Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Næstu tvö ár eftir látSkriðukotshjóna bjóSigfús Sigfússon íSkriðukoti og Jón hjáhonum vinnumaður. En 1867 er kotið lagt undir Ytra- hvarf, sem fyrr sagði. Sigfús verður þar vinnumaður um hríð, en Jón fer vinnumaður að Ytra-Garðshorni og síðan í Sökku 1872. Jón Jónsson og Sigurlaug Ísaks- dóttir bjuggu á Klængshóli í Skíða- dal 1846–1871. Börn þeirra komust ekki upp. Mörg fósturbörn höfðu þau lengur eða skemur. Var syst- urdóttir Sigurlaugar og nafna hennar Jónsdóttir að talsverðu leyti alin þar upp. Sigurlaug yngri, fædd 1836 á Hellu í Stærri-Ár- skógssókn, var hjá foreldrum sín- um, Helgu Ísaksdóttur og Jóni Þor- kelssyni, á Selárbakka 1845. Hún var fermd á Völlum 1851. Óskilget- inn sonur hennar, Jóhannes, síðar húsmaður í Skriðukoti, faðir Jó- hanns Schevings kennara og afi Eddu Scheving leikkonu, var einnig alinn upp á Klængshóli. Sigurlaug Jónsdóttir fór vinnu- kona í Sökku 1867 og átti þangað annað erindi áður en lauk. Hún var falleruð vinnukona, 36 ára gömul, þegar Jón Sigfússon frá Skriðukoti kemur þangað, fjórum árum yngri en hún, stór og karlmannlegur, hegðar sér vel, les réttvel og þó lak- lega vel að sér. Tvöfalt kaup Jón og Sigurlaug fella hugi sam- an og eignast saman dótturina Guð- nýju eftir stutt kynni. Ekki voru þau þó gefin saman í hjónaband fyrr en átta árum síðar. Hinn 18. október 1881 voru sam- an gefin í Vallakirkju Jón Sigfússon og Sigurlaug Jónsdóttir, vinnuhjú á Sökku, svaramenn Jóhann Rögn- valdsson bóndi og Árni Árnason bóndi á Hamri. Daginn eftir brúðkaupið fór Jón Sigfússon snemma af sænginni og gekk út að gá til veðurs og annarra skyldra erinda. Er hann kom aftur, mælti hann, og þótti vísan merki- leg: Guð gefi þér góðan dag og gleðilegan viðskilnað, sómavafin silkihlín, Sigurlaug, elsku konan mín. Þetta var önnur tveggja vísna Skrikks um ævina, og veltu ýmsir fyrir sér hvaða viðskilnaður væri yrkisefni á þessum tímamótum í lífi hans. Enn dveljast þau Sigurlaug og Jón á Sökku, en þegar Jóhann Rögnvaldsson, sem sýnilega hefur verið þeim skjól og skjöldur, bregð- ur búi, hverfa þau á braut. Það er nokkuð til marks um hylli þá sem Skrikkur naut á Sökku, að sögn hans sjálfs, að hann hafði tvö- falt kaup. Sagði hann tortryggnum manni frá og hét Þorleifur og var nefndur Stutti-Leifi. „Ekki þykir mér mikið, þó Jó- hann borgi mér tvöfalt kaup vetr- armanns, því að ég vinn þrefalt verk. Ég fer á fætur í óttu og geri við sauðina. Síðan geng ég niður á Sand og ræ og ber heim hlutinn að aflíðandi nóni. Þá fer ég til rjúpna og veiðist mér jafnan vel.“ Nú þótt- ist Stutti-Leifi fá höggstað á Skrikk og segir: „Já, þú gerir slag í því að fara til rjúpna, þegar dimmt er orð- ið og þú sérð enga rjúpuna!“ En Skrikkur var fljótur að máta Leifa: „Ég skýt þær alltaf, þegar þær fljúga fyrir tunglið.