Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 40
LISTIR 40 SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ É g er gagnrýnandi. Ég fer á myndlistarsýningar og gagnrýni það sem mér finnst að betur mætti fara. Ef vel er gert reyni ég að hrósa. Hvort tveggja getur verið uppbyggjandi, en til að gagnrýni verði uppbyggjandi, þarf sá sem fyrir gagnrýninni verður að vera maður til að taka þeirri gagnrýni, jákvæðri eða neikvæðri. Fyrir þetta fæ ég borgað. Stundum gerir maður meira í gagnrýni sinni en að segja einfaldlega hvað er gott og hvað er slæmt. Maður reynir þá eins og kostur er að setja hluti í samhengi, setja einstök verk í sam- hengi við verk annarra listamanna, setja sýn- inguna sem slíka og þau skilaboð sem hún er með í samhengi við umræðuna í þjóðfélaginu, og stundum gerist maður fræðilegur og talar um isma, raunveruleika og óraunveruleika, óhlut- bundið og hlutbundið og notar enn skrýtnara lík- ingamál á stundum. Gagn- rýnandinn talar þannig til ólíkra aðila á hverjum tíma. Stundum er það listamaðurinn sem ætti að leggja eyrun við, stundum almenningur og stundum sýning- arhaldari. Stundum skilur ekki nema einn þess- ara hópa hvað gagnrýnandinn er að fara. Þeim sem standa fyrir sýningum á myndlist hlýtur að vera ljóst hve mikilvægur gagnrýn- andinn er þeim. Þeir vita að eftir að sýningin er tilbúin eftir oft langa yfirlegu í hringiðu skipu- lagningar, mun koma gestur á sýninguna í þeim eina tilgangi að segja hvað honum finnst um það sem búið er að setja upp. Þessi gestur hef- ur ekki verið í hringiðunni eins og sýning- arhaldarinn, hann er ekki búinn að vera með höfuðið ofan í kössum og kirnum. Glöggt er gestsaugað var einhverntíma sagt og það á við um auga gagnrýnandans. Sýningin er samt á endanum ekki sett uppfyrir gagnrýnandann, þó að hér á Íslandifreistist margir til að halda það. Hún ersett upp fyrir almenning og það er al- menningur sem, ef allt er með eðlilegum hætti í okkar þjóðfélagi, dæmir um gæði sýning- arinnar. Hann gerir það með mætingu sinni og með því að gefa álit sitt á sýningunni í umræðu úti í bæ. Ólafur Kvaran, safnstjóri Listasafns Íslands, furðar sig í samtali við Morgunblaðið sl. föstu- dag á texta sem gagnrýnandi, höfundur þessa pistils, skrifaði um sýninguna Raunsæi og veru- leiki sem snýst um árin 1960–1980 í íslenskri myndlist. Hann spyr af hverju gagnrýnandinn sjái hlutina á þennan veginn en ekki hinn, segir að honum hafi yfirsést það sem máli skiptir. Á máli Ólafs að skilja var Erró þungamiðjan í ís- lenskri list á tímabilinu 1960–1980, og segir að hann sé helsti málari þessa tímabils í íslenskri listasögu. Þess vegna er ofureðlilegt að hann spyrji af hverju ég minnist ekki einu orði á Erró í gagnrýni minni. Ástæðan er einföld. Ég er einfaldlega ekki sammála því að Erró sé jafnmikilvægur póstur í íslenskri listasögu á þessum tíma og Ólafur vill vera láta. Erró er alþjóðlegur listmálari, búinn að búa og starfa lengst af í Frakklandi og er af Frökk- um talinn franskur. Eins og sást glöggt á sýningu í Listasafni Reykjavíkur fyrir nokkrum árum er Erró hluti af hreyfingu evrópskra popplistamanna, og hef- ur skráð nafn sitt á spjöld sögunnar sem slíkur. Það er hins vegar mín skoðun að evr-ópsku poppararnir hafi aldrei náð þeimhæðum sem hinir bandarísku kollegarþeirra náðu. Til þess er list þeirra í flestum tilfellum of þung, fræðileg og óaðgengi- leg. Ólafur Kvaran undrast þreytu gagnrýnand- ans; þreytu sem er tilkomin vegna þess að hann er að ganga fram á sömu verkin á sömu stöð- unum ár eftir ár á listasafninu, bara undir mis- munandi formerkjum. Ég verð ekkert minna þreyttur þó að Ólafur reyni að sýna fram á nauðsyn þess að þessi verk séu höfð með á sýn- ingunni sem um ræðir. Gagnrýni mín um þessa sýningu Ólafs sner- ist aðallega um það sem var að. Það hefði ekki gagnast listasafninu neitt að ég kæmi þarna inn og lyki lofsorði á framkvæmdina, enda ekki ástæða til. Ólafur segir eitt og annað áhugavert í fyrr- nefndu viðtali, og því fagna ég. T.d. segir hann Nýlistasafnið vera stórkostlegt, hann talar um nauðsyn þess fyrir Íslendinga að geta haft