Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ AÐ MATI ríkisskattstjóra,Indriða H. Þorláksson-ar, einkennir græðgi íauknum mæli viðhorfþeirra sem eiga og stjórna fyrirtækjum hér á landi og hann telur að ein birtingarmynd þessa sé að stórfelldum skattasnið- göngumálum hafi fjölgað og þau ger- ist æ úthugsaðri enda njóti menn sér- hæfðrar aðstoðar við að víkja sér undan skatti. Ljóst er að ríkisskattstjóra þykir nokkuð skorta upp á siðferði stjórn- enda eða eigenda sumra fyrirtækja og er þá væntanlega að vísa til þess að þau séu að skjóta sér undan því að axla þá samfélagslegu ábyrgð sem þeim ber. Gatan meðfram glæpaveginum Vísa sem ríkisskattstjóri birtir í leiðara sínum í Tíund vísar greini- lega til þessa: Hans var jafnan höndin treg að hjálpa náunganum. Gekk hann aldrei glæpaveg en götuna meðfram honum. Raunar slær Indriði þarna tón sem hann hefur slegið áður, nánar tiltekið í leiðara í Tíund fyrir nær þremur ár- um. Þar vísaði Indriði til orða Olivers Wendells Holmes, sem lengi var dómari við hæstarétt Bandaríkj- anna, en þau eru á þá leið að skattar séu endurgjald fyrir hluta af þeim lífsgæðum sem borgarar í siðuðu samfélagi njóta, fyrir réttarkerfi og löggæslu, menntun, menningarstarf- semi, heilbrigðisþjónustu o.s.frv. „Þessi sýn er öllum holl og ekki síst þeim sem með öllum ráðum reyna að komast hjá því að greiða skatt með skattsvikum eða skattasniðgöngu... [-] Þeir sem stunda svarta atvinnu- starfsemi eða fela tekjur sínar og eigur í erlendum skattaskjólum hafa notið þess til jafns við aðra borgara landsins að vaxa upp og búa í siðuðu samfélagi. Þeir njóta þjónustu þess og verndar en velta kostnaðinum yfir á aðra. Þess eru fá ef nokkur dæmi að þessir aðilar afþakki þjónustu samfélagsins eða geri minni kröfur í þeim efnum en þeir sem goldið hafa skatta sína án refja.“ Lögfræðingum í skattamálum og endurskoðendum sem Morgunblaðið ræddi við þótti Indriði vega ómak- lega að sér og fara með órökstuddar dylgjur um stétt þeirra í nýjasta leið- ara hans. Töldu þeir ljóst að ekki væri hægt að áfellast einstaklinga né fyrirtæki fyrir það eitt að hagræði þeirra stangaðist á við hugmyndir ríkisskattstjóra um „eðlilegar“ skatt- greiðslur og siðferði. Þá þótti mörg- um Indriði tala nokkuð undir rós í leiðaranum en í Morgunblaðinu á föstudaginn kvað hann skýrar að orði og nefndi í hverju skattasniðganga fyrirtækja væri einkum fólgin, þ.e. að þau nýttu sér ákvæði tvísköttun- arsamninga. Á það ekki að vera markmið fyrirtækjanna að græða? En er ekki verið að gera einfalda hluti flókna: fyrirtækjum og einstak- lingum ber að fara að lögum og greiða skatta sína samkvæmt þeim. Þeir sem svíkja undan skatti brjóta einfaldlega lögin og yfirvöld geta þá gripið til viðeigandi aðgerða. Á hinn bóginn er ekki hægt að amast við því að fyrirtæki nýti sér allar lagaheimildir til þess að lág- marka skatta sína. Og hvaða tal er þetta þá um græðgi, er ekki eðlilegt að fyrirtæki leitist við að græða, að hámarka hagnað sinn? Benti ekki Adam Smith á það fyrir margt löngu að þegar menn skara eld að eigin köku séu þeir jafnframt að skara eld að kökunni allri, öllum til góða. Er ekki óþarfi að flækja málin með hug- tökum eins og „eðlileg skattheimta“ og siðferði í viðskiptum? Þegar talað um hegðan fyrirtækj- anna verður auðvitað að hafa í huga að gríðarmiklar breytingar hafa orð- ið á íslenskum fjármálamarkaði og umhverfi fyrirtækja á tiltölulega stuttum tíma. Aukið frelsi á fjár- magnsmarkaði og alþjóðavæðing hafa opnað víddir á fjármálamarkaði sem vart þekktust fyrir 10–20 