Morgunblaðið - 20.12.2003, Síða 1

Morgunblaðið - 20.12.2003, Síða 1
Laugardagur 20. desember 2003 Hvað heitir maðurinn hennar Grýlu? Prentsmiðja Árvakurs hf. ÆVINTÝRIÐ um Augastein er nýtt jólaleikrit eftir Felix Bergsson. Felix leikur sjálfur öll hlutverkin í sýningunni en það má þó eiginlega segja að skuggamyndir, brúður og hljóð leiki líka stór hlutverk í sýningunni, sem er mjög jólaleg. Leikritið var sýnt í London á síðasta ári enda er það nokkurs konar kynning á íslenskum jólasiðum á sama tíma og það segir söguna af Auga- steini og því hvers vegna íslensku jólasveinarnir fóru að gefa börnum í skóinn. Við báðum Kristján Kristjánsson og Sigríði Þóru Flygenring sem eru búin að lesa um Augastein og sjá leikritið um hann, að segja okkur svolítið frá honum. Ævintýrið um Augastein Morgunblaðið/Kristinn SIGRÍÐUR Þóra Flygenring, sem er að verða fimm ára, fór að sjá Ævintýrið um Augastein í leikhúsinu um síðustu helgi. Hvernig fannst þér í leikhúsinu? Gaman! Jólasveinadúkkurnar voru svo flottar og það var hægt að hengja þær upp. Um hvað er leikritið? Það er um strák sem heitir Augasteinn! Hann var bara að liggja og grenja og svo tók Stekkjastaur hann og fór með hann heim. Svo kom Grýla en hún borðaði hann samt ekki af því hún var ekki vön að borða góða krakka. Samt var jólakötturinn næstum búinn að éta hann en þá þurftu allir jólasveinarnir að finna ráð til að bjarga honum. Hvernig voru þessir jólasveinar? Þeir voru góðir en þeir ætluðu samt ekki að gefa krökkunum í skóinn. Þeir ætluðu bara að stela mjólk og mat. Svo gáfu þeir Augasteini í skóinn af því að hann átti bara einn skó. Af því að í gamla daga tók jólakötturinn börnin sem fengu engin föt fyrir jólin. Varstu hrædd? Já, svolítið af því Grýla var svolítið skelfileg og líka jólakötturinn. Flottar jólasveinadúkkur Morgunblaðið/Árni Sæberg Sigríður Þóra Flygenring Á JÓLUM fagna kristnir menn fæðingu frelsarans. Í gegn um aldirnar einkennd- ist jólafastan á Íslandi þó fremur af hjátrú og skelfilegum óvættum en fagn- aðarboðskap jólanna. Sem betur fer ótt- ast íslenskir krakkar ekki lengur þessar óvættir á sama hátt og börn gerðu í gamla daga en margar þeirra eru þó enn ómissandi þáttur í jólahaldi okkar Íslend- inga. Íslensku jólasveinarnir eru dæmi um slíka jólavætti en samkvæmt þjóðtrú voru þeir hið mesta pakk, bæði þjófóttir og hrekkjóttir. Á síðustu öld hafa íslensku jólasveinarnir hins vegar tekið upp ýmsar vegna jólasveinafjölskyldan hefur batnað svona mikið frá því langömmur okkar og langafar voru að alast upp. Sumir hafa bent á að þau hafi farið á stjá þegar myrkrið var sem mest og að rafmagnið (það að rafmagnsljós lýsi nú upp skamm- degið) og breyttar aðstæður hafi senni- lega átt sinn þátt í því að gera þau frýni- legri og hjartahlýrri. Það eru líka til aðrar skemmtilegar skýringar á því hvers vegna jólasveina- fjölskyldan breyttist til batnaðar en ein þeirra kemur til dæmis fram í sögunni Ævintýrið um Augastein eftir Felix Bergsson. venjur góðhjartaðra, glaðværra jóla- sveina, sem eru þekktir víða um lönd, þó þeir kalli sig enn gömlu nöfnunum sem minna okkur á uppáhaldshrekkina þeirra. Grýla og jólakötturinn eru aðrir frægir jólavættir sem í gegnum aldirnar hafa hrætt íslensk börn enda var sagt að eft- irlætismaturinn hennar Grýlu væri kjöt af óþægum börnum og að þeir sem ekki fengju nýja flík á jólunum færu í jólakött- inn. Líkt og jólasveinarnir hefur Grýla þó batnað mikið á síðustu öld þó hún sé enn ófrýnileg og svolítið skelfileg. Það eru til ýmsar skýringar á því hvers Grýla heitir grettin mær Svar: Leppalúði ÞAÐ er líka komin út bók um Augastein með myndum eftir Höllu Sólveigu Þor- geirsdóttur. Við báðum Kristján Kristjánsson, sem er tíu ára og búinn að lesa bókina, að segja okkur að- eins frá henni. Hvernig fannst þér bók- in? Mér fannst hún voða skemmtileg. Hún var fyndin og spennandi og ég mæli með henni í jólagjöf. Svo fannst mér líka voða snið- ugt, að það eru 24 kaflar í henni þannig að maður getur lesið einn kafla á dag í desember fram að jólum. Um hvað er hún? Í byrjun er sagt frá gömlum manni sem á búð og það kemur krummi í búðina til hans sem vill heyra söguna um drenginn sem átti bara einn skó. Þá fer gamli mað- urinn að kíkja í kistuna sína og gera það sem hann ger- ir alltaf fyrir jólin en það er að taka upp jólasveina- dúkkurnar og segja söguna um Augastein sem lenti í helli jólasveinanna. Þannig að það er hann sem segir okkur söguna um Augastein? Já, en það er svolítið skrýtið að í lokin sjáum við aft- ur skiltið á búðinni og þá stendur „Augasteinn – Minjagripir og minningar“ á því en ekki „Steinn – Minjagripir og minningar“ eins og í byrjun. Gamli maðurinn er líka ofsalega líkur Augasteini á mynd- unum þannig að ég held að hann hafi kannski verið Augasteinn. Fyndin og sniðug jólagjöf Kristján Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.