Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 20
myndir og sjónvarpsþætti. Íslendingar beri innlent efni saman við það sem milljónaþjóðir framleiða með margfalt meira fjár- magni. En peningarnir eru ekki allt sem þarf til. Hér á landi virð- ist vera nóg framboð af frumleika og sköpunargleði sem gæti fleytt íslenskum listamönnum langt. „Ég er þess fullviss að það eiga fleiri íslenskir listamenn en Björk og Sigur Rós eftir að ná fótfestu erlendis. Björk er fín út af fyrir sig og er ísbrjóturinn, heimsfræg og allt það. En velgengni hennar er tvíeggjað sverð, því allir tónlistarmenn sem koma frá Íslandi eru bornir saman við Björk. En það er enginn annar eins og Björk! Þess vegna skilja útlendir tónlistarspekúlantar ekkert í því hvers konar suðupottur Ísland er. Hvaðan öll þessi fjölbreytni komi. Það eru einhverjir töfrar í því sem er að gerast.“ Breyttur heimur, breyttir tímar Björgvin þekkir „útrásina“ af eigin raun og tók þátt í tilraun til að gera strandhögg í útlöndum. „Ég var í hljómsveitinni Change. Við bjuggum erlendis, gerðum samning við EMI og Chapel, gáf- um út litlar plötur, fórum í búningana, vorum í sjónvarpinu og allt það. Þá var það stórmál að fara til útlanda. Ég sendi foreldrum mínum og vinum aldrei tölvupóst – ég sendi þeim BRÉÉF í flug- pósti,“ segir Björgvin og dregur seiminn með áherslu. „Svo beið maður eftir bréfi og stundum hringdi maður heim. Netið hefur reynst vera mikill örlagavaldur í tónlistinni. Það hefur minnkað heiminn svo mikið að það er í raun minna mál fyrir tónlistarmenn og hljómsveitir að koma sér á framfæri um allan heim nú en það var í gamla daga.“ Björgvin er þekktastur sem söngvari en hefur einnig verið mjög afkastamikill upptökustjóri eða framleiðandi (producer) hljóðritana. Hann hefur stjórnað upptökum á mjög fjölbreyttri tónlist og rifjar upp að hann stjórnaði upptökum á þremur fyrstu plötum Kristjáns Jóhannssonar, gerði nokkrar plötur með Diddú, jólaplötu með Sinfóníuhljómsveit Íslands og eina „rokkplötu“ með sömu sveit. Vísnaplöturnar gerði hann með Gunnari Þórðarsyni og Tómasi Tómassyni, svo má nefna Íslandslagabálkinn, gosp- elplötur og ýmislegt fleira. En skyldi vera mikill munur á því að koma að hljóðritun einungis sem söngvari, eða að sitja báðum megin við glerið í hljóðverinu? „Nei. Ef maður er í einhverri hljómsveit, eða einhverju liði, þá er maður í liðinu þó svo maður skori ekki öll mörkin. Hver plata er eitt verkefni – heildarhugmynd. Ef ég tek plötuna DUET sem dæmi, þá voru valdir fimm pródúsentar (framleiðendur). Þórir Baldursson, Jon Kjell Seljeseth, Sölvi Blöndal, Þórir Úlfarsson og Friðrik Karlsson. Ég hef vanalega haldið utan um allan pakkann og þetta reyndist mér verulega erfitt – fékk töluverð fráhvarfs- einkenni, því ég verð að vera með puttana í öllu. Pródúsentarnir skiluðu sínu vel, en samt varð ég að koma að þessu á seinni stigum og hélt utan um söngupptökurnar og sat yfir hljóðblönduninni. En maður er aldrei 120 prósent ánægður þegar maður er búinn með svona plötu. Ég er samt frekar ánægður með þessa plötu og henni verður ekkert breytt. En maður getur alltaf gert betur. Ef maður væri alveg 130 prósent ánægður myndi maður bara hætta.