“ Brúin langa Nokkuð urðu frásagnir Jóns af afrekum hans íkjukenndari með aldrinum. Greindir menn segja svo frá, að mjög mikluðust Jóni Skriðukots- lang afrek sín með aldrinum og því meir sem erfiðara var vegna fjar- lægðar í tíma og rúmi að kveðja til vitni. Gísli á Hofi var smiður og taldi Skrikkur sér rétt og skylt að segja honum af stórvirkjum sem hann hafði staðið fyrir. Skrikkur hafði frétt af steinsteypubrú yfir Héraðs- vötn sem smíðuð var löngu eftir að hann fór alfarinn úr Skagafirði. En svo sagði hann Gísla á Hofi, að brú þessi, sem hann hefði verið verk- stjóri að, væri afar löng. Gísli marg- þýfgaði hann um lengdina. „Hvað var hún margar álnir?“ „Ég veit það ekki“, sagði Skrikkur, „en hún var ógurlega löng.“ Nefndi Gísli allar lengdareiningar sem honum voru kunnar, metra, skref, mílur, tommur, faðma o.s.frv., en ekkert vissi Skrikkur. Síðan tók hann í nefið og sagði stundarhátt: „En það var stífur klukkutíma- gangur yfir hana fyrir fullroskinn mann.“ „Eitthvað hefur þú þurft að hafa í matinn handa öllum verka- mönnunum við brúarsmíðina“, sagði Hofsbóndi. „Jú, ekki var nú laust við það. Ég brá á það ráð að ala uxahjörð, og urðu þeir afar feitir. Svo holdgaðir urðu uxar, að á hinum feitasta til dæmis sukku bæði eyru. En margt var til vandkvæða. Það fór semant- ur upp í eyrun á mér, svo að ég varð vita heyrnarlaus. Fór ég þá út á Krók til Jónasar læknis, en hann boraði inn í hægra eyrað um stund. Kippti svo út bornum, og hafði ekk- ert skánað. Ég sagði honum að bora ósvikið, og á endanum boraði hann, þangað til yddi út hinumegin. Var þá eins og jólasálmur kvæði við, og hef ég haft fulla heyrn síðan. En að- gerðin kostaði líka alla sauðina mína.“ Illgjarnir menn skutu því inn í sögu þessa að Jón hefði engan sauðinn átt. Noregsferðin Skrikkur hafði að sjálfsögðu farið til Noregs og sagði Gísla á Hofi að Norðmenn hefðu fundið upp vélar til að fella skóg. Myndaði hann slíka vél með krít á baðstofuþilið á Hofi. „Og hvað heita nú þessar vélar, Jón minn?“ sagði smiðurinn á Hofi. „Þær heita nú tréspýtur“, sagði Skrikkur, „eða öllu heldur tréspýt- er, því að Norðmenn hneigja allt upp á e.“ En hver skyldu annars hafa verið tildrög þess að Jón Sigfússon Skriðukotslangur fór til Noregs? Skrikkur kunni vel frá því að segja, og endursögðu svo greindir Svarf- dælingar: „Þegar að því kom að Hannes Hafstein sækti Símann til Noregs, þótti honum undir því mest að hafa traust fylgdarlið, því að þetta var hættuför mikil og stórar viðsjár með mönnum. Ekki skoraðist ég undan þessu nauðsynjaerindi, þeg- ar hann kvaddi mig til, og hafði hann mig jafnan hið næsta sér. Lengi urðum við að bíða viðtöku konungs, en án hans samþykkis þorðum við ekkert að hreyfa. Liðu svo þrjár vikur. Var mér mjög leiði- gjarnt aðgerðaleysið og vann mér til afþreyingar að sitja yfir konum í barnsnauð, en það hafði fljótt spurst út í Noregi að til þess hefði ég oft verið kvaddur á Íslandi, svo og annarra læknisverka. Fór svo að ég sat yfir 70 konum, og farnaðist öllum vel. Hafði ég af þessu góðan orðstír, og vissi Hannes fullvel af því. Nú rennur upp stóra stundin, að við göngum fyrir konung. Sat hann í hásæti og var mjög hár í sætinu og mikilúðlegur, en ávarpar okkur þó vingjarnlega: „Hver er hann þessi stóri og myndarlegi maður sem stendur næst þér, Hannes minn?