Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ w w w .jp v.is S TÓ R V IR K I Á D Æ M A LA U S U V E R Ð I 1.306 blaðsíður • 5.000 ljósmyndir 3 SÆ T I „Hvergi veikur punktur á þessari bók. Stórkostlega vandað ritsafn.“ Jón Svanur Jóhannsson VIÐSKIPTABLAÐIÐ „Stórglæsileg.“ MORGUNBLAÐIÐ ÖLDIN ÖLL Í EINU BINDI Saga umbrotamestu tíma lands og þjóðar, sem hefur áður komið út í þremur bindum, hefur nú verið sameinuð í eitt veglegt verk. Kr. 9.980 (Leiðbeinandi útsöluverð) VERÐ FRÁ 1. JAN. kr. 12.980 TILBOÐ TIL ÁRAMÓTA METSÖLUL I ST I M O R G U N B L A Ð S I N S a l m e n n t e f n i 1 8 . d e s e m b e r RAFIÐNAÐARSAMBAND Ís- lands (RSÍ) hefur lagt fram kröfu- gerð fyrir viðsemjendur í Samtökum atvinnurekenda í raf- og tölvuiðnaði og Samtökum atvinnulífsins. Hefur viðræðuáætlun vegna næstu kjara- samninga verið undirrituð og verður næsti fundur samningsaðila í byrjun janúar. RSÍ gerir m.a. kröfu um að lág- markslaun verði færð nær raunlaun- um. Settar eru fram þær kröfur að lágmarkslaun rafiðnaðarmanna verði 120 þúsund krónur á mánuði, að lágmarkslaun rafiðnaðarmanna með sveinspróf verði 170 þúsund og rafiðnaðarsveina með 3ja ára reynslu 215 þúsund krónur. Telur sambandið eðlilegt að semja til 20–24 mánaða í ljósi aðstæðna á vinnumarkaði. Um helmingur fé- lagsmanna RSÍ, eða um 2000 manns, starfar samkvæmt almennum samn- ingi sem rennur út 1. mars næstkom- andi. 2–3% hækkun á ári umfram verðbólgu Rafiðnaðarmenn segjast reiðu- búnir að halda áfram á þeirri braut sem mörkuð hafi verið 1990 með sameiginlegu átaki samtaka atvinnu- rekenda og launamanna, en leggi áherslu á að tengja verði samninga skýrum efnahagslegum markmiðum og virkum mælistikum. Þau skilyrði byggist á stöðugleika og að verð- bólga verði innan efri þolmarka Seðlabanka Íslands, þannig að launahækkanir skili vaxandi kaup- mætti. Sambandið telur að samningar til lengri tíma hafi skilað sér í betri samningum innan fyrirtækja. En ekki verði fram hjá því litið að mjög mikil óvissa ríki um hver þróunin verði næstu ár. Gífurlegar fram- kvæmdir séu að hefjast og mikil þensla sé fyrirsjáanleg þótt erfitt verði að sjá fyrir um þróunina, eink- um eftir árið 2006. Eðlilegt að samið verði til 20–24 mánaða Í kröfugerð RSÍ segir að lengd samningstíma muni ráðast af vilja samningsaðila til að viðhalda stöðug- leika og kaupmáttaraukningu. En miðað við óvissu í efnahagslegri þró- un og þróun á evrópskum vinnu- markaði sé eðlilegt að samið sé til 20–24 mánaða. Ekki sé lokað fyrir þann möguleika að semja til lengri tíma, náist með því viðunandi mark- mið. Lögð er er áhersla á að að þróun við Kárahnjúka hafi sýnt að það sé mikil nauðsyn á að endurskoða og bæta skráningu á réttindum er- lendra rafiðnaðarmanna og tryggja að þeir geti ekki hafið störf fyrr en staðfesting hafi fengist á að starfs- réttindi þeirra séu sambærileg því sem krafist er af innlendum rafiðn- aðarmönnum. Tryggja þurfi að launakjör, tryggingar og aðbúnaður erlendra starfsmanna séu sambæri- leg því sem viðgengst á innlendum vinnumarkaði og erlendir rafiðnað- armenn fái greidd þau raunlaun og búi við sömu kjör og tíðkast í við- komandi starfi. Vegna þessa sé nauðsynlegt að færa lágmarkslaun nær raunlaunum. Lífeyrisréttindi