Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur Sveinsson,staðarhaldari ogbókaútgefandi áHrafnseyri, er Reyk-víkingur, alinn upp þar á götunum í austurbænum eins og hann orðar það sjálfur, en á annars ættir að rekja í Fljóts- hlíð og Borgarfjörð. „Lífið snerist um fótboltann á sumrin í Fram og handboltann í Ármanni á veturna lengi fram eft- ir unglingsárum,“ segir Hallgrím- ur. „Maður horfði bara á stelp- urnar svona útundan sér! Framvöllurinn í grjótnáminu neð- an Sjómannaskólans, íþróttahúsið á Hálogalandi, staðir sem nú til- heyra minningunni einni, voru uppeldisstöðvarnar að hluta til. Oft var maður blankur og átti ekki fyrir strætó inn að Háloga- landi. Þá labbaði maður bara. Svo svindlaði maður sér inn á Mela- völlinn framan af árum, skreið undir bárujárnsgirðinguna, eða stóð uppi á vörubílspallinum hjá honum Skúla vörubílstjóra úr Laugarnesinu fyrir utan girð- inguna eða á bílpallinum hjá hon- um Ragnari pabba hans Ómars þegar stórleikir fóru fram. Svo var næsta skrefið að gerast sölumaður á sælgæti með kassa í leðuról framan á maganum og bjóða til sölu á áhorfendasvæð- unum. Þá var hrópað: Sælgæti, sígarettur, vindlar. Og þeir hörð- ustu bættu svo við: Og KR svindl- ar. Auðvitað svindluðu KR-ingarn- ir! Þeir voru svo sigursælir á þeim árum. Seinna fékk maður svo boðskort inn á völlinn og þótti fínt.“ Námið í Gagnfræðaskólanum við Lindargötu, Gagnfræðaskóla Austurbæjar, og síðar Kennara- skólanum var svona hliðargrein, lítið stunduð, að sögn Hallgríms. Félagslífið í þessum ágætu skól- um hins vegar stundað af kappi og yfirleitt í broddi fylkingar fyrir jafnöldrunum segir staðarhaldar- inn á Hrafnseyri. „Sem stafaði kannski af því framan af, að ég bar höfuð og herðar yfir flesta mína jafnaldra, enda héldu þeir sumir þegar mað- ur kom í Lindargötuskólann, beint úr Laugarnesskólanum, að ég hlyti að hafa fallið nokkrum sinn- um á barnaprófinu þar! Þetta var að sjálfsögðu leiðrétt snarlega, en þeir sem svona hugsuðu urðu svo mínir bestu vinir.“ Var sendur vestur á Breiðuvík En hvað kom til að þú, borg- arbarnið, ákvaðst að fara vestur á firði að loknu kennaraprófi og fórna með því íþróttunum og lífinu í Reykjavík? „Ætli það hafi nú ekki bara ver- ið tilviljun, eins og flest annað í lífinu. Og þó. Ég kenndi einn vet- ur að afloknu kennaraprófi hjá þeim mæta manni Björgvini Magnússyni, skólastjóra í Heima- vistarskólanum á Jaðri, en það var skóli sem Reykjavíkurborg rak þar fyrir drengi sem höfðu lent í útistöðum við ýmislegt og áttu erfiðar heimilisaðstæður, en sjálf- ur fyllti ég þann hóp um tíma og var nemandi þar um sjö ára ald- urinn. Hjá Björgvini var ég einnig um tíma á sumrin flokksstjóri í Skáta- og vinnuskólanum á Úlfljótsvatni, sællar minningar. Svo datt mér í hug, og einhverjum fleiri fyrir mína hönd, að sækja um starf for- stöðumanns Vistheimilisins í Breiðuvík í Rauðasandshreppi hér vestra, en það var staður á svip- uðum nótum og var á Jaðri. Ég var ráðinn í starfið og sendur vestur í Breiðuvík, eins og ég orða það nú stundum í gamni. Þetta mun hafa verið 1962 og var erfitt ungum manni um tvítugt, sem varla vissi hvar Vestfirðir voru eða um mannlíf þar yfirleitt. En þar kynntist ég minni góðu eig- inkonu, Guðrúnu Steinþórsdóttur, ættaðri frá Brekku í Dýrafirði.“ Hver voru svo tildrög þess að þú gerðist staðarhaldari á sjálfu forsetasetrinu á Hrafnseyri? „Það var nú okkar ástsæli bisk- up, Sigurbjörn Einarsson, sem átti frumkvæðið að því. Á staðnum hafði verið reistur hluti af stóru húsi sem var hugsað sem prests- setur og skóli fyrir sveitir Arn- arfjarðar, sem seinna var svo full- gert. Þá var presturinn fluttur burt, enda fámennt orðið í presta- kallinu, sem svo var lagt niður sem slíkt upp úr 1970. Við hjónin rákum svo skóla á staðnum og sumargistihús fyrstu árin, auk þess sem við hófum sauðfjárbú- skap á jörðinni þar sem fyrirrenn- arar okkar, Jón Kr. Waage og Garðar sonur hans, höfðu frá horf- ið. Búskapinn höfum við verið með allt til þessa dags, það er að segja að konan er nú eiginlega bóndinn. Ég er bara „léttadrengur“ eins og flestir vita hér vestra. Svo gerist það á æviferlinum að frammámenn á Þingeyri fengu mig til að gerast kennari þar við barnaskólann hjá vini mínum, öð- lingnum Tómasi heitnum Jónssyni skólastjóra. Hjá honum var ég í mörg ár. Svo gerist það einn góð- an veðurdag að Tómas biður mig að leysa sig af sem skólastjóri í einn vetur, þar sem hann þurfti að sinna sparisjóðnum á staðnum í fullu starfi. Þessi vetur varð að fjórtán árum.