Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ M agnaður draumur dró mig til Amason. Í þrjú ár hafði ég verið ófær um að skrifa staf og hald- in þeirri óþægilegu tilfinningu að brunnur hinna ósögðu sagna, sem eitt sinn hefði virst ótæm- andi, væri þurrausinn. Og þá, eina nóttina, dreymdi mig fjóra nakta indjána úr myrk- viðum Suður-Ameríku sem héldu á stórum kassa, gjöf til spænsks landvinningamanns. Á leið þeirra gegnum skóginn, yfir fljót og fjöll og gegnum bæi, gleypti kassinn hvers kyns hljóð, fuglasönginn, vindinn í trjánum og sög- ur fólksins, og skildi heiminn eftir í þögn. Ég hrökk upp við þá fullvissu að ég yrði að halda inn í skóginn og leita að þessum gráðuga kassa, kannski fyndi ég um leið raddir sem gætu vakið hugmyndaflug mitt af dvala. Það tók mig heilt ár að vinna úr þeirri makalausu ferð. Stærsti skógur í heimi Hvernig á ég að lýsa Amason-skóginum? Hann þekur ríflega helming Brasilíu, stærra svæði en nemur öllu Indlandi, og teygir sig inn í Venesúela, Kólumbíu og Perú. Úr lofti er þetta endalaus græn veröld. Á jörðu niðri er þetta töfraríki vatnsins: eimur, rigning, ár eins breiðar og úthöf, sviti. Ég kom til svæðisins um Manaus, borgina sem liggur langt inni í landi og lítur út eins og þéttur skógur á kortinu. Ég sá fyrir mér lítið þorp, hús á stólpum sem kúrðu undir hinu risavaxna og heimsfræga Barrokk- óperuhúsi sem virkaði eins og tímaskekkja. Mér hafði verið sagt að á gullöld gúmmísins hefðu konurnar sent fötin sín til Parísar í hreinsun. Sennilega er það þó lygi. Það kom mér því á óvart að lenda í líflegri milljónaborg með tollfrjálsri höfn, hringiðu verslunar og viðskipta, löglegra sem og vafa- samra. Hitinn skall á mér eins og svipuhögg. Leigubíllinn ók eftir gróðursælli og glæsilegri breiðgötu en stakk sér síðan inn í lítil ská- stræti þar sem hinir efnaminni borgarar áttu heima, langt frá hverfunum þar sem hinir ríku búa við allsnægtir og gríðarlega vernd. Hið margrómaða óperuhús, endurreist í upprunalegri mynd, er enn það sem ferða- menn vilja helst sjá. Á nítjándu öld ferðuðust helstu óperustjörnur Evrópu til Manaus til að syngja fyrir gúmmí-barónana. Göturnar í kringum óperuna eru úr blöndu af steini og gúmmíi til að dempa hljóðið í vagnhjólum og hestshófum meðan á sýningum stendur. Eftir velheppnaða ferð í óperuna fékk ég mér piracucú, besta ferskvatnsfisk í heimi – óskaplega ljúffengan en forljótan – á veit- ingahúsi sem snýr út að fljótinu mikla sem í vexti lítur út eins og heilt úthaf. Inn í skóginn Ég dvaldi aðeins fáeina daga í Manaus áð- ur en haldið var upp ána á báti búnum öfl- ugum utanborðsmótor. Í klukkustund stímd- um við upp ána Rio Negro á manndrápshraða að Ariaú, óvenjulegu hóteli sem kúrir uppi í krónum trjánna. Hótelið samanstendur af fjölmörgum turnum sem tengdir eru saman með göngum og brúm þar sem apar, páfa- gaukar, hálfbirnir og öll skordýr sem þekkj- ast í heiminum leika lausum hala. Einungis hænsnanet kemur í veg fyrir að dýrin komist inn í herbergin og einkum er reynt að hindra för apanna því þeir geta á skömmum tíma valdið álíka skaða og fíll. Ég brá mér í gönguferð í þéttum botn- gróðrinum í fylgd ungs caboclo – en svo nefn- ast skógarbúarnir. Mér fannst gönguferðin taka óratíma en eftir á áttaði ég mig á því hvað við höfðum farið fáránlega stutt. Þarna skildi ég loksins lokaorð frægrar suður-amer- ískrar skáldsögu: „Skógurinn át hann með húð og hári.