Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.12.2003, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ 21. desember 1993: „Sam- dráttur hefur sett svip á ís- lenzkt atvinnulíf og vinnu- markað okkar um árabil. Skráð atvinnuleysi er ógn- vekjandi. Þannig voru rúm- lega þrjú þúsund ein- staklingar skráðir atvinnulausir á Ráðning- arskrifstofu Reykjavík- urborgar 15. desember síð- astliðinn. Þetta þýðir að 4,5% af borgarbúum á vinnualdri eru án atvinnu. Þetta segir okkur að rúmlega eitt þúsund einstaklingar í Reykjavík eru án vinnu á aðventu þessa árs umfram það sem var á sama tíma á síðastliðnu ári. Í nóvembermánuði síðast- liðnum voru tæplega 132 þús- und atvinnuleysisdagar skráðir á landinu öllu. At- vinnuleysisdagar í nóvember voru 29 þúsundum fleiri en í október og 38 þúsundum fleiri en í sama mánuði í fyrra. Þetta þýðir að atvinnu- leysi á landsvísu er 41% meira í nóvember 1993 en í sama mánuði 1992 – og hefur ekki mælst meira í þeim mán- uði áður. Þessar tölur jafn- gilda því að rúmlega sex þús- und konur og karlar hafi að meðaltali verið á atvinnuleys- isskrá í þessum mánuði eða 4,7% af fólki á vinnualdri. Raunverulegt atvinnuleysi er af ýmsum talið nokkru meira en skráð.“ . . . . . . . . . . 21. desember 1983: „Meiri- hluti sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur hefur lagt það til að á árinu 1984 skuli útsvör miðast við 11% álagningu en ekki 11,88% eins og álagningin er í ár og hefur verið síðastliðin 4 ár. Með því að fella niður þetta 8% álag lækkar heild- arálagningin á borgarbúa um 90 milljónir króna. Þessi ráðagerð sjálfstæðismanna um lækkun útsvara er í sam- ræmi við þá stefnu sem þeir mótuðu í upphafi ársins þeg- ar þeir lækkuðu fast- eignagjöldin, en álagning- arhlutfallið á íbúðarhúsnæði var lækkað um 15,8% gegn háværum mótmælum vinstri flokkanna. En á næsta ári hefðu íbúðareigendur þurft að greiða 36,3 milljónum króna hærri fasteignaskatta ef stefna vinstri flokkanna hefði ráðið.“ 21. desember 1973: „Þegar fjárlagafrumvarpið var lagt fram í upphafi þings, var því lýst yfir, að ríkisstjórnin stefndi að 2% hækkun sölu- skatts um áramót. Í við- ræðum við verkalýðsfélögin fyrir nokkrum vikum, skýrðu ráðherrarnir frá því, að þeir hefðu í hyggju að hækka söluskatt um 5%, þ.e. 3% um áramót og breyta Viðlaga- sjóðsgjaldi í söluskatt hinn 1. marz n.k. þegar það á að falla úr gildi. Nú er svo komið fyr- ir ríkisstjórn Ólafs Jóhann- essonar, að hún hefur ekki þingstyrk til þess að koma fram söluskattshækkun á Al- þingi. Þess vegna hefur rík- isstjórnin fallið frá þeirri al- mennu söluskattshækkun, sem hún hafði í huga, a.m.k. í bili, en það furðulega gerist, að ríkisstjórnin reynir nú að knýja í gegnum þingið 1% hækkun á söluskatti með því að hengja ákvæði um slíka söluskattshækkun aftan í frumvarp um tollalækkun, sem nýtur almenns stuðnings í þinginu, enda í samræmi við þau fyrirheit, er gefin voru við inngöngu okkar í EFTA.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. EIGNARHALD Á FJÖLMIÐLUM Tómas Ingi Olrich menntamála-ráðherra hefur skipað nefndtil þess að kanna hvort tilefni sé til að setja lög um eignarhald á fjölmiðlum. Er nefndinni ætlað að semja frumvarp að slíkri löggjöf ef ráðherra telur þess þörf og á hún að ljúka störfum á næstu rúmum tveim- ur mánuðum. Í öðrum löndum eru margvísleg lög og reglur um eignarhald á fjöl- miðlum. Það á við um ESB-löndin og Bandaríkin og einnig að einhverju leyti um Norðurlönd. Í mörgum til- vikum snúast þau um það, hvort sömu aðilar megi eiga bæði prent- miðla og ljósvakamiðla. Í öðrum til- vikum snýst spurningin um það, hvort útlendingar megi eiga fjöl- miðlafyrirtæki. Þannig þurfti Rúpert Murdoch t.d. að afsala sér ríkisfangi í