árum. Og líklega eru „gráu svæðin“ miklu fleiri en þau voru þá. Skattaumhverfi á Íslandi hagfellt fyrirtækjunum Einatt er bent á að samband sé á milli hlutfalls skatta og fjölda skatt- svika, þ.e. því hærri sem skattarnir verði því mun meiri líkur séu á að einstaklingar og fyrirtæki reyni að víkja sér undan þeim. Í raun er óþarfi að gera mikinn greinarmun á einstaklingum og fyr- irtækjum; þótt sérstakar skattaregl- ur gildi um fyrirtæki eru þau ekki ey- land því það eru einstaklingar sem eiga fyrirtækin og njóta arðs af starf- semi þeirra ef vel gengur. Fyrirtæki „ákveða“ ekki að gera eitt né neitt, það gera stjórnendur þeirra eða eftir atvikum eigendur. Ekki verða með góðu móti færð rök fyrir því að sú aukna skatta- sniðganga, sem ríkisskattstjóri telur sig verða varan við, eða bein skatt- svik, stafi af óhóflegri skattheimtu á fyrirtækin. Þvert á móti hafa skattar á fyrirtæki lækkað, tekjuskattur þeirra lækkaði úr 30% í 18% frá og með árinu 2002 og skattlagning fjár- magns er hér í hóf stillt. Skattaum- hverfið er því íslenskum fyrirtækjum hagfelldara en áður og stenst vel samanburð við nágrannalöndin og jafnvel gott betur. Þar er því vart að finna skýringu á því að íslensk fyr- irtæki tylli oftar tánum inn á „grá svæði“ og skjóti sér undan sköttum. Skiptar skoðanir um markmið fyrirtækja Er það þá einfaldlega græðgin eða „kreddufest mammonsdýrkun“ ís- lenskra fyrirtækja, eins og ríkis- skattstjóri orðar það, sem veldur því að skattasniðgöngumálum hefur fjölgað? Um leið og menn reyna að svara þeirri spurningu eru þeir auðvitað að vaða út í vatnaskil siðferðis og laga og um leið takast á mismunandi við- horf um það hver markmiðin með rekstri fyrirtækjanna eigi að vera. Kenningar hafa verið settar fram um að fyrirtæki eigi ekki að sinna neinum öðrum verkefnum en há- marka arð fyrir eigendur sína eða hluthafa. Þessi kenning er jafnan kölluð hluthafakenning um við- skiptasiðferði og rakin til Miltons Friedmans og hefur reynst lífseig. Ekki er að efa að margt fyrirtækið er rekið á þessum forsendum og engum öðrum. Aðrir halda því aftur á móti fram að ekki sé rétt eða skynsamlegt að horfa á fyrirtækin eins og sér, slík sýn á starfsemi þeirra og markmið séu allt of þröng. Fyrirtækin séu hluti af samfélaginu og það verði því að skoða þau í víðara samhengi en sem samband tveggja aðila, stjórn- enda þeirra og eigenda. Þetta hafa menn kallað hagsmunakenningu um viðskiptasiðferði en þar er gengið út frá því að fyrirtækin séu hluti af sam- félaginu og fjölmargir aðilar hafi hagsmuna að gæta af starfsemi þeirra. Fyrirtækin eigi því ekki að líta eingöngu til hagsmuna hluthaf- anna. Ólík viðhorf meðal stjórnmálamanna Segja má að þessi tvö viðhorf hafi endurspeglast í máli stjórnmála- manna sem Morgunblaðið ræddi við. Sumir töldu fullkomlega eðlilegt að fyrirtækin nýttu sér löglegar leiðir til að lágmarka skatta og minntu á að það væri af hinu góða að fyrirtækin skiluðu hagnaði. Misráðið væri að að reyna að herða og flækja skattalög- gjöfina enn frekar, einfaldar og al- mennar skattareglur gæfust best. Aðrir töldu gróðahyggju fyrir- tækja hafa keyrt um þverbak og sögðu að almenningi væri ofboðið og til greina kæmi að Alþingi léti þessi mál til sín taka. „Einstaklings- og gróðahyggja síðustu ára eða áratugar hefur farið mjög illa með siðferðiskennd og sam- ábyrgð í íslensku samfélagi. Þetta birtist bæði í ákveðinni firringu ein- staklinganna og eins í því að þeir telja sér allt heimilt,“ sagði einn stjórnmálamannanna. Fyrirtækin og græðgin Ummæli Indriða