Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Aðeins broti af öllum þeimhugmyndum sem fæðastí höfði fólks, er hrint íframkvæmd. Hugmynd-in um skákskóla fyrir börn í Sarajevo fæddist í samtali Hrafns Jökulssonar og skákmeistar- ans Ivans Sokolovs á kaffihúsi í vor og varð að veruleika strax í haust. „Ivan Sokolov er frá Sarajevo og er besti skákmeistari sem sú borg hefur alið af sér og er jafnframt lyk- ilmaður í Hróknum. Þótt hann búi í Hollandi hefur hann mjög sterk tengsl við sína heimaborg og er virk- ur í starfi skákfélagsins Bosna Saraj- evo sem þar starfar. Hann er með yf- irumsjón með þessu verkefni sem skákskólinn er,“ segir Hrafn og bæt- ir við að það sé ekki síst að þakka ut- anríkisráðuneyti Íslands að hug- myndinni var hrint svo fljótt í framkvæmd, en ráðuneytið er stærsti bakhjarl skákskólans í Saraj- evo. „Skólanum var komið á laggirnar í september en þetta er samvinnu- verkefni Hróksins og skákfélagsins Bosna Sarajevo með fyrrnefndum stuðningi utanríkisráðuneytisins. Verkefnið felur í sér að við höldum úti skákskóla í Sarajevo í allan vetur. Við erum með skólastjóra og kenn- ara sem starfa eingöngu að þessu máli og við vorum svo lánsöm að fá til starfa mjög færa skákþjálfara. Skák- skólinn hefur aðsetur í glæsilegum húsakynnum Evrópumeistaranna og við höldum úti vikulegum opnum og ókeypis skákæfingum sem og fræðslu, víða um borgina. Okkar menn heimsækja einnig þá sextíu grunnskóla sem eru í borginni til að kynna skólastarfið og skákina,“ segir Hrafn og bætir við að á þeim stutta tíma sem liðinn er frá því skákskól- inn tók til starfa, séu fastir nemendur orðnir tvöhundruð og þeim fjölgi jafnt og þétt. Börn stríðsins Hrafn segir að opna skákmótið fyrir grunnskólanema í Sarajevo, sem haldið var 13. desember, hafi verið hápunkturinn í skólastarfinu hingað til, en mótið var jafnframt meistaramót borgarinnar. „Þetta var, að sögn langminnugra, fjöl- mennasta barnaskákmót sem haldið hefur verið í Sarajevo, en tæplega tvöhundruð börn tefldu á mótinu.“ Hrafn fór á staðinn, klyfjaður verð- launum frá íslenskum fyrirtækjum sem og bikurum og medalíum frá hirðgullsmið Hróksins, Árna Hösk- uldssyni. „Við fundum áþreifanlega fyrir því að þetta var einn af merki- legustu viðburðum sem mörg þess- ara barna hafa tekið þátt í. Tilgangur skákskólans er að færa börnunum í Sarajevo eitthvað uppbyggilegt, því börnin sem nú eru að alast upp í borginni eru börn stríðsins. Þau eru fædd um 1990 og eftir það, en stríðið hófst árið 1992. Æska þessara barna var því eyðilögð, fyrst í þrúgandi andrúmslofti stríðsins og síðan í því almenna vonleysi sem einkennir Bosníu þótt stríðinu sé formlega lok- ið. Lífskjör í borginni eru einhver þau verstu í Evrópu og lítið hugsað fyrir afþreyingu, tómstundastarfi eða uppbyggilegum hlutum fyrir krakka. Þarna veitir því ekki af að ala upp kynslóð sem getur verið bæði glöð og upplitsdjörf og tekist sterk á við framtíðina.“ Þróunaraðstoð í formi ánægjustunda Hrafn segir hugmyndina með skákskólanum meðal annars vera þá að fara af stað með nýja tegund af þróunaraðstoð. „Þótt hrísgrjóna- sekkir og teppi séu nauðsynleg, er hugsunin með skákskólanum að fara þá leið í þróunaraðstoð að framleiða gleði- og ánægjustundir fyrir æsku- fólkið. Yfir heilan vetur í skákskól- anum eru framleiddar þúsundir gleðistunda sem ná til mörg hundruð barna og smita út frá sér til allra sem í kringum þau eru,“ segir Hrafn og bætir við að móttökurnar úti hafi sannfært hann um að hugmyndin hafi hitt í mark. „Krakkarnir sem ég hitti voru í sjöunda himni yfir því að vera komnir í þetta skemmtilega starf sem er í kringum skákskólann. Sömu viðbrögð fann ég hjá skóla- fólki, embættismönnum og öðrum þeim sem hafa verið að fylgjast með.“ Hrafn segir íbúa Sarajevo ýmsu vana þegar kemur að þróunaraðstoð, því eftir að umsátrinu lauk var dælt miklu af peningum inn í borgina. „En því miður er oft lélegt eftirlit með því í hvað þróunaraðstoðin fer og Ivan Sokolov hélt því fram að það væru fleiri mjög svo auðugir einstaklingar í Sarajevo einni en á Íslandi öllu, og þá átti hann við einstaklinga sem hafa makað krókinn af aðstoð erlend- is frá og í gegnum einkavæðingu. En þeirri tegund af þróunaraðstoð sem skákskólinn leggur til, geta feitir, vondir karlar ekki stolið, því ánægju- stundum er ekki hægt að stela,“ seg- ir Hrafn sem frétti af þróunaraðstoð sem barst í formi gáms sem var full- ur af klósettpappír og merktur börn- um í Sarajevo. „Þetta er eflaust ein- hvers staðar fært til bókar hjá ríkisstjórn eða stórfyrirtæki, sem mikilsvert framlag til æskulýðsins í Bosníu.“ Börnin fagna skákinni Hrafn segir skákina vera mjög vin- sæla á Balkanskaganum og í ríkjum Júgóslavíu sálugu. „Júgóslavía var eitt mesta skákland heims og þaðan hafa komið ótal margir sterkir skák- menn. Sarajevobúar eru mjög stoltir af sínu skákfélagi Bosna Sarajevo, því í umsátrinu miðju árið 1994 varð félagið Evrópumeistari skákfélaga. Síðan þá hefur félagið í þrígang orðið Evrópumeistari og þar með oftar heldur en nokkurt annað skákfélag í Evrópu. Enda fann ég að skákfélagið Bosna Sarajevo var eitt af því fáa sem borgarbúar eru virkilega stoltir af. Krakkarnir í Sarajevo taka skák- inni tveim höndum, rétt eins og krakkarnir hér heima og á Græn- landi, en þar vorum við með skák- skóla í tengslum við fyrsta skákmótið sem haldið hefur verið þar í landi og Hrókurinn stóð fyrir í sumar.“ Þörfin víða í heiminum Hrafn segist hlakka til í vor að loknu fyrsta starfsári skákskólans í Sarajevo. „Þá munum við meta hvernig til hefur tekist, en hingað til hefur þetta gengið vonum framar og ég vona sannarlega að framhald verði á þessu uppbyggingarstarfi í Bosníu. Ætlunin er að halda útskrift- armót skákskólans í Sarajevo næsta vor og þá munu Flugleiðir bjóða sig- urvegaranum til Íslands til að tefla við íslensk börn og kynnast landi og þjóð.“ Hrafn segir spennandi að þróa áfram þessa hugmyndafræði um nýja tegund af þróunarstarfi og að vissulega séu ótal staðir í heiminum þar sem gaman væri að bjóða upp á þetta magnaða sambland af skák og uppbyggingarstarfi fyrir börn. Gleðistund- um er ekki hægt að stela Skákfélagið Hrókurinn tek- ur þátt í nýrri tegund af þróunaraðstoð í Sarajevo. Kristín Heiða Kristinsdóttir hitti Hrafn Jökulsson sem var á skákmóti þar sem veittar voru gleðistundir í borg í sárum stríðs. khk@mbl.is Á barnaskákmótinu í Sarajevo 13. desember: Sabrina Zejnilagi, sigurvegari í stúlknaflokki, grætur fögrum tárum af gleði þar sem hún hefur tekið við bikurum og hringir í mömmu til að segja stórtíðindin. Þungt hugsi yngismær handleikur peð og íhugar næsta leik á skákmótinu. Brosað út að eyrum: Dzenis Sarajlic, sigurvegari í eldri flokki drengja á barna- skákmótinu í Sarajevo, ásamt einum skákdómaranna. Ljósmynd/Sólveig Anspach Ungar og upprennandi: Keppendur í stúlknaflokki á barnaskákmótinu í Sarajevo. Hrafn Jökulsson fylgist grannt með. Ivan Sokolov leiðbeinir Fatima í skákskólanum í Sarajevo.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.