Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 346. TBL. 91. ÁRG. SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Skálm á jólum Hjörtur Magni Jóhannsson | Maður meðal manna Michael Young | Hræðist leiðann Tímaritið í dag 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 SUNNUDAGUR VERÐ KR. 300 Aftur og aftur Gerður G. Bjarklind velur uppá- haldslögin sín | Fólk í fréttum NOTKUN sleða er háð ytri skilyrðum og aðalatriðið er að nægur snjór sé fyrir hendi. Félagarnir Sindri og Haukur nýttu sér snjóinn á gang- stéttinni við Nesveginn í Reykjavík og létu renna í átt að Vegamótum. Morgunblaðið/Kristinn Snjórinn auðveldar för FYRIRTÆKIÐ Art.is tekur um áramót við rekstri Lista- safnsins á Akur- eyri til næstu þriggja ára. Samningur þar að lútandi var undirritaður í gær. Eigandi Art.is er Hannes Sigurðsson, for- stöðumaður Listasafnsins á Akur- eyri, og situr hann því áfram við stjórnvöl þess. Þetta er í fyrsta skipti sem einkafyrirtæki tekur að sér rekstur opinbers listasafns hér- lendis og segist Hannes raunar ekki vita til þess að það tíðkist nokkurs staðar. Þeir Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri segja báðir tilraunina mjög spennandi. „Það má segja að við séum að þreifa okkur áfram með nýjungar í þeirri þjónustu sem bærinn veitir; veltum því fyrir okkur hvaða þjón- ustu við viljum veita sjálf og hvaða þjónustu við kaupum,“ sagði Krist- ján Þór í samtali við Morgunblaðið. „Starfsemi Listasafnsins er þess eðlis að það er tiltölulega auðvelt að gera þessa tilraun þar og það skal líka fúslega viðurkennt að viðkom- andi einstaklingur, Hannes Sigurðs- son, hefur staðið sig frábærlega vel í starfi,“ sagði Kristján Þór. Bæjarstjórinn segist telja að báð- ir aðilar geti haft ávinning af til- rauninni, „og í raun er þetta ákveðin áskorun, bæði til bæjarfélagsins og Hannesar, um það að láta þetta rekstrarform ganga upp. Og ég hef enga ástæðu til að ætla annað en svo verði,“ sagði Kristján Þór. Bæjarsjóður ver svipuðu fjár- magni til Listasafnsins næstu þrjú ár og gert hefur verið undanfarið, að sögn bæjarstjórans. Hannes Sigurðsson var ráðinn forstöðumaður Listasafnsins á Ak- ureyri sumarið 1999. Í árslok 1997 stofnaði hann Art.is og fékkst fyr- irtækið við margvísleg verkefni á sviði menningar áður en hann tók til starfa á Akureyri. Spennandi og ögrandi Hannes kveðst mjög spenntur vegna samningsins við Akureyr- arbæ. „Verkefnið er spennandi og mjög ögrandi. Art.is sem slíkt verð- ur sem minnst sýnilegt í rekstrin- um; hlutverk þess verður einfald- lega að halda nafni og merkjum Listasafnsins á lofti með svipuðum hætti og verið hefur. Og markmið mitt er að fjölbreytni, gæði sýninga og þjónusta verði sem best.“ Art.is tekur við rekstri Listasafnsins á Akureyri Fyrirkomulagið sagt einsdæmi og til- raunin spennandi og mikil áskorun Akureyri. Morgunblaðið. Hannes Sigurðsson ÓTTAST er að yfir 90 manns hafi farist í aurskriðu sem skall á borgirnar San Franc- isco og Liloan á Filippseyjum á föstudags- kvöld. „Hér hefur rignt í nokkra daga og jarðvegurinn er orðinn mettaður af vatni,“ sagði Rosette Lerias, héraðsstjóri í Suður- Leyte. Aðstoðarborgarstjóri Liloan sagði að menn hefðu fyrst heyrt miklar dunur berast niður fjallshlíðarnar en nokkrum mínútum síðar hefði flóðbylgja af aur steypst yfir húsin. Fólk flýði í ofboði upp á hærra svæði en átti erfitt með að rata vegna myrkurs þar sem rafmagn fór víða af. Ráðherra velferðarmála á Filippseyjum, Corazon Soliman, sagðist vona að þeir sem enn væri saknað hefðu leitað skjóls annars staðar en á heimilum sínum til að forðast skriðurnar og myndu koma fram. Níu manns fórust einnig á eynni Mindanao í sunnanverðu landinu en þar voru þúsundir manna fluttir á brott af heim- ilum sínum vegna vatnavaxta. Aurskriður