míns á lokaballinu fyrir langt frí. 12 TÓNAR Jóel Pálsson og Sigurður Flosason kynna nýju plötu sína Stik- ur kl. 16. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 Sýnd kl. 2, 4 og 6. 500 kr fyrir námsmenn gegn framvísun nemendaskírteina  Kvikmyndir.com Ein magnaðasta stórmynd ársins loksins í bíó! Russell Crowe hefur aldreiverið betri. Missið ekki af þessari! Matrix No! Master Yes! Rolling Stone Roger Ebert Chicago Sun-Times Boston Herald Washington Post Los Angeles Daily News Master-ful! New York Post  HJ MBL  "Flott og vönduð stórmynd" ÞÞ FBL Sýnd kl. 8 og 10.10 Stranglega bönnuð yngri en 16 ára  Skonrokk FM909 Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. B.i. 10 ára. Sýnd kl. 3, 6 og 9. B.i. 14. Kl. 2, 4 og 6. Með ensku tali. Sýnd kl. 2 og 4. Með íslensku tali. Sýnd kl. 8 og 10. Stranglega bönnuð yngri en 16 ára Sýnd kl. 6. Með íslensku tali. Tilboð 500 kr. Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna „ATH!SÝND MEÐÍSLENSKU OGENSKU TALI“ EKKI VIÐ HÆFI VIÐKVÆMRA!  Kvikmyndir.com  Skonrokk FM909 Will Ferrell  Kvikmyndir.com Sannsöguleg mynd um John Holmes, stærstu klámstjörnu heimsins, og hin hrottalegu Wonderland morð. EIN MEST SLÁANDI MYND ALLRA TÍMA!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.