reglulegt aðgengi að listasögunni og hann talar um að plássleysi standi Listasafni Íslands fyrir þrifum. Ég vona að Listasafn Íslands verði einhvern- tíma fullburða en til þess þarf þrek og bar- áttuvilja. Dagsdaglega verð ég ekki mikið var viðsafnstjóra Listasafns Íslands, hvorkiá sýningarvettvangi úti í bæ, né sé éghann í fjölmiðlum að þrýsta á um aukin framlög, hvort sem er frá opinberum að- ilum eða frá einkaaðilum, til að gera drauminn um alvöru listasafn að veruleika. Ég verð ekki var við það að þessi barátta fari fram. Og rétt eins og sýningunni á Listasafninu tekst ekki að miðla því kröftuga umróti sem haldið er fram að hafi átt sér stað á tímabilinu frá 1960–1980 þá heyri ég enga háreysti frá Listasafninu. Þar virðist engin barátta fara fram. Það er kominn gestur Listasafn Íslands. AF LISTUM Eftir Þórodd Bjarnason tobj@mbl.is Morgunblaðið/Júlíus VESTFIRSKA forlagið hefur nú starfað um nokkurra ára bil undir forystu Hallgríms Sveinssonar með aðsetur á Hrafnseyri. Hægt var af stað farið en smátt og smátt hefur starfseminni vaxið fiskur um hrygg og útgáfubókum fjölgað, svo að nú er umfangið orðið talsvert að því er mér sýnist. Frá árinu 1996 hefur forlagið gefið út lítið tímarit – eða ritröð eins og það kallast – sem flutt hefur marg- víslegan fróðleik um vestfirskt mannlíf fyrr og nú. Auk þess er gefið út ársritið Frá Bjargtöngum að Djúpi, allmiklu stærra. Á þessu hausti kemur það út í sjötta sinn. Efni þess er hliðstætt litla ritinu. Tímaritið – Mannlíf og saga – kemur nú út í þrettánda sinn. Þegar blaðað er í heftunum er augljóst að þar hefur mikið efni verið dregið á land. Sumt hefur verið skrifað fyrir ritið annaðhvort af ritstjóranum eða öðrum. Annað er komið úr gömlum fræðasyrpum manna, sem sumir hverjir eru löngu látnir. Þá er ekki minna um vert hversu ötulir menn hafa verið að safna gömlum myndum og birta í ritinu. Ótrúlega mikið hef- ur verið til af þeim. Blærinn á þessu litla tímariti er sérkennilegur og skemmtilegur. Vestfirsk gamanmál skipa hátt sæti og yfirleitt svífur hressandi andblær yfir vötnum (kannski með svolitlu seltubragði stundum!). Ekki er mér kunnugt um hversu víðförult þetta tímarit er. En benda má bókamönnum og grúskurum á að það er mikil náma fróðleiks og skemmtunar. Þrettánda heftið, sem nú kemur á prent, er engin undantekning frá reglunni. Það hefst á alllöngu viðtali, sem Hallgrímur ritstjóri átti við Kristján Ottósson frá Svalvogum. Þar segir Kristján frá uppvexti sín- um og aðstæðum í þessari afskekktu og erfiðu byggð fyrir og um miðja síðustu öld. Það er verulega áhuga- verð frásögn, er sýnir vel hina hörðu lífsbaráttu, hættur, sem við var að etja, og einstaka hjálpsemi manna á milli. Stutt frásögn er eftir Bjarna Georg Einarsson um eftirminnilega veiðiferð á Fjölni ÍS 177. Þá kemur mikil myndasyrpa úr safni Gunnars Jónssonar. Myndirnar eru flestar frá því fyrir 1940 og frá Þingeyri og af fólki þaðan. Ari Ívarsson frá Melanesi, sem margt bitastætt hefur skrifað í fram- angreind rit á undanförnum árum, á hér stutta en skemmtilega frásögn af hrafnahjónum. Það er athyglisverð „hrafnafræði“. Alllangur þáttur er um skáldkon- una Lilju Björnsdóttur, sem lengi bjó á Þingeyri. Þátturinn er að mestu kaflar úr löngu viðtali Þor- steins Matthíassonar, sem birtist í einni af viðtalsbókum hans. Nokkrar stökur Lilju fylgja með. Þá er og önnur syrpa af myndum, sem ber yfirskriftina Gamlar myndir úr Súgandafirði. Þær eru úr ljós- myndasafni séra Jóhannesar Pálma- sonar og frá árunum 1946 og 1947. Frásögn er af tíu ára afmæli Sam- vinnufélags Ketildalahrepps árið 1940 og fylgja tvær hópmyndir. Gamansögur eru hér nokkrar að vanda. Myndir eru úr fórum Jóhann- esar Kristinssonar og lestina rekur stutt frásaga Kristjáns Ottóssonar, sem segir frá í upphafi heftis. Þetta hefti er skemmtilegt og fræðandi eins og forverar þess. Mannlíf á VestfjörðumBÆKURRitröð 13. hefti. Vestfirskur fróðleikur gamall og nýr. Ritstj.: Hallgrímur Sveinsson. Vestfirska forlagið, Hrafnseyri 2003, 80 bls. MANNLÍF OG SAGA FYRIR VESTAN Sigurjón Björnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.