á Filippseyjum Óttast að yf- ir 90 manns hafi farist Manila. AP, AFP. KARLMAÐUR í Riga í Lettlandi slapp í vikunni lifandi úr raun sem vart mun eiga sér fordæmi, að sögn fréttavefjar BBC. Hann fannst rænulaus af drykkju á mið- vikudagskvöld við strætisvagnabiðstöð og reyndist áfengismagnið í blóðinu vera 7,22 prómill. Venjulega deyr fólk ef magnið fer yfir fjögur prómill. Maðurinn lýsti hrakningum sínum er hann hafði náð sér á sjúkrahúsi. Konan þoldi ekki drykkjuskapinn í honum og fór frá honum, í öngum sínum datt hann illi- lega í það en segist ekki muna hversu mik- ið hann hafi látið í sig. „Það síðasta sem ég man áður en ég dó var flaska af heimabruggi sem ég tók af einhverjum,“ sagði hann í blaðaviðtali. Hann segist ekki vita hvort hann muni nú taka upp aðra drykkjusiði. Dó en lifði það af ♦ ♦ ♦ Sérfræðingar Bandaríkja- manna og Breta hafa síð- ustu vikurnar fengið að skoða sumar af stöðvum Líb- ýumanna og segja að á óvart hafi komið hve stutt sé í að þeir geti smíðað kjarnorkuvopn. Líbýumenn hafa fram til þessa ávallt neitað að þeir væru að framleiða gereyðing- arvopn og hafa fullyrt að um fram- leiðslu á áburði og öðrum nytsam- legum efnum væri að ræða. Þeir eiga talsvert magn efnavopna og hafa gert tilraunir með eldflaugar til að skjóta slíkum vopnum. Ekki munu hins vegar vera merki um að þeir hafi gert umtalsverðar tilraunir til að framleiða sýklavopn. „Framvegis verða Líbýumenn í fararbroddi þjóða sem vilja losa heiminn við gereyðingarvopn,“ sagði í yfirlýsingu Gaddafis. Hann viðurkenndi að Líbýumenn hefðu „reynt að þróa varnarbúnað sinn þegar ekki var hlustað á hvatningar þjóðarinnar um að Miðausturlönd og Afríka yrðu laus við gereyðing- arvopn“. Kínverjar og Japanar voru meðal þjóða sem í gær hrósuðu Gaddafi fyrir ákvörðun hans. Bush Banda- ríkjaforseti sagði á föstudagskvöld að þeir sem reyndu með leynd að koma sér upp gereyðingarvopnum myndu ekki auka áhrif sín heldur kölluðu þeir yfir sig „einangrun og aðrar óþægilegar afleiðingar“. Um- mæli Bush voru túlkuð sem skilaboð til leiðtoga Írans og Norður-Kóreu sem grunaðir eru um að reyna að koma sér upp gereyðingarvopnum. Sýnir gildi friðsamlegra leiða Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, lagði í ávarpi sínu á föstu- dagskvöld áherslu á að niðurstaðan sýndi að hægt væri að leysa slík mál með samningum áður en grípa þyrfti til örþrifaráða eins og hern- aðar. Blair og Bush sögðu að Bretland og Bandaríkin hefðu átt í viðræðum við stjórnvöld í Líbýu í níu mánuði. Líbýumenn munu hafa haft sam- band við Breta í mars og viljað kanna hvort hægt væri að leysa deil- una um gereyðingarvopn með samningum. Bandaríkjamenn og Bretar réðust inn í Írak í mars og steyptu stjórn Saddams Husseins nokkru síðar. „Líbýa hefur nú lýst því yfir að stjórnvöld muni leggja niður ger- eyðingarvopnaverksmiðjur sínar og takmarka drægi líbýskra eldflauga við 300 km,“ sagði Blair. Hann sagði að Gaddafi hefði heitið því að af- vopnunarferlið yrði gegnsætt og er- lendum eftirlitsmönnum yrði leyft að fylgjast með því. Líbýa reyndi að smíða kjarnavopn Washington, London. AP, AFP. GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti segir að Líbýustjórn sé nú aftur á leið inn í samfélag þjóða. Hann vonast til þess að aðrir þjóðarleiðtogar fylgi fordæmi Muammars Gaddafis Líbýuleiðtoga sem hét því á föstudag að eyða öllum tilraunastöðvum á sviði gereyðingarvopna og vopna- birgðum auk þess að takmarka drægi eldflauga til að bera vopnin við 300 kílómetra. Gaddafi sagði í yfirlýsingu sinni að um „viturlegt og djarf- mannlegt skref“ væri að ræða sem ætti skilið fullan stuðning þjóðarinnar. Muammar Gaddafi Gunnar Gunnarsson sendir frá sér geislaplötuna Des | Listir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.