“ Svo hellir þú þér út í ritstörf af miklum krafti. Var það af ein- hverri innri þörf eða fyrir tilvilj- un? „Það var nú eiginlega hvort tveggja. Þannig var, að fljótlega eftir að ég útskrifaði sjálfan mig úr grunnskólanum beit ég það í mig að ég þyrfti endilega að skrifa handbók fyrir almenning, unga sem aldna, um Jón Sigurðsson, þar sem helstu staðreyndir um líf hans og starf væru aðgengilegar. Fannst mér það áberandi að allur almenningur vissi lítið meira um hann en bara nafnið. Þetta varð, bókin kom úr með kostum sínum og göllum.“ Óborganlegir persónuleikar Segðu mér frá Vestfirska for- laginu, tilganginum með stofnun forlagsins og hvernig þú kemur að þessari útgáfu. „Það má eiginlega segja að Vestfirska forlagið sé bókinni um Jón forseta að kenna eða þakka. Útgáfan er kennd við Hrafnseyri og á þar sitt lögheimili og má segja að það sé nokkuð viðeigandi þar sem Jón sjálfur lifði og hrærð- ist í bókum allt sitt líf. Og „lógó“ forlagsins er Dynjandi, sá mikli og fallegi foss, perla Vestfjarða, sem Jón hafði daglega fyrir augum á yngri árum ef svo veltist. Svo gerist það að ég byrja á að gefa út ritröðina Mannlíf og saga fyrir vestan, sem upphaflega var kölluð Mannlíf og saga í Auðkúlu- og Þingeyrarhreppum hinum fornu, því það var alltaf verið að sameina og margir hér hafa búið í þremur sveitarfélögum á örfáum árum. Svo leiddi hvað af öðru, en höfuðáherslan hefur alltaf verið að blanda saman gamni og alvöru líkt og gerist í lífinu. Þegar ég kom hingað vestur, ungur maðurinn, kynntist maður fjöldanum öllum af innbornum karakterum, sem nú eru flestir dauðir. Þetta voru og eru óborg- anlegir persónuleikar, margir hverjir. Eitthvað fór af stað í hausnum á mér sem sagði að það þyrfti að gera þessum köppum úr alþýðustétt, bændum, vinnumönn- um, vinnukonum, húsfreyjum og sjómönnum og svo framvegis betri skil á prenti en gert hafði verið, til að halda minningu þeirra til haga og lífi því sem hér var lifað. Ég varð fljótlega var við það að persónu- og atvinnusaga hér um slóðir var að mörgu leyti óskrifuð. Svo það að margt af þessu fólki hafði yfir að búa óborganlegri frá- sagnargáfu og gleði. Sumir áttu ýmislegt í handriti og aðrir byrj- uðu að skrifa fyrir mína hvatn- ingu. Ekki má svo gleyma öllum gömlu ljósmyndunum sem leynd- ust í hirslum hjá fólkinu. Þær eru ómetanlegar. Fyrst í stað þurfti maður auð- vitað að gefa með þessari útgáfu. Róm var ekki byggð á einni nóttu! Auðvitað er þetta eins og hver önnur skemmtileg bilun að standa í bókaútgáfu á svona „afskekkt- um“ stað. En eftir að tæknin kom til sögu; Internetið og það allt saman, er það miklu auðveldara. En ég væri löngu hættur þessu ef ekki kæmi til þakklæti þeirra og gleði sem í hlut eiga og framlag ýmissa mætra manna og kvenna, sem eru svo margir að ég þori varla að nefna einn framyfir ann- an. Þó get ég ekki stillt mig um að nefna nöfn Gunnars S. Hvammdal veðurfræðings, sem hefur verið mér ómetanleg hjálparhella, Ara Ívarssonar frá Melanesi og Haf- liða Magnússonar frá Bíldudal. Það er nánast undantekningar- laust að þeir sem byrja að lesa Bækurnar að vestan, sem við köll- um svo, halda því áfram og sumir eru nánast forfallnir lesendur þeirra og vilja ekki vera án þeirra. Burstabær Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri var formlega opnaður 17. júní 1997. Gestir fyrir framan burstabæinn spjalla saman og líta í Bækurnar að vestan. Óborganlegir persónu- leikar fyrir vestan Hallgrímur Sveinsson flutti ungur vestur á firði og gerðist þar kennari, skólastjóri og síðar staðarhaldari á forsetasetrinu á Hrafnseyri. Hann segir Sveini Guðjónssyni frá því hvernig það atvikaðist og hvað varð til þess að hann hellti sér út í ritstörf og bókaútgáfu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.