H. Þorlákssonar ríkisskattstjóra um græðgi fyrirtækja á Íslandi hafa kallað fram sterk viðbrögð á mörgum sviðum samfélags- ins. Arnóri Gísla Ólafssyni þótti ekki úr vegi að velta upp spurningum um skattlagningu, fyrirtækin og hlutverk þeirra í samfélaginu. ’ Þess eru fá efnokkur dæmi að þessir aðilar afþakki þjónustu samfélags- ins eða geri minni kröfur í þeim efnum en þeir sem goldið hafa skatta sína án refja. ‘ arnorg@mbl.is DÆMI eru um að menn reyni með skipulögðum hætti að víkja sér undan skatti og það markmið ræður þá oftar en ekki uppbyggingu fyrirtækjanna og staðsetningu þeirra hér og þar um heiminn þótt uppruni teknanna sé á Ís- landi. Að sögn skattasérfræðinga þýðir þetta að oftast fer engin raunveruleg efnahagsleg starfsemi fram í fyrirtækj- unum sem stofnuð eru til þess að koma sér undan skattinum. Nýlega kom mál af þessum toga til kasta yf- irskattanefndar en í því tilviki var þó ekki gert út á tvísköttunarsamninga. Eigandi fyrirtækis á Íslandi stofn- setti fyrirtæki, í „skattaparadís“ er- lendis og lagði í það hundruð milljóna króna. Í stuttu og einfölduðu máli lán- aði síðan fyrirtækið í skattaparadísinni íslenska félaginu fé á gríðarháum vöxt- um (gefið var út skuldabréf). Íslenska félagið var í atvinnustarfsemi og hafði tekjur af starfsemi sinni hér á landi en stór hluti teknanna fór nú í vaxtakostn- að vegna lánsins. Þessi gríðarlegi vaxtakostnaður rann auðvitað sem vaxtatekjur til erlenda félagsins. Með þessu móti var hagnaður og þar með skattur af hagnaði fyrirtækisins á Ís- landi lágmarkaður og hann tekinn út í skattaparadísinni. Skattstjóri taldi þetta óeðlilegt og lækkaði gjaldfærðan kostnað íslenska fyrirtækisins en sömu eigendur voru, sem fyrr segir að fyr- irtækjunum báðum. Yfirskattanefndin komst að þeirri niðurstöðu, líkt og skattstjóri áður, að tilgangurinn hefði verið að lækka skattgreiðslur íslenska fyrirtækisins og staðfesti því úrskurð skattstjóra. Lánaði sjálfum sér fé við okurvöxtum „ÞAÐ vita flestir að það er ákveðnum skilyrðum háð að stunda viðskipti og þau skilyrði eru ekkert ósvipuð öllum þeim samskiptavenjum og -reglum sem við tileinkum okkur í hinu daglega lífi,“ segir Ketill Magnússon en hann kennir viðskiptasiðfræði við Háskólann í Reykjavík. „Mjög mörg fyrirtæki eru farin að gera sér grein fyrir því að til þess að þau nái að dafna til langs tíma sé bæði rétt og líka nauðsynlegt að þau beri hag fleiri en bara eigendanna fyrir brjósti. Indriði nefnir að rannsóknir bendi til þess að skortur á siðgæði sé algengasta orsök skattsvika. Það er vissuleg rétt, skattsvik benda til þess að viðhorf viðkomandi séu ekki rétt. Best væri ef fólk og fyrirtæki borguðu sinn skatt með stolti yfir því að geta lagt sitt af mörkum til þess að gera samfélagið okkar að betri stað til að lifa í. Ég skil til dæmis ekki í því hvers vegna fyrirtæki sem hagnast vel stíga ekki stolt fram og auglýsa hversu mikla skatta þau borguðu á síðasta ársfjórðungi. Það gefur almenningi til kynna hversu mikilvæg þau eru fyrir samfélagið. Það er allt- af siðferðilega rétt að borga þá skatta sem lög gera ráð fyr- ir. Það breytir því ekki að menn hafa skoðun á því hversu siðferðilega réttlát skattlagning og skattapólitík yfirvalda er á hverjum tíma. Skattsvik eru samt ekki siðferðilega rétt aðferð til að mótmæla skattlagningu. Umræða um siðferði skattlagningar á hins vegar rétt á sér og sýnir að skattsvik eru ekki einu siðferðilegu álitaefnin tengd skattinum,“ segir Ketill. Skilyrðum háð að stunda viðskipti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.