verði samræmd Líkt og önnur landssambönd og verkalýðsfélög, sem lagt hafa fram kröfugerðir, vill RSÍ að lífeyrisrétt- indi verði samræmd við réttindi í A- deild Lífeyrissjóðs starfsmanna rík- isins og að mögulegt upphaf lífeyr- istöku verði við 60 ára aldur. Marfeldisstuðull stiga hækki í 1,90 og upphaf lífeyristöku verði mögu- legt við 60 ára aldur. Í kröfugerð RSÍ segir, að ef tryggingafræðileg athugun leiði í ljós að iðgjald sjóð- félaga til sjóðsins ásamt mótframlagi launagreiðanda dugi ekki til greiðslu á skuldbindingum viðkomandi skyldutryggingarsjóðs, skuli stjórn sjóðsins hækka framlag launagreið- anda í samræmi við niðurstöðu at- hugunarinnar. Nokkrar tillögur eru um breyting- ar á orlofi og frídögum. Sett er fram krafa um að orlof verði 6 dagar að vetri og 24 að sumri. Við 40 ára líf- aldur, bætist við 1 orlofsdagur, ann- ar við 50 ára lífaldur og við sextugt sá þriðji. Rafiðnaðarsambandið leggur fram kröfugerð um samning til 20–24 mánaða Lágmarkslaun félagsmanna verði færð að raunlaunum  Launahækkun á ári skili 2–3% umfram verðbólgu.  Lágmarkslaun rafiðnaðarmanna verði 120 þúsund kr., rafiðn- aðarmanna með sveinspróf 170 þús. og rafiðnaðarsveina með 3ja ára reynslu 215 þús. kr.  Tryggja þarf að launakjör, tryggingar og aðbúnaður er- lendra starfsmanna sé sambæri- legur því sem viðgengst á inn- lendum vinnumarkaði.  Greidd séu föst laun á löghelgum frídögum og aðfangadagur og gamlársdagur verði frídagar.  Lífeyrisréttindi verði samræmd við réttindi í A-deild Lífeyr- issjóðs starfsmanna ríkisins.  Lágmarkslaun verði færð nær raunlaunum.  Orlof verði 6 dagar að vetri og 24 að sumri. Punktar úr kröfugerð RSÍ ARI Edwald, framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins, segist líta svo á að kröfugerðir verslunar- manna og Rafiðnaðar- sambandsins, sem kynntar voru atvinnu- rekendum sl. miðvikudag og fimmtudag, séu á svipuðu róli og kröfu- gerðir ann- arra félaga og sambanda inn- an ASÍ sem lagðar hafa verið fram á seinustu vikum. Samningar VR og Lands- sambands íslenskra verslunar- manna og samningar RSÍ eru lausir 1. mars eða aðeins síðar en samningar annarra félaga sem lagt hafa fram kröfur. „Við gerum ráð fyrir að ein- hverjir fundir hefjist fljótlega eftir áramótin,“ segir Ari. Félögin horfa til tveggja eða fjögurra ára samnings „Það eru alltaf einhver at- riði með öðru sniði í þessum kröfum eins og gengur, eins og t.d. framsetning verslunar- manna á kröfum um valfrelsi launþega gagnvart því hvort launakostnaður er tekinn út í auknum orlofsrétti eða hækk- unum o.s.frv. en í það heila tekið virðist mér kröfugerð þeirra á svipuðu róli og ann- arra.“ Nokkuð mismunandi áherslur eru uppi á samnings- tíma í þeim kröfum sem lagðar hafa verið fram. „Verslunar- menn setja fjögurra ára samn- ingstíma á oddinn. Við höfum lýst því að við höfum mikinn áhuga á að kanna hvort það geti gengið upp því það sé mjög eftirsóknarvert ef hægt er, en rafiðnaðarmenn eru hins vegar nær tveggja ára samningstímanum, þó þeir úti- loki ekki samning til lengri tíma. Við sjáum að félög eru að horfa til tveggja ára eða fjögurra ára og hvorugt er úti- lokað en þeir sem horfa til styttri samningstíma eru fyrst og fremst að setja fyrir sig óvissuna