“ Hér voru áttavitar óþarfir og hægt að ganga í hringi að eilífu. Skógurinn er aldrei hljóður, alltaf má heyra fugla syngja, dýr skrækja, einhvern laumast um. Loftið ilmar af mosa, vatnsúða, og af og til bregður fyrir sætum þef af rotn- andi ávöxtum. Hitinn er nær óbærilegur, en undir dökku laufþakinu er að minnsta kosti hægt að anda. Úti á fljótinu skín sólin mis- kunnarlaust en á meðan báturinn hreyfist er þó örlítil gola. Í augum gestsins er allt jafngrænt, en sá infæddi kemur auga á það smáa í dýrð skóg- arins. Leiðsögumaðurinn benti mér á klif- urjurt sem safnar í sig tæru, drykkjarhæfu vatni, börk sem lækkar sótthita, lauf sem gagnast gegn sykursýki, trjákvoðu sem nota má til að loka sárum, trjásafa sem linar hósta, gúmmí sem hentar til að festa örvarodda. Íbúar skógarins sjá aldrei hefðbundna lækna eða hátæknisjúkrahús en apótek eiga þeir í gróðrinum sem er að stórum hluta ókannaður af vestrænum vísindamönnum. Hluti af afurð- um skógarins er seldur á hótelinu, vörur með furðulegum og framandi nöfnum: mulateiro fyrir fagra húð, breuzinho til að skerpa minni og einbeitingu, guaraná til að styrkja hjartað, macaranduba gegn hósta og öndunarerfiðleik- um. Vatnalífið Daginn eftir var haldið til lítils þorps þar sem bjó í raun ein stór fjölskylda. Þetta voru Sateré Maué-indjánar sem höfðu verið þving- aðir til að yfirgefa heimaslóðir sínar og hrökkluðust til borgarinnar þar sem þeir end- uðu í favela, fátækrahverfi, matarlausir og dauðvona. Þá bauð eigandi Ariaú-hótelsins þeim landsvæði þar sem þeir gátu á ný lifað í sátt við fornar hefðir ættflokksins. Við héld- um til þorpsins þeirra síðdegis, þegar mosk- ító-flugurnar voru í essinu sínu. Handan við foruga hæð í skóginum blasti við auður reitur þar sem bál logaði glatt í eld- stæði og fáein hengirúm vögguðu letilega til og frá. Einn indjánanna talaði dálitla portú- gölsku og hann sagði okkur að hópurinn væri búinn að gróðursetja manjokrunna og brátt myndu þau eignast réttu verkfærin til að nýta hann. Úr rótum runnans gera þau hveiti, tapioca og brauð – jafnvel brennivín. Ég gekk yfir að eldstæðinu til að sjá hvað verið væri að steikja og sá að það var krókó- díll, um metri á lengd, hlutaður í fernt eins og kjúklingur, með klær, tennur, augu og skinn á sínum stað. Tveir píranafiskar héngu þar líka á önglum ásamt einhverju sem líktist bís- amrottu. Þegar ég skoðaði dýrið nánar sá ég að þetta var broddasvín. Ég smakkaði þetta allt. Krókódíllinn var á bragðið eins og eld- aður harðfiskur, píranafiskarnir eins og reyk- ur og broddasvínið eins og steinrunnið svína- kjöt. Indjánarnir höfðu til sölu þær vörur sem þeir unnu úr fræjum, greinum og fjöðrum – auk langs og illa verkaðs slönguskinns sem leit afskaplega illa út. Caboclo-fólkið eru indjánar sem blönduðust við Evrópu- eða Afríkumenn á 16. öld. Sumir eru svo fátækir að þeir hafa aldrei séð pen- inga en lifa af fiskveiðum og fátæklegum landbúnaði og skipta á afurðum sínum og eldsneyti, kaffi, sykri, hveiti, vélbúnaði og öðru sem þeir þurfa á að halda. Þeir hafa reist nokkur þorp á landi en þar sem vatns- yfirborðið getur hækkað um allt að 14 metra í mestu flóðum og vatnið dreifst yfir stór land- svæði kjósa þeir fremur að reisa hús sín á stöplum eða búa í kofum sem fljóta á ánni. Kofunum er ekki skipt upp í herbergi, cab- oclo-fólkið hefur ekki sömu þörf og hvíti mað- urinn fyrir að vera í einrúmi. Eigur þess eru fáar, einungis það sem nauðsynlegt er til að komast af. Söfnunarþörfin er óþekkt, hóp- urinn veiðir fisk eða villibráð til hvers dags fyrir sig, allar umframbirgðir myndu skemm- ast. Ef of mikið veiðist er fiskurinn stundum geymdur lifandi í vatnsfylltum bambuskerum. Græðgi hvíta mannsins og þörf hans fyrir að vera ævinlega að flýta sér er þessu fólki óskiljanleg. Öll samskipti og samgöngur fara fram um ána. Það getur tekið margar vikur fyrir frétt að ganga frá manni til manns að næstu fjar- skiptastöð þar sem hægt er að senda skeyti. Þess vegna getur frétt um mannslát borist fjarlægum ættingjum og vin- um heilu ári síðar og frétt af barns- fæðingu þegar barnið er farið að ganga. Caboclo-fólkið mælir tímann í dögum á bátum, lífið í regntímum. Hvers vegna ætti það þá að flýta sér? Lífið fer ekki neitt frekar en fljótið. Það eina sem skiptir máli er að halda sér á floti innan um óbreytanlegt landslagið. Eiturörvar Fyrir fáeinum mánuðum fannst