Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Mér er sérstakur heiður að því aðleggja Rauða krossinum liðmeð þessum hætti og ég ermjög ánægð með að bókin mínskuli hafa vakið þessi viðbrögð. Ég vil gjarnan hjálpa til við að vekja athygli á Hjálparsíma Rauða krossins, því ég veit af eigin raun hve nauðsynlegt það er að geta rætt um erfiðleikana. Þörfin fyrir Hjálparsímann er því miður mjög mikil og þessi árstími, þegar flestir halda gleðileg jól, getur reynst mörgum mjög erfiður,“ segir Linda Pétursdóttir. Hún hefur orðið við beiðni Rauða krossins um að kynna Hjálparsímann 1717, en þangað geta allir hringt sem eiga um sárt að binda á einhvern hátt. Aug- lýsingar, sem vekja athygli á Hjálparsímanum, verða birtar milli jóla og nýárs. Hjálparsími Rauða krossins, 1717, er gjald- frjáls sími sem er opinn allan sólarhringinn fyrir þá sem þurfa aðstoð vegna depurðar, kvíða, þunglyndis eða sjálfsvígshugsana. Tilgangurinn með Hjálparsímanum er að vera til staðar fyrir þá sem finnst þeir komnir í öngstræti en vilja þiggja aðstoð til að sjá tilgang með lífinu. Í upplýsingum frá Rauða krossinum kemur fram, að á þessu ári hafa rúmlega fimm þúsund manns hringt í 1717, svo ljóst er að þörfin er brýn. Auk þeirra sem hringja vegna sjálfsvígs- hugsana, sinna eigin eða annarra, hringja marg- ir vegna einmanaleika, samskiptaörðugleika á heimili, eineltis, andlegra sjúkdóma og fíkni- efnaneyslu. Starfsmenn og sjálfboðaliðar Rauða kross- hússins, sem er athvarf Rauða krossins fyrir börn og unglinga í vanda, svara í Hjálparsímann 1717. Þeir búa að áralangri reynslu í að svara slíkum símtölum og fá reglulega þjálfun í sam- vinnu við geðsvið Landspítala – háskólasjúkra- húss og Landlæknisembættið. Það skal tekið fram að allar hringingar í Hjálparsímann 1717 eru gjaldfrjálsar fyrir þá sem hringja og ekki kemur fram á símareikn- ingum að hringt hafi verið í númerið. Erfiður árstími ef myrkur er í sálinni Linda Pétursdóttir skýrir frá erfiðleikum sín- um og sjálfsvígstilraunum í nýútkominni bók, Ljós og skuggar. „Ég veit að á þessum árstíma sækja oft að myrkar hugsanir. Kannski er það vegna þess, að þegar allir eiga að vera glaðir og fagna jólunum þyrmir enn meira yfir þá sem berjast við myrkur í sálinni. Ég reyndi nokkrum sinnum að taka eigið líf og ég vona að ég geti lagt mitt af mörkum og vakið athygli á Hjálp- arsímanum. Sjálf vissi ég ekki af þessu starfi Rauða krossins þegar mér leið sem verst og kannski hefði ég ekki notfært mér Hjálparsím- ann, af ótta við að ég væri of þekkt og það myndi spyrjast út. En auðvitað gætir þetta góða fólk, sem svarar í símana, fyllsta trúnaðar, svo eng- inn þarf að setja slíkt fyrir sig. Neyðarópið verð- ur að heyrast, svo hægt sé að hjálpa.“ Linda segir að viðhorf almennings hafi gjör- breyst á undanförnum árum og nú þyki ekki feimnismál að viðurkenna að sjálfsvígshugsanir hafi sótt á. „Í mínu tilviki er það hluti af bat- anum að segja sögu mína. Mig langaði að koma aftur hingað heim til Íslands, segja frá þeim erf- iðleikum sem ég glímdi við og reyna að hjálpa öðrum sem eru í sömu sporum og ég var. Það er frábært að fá að snúa vondri reynslu upp í að- stoð við aðra.“ Hún segist hafa vitað af því að um hana gengu ýmsar sögur hér á landi, svo hún hafi kosið að segja sína hlið mála. „Viðbrögðin hafa verið ynd- isleg. Fólk stöðvar mig jafnvel úti á götu, faðmar mig, þakkar mér fyrir að segja alla sólarsöguna og óskar mér góðs gengis. Allir þekkja einhvern sem berst eða hefur barist við alkóhólisma eða þunglyndi. Ég veit að það hjálpaði mér mikið að segja hreinskilnislega frá og ef saga mín getur hjálpað öðrum er ég bæði stolt og ánægð.“ Linda segist fullviss um að hún hafi gert rétt með útgáfu bókarinnar. „Ég finn til mikils léttis að hafa komið þessu frá mér og er mjög sátt við bókina. Þar er lykilatriði, að ég ákvað að vera fullkomlega einlæg og draga ekkert undan. Ég veit að ég mun ekki sjá eftir útgáfunni eftir tíu ár og ég hafði í huga að ég gæti sýnt börnunum mínum hana þegar fram líða stundir, án þess að þurfa að sjá eftir nokkru. Ég ætla ekki að vera í feluleik lengur, það gerði ég í allt of mörg ár.“ Glansmyndin tryggir ekki vellíðan Þótt umræða um alkóhólisma, þunglyndi og sjálfsvíg sé nú opnari en áður eimir kannski enn eftir af þeirri hugsun að slíkir erfiðleikar herji ekki á alla. „Það er tóm vitleysa,“ segir Linda. „Mér gekk allt í haginn, ég rak fyrirtæki sem gekk vel, var auðvitað alheimsfegurðardrottn- ing og allt var í sóma, þegar horft var á það að utan. Þetta var auðvitað engin ávísun á að ég slyppi við erfiðleika. Öllum getur liðið mjög illa og þá skiptir engu máli hvernig glansmyndin er. Auðvitað var ég snillingur í að láta eins og allt væri í allra besta lagi og brosa þótt mér væri alls ekki hlátur í huga. Slíkur feluleikur fylgir alltaf alkóhólismanum.