síðar á samnings- tímabilinu og hversu praktískt það sé að ætla fyrir því,“ segir Ari. Framkvæmda- stjóri SA Kröfur fé- laga og sambanda á svipuðu róli Ari Edwald „ÞAÐ er nú búið að landa um 242 þúsund tonnum í Norðfjarðarhöfn og við erum enn að“ segir Gísli S. Gíslason, hafnarstjóri í Neskaup- staðarhöfn á metaflahátíð í Nes- kaupstað í fyrradag. „Það er alls ekki útséð um að fleiri bátar landi hér fyrir áramótin. Við erum að gæla við að ná 245 þúsund tonnum“ Hafnarstjórn Fjarðabyggðar bauð gestum og gangandi að koma við á hafnarskrifstofunum þremur, í Nes- kaupstað, á Eskifirði og Reyðarfirði og þiggja veitingar í tilefni af því að aldrei hefur borist jafn mikill afli á land í Fjarðabyggð. Jafnframt var stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum sveitarfélagsins send kaka. Evrópumet? Hátt í 440 þúsund tonnum hefur verið landað á árinu, þar af um 242 þúsund tonnum í Neskaupstaðar- höfn, sem er Íslandsmet og 176 þús- und tonnum í Eskifjarðarhöfn. Á Reyðarfirði hefur verið landað um 25 þúsund tonnum. Mestur hluti hins landaða afla er uppsjávarfiskur, einkum kolmunni. Í Neskaupstað hefur verið landað um 117 þúsund tonnum af kolmunna til bræðslu. „Við höfum líka landað töluvert af frystum afurðum í frystigeymslu Síldarvinnslunnar“ sagði Gísli. Menn velta nú fyrir sér hvort afl- inn sem borist hefur á land í höfn- unum þremur í Fjarðabyggð „sé Evrópumet í löndun afla hjá sama Hafnarsjóðnum“ eins og segir á heimasíðu Fjarðabyggðar. Aldrei áður hefur jafnmikill afli borist á land á Norðfirði og á þessu ári Vonast eftir að ná 245 þúsund tonna afla Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Gísli S. Gíslason og Hjálmar Einarsson, sem báðir starfa hjá Neskaupstað- arhöfn, eru að gæla við að ná 245 þúsund tonnum á land áður en árinu lýkur. AUKINN innflutningur á bílum til landsins á þessu ári hefur skilað rík- issjóði auknum tekjum. Þannig voru innheimt vörugjöld af ökutækjum liðlega 52% meiri fyrstu ellefu mán- uði ársins en á sama tímabili árið á undan. Upplýsingar um greiðsluafkomu ríkissjóðs eru birtar í vefriti fjár- málaráðuneytisins, fjr.is. Þar kemur meðal annars fram að fjármuna- hreyfingar í lok nóvember voru já- kvæðar um rúma 20 milljarða sem er liðlega 12 milljörðum kr. betri staða en í fyrra. Skýrist betri staða svo til eingöngu af tekjum af sölu eigna rík- isins en þær skiluðu um 12 milljörð- um í ríkissjóð. Heildartekjur ríkissjóðs voru lið- lega 229 milljarðar frá upphafi árs til nóvemberloka og er það 30 milljörð- um meira en í fyrra. Sala hlutabréfa ríkisins skýrir 40% af aukningunni. Skattttekjur jukust um 7,6% sem er 5,5% raunhækkun. Meðal skatta sem leitt hafa til aukningar skatt- tekna eru tryggingagjald sem var hækkað og tekjuskattar lögaðila. Aftur á móti lækkuðu eignarskattar um tæp 22% enda var álagningar- hlutfall þeirra lækkað um nærri því helming á tímabilinu. Innheimta veltuskatta jókst um nærri 10% sem er 7,5% raunaukn- ing. Þar munar mest um aukna inn- heimtu tekna af virðisaukaskatti en auknar tekjur af vörugjaldi öku- tækja hafa einnig sín áhrif. Vörugjöld af ökutækj- um jukust um 52% Auknar tekjur ríkissjóðs fyrstu ellefu mánuði ársins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.