Ástralíu, þar sem hann er fæddur, og taka upp bandarískt ríkisfang til þess að mega kaupa blöð og sjón- varpsstöðvar í Bandaríkjunum. Í einstaka tilvikum er um það fjallað, hvort við hæfi sé að tiltekinn einstaklingur megi eignast tiltekinn fjölmiðil. Slík umfjöllun fór fram, þegar Murdoch keypti hið sögu- fræga dagblað The Times í London af kanadíska blaðakónginum Roy Thompson. Þá var spurt, hvort það teldist við hæfi, að maður, sem væri þekktur fyrir að gefa út gula pressu og götublöð eignaðist höfuðblað Bretlands. Þessar vikurnar birtast fréttir um að hugsanlegur kaupandi The Daily Telegraph gæti verið mað- ur, sem efnaðist á útgáfu klámblaða og fer um suma Breta af því tilefni. Það er því misskilningur, sem örl- að hefur á í umræðum hér á und- anförnum vikum, að það sé eitthvað óeðlilegt eða óþekkt að til sé löggjöf um eignarhald á fjölmiðlum. Þvert á móti er það algengt, þótt þær reglur séu stöðugt að breytast og ný viðhorf að koma fram. Murdoch hefur á seinni árum átt erfitt með að ná fót- festu á fjölmiðlamarkaðnum á meg- inlandi Evrópu vegna þess, að mikil pólitísk andstaða hefur verið í mörg- um þeirra landa gegn því að hann komist inn á fjölmiðlamarkaðinn þar. Í ljósi þeirrar þróunar, sem hefur orðið á fjölmiðlamarkaðnum hér, kemur ekki á óvart, að ríkisstjórnin hafi ákveðið að kanna hvort tilefni sé til að setja slíka löggjöf á Íslandi. Það er bæði æskilegt og nauðsynlegt að fram fari umræður um það mál, enda má segja, að þær takmörkuðu umræður, sem fram hafa farið ein- kennist af því annars vegar að málið hefur lítið verið rætt en hins vegar af umtalsverðu þekkingarleysi á því, sem gert hefur verið í öðrum lönd- um. Á rúmum áratug hefur sú breyting orðið, að útgáfa dagblaða hefur færzt úr höndum stjórnmálaflokka að hluta til þess að blöðin eru eingöngu gefin út af einkafyrirtækjum. Það er að sjálfsögðu æskileg framvinda. En jafnframt eru vísbendingar um enn meiri samþjöppun á þessum markaði á milli blaðaútgáfu og reksturs ljós- vakamiðla. Fyrir nokkrum árum benti ýmislegt til að sú þróun væri hafin þá en hún gekk til baka að öllu leyti. Ef hið sama er að gerast nú er tilefni til umræðna um stöðu mála. Það er því ástæða til að fagna þessu frumkvæði menntamálaráð- herra. Væntanlega mun nefndin gera ráðstafanir til að afla upplýsinga um löggjöf og reglur í nálægum löndum þannig að umræður hér geti farið fram á grundvelli betri og ítarlegri upplýsinga en fyrir hendi hafa verið fram að þessu. H alldór Kiljan Laxness var einhver umdeildasti ein- staklingur 20. aldarinn- ar. Hann var ýmist dáð- ur eða hataður og það var ekki fyrr en eftir að hann hlaut Nóbelsverð- launin – og raunar ekki fyrr en nokkrum árum eftir þann viðburð – sem segja má að þjóðin öll hafi sameinast um þá skoðun, að þar færi einn merkasti – ef ekki merkasti – Íslendingur 20. aldarinnar. Einn þeirra sem gnæfði upp úr í sögu þjóðarinnar frá því að land byggðist. Það er erfitt fyrir yngri kynslóðir að skilja andrúmið í kringum Halldór Laxness um miðja síðustu öld. Auðvitað mótaðist það mjög af átökunum á milli kommúnismans og lýðræð- issinna og af kalda stríðinu, sem þá var hafið. Hann tók afstöðu í þeim átökum og frá margra sjónarhóli var sú afstaða óskiljanleg. Þess vegna þótti Skáldatími tíðindum sæta, þegar hann gerði upp við sjálfan sig og fortíð sína. Um miðbik 20. aldarinnar voru til heimili á Íslandi og þau voru mörg, þar sem uppvaxandi kynslóðum var kennt, að ekki ætti að lesa bæk- ur Halldórs Laxness. Hins vegar ætti að lesa bækur Gunnars Gunnarssonar. Það er langt gengið að hvetja börn sín til að lesa ekki bæk- ur tiltekins rithöfundar en þess voru dæmi, sem sýnir hve umdeildur rithöfundur Halldór Laxness var á þeim árum. Hér var auðvitað á