“ Veltir hún því stundum fyrir sér hvað fór úr- skeiðis? Hefði hún sloppið við erfiðleika ef hún hefði ekki verið alheimsfegurðardrottning, svo dæmi sé tekið? „Það þjónar engum tilgangi að velta slíku fyr- ir sér,“ segir hún. „Ég þekki ekki annað líf en það sem ég hef lifað. Vissulega hef ég leitt hug- ann að þessu og þá finnst mér eins og það of- beldi, sem einkenndi heimilislíf mitt um tíma, hafi ýtt mér yfir brúnina. Á því tímabili notaði ég áfengið mikið til að deyfa tilfinningar mínar og þá missti ég tökin. En ég fæ engu breytt núna með svona vangaveltum. Staðreyndin er sú að alkóhólisminn þróaðist, ég er með þennan sjúkdóm og verð að takast á við hann. Ég er þrátt fyrir allt heppin, því ég hefði getað fengið svo miklu verri sjúkdóm.“ Hún segist aldrei mega láta deigan síga í bar- áttunni við alkóhólismann. „Ég fór fyrst í með- ferð 1996 og var edrú í fjögur ár. Um aldamótin féll ég og var á hraðri niðurleið í tvö ár. Þegar ég fór svo aftur í meðferð reyndist mér það miklu erfiðara en áður. Ég var hátt í fimm mánuði á meðferðarheimili í Bandaríkjunum og ég þarf að hafa miklu meira fyrir baráttunni núna. Ég hugsa vel um andlega og líkamlega heilsu mína og tek einn dag í einu.“ Og hefur hún þá hægt á ferðinni, frá því að hún rak fyrirtæki hérna heima og ferðaðist um allan heim sem fegurðardrottning? „Já, starfsfólkið í Baðhúsinu og fjölskylda mín hefur alla vega orð á því að ég sé alveg pollróleg miðað við það sem áður var. Meira að segja skilaboðin mín í talhólfinu á farsímanum séu hæg og róleg!“ segir hún. „Ég hef lært að hafa hægt um mig. Nú bý ég í Vancouver í Kan- ada og þar er ég nýbúin að kaupa mér hús á lítilli eyju, þar sem eru bara þrjátíu hús. Þar eru eng- ir bílar og ég þarf að fara á litlum bát með utan- borðsmótor yfir í borgina. Þegar ég kaupi inn keyri ég aðföngin í hjólbörum heim í hús. Í Van- couver fer ég allra minna ferða á bátnum og í strætó og er alltaf í strigaskóm. Reyndar þarf ég að verða mér úti um gúmmístígvél, fyrst ég er flutt út á eyju. Hérna heima er ég svo allt í einu komin í hælaháa skó og ferðast um allt á stórum jeppa, svo ekki hef ég nú alveg gleymt upprunanum!“ „Konur eru konum bestar“ Hún hefur ekki sleppt hendinni af fyrirtækj- unum hér heima, Baðhúsinu, Þrekhúsinu og Sporthúsinu. „Ég lærði grafíska hönnun og sit við tölvuna mína í Vancouver og geri bæklinga og annað kynningarefni. Netið er mesta þarfa- þing, því það skiptir engu máli hvar í heiminum ég er stödd, ég get alltaf sinnt þessari vinnu.“ Og svo ætlar hún að setja á laggirnar heima- síðu, undir kjörorðinu „Konur eru konum best- ar“, enda telur hún löngu tímabært að snúa því orðatiltæki á hvolf. „Á heimasíðunni minni, linda.is, verða pistlar um öll málefni sem konur láta sig varða. Þar verða spjallrásir þar sem konur geta skipst á skoðunum og fengið sér- fræðiráð og ég ætla að fjalla sérstaklega um of- beldi gagnvart konum og alkóhólisma. Nýlega var ég á ferð á Indlandi og tók þar ljósmyndir af konum og börnum í fátækrahverfi. Þær myndir verða á heimasíðunni, öðrum konum til umhugs- unar og til að efla samkennd með konum. Heimasíðan verður komin á Netið upp úr jólum og ég vona að sem flestar konur láti í sér heyra. Ég hef fengið fjölmarga tölvupósta frá konum eftir að bókin mín kom út, þar sem þær tjá sig um sína reynslu og mína, svo ég er viss um að þær taka þessari heimasíðu fagnandi og ég hlakka til að eiga orðaskipti við þær þar.“ Hvar telur hún sig eiga heima? Hér eða í Van- couver? „Ég er mjög sátt í Vancouver og hæst- ánægð með nýja húsið mitt, en ég verð alltaf með annan fótinn hérna á Íslandi og fer aldrei alfarin.“ Linda Pétursdóttir veitir Hjálparsímanum 1717 liðsinni sitt „Stolt og ánægð ef saga mín hjálpar öðrum“ rsv@mbl.is Erfið reynsla getur snúist upp í andhverfu sína þegar fólki gefst kostur á að hjálpa öðrum í sömu sporum. Ragnhildur Sverrisdóttir hitti Lindu Pét- ursdóttur, sem ætlar að veita Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, liðsinni sitt. ’ Ef saga mín getur hjálp-að öðrum er ég bæði stolt og ánægð. ‘ ’ Rúmlega 5.000 mannshafa hringt í Hjálparsím- ann 1717 í ár. ‘ Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.