“ Hvaða tónlist skyldi vera í uppáhaldi hjá Björgvin? „Uppáhaldstónlist? Þá kemur alltaf þessi gamla klisja í hugann sem höfð er eftir Duke Ellington: Það er til góð tónlist og það er til slæm tónlist. Ég hef gaman af öllu sem hrífur og kitlar eyrað. Hin síðari ár hef ég hlustað mikið á gamla tónlist. Frá stríðsárunum. Svarta músík – svona dreifbýlisrótatónlist. Bluegrass og svoleiðis. Ég hef alltaf verið svolítið skotinn í einlægri hrárri tónlist þar sem flutningurinn og hljóðfæraleikurinn eru alveg unun. Þegar ég kaupi plötur er ég venjulega að endurnýja gömlu vínyl-birgðirnar, sem ég á í þúsundum eintaka. Ég kaupi ekki nýjustu plötuna með Jennifer Lopez heldur frekar bestu lögin með The Byrds – vil eiga eitthvað sem hefur lifað lengi. Reyndar kaupi ég tónleikaplötur og hlusta mikið á þær. Maður hlustar mikið á tónlist í gegnum Netið. Ef til vill er skýringin á hlutfallslega minnkandi sölu á er- lendum plötum hér á landi miðað við íslenskar fólgin í Netinu. Er- lenda tónlistin er aðgengilegri á Netinu en sú íslenska. Ég horfi líka mikið á bíó. Ef ég kaupi DVD þá er það eitthvað á borð við Casablanca, Wonderful Life eða Apocalypse Now. Ég kaupi ekki nýjustu myndina með Jean-Claude Van Damme heldur eitthvað sígilt sem hægt er að njóta aftur og aftur.“ Brimkló í endurnýjun lífdaga Hljómsveitin Brimkló vaknaði til lífsins í sumar eftir langan svefn. Verður framhald á þessari endurkomu Brimklóar? „Við komum saman vegna tónleikaferðar sem við kölluðum „Á þjóðveginum“. Þetta áttu að verða tólf tónleikar en þeir urðu fleiri. Við komumst hvorki á Vestfirði né til Vestmannaeyja. Það hefur verið svo gaman og viðtökurnar svo frábærar að við höfum reynt að klára í rólegheitum þá staði sem við komumst ekki á í fyrstu umferð. Við erum að gæla við að spila eitthvað á næsta ári og jafnvel að gera plötu.“ Á tónleikunum á Broadway á annan í jólum skemmta Papar ásamt Brimkló. „Þetta verður í fyrsta skipti sem við spilum með Pöpunum. Brimkló og Papar eru svolítið lík skip en samt ólík. Við ákváðum að taka tónleika með þeim og það verður væntanlega ekki í síðasta sinn.“ Jólin mættu vera lengri Björgvin hefur tekið þátt í jólasýningum á Hótel Nordica und- anfarnar helgar og söng um síðustu helgi á jólatónleikum með Diddú í Skálholti. Þá hljóma jólalög í flutningi Björgvins víða. Morgunblaðið/Jim Smart f lögum í flutningi Björgvins Halldórssonar er flett upp á tonlist.is duga ekki minna en 22 síður undir listann sem telur 439 lög. Þar mun þó ekki allt talið sem Björgvin hefur hljóðritað. Hljómplöturnar eru orðnar margar sem hann hefur gefið út í eigin nafni og í samstarfi við aðra. Þar við bætist fjöldi hljóðritana sem hann hefur stjórnað upp- tökum á. Nýjasta plata Björgvins, DUET, ber þess merki að enn finnast ótroðnar slóðir. Hér kveðst Björg- vin á við nokkra þekkta söngvara af yngri kynslóðinni og syngur meðal annars sitt hvort lagið með börnum sínum, Svölu og Krumma. „Ég er mjög ánægður með móttökurnar sem DUET hefur fengið og það var gaman að vinna með öllum þessum söngv- urum,“ segir Björgvin. „Á endanum urðu þetta 11 lög og 11 söngvarar sem syngja með mér dúetta. Þetta eru allt söngvarar af yngri kynslóðinni og úr fremstu röð. Það er svo mikið til af góðu tónlistarfólki og söngvurum að það hefði verið hægt að gera tvöfalt, eða þrefalt albúm!