“ „Og það er nú hann Jón af Íslandi Sigfússon sem setið hefur yfir kon- unum.“ Var nú málið auðsótt af konungs hendi og Síminn fenginn okkur til umsjár og flutnings. En þá bar á skugga sem ég segi frá mjög tilneyddur. Rétt áður en fara skyldi til Íslands, koma þjónar réttvísinnar til Hannesar og krefj- ast þess að Jón fylgdarmaður hans verði settur í farbann, meðan mál hans sé rannsakað. Varð Hannesi hverft við, en segist ekki munu skilja við vildarvin sinn og komi sér mjög á óvart, að svona skyldi kom- ið. „Eða hvaða sök er honum gefin?“ spyr hann og ekki þykkjulaust. Sendimenn segja þá að Jón sé sakaður um stuld á dýrgrip. „Verð ég nú,“ segir Skrikkur, „að fara nokkuð aftur í tímann. Á gisti- húsinu, þar sem ég dvaldist, var kona sem mjög var í skart búin og þóttist auðug frú. Hún lagði hug á mig frá fyrsta degi, en ég brást Sig- urlaugu minni í engu. Auðmaður nokkur var á hótelinu og átti sá úr sem var slíkur kostagripur, að það sló hvellt á hádegi, þótt lítið væri. Var það af gulli gert og sett eðal- steinum. Nú hverfur auðmanninum úrið og verður við það ákaflega styggur og kveður til alla gesti að segja sér hvað hvarfinu mundi valda. Gengur þá fram sú kona, er mig hafði reynt að véla, og segist hafa séð hvar ég væri að snudda í herbergjum auðuga mannsins og væri einsýnt að ég væri þjófurinn. Var ég svo kallaður fyrir dómara og allir, sem á gistihúsinu voru, skyldu hlýða á yfirheyrslu og dómsúr- skurð. Gekk ég óhræddur til þessa leiks, því að ég vissi mig saklausan og mundi guð gefa um það teikn nokkurt hvar þjófinn væri að finna. Bauðst ég til að láta leita svo vendi- lega á mér, að öllum klæðum yrði ég sviptur, ef hið sama gengi yfir konu þá er mig hafði sakfellt. Þótti þetta sanngjarnt. Skemmst er af því að segja, að ekkert grunsamlegt fannst á mér, en starsýnt varð kon- um á mig nakinn. En nú kemur að konunni, og ekkert finnst, en þá er ég svo heppinn að komið er hádegi. Kveður þá við klukkusláttur og að því er virtist innan úr konunni, og viti menn. Þegar menn höfðu þor til, drógu þeir úrið dýra úr leynd- asta stað hennar. Fékk hún háðung af, enda reyndist hóra og svika- kvendi. En mér voru fengnar skaðabætur rúmar og greidd leið okkar Hannesar og öllum mót- stöðumönnum Símans, hvar sem hittast kynni, svo í Noregi sem á Ís- landi, harðbannað að hindra för okkar. Var Hannes ákaflega feginn þessum málalokum og hefur sæmd mín þarna mest orðið, en tæpast staðið,“ sagði Skrikkur. Bókarkafli Flestir kannast við Münchausen hinn þýska og þær ótrúlegu sögur sem hann sagði af ævintýrum sínum. Færri vita að Münchausen á sér allnokkra íslenska sálubræður sem sagt hafa sögur sem einkennast af engu minna hugarflugi en sögur baróns- ins. Einn þeirra var Jón Skrikkur frá Skriðukoti og fylgja hér á eftir nokkrar af sögum hans. Ævintýri Jóns Skrikks Lyginni líkast kemur út hjá bókaútgáf- unni Hólum. Jón Hjaltason tók textana saman. Bókin er 168 bls. að lengd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.