Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Munið að slökkva á kertunum       Aðgát skal höfð í nærveru kerta Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins         Jólakötturinn fær sitt að venju. Bág staða rjúpnastofnsins Ekki séreign skotveiðimanna Rjúpnaveiðibanniðhefur mjög veriðtil umræðu í haust og sér ekki fyrir endann og deila menn fram og aftur auk þess sem marg- ar „rjúpnafjölskyldur“ hafa enn ekki ákveðið hvað skuli vera á matseðl- inum á aðfangadagskvöld úr því að rjúpuna skortir. Málið hefur klagað mest upp á umhverfisráðherr- ann sem geranda og skot- veiðimenn og rjúpnaætur sem þolendur, en fugla- fræðingar á Náttúru- fræðistofnun komu einnig við sögu. Morgunblaðið ræddi um málið við Ólaf Karl Nielsen sem stundað hefur rjúpnarannsóknir um árabil og fara svör hans hér á eftir. – Hvers vegna að þínu mati er nauðsynlegt að banna skotveiðar á rjúpu? „Bág staða rjúpnastofnsins gerði það nauðsynlegt. Umskipti urðu eftir 1960 og rjúpnastofninn hefur aldrei almennilega rétt úr kútnum síðan. Síðustu 10 ár eru ein þau lélegustu sem við þekkj- um. Þetta ástand klagar ekki bara upp á veiðimenn, rjúpan er ekki þeirra séreign. Rjúpan á sér ótal unnendur sem sakna vinar í stað, fugl sem áður var einn af einkennisfuglum móanna er orð- inn sjaldgæfur. Eins er rjúpan þýðingarmikill hlekkur í fæðu- vefnum og ein tegund, fálkinn, er algjörlega háð rjúpunni. Fálkum hefur t.d. fækkað mjög mikið á Vesturlandi og Suðurlandi á síð- ustu 20 árum!“ – Er það ekki staðreynd að stofninn var byrjaður að sýna umskipti? „Stofninn er að komast í lág- mark eða er í lágmarki, mismun- andi eftir landshlutum. Þetta er einmitt tíminn sem þess er að vænta að friðunaraðgerðir geti skilað árangri, þ.e. þegar hann er að byrja að vaxa.“ – Hvað segirðu um orð skot- veiðimanna að aðrir þættir skipti miklu meira máli en skotveiði, t.d. fjölgun rándýra eins og refs og sílamáfs? „Stofnsveifla rjúpunnar er náttúrulegt fyrirbæri og ótal þættir hafa þar áhrif, m.a. fæðan, rándýr, sýklar og sníkjudýr og tíðarfar.“ – Ertu sammála því að skot- veiðin sé eini fækkunarþátturinn sem hægt sé að hafa stjórn á? „Já, skotveiðar eru eini þátt- urinn sem við getum stjórnað til skemmri tíma litið.“ – Hefðir þú sjálfur viljað frek- ar sjá einhverjar raunhæfar tak- markanir á skotveiðum en algert veiðibann? „Jú, tillögur Náttúrufræði- stofnunar frá 2002 gerðu ráð fyr- ir að það yrði dregið verulega úr sókn og þá annars vegar með sölubanni og hins vegar styttingu veiðitímans. Þetta gekk ekki eft- ir, það var ekki vilji fyrir því hjá Alþingi að setja á sölubann. Þess vegna voru tillögur okkar 2003 um algjört veiðibann frekar en að stytta veiðitímann í nær ekki neitt, eða viku til 10 daga, en það hefði þurft að gera til að ná sókninni verulega niður. Það er mín skoðun að markaðs- veiðar á fuglum á Íslandi séu tímaskekkja og því fyrr sem við losnum við þennan hvata til stór- felldra veiða því betra. Það er engin ástæða til að ætla að þessir villtu stofnar geti staðið undir þörfum sístækkandi markaðar. Framtíðin er sportveiði, ekki markaðsveiði.“ – Hefurðu ekki áhyggjur af því að veiðikortakerfið skemmist vegna þessa, bæði að rjúputölur detti út og að skotveiðimenn mögulega taki upp á því að falsa skýrslur? „Vissulega hef ég slíkar áhyggjur. Veiðikortakerfið er eitt mesta framfaraspor sem stigið hefur verið hér á landi til vökt- unar á nytjum fugla. Reyndar er þetta kerfi ein af forsendum sjálfbærrar nýtingar fuglastofn- anna. Við viljum ekki það ástand sem var fyrir tíma þessa kerfis þegar engar tölulegar upplýsing- ar voru um veiðina. Veiðikorta- kerfið er ekki síður mikilvægt fyrir skotveiðimenn en stjórnvöld og fræðimenn. Umfang nytjanna verður að vera lýðum ljóst ann- ars næst aldrei nein sátt um þær.“ – Telurðu að skotveiðimenn hafi snúið útúr einhverju af ykk- ar boðskap eða misskilið? „Jú, jú, að sjálfsögðu, menn voru mjög reiðir og ýmislegt var sagt í hita augnabliksins sem bet- ur hefði verið látið ósagt.“ – Hvers vegna er talið að stofninn hafi dalað eins mikið og raun ber vitni? „Við vitum það ekki fyrir víst, margir þættir gætu spilað sam- an, m.a. hafa orðið miklar breyt- ingar í sveitum landsins og nægir þar að nefna girðingar sem teygja sig um öll fjöll og allar heiðar. Menn verða þó að gera sér grein fyrir því að skotveiðar geta sannanlega haft áhrif á afföll fugla þar á meðal rjúpunnar.“ – Heldurðu að skot- veiðibannið muni skipta sköpum fyrir rjúpnastofninn? „Ég vona að við sjáum um- skipti til ástands í einhverri lík- ingu við það sem var fyrir 1960. Allavega, með vísan í ástand rjúpnastofnsins, gengur ekki til frambúðar að styðjast við þá veiðiráðgjöf sem ráðið hefur rjúpnanytjum sl. 50 ár, þ.e. að skotveiðar skipti engu máli varð- andi heildarafföll.“ Ólafur K. Nielsen  Ólafur Karl Nielsen er fæddur 21. nóvember 1954. Hann er stúdent frá Verslunarskóla Ís- lands 1975, BS í líffræði frá Há- skóla Íslands 1978, Ph.D. frá Cornell University, Ithaca, New York, 1986. Starfaði við Líf- fræðistofnun háskólans 1986– 1992, var veiðistjóri 1993 og starfaði við Náttúrufræðistofnun Íslands frá 1984. Þriggja barna faðir, Ólafur Hrafn, Sólveig og María. Framtíðin er sportveiði, ekki markaðs- veiði ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.