“ Þú syngur dúetta með börnunum þínum. Hvernig var það? „Það var ofsalega gaman. Ég hef sungið með Svölu áður, alveg frá því hún var krakki. Ætli ég hafi ekki unnið meira með henni tónlistarlega heldur en Krumma. Hann hefur verið svona í öðrum geira og þetta er í fyrsta sinn sem við Krummi syngjum saman. Lagið sem við syngjum, You Belong to Me, er gamall „standard“, saminn einhvern tíma rétt eftir stríð. Við völdum einmitt þetta lag vegna þess að það er eitt af uppáhaldslögum mömmu hans.“ Þú segir að þið Krummi hafið aldrei sungið saman áður. Tekur fjölskyldan aldrei lagið heima? „Nei, við höfum lítið gert af því. Bara þegar krakkarnir voru litlir. Við erum ekki svona fjölskylda sem sest í skíðapeysunum með heitt súkkulaði í kringum píanóið og syngur. En við hlustum mikið á tónlist. Músíkin hefur verið ráðandi á heimilinu og krakk- arnir hafa heyrt músík frá því þau voru í vöggu. Þess vegna hafa þau svo breiðan tónlistarsmekk – eru vel heima í mörgu. Ég og konan mín, Ragnheiður B. Reynisdóttir, erum alætur á tónlist.“ Óvænt klapp á bakið Björgvin hlaut nýverið tvær tilnefningar til Íslensku tónlist- arverðlaunanna, annars vegar var DUET tilnefnd sem besta hljómplatan og svo var hann tilnefndur sem besti söngvarinn. „Íslensku tónlistarverðlaunin eru mjög gott innlegg í þennan viðkvæma litla tónlistariðnað hér á landi. Það er alltaf gaman að fá klapp á bakið. Tilnefningarnar komu mér satt að segja ánægjulega á óvart, því ég hélt að ég ætti kannski ekki upp á pall- borðið hjá nefndinni. Ég er mjög ánægður með DUET, en ég er ennþá ánægðari með að hljómsveitin Mínus [þar sem Krummi, sonur Björgvins, er söngvari – innsk. blm.] skuli hafa fengið svona margar tilnefningar. Ég vona hjartanlega að þeir eigi eftir að vinna sem mest, því þeir eiga það svo sannarlega skilið. Þeir í Mínus eru í hópi þess unga tónlistarfólks sem hefur lagt útrásina fyrir sig og sækir á erlend mið. Það hefur gengið mjög vel hjá þeim og ég er viss um að þeir eiga eftir að gera góða hluti á kom- andi árum.“ Alþjóðleg samkeppni Íslenskir tónlistarmenn gefa út hljóðritanir sínar í beinni sam- keppni við erlendar. Undanfarið hefur komið fram að íslensk tón- list sé að sækja á miðað við þá erlendu þegar um hljómplötusölu er að ræða. Er íslenska tónlistin að batna svona mikið? „Tónlistarbransinn hér er orðinn stærri en hann var fyrir nokkrum árum og hann er að stækka. Sala á erlendum plötum minnkar hér í hlutfalli við þær innlendu. Þar af leiðandi er þessi íslenski bransi alltaf að stækka og er ekki „lítill“ lengur. Íslenskt tónlistarfólk er að gera mjög góða hluti erlendis og á fyllilega er- indi í samkeppni við þessa stóru.“ Björgvin bendir á að íslenskar hljóðritanir séu í beinni sam- keppni við erlendar og tekur DUET-diskinn til dæmis. „Þessi plata er í rekkanum í plötuverslun við hliðina á einhverri erlendri plötu sem kostaði kannski 300 milljónir að búa til. Þessi kostaði bara nokkrar milljónir. En neytandinn setur íslensku plötuna í spilarann og gerir sömu kröfur til hennar og þeirrar erlendu. Ís- lensku plöturnar eru mjög góðar miðað við það fjármagn og tíma sem fer í að gera þær.“ Björgvin segir að sama gildi um kvik- Ég hef verið heppinn E ’ Við erum ekki svona fjöl-skylda sem sest í skíðapeys- unum með heitt súkkulaði í kringum píanóið og syngur. ‘ „Ég hef sungið mikið af jólalögum, alveg frá því ég söng inn á fyrstu jólaplötuna, Gleðileg jól, með Hljómum í kringum 1975. Við höfum verið með jólasýningar á Nordica undanfarið. Ákváðum að búa til sýningu í samvinnu Nordica og Concert, jólasöng- skemmtun sem ekki væri með hefðbundnu sniði. Okkur langaði að gera þetta með svolitlum „bravúr“ og hafa þetta svona í Las Veg- as-stíl. Það eru stór borð, fallega skreyttur salur og fjórrétta mat- seðill. Þarna hef ég verið með gestasöngvara, t.d. Sigríði Bein- teinsdóttur, Jóhönnu Vigdísi, Pál Rósinkranz, Eyjólf Kristjánsson og Jónsa. Um síðustu helgi söng ég í fyrsta skipti í Skálholti. Ég var þar á tónleikum með Diddú vinkonu minni og 40 barna kór og 40 manna blönduðum kór. Hilmar Örn Agnarsson, fyrrverandi bassaleikari í Þey, er organisti þarna og söngstjóri. Þórir Baldursson útsetti undirleik fyrir litla strengjasveit. Við héldum tvenna tónleika og það var æðislega gaman! Uppselt á báða og mjög ánægjuleg stund.“ Ertu mikið jólabarn í þér? „Mér þykir mjög gaman að jólunum og það færist í vöxt. Núna erum við í mesta skammdeginu og eftir því sem ég eldist finn ég meira fyrir því. Maður vaknar um nótt, vinnur meðan er nótt og það er enn nótt þegar maður er búinn að vinna. Mér finnst jólin brjóta þetta vel upp og þau mættu jafnvel vera lengri og meira af ljósum þar til daginn fer að lengja. Mér finnst allt í lagi að hafa mikil jól. Hvernig væri þetta ef það væru engin jól? Bara skamm- degi!“ Farsæld á frægðarbraut Þú átt að baki langan feril á sviði sem mörgum hefur orðið hált á, átt fjölskyldu, þú heldur þér vel og lætur hvergi deigan síga. Hver er leyndardómurinn að baki farsæld þinni og velgengni? „Ég hef verið heppinn og þakka Guði fyrir það að hafa verið góður til heilsunnar. Ég held að ég sé enn að vegna þess að mér þykir enn jafngaman að þessu. Finnst ég alltaf vera að finna eitt- hvað nýtt, fara nýjar slóðir. Svo hefur það ekki skemmt fyrir hvað ég hef verið heppinn með samstarfsmenn. Ef ég hefði ekki hitt fólkið sem ég hef unnið með í gegnum árin er ég ekkert viss um að ég hefði orðið jafn farsæll. Ég hef líka verið heppinn með efni, auðnast að velja rétt og sagt nei á réttum stöðum. Stundum hef ég farið betur út úr því að segja nei en að segja já. Það er stórt atriði á svona litlum markaði að kunna að velja og hafna. Svo má ekki gleyma því að ég á góða fjölskyldu sem hefur staðið eins og klett- ur við hliðina á mér.“ gudni@mbl.is Hann er maður margra ásjóna og fjölda hatta. Dægurlagasöngvari, poppari, rokk- ari, vísnavinur, sálmasöngvari, kántríkarl, upptökustjóri og ómþýður eins manns kvartett. Guðni Einarsson hitti skemmti- kraftinn og listamanninn fjölhæfa, Björgvin Halldórsson. 20 SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.