indjána-þjóðflokkur við Alto Yavarí- ána á landamærum Perú og Bras- ilíu sem aldrei hafði komist í snert- ingu við menningu hvíta mannsins. Fjölmiðlar heimsins kepptust um að vera fyrstir með fréttirnar, loftið fylltist af flugvélum og þyrlum það- an sem myndavélum og kvikmynda- vélum var beint að indjánunum aft- an úr steinöld, sem drógu furðu lostnir upp eiturörvar sínar. Ég viðurkenni, með vott af skömm þó, að ég keypti mér örv- apípu, örvar og slettu af kröftugu eitursmyrsli sem upprunnin eru frá þessu fólki. Örvapípan er nærri þriggja metra löng og ég fékk ekki að taka hana með mér í flugvélina. Ég vona að hún berist mér með póstinum fyrr eða síðar. Örvarnar og eitrið standa fyrir framan mig á skrifborðinu mínu en sennilega ætti ég að finna þeim öruggari stað. Það yrði ekki gaman að útskýra málið ef einhver styngi sig óafvitandi í fing- urinn á eiturör. Nýjustu gestir skógarins eru skemmtilega ólíkir þessum frum- byggjum, því Avon-konurnar, þær sem ganga hús úr húsi og selja snyrtivörur, eru víst farnar að herja á skóg- arbúa. Ein þeirra var nýlega étin af pírena- fiskum – sem stangast fullkomlega á við ró- andi orð leiðsögumanns okkar sem hvatti okkur eindregið til að fá okkur sundsprett í ánni. Rio Negro-áin er kyrr eins og dökkur spegill þegar lygnt er, en skelfileg þegar stormur geisar. Í glasi er vatnið úr henni á litinn eins og raf, eða sterkt te, og næstum sætt á bragðið. Einn daginn fórum við snemma á fætur og horfðum á sólina rísa á rauðum sjóndeildarhringnum þar sem bleik- leitir höfrungarnir léku sér. Höfrungarnir eru ekki étnir, kjötið af þeim er óætt og skinnið kemur heldur ekki að notum. Þó veiða indján- arnir þá og hirða af þeim augun og kynfærin til að nota í verndargripi sem styrkja karl- mennsku og frjósemi. Í þessari á, sem var heit eins og súpa, þar sem höfrungarnir ærsl- uðust og við höfðum horft á þýska ferðamenn veiða tugi píranafiska, hafði ég synt nakin! Eina nóttina fórum við út á kanó með gríð- armikið vasaljós til að skoða krókódílana. Ljósið blindaði fiskana og í tómri skelfingu stukku sumir þeirra upp í bátinn til okkar. Við komum auga á leðurblökur og risastór fiðrildi sem flugu um í myrkrinu. Ræðarinn, caboclo á unglingsaldri sem talaði dálitla ensku og hló hátt að því hvað við vorum hrædd, beindi ljósgeislanum að rótum trjánna og þegar hann sá tvö rauð augu stökk hann út í vatnið. Við heyrðum heilmikinn gusugang í vatninu en brátt sneri hann aftur með krókódíl, þeim litlu hélt hann með berum höndunum en um kjaft þeirra stóru batt hann reipi. Okkur var sýnd ljósmynd af krókódíl sem náðst hafði með þessum hætti viku fyrr. Sá var lengri en báturinn. Í ánni voru einnig meira en 30 tegundir af djöflaskötum sem all- ar voru mjög hættulegar. Og hugsið ykkur, ég synti þarna! Eftir tíu daga ferðalag þurftum við, því miður, að halda heim. Ég fann ekki indjánana fjóra með galdrakassann en þegar heim var komið fann ég að ég bar í mér dálítið af allri þessari grænu veröld, eins og fjársjóð. Af dugnaði, og líka dálítilli hjátrú (af því að ég hef byrjað að skrifa allar bækurnar mínar 8. janúar) lauk þriggja ára ritstíflunni hinn 8. janúar 1997 og ég gat skrifað á ný. Draum- urinn um frumskóginn hafði gert sitt gagn. Nýlega kom út hjá Máli og menningu bókin Á slóð skepnunnar eftir Isabel Allende. Þar segir frá ferð bandarísks unglings, Alex- anders Cold, og ömmu hans, sem er heimsfrægur vísindablaðamaður, inn í frumskóga Amason. Þar kynnist hann skógarstúlkunni Nadiu og saman lenda þau í ævintýrum sem aðeins geta gerst inni í þessum stærstu skógum veraldar. Á slóð skepnunnar á rætur að rekja til ferðar sem Allende fór til Amason, ferðar sem átti eftir að reynast henni ógleymanleg og hún lýsir í eftirfarandi grein. Draumurinn um Amason Höfundur er rithöfundur. Sigþrúður Gunnarsdóttir þýddi. Isabel Allende
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.