ferð fólk, sem leit á sig sem pólitíska andstæð- inga rithöfundarins og var ekki tilbúið til að láta hann njóta sannmælis sem rithöfundur vegna afskipta hans af stjórnmálabaráttu þess tíma. Afstaðan til Halldórs Laxness var hins vegar svo margslungin, að í sömu fjölskyldum var hægt að finna fólk, sem var einlægir aðdá- endur rithöfundarins en jafnframt harðir póli- tískir andstæðingar hans, hafði jafnvel verið frá því að fyrstu bækur hans komu út og lét það ekki á sig fá í hvaða farveg stjórnmála- skoðanir hans féllu. Það var hins vegar ekki síður athyglisvert að sömu andstæður mátti finna í vinstri sinnuðum fjölskyldum á Íslandi þess tíma. Þótt Halldór Laxness ætti á tímabili mikinn þátt í að efla hreyfingu sósíalista á Íslandi var í þeim stjórn- málahreyfingum hægt að finna fólk, sem var engir aðdáendur skáldsins, þótt það gengi ekki svo langt að hvetja börn sín til að lesa ekki bækur Halldórs! Kannski var skýringin sú, að þeim hinum sömu hefur þótt Halldór styðja um of aðra forystumenn vinstri manna en þeim þótti æskilegt. Það er erfitt fyrir ungt fólk á Íslandi í dag að skilja þessa togstreitu um Halldór Laxness en þær deilur, sem blossað hafa upp á undanförn- um mánuðum um ritun ævisögu hans, verða óskiljanlegar nema þessi bakgrunnur sé hafður í huga. Þegar saman fer að sá einstaklingur, sem fjallað er um í nýrri ævisögu Halldórs Kiljans Laxness var svo umdeildur að þjóðin skiptist í tvennt, með honum og móti, og að höfundur ævisögunnar, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, er einn umdeildasti einstaklingur á sviði íslenzkrar þjóðmálabaráttu síðustu ára- tuga, þarf kannski engan að undra, þótt ým- islegt hafi gengið á í kringum útgáfu bókar hans. Hannes Hólmsteinn gerðist ungur að árum hugmyndafræðingur nýrrar kynslóðar í Sjálf- stæðisflokknum. Undir lok Viðreisnaráratug- arins fór að brydda á nýjum sjónarmiðum með- al yngra fólks í Sjálfstæðisflokknum. Hin svonefnda ’68 kynslóð hefur yfirleitt verið kennd við vinstri menn en svo vill til að fulltrú- ar sömu kynslóðar innan Sjálfstæðisflokksins voru ekki tilbúnir til að fylgja foringjunum eft- ir af sömu fylgispekt, hollustu og trúmennsku og þeir, sem á undan þeim fóru. Þótt Sjálf- stæðisflokkur þeirra ára stæði í harðri baráttu við kommúnista og sósíalista svo og við her- stöðvarandstæðinga var viðleitni til málamiðl- unar samt sem áður sterkur þráður í stjórn- málastefnu flokksins, einfaldlega af praktískum ástæðum. Það var nauðsynlegt að vinna með öðrum flokkum til þess að halda stöðu í meirihluta innan Alþingis og það var nauðsynlegt að ná málamiðlun við verkalýðs- hreyfinguna og þá sérstaklega þau öfl innan hennar, sem voru ekki endilega tilbúin til að láta stjórnast af sósíalistum. Kynslóð Hannesar Hólmsteins skar upp her- ör gegn málamiðlunarpólitík og vildi breyta þjóðfélaginu til samræmis við grundvallar- stefnu Sjálfstæðisflokksins. Það sýnir svo hvað margt er mótsagnakennt í pólitík, að segja má að sumu leyti hafi þessi kynslóð tekið upp bar- áttu fyrir þeim hugsjónum, sem Geir Hall- grímsson hélt á lofti, þegar hann ungur hóf af- skipti af stjórnmálum en hlaut eins og aðrir forystumenn, þegar hér var komið sögu, að leita málamiðlana til að tryggja valdastöðu Sjálfstæðisflokksins. Að sumu leyti má segja að Hannes Hólm- steinn hafi gerzt á Íslandi talsmaður þeirra sjónarmiða, sem fleyttu Ronald Reagan og Margréti Thatcher á valdastóla. Hann gerðist helzti hugmyndafræðingur og talsmaður þeirr- ar frjálshyggjubylgju, sem gengið hefur yfir Vesturlönd á síðasta aldarfjórðungi. Hann var í fyrstu umdeildur innan Sjálfstæðisflokksins en eftir því, sem árin liðu varð ljóst, að sjónarmið hans höfðu orðið ofan á, ekki sízt meðal yngra fólks, en í þeim hópum hafa skoðanir hans not- ið mikils stuðnings. Það er fyrst nú á síðustu misserum, sem spurningar vakna um hvort frjálshyggjubylgjan sé að snúast upp í and- hverfu sína, en það er önnur saga. Þegar Hannes Hólmsteinn skýrði frá því fyr- ir nokkrum mánuðum, að hann væri kominn langt með að skrifa ævisögu Halldórs Kiljans Laxness verkaði það eins og sprengja inn í ís- lenzkt menningarlíf. Nú er það svo, að algengt er í öðrum löndum, að skrifaðar séu margar ævisögur um merka einstaklinga. Og það er líka algengt að skrifaðar séu ævisögur, sem ekki eru skrifaðar með samþykki viðkomandi einstaklings eða fjölskyldu hans. Það hafa t.d. nú þegar verið skrifaðar margar ævisögur Nel- sons Mandela. Hið sama má segja um Jósep Stalín og fjölmarga aðra. Gildi þessa er einfald- lega, að æviferill og verk þessara einstaklinga eru skoðuð út frá mörgum sjónarhornum. Margir í hópi vinstri manna brugðust ókvæða við, þegar fréttir bárust af ævisagna- ritun Hannesar. Margir í hópi hægri manna höfðu lúmskt gaman af. Sjálfsagt hafa margir vinstri menn talið að ævisaga Hannesar Hólm- steins yrði árás á Nóbelsskáldið. En aðrir líta áreiðanlega svo á að minningu skáldsins sé ekki greiði gerður með því að skrifa um Hall- dór gagnrýnislausa hetjusögu. Það var ógleymanleg stund fyrir þá ungu Ís- lendinga, sem tóku á móti Halldóri Laxness á hafnarbakkanum í Reykjavík fyrir tæplega hálfri öld, þegar Gullfoss lagðist að og skáldið sást standa í brúnni. Sumir lærðu ræðu hans þá utan að. Sú stund varð eitt af táknum sjálf- stæðisins, hins unga lýðveldis. Við Íslendingar stóðum jafnfætis öðrum þjóðum, þótt fáir vær- um. Þau ungmenni, sem höfðu alizt upp við að ekki ætti að lesa bækur Nóbelsskáldsins tóku til við það verkefni. Risavaxið verkefni Það er vandasamt verk að velja ritdóm- ara til þess að skrifa um bækur á Íslandi. Því veldur návígið, vina- og kunningjatengsl, skyldleiki o.fl. Til þess að ritdómar séu trú- verðugir þurfa þeir að vera skrifaðir af mönn- um, sem hvorki verða sakaðir um vináttu eða óvináttu við viðkomandi höfund né einhvers konar tengsl önnur, sem geti haft áhrif á af- stöðu ritdómarans. Í sumum tilvikum reynist þetta ótrúlega erfitt. Það var augljóslega erfitt að finna ritdómara á Morgunblaðinu, sem ekki yrði sakaður um eitthvað af ofangreindu í sambandi við ævisögu Halldórs Kiljans Laxness. Þegar bæði höfund- urinn og sá, sem hann skrifar um eru jafn um- deildir einstaklingar í samfélagi okkar og sögu þess og hér var um að ræða var úr vöndu að ráða. Niðurstaðan varð sú, að ungur maður, Björn Þór Vilhjálmsson, sem hvorki er mót- aður af viðhorfum kalda stríðs áranna til Hall- dórs Laxness né stjórnmálaátökum samtímans til Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar skrif- aði ritdóm um fyrsta bindi ævisögu Halldórs, sem birtist hér í blaðinu sl. þriðjudag. Björn Þór segir í upphafi ritdómsins: „Ævi- sögu Halldórs Laxness hefur verið beðið. Fyrir sumum blandaðist biðin hins vegar einhvers konar ónotalegum hrolli, þegar fréttist, að Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, ætlaði að ríða á vaðið og gera lífshlaupi þessa mesta rit- höfundar Íslands á tuttugustu öld skil…sumum þótti Hannes óheppilegur ævisagnaritari…“ Síðan segir Björn Þór: „Halldór var maður, sem átti vini og óvini. Stundum færðust menn úr öðrum hópnum í hinn, líkt og var með Jónas Jónsson frá Hriflu en algengara var að tekin væri afstaða til Halldórs, hvort sem viðkom- andi voru honum kunnugir eður ei og síðan staðið við hana. Kannski breytti Nóbelsmedalí- an þar einhverju um, en einn af kostum bókar Hannesar er hvernig skýr mynd birtist af þeirri blóðlínu